Morgunblaðið - 14.10.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.10.1990, Blaðsíða 2
 MOfiGUtffiLftffff) , SU.NyUUAGUR, 14> OKTÓBB|i 199p , Ett að mátti ekki á milli sjá hvort var þekkilegra að koma eða fá að B koma hingað til Bagdad. Mér sýnist Saddam Æ Hussein enn nálægari en fyrr. Nóg ^ var af honum hér fyrir tveimur árum en myndum af honum hefur stórfjölgað og myndastyttur hafa bæst við þar sem hann réttir fram fagnandi hendur. Fyrsta kvöldið stalst ég út á tesjoppu og skrafaði við nokkra karla. Þeir virtust vera einlæglega stoltir af forseta sínum og sögðu að það væri ekki á hvers manns færi að láta allan heiminn fara á hvolf. „Við eigum sögulegan rétt til þess sem var Kú- væt. Bush og kerlingin í Bretlandi ættu að lesa mannkynssöguna betur,“ sögðu þeir. Við sátum sem sagt þarna í hrókasamræðum þegar starfsmaður í upplýsingaráðuneytinu, en það sér um erlenda blað- menn hér, kom askvaðandi. „Þetta máttu ekki gera nema einhver frá ráðuneytinu sé með þér. Annars áttu á hættu að vera rekin úr landinu," sagði hann ávítandi þegar við löbbuðum til baka. Skömmu áður en að hótelinu kom spurði hann hvort ég væri með dollara og hann skyldi nefnilega gefa mér helmingi meira en opinbera skráningin er. „Er þetta ekki ólög- legt og bannað,“ sagði ég. Enda hafði írösk fjölskylda sem ég var boðin til í Amman varað mig við svarta- markaðnum sem þrifist hér. „Ég vil nú vera vinur þinn og hjálpa þér,“ sagði þessi grandvari starfsmaður og innan tíðar höfðu átt sér stað í skjóli myrkurs stórlega ólögleg viðskipti. Hann borgaði mér þrisvar sinnum hærra en gengið er opinberlega skráð. Hins vegar tek- ur hótelið aðeins gjaldeyri sem greiðslu, nema maður geti sýnt kvittun frá banka, svo þetta kemur mér kannski í koll þegar upp er staðið. Óvænt ferðalag Það var ekki tekið út með sitj- andi sældinni að komast hingað þó áritun væri fengin að lokum. Opin- berlega eru ekki ferðir til Iraks frá Jórdaníu. Þó eru seldir miðar frá flugfélaginu en mér var sagt að allt væri fullt í marga daga og ég fengi enga staðfestingu. „Reyndu að fara samt út á völl,“ sagði starfs- maður í íraska sendiráðinu í Amm- an og var ansi glúrinn á svipinn. Hann sagði að ef ég væri dálítið frek kynni ég að fá far þó allt væri að vísu óklárt með tíma og flug frá Amman. Því fór ég út á fiugvöll og tafðist heil ósköp því heillöng bílalest var á leið til Akata eftir einskonar flótta og keyrði á 40 km hraða. Á Amman-flugvelli biðu þúsundir Indverja eftir að Air India kæmi að sækja þá. Margir hafa beðið svo dögum skiptir, og þó 4-5 júmbóvélar komi daglega, þá sér varla högg á vatni. í flugstöð- inni tróðst ég frekjulega, eins og mér hafði verið ráðlagt, að ómerktu innritunarborði. Þá hittist svona ljómandi vel á að þeir voru að „tékka inn“ til íraks og það kom engum það spánskt fyrir sjónir þó miðinn minn væri ókominn. Tveim- ur klukkustundum og mörgum far- angursskoðunum seinna renndi því vélin með mig og u.þ.b. 200 aðra farþega úr hlaði undir vélbyssueft- irliti og ótrúlegu veseni. Fréttaskotið varð fýluferð Það er tilviljunum háð hvort maður fréttir um hina og þessa fundi eða uppákomur og er lítill fyrirvari ef einhver ráðmaður vill tala við blaðamenn og stenst ekki alltaf. Þegar þetta er skrifað, á miðvikudagskvöldi, var ég' að koma úr fýluferð út á Saddam-flugvöll. Sú fregn var látin berast hljóðlega en mjög markvisst að von væri á 400 útlendingum frá Kúvæt, þar af 300 bandarískum þegnum og slangri af Kandamönnum og nokkr- um_ Japönum og einhverjum fleiri. Ég krækti mér í bílstjóra og við brunuðum út á völl. Þar staðfesti einhver stjóri þessa fregn eftir að ég hafði arkað á milli Heródesar og Pílatusar að vél væri væntanleg frá Basshra „með nokkra gesti“. Hann sagði að vélin mundi lenda klukkan þijú eða eftir örstutta stund. Þegar ég hafði beðið ásamt nokkrum öðrum blaðamönnum í fjórar klukkustundir var okkur sagt að vélinni hefði seinkað örlítið. „„Ins allah“ kemur hún seinna í kvöld eða á morgun eða kannski seinna,“ sagði þessi væni stjóri mjög afslappaður. Trekktur skæruliðaforingi En það eru ekki allir jafn afslapp- aðir hér, Mohammed Abul Abbas aðalritari PLL, sem hélt blaðamannafund hér á þriðjudaginn eins og sagt hefur verið frá í frétt héðan var mjög taugaóstyrkur á fundinum með blaðamönnun- um, svitinn draup af honum og mest allan tímann horfði hann í gaupnir sér og mér fannst lítill kraftur í stóryrðum hans. . Abbas er heldur gjörvulegur maður útlits, en hefur enga útgeislun en mér fannst samt sem áður afar merkilegt að vera þarna í nálægð þessa manns. Hann talaði um við- bjóð sinn á að myrða óbreytta borg- íraskar konur vilja halda í sjálfstæðið sem þær fengu þegar flestir vinnufærir menn börðust á vígvöllun- um við írana. ara eins og ísraelskir hermenn höfðu gert daginn áður í Jerúsalem, en Abbas hefur sjálfur á samvisk- unni mörg morð, meðal annars á lömuðum Bandaríkjamanni um borð í Achille Lauro, eins og allir vita. Mér þykir meira áberandi nú að sjá konur í kuflum hér en fyrir tveimur árum. Þá sagði ein af forsvarsmönnum kvenna- hreyfingar íraks við mig að kon- ur vildu halda þeim sessi _ sem þær hefðu náð meðan írak-íran- stríðið geisaði og konur urðu þá að axla ábyrgð vegna fjar- veru allra vinnufærra karla á vígvellinum. Þessi kona sagði í stuttu símtali við mig áðan, að ekk- ert hefði breyst, en konur vildu sýna forsetanum og því sem hann berðist fyrir holl- ustu með því að klæðast kuflum á ný. „Ég hef aldrei notað kufl,“ sagði hún, „en geri það er forsetinn fer þess á leit.“ Á ýmsu má sjá að nokkr- ar þrengingar vegna við- skiptabanns eru ekki langt undan. Ýmsar búðir og veitingastaðir í miðbænum eru lok- aðir og mörg apótek hafa mjög fátæklegar birgðir. Hér á hótelinu hefur bæði búðum og veitingastöð- um verið lokað og rafmagnið skammtað á kvöldin, venjulega þeg- ar fréttir eru og sjónvarp næst ekki. Viðtalsósk við frú Hussein Þeir tiltölulega fáu blaðamenn sem fá að komast hingað verða að fá hverskyns leyfí til allra hluta frá upplýsingaráðuneytinu og bera þar fram óskir um hvað þeir vilja sjá og við hverja þeir vilja tala. Það er svo undir hælinn lagt hvaða óskir eru uppfylltar. Þegar ég lagði fram óskalistann minn á þriðju- dagsmorgun lá við að herra Jadoni yfirmaður fjölmiðladeildar í ráðu- neytinu dytti niður af stólnum af undrun. „Þú vilt sem sagt ekki hitta forsetann, hver einasti blaða- maður sem kemur hingað setur hann númer eitt.“ „Ég væri náttúrlega alveg sátt við það en mér hefur virst að hann veiti alls ekki viðtöl um þessar mundir“, sagði ég og hafði þar með náð óskiptri athygli Jadonis. Hann horfði hlessa á mig og á listann til skiptis og spurði hver er t.d. þessi frú Shaida Hussein sem er efst hjá þér? Ég sagðist ætla rétt að vona að forsetinn frétti ekki að þeir í ráðuneytinu vissu ekki hvað kona forsetans héti. Jadoni kveikti sér í sígarettu til viðbótar þeirri sem hann hafði verið að reykja. Hann sagði angistarlegur á svip: „Það hefur enginn beðið um viðtal við forsetafrúna, svo að ég bara greip þetta ekki alveg.“ „Það er þá kominn tími til,“ sagði ég og var nú hin kátasta yfír að hafa sett þennan ágæta mann alveg úr jafnvægi. „Ég nefni þetta auðvitað ekki við frúna ef ég hitti hana.“ „Skrifaðu bréf til hennar í hvelli,“ sagði Jadoni flaumósa og bætti við að hann gæti þó ekki ímyndað sér að hún fengist í pólit- ískt viðtal. „Ég er ekki að hugsa um svoleiðis viðtal, mig langar að skrafa við hana um daginn og veg- inn og almennt um stöðu íraskra kvenna," sagði ég. „Heyrðu mig nú,“ sagði Jadoni og var öllum lok- ið, „skrifaðu bréf til forsetans líka, ég skal senda þau strax. Það er ótrúlegt að jákvætt svar fáist, en það er líka alveg stórvarasamt ef forsetinn heldur að þú hafir ekki áhuga á að tala við hann. Hann les allar beiðnir sjálfur og þó þú fáir ekki viðtal þessa örfáu daga sem þú ert hér, er aldrei að vita hvað gæti gerst og það alveg fyrirvara- laust.“ „Ég vona að það verði þá ekki á morgun,“ sagði ég. „Þá er ég nefni- lega að hugsa um að fara til Kúrd- istan.“ Og þar með gekk ég endan- lega fram af herra Jadoni og sveif á braut í sólskinsskapi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.