Morgunblaðið - 14.10.1990, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 14.10.1990, Qupperneq 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 1990 Trausti Muna en eigandinn Svein- bjöm Sævar sýnir hann í B-flokki og er hann efstur eftir forkeppninni en missti það í úrslitunum. Þegar Trausti byrjar með Muna var hann orðinn nokkuð umtalaður og segist hann hafa verið spenntur fyrir þess- um hesti en orðið fyrir miklum von- brigðum þegar hann sá hann fyrst því Muni lætur ekki mikið yfir sér óleik þegar síst skyldi t.d. á Sílki- prentsmótinu í fyrra þegar hann neitaði mér alveg um brokkið í úr- slitunum nema síðustu langhliðina." — Var það út af spennu? „Nei, það er nú svo merkilegt að hann brokkar ekki nema dálitið spenntur, en það verður þó að vera rétt spenna og þá verður hann að vera á beislinu. Best er að skipta honum af tölti þannig að hann detti í brokkið. Þá hefur maður hann öruggan í hendi sér. Það eru þessar stöðvanir milli atriða í úrslit- unum sem valda því að hann losnar af beislinu og missir einbeitinguna. Þá er maður ekki öruggur með hann og getur lent í vandræðum." Litlu munaði að illa færi í úrslit- unum á Landsmótinu en þá brokk- aði hann ekki skammhliðamar upp á aðra höndina og sýnir þétta vel L hversu vandmeðfarið brokkið er |k í Muna. „Ég einblíndi á brokk- Wfk ið í þjálfuninni í vetur, ég reið aæi honum eingöngu á brokki í K janúar, febrúar og mars, bara rétt fylgdist með töltinu að það væri í lagi. Hann breyttist geysilega mikið við þetta, mér fannst töltið til dæmis magnast við þetta og ég hugsa að þetta hafi haft bætandi áhrif á skeiðið." Trausti segist ekkert hafa skeið- lagt hann fyrr en komið var fram á vor, taldi sig geta gengið að skeið- inu vísu þegar á þyrfti að halda. „Skeiðið í Muna getur verið fjór- taktað ef það er lítið þjálfað en um leið og farið er að leggja hann að einhverju ráði herðist hann og eyk- ur svifið með hveijum spretti. Það vakti athygli mína og furðu á lands- móti að sjá alla dómara koma út úr dómhúsun- um þar sem þeir höfðu ver- ið allan dag- inn, þegar ég sýndi skeiðið í forkeppninni. Af hverju gerðu þeir það ekki með hina hestana, manni finnst að dæma eigi hestana undir sömu kring- umstæðum,“ segir Trausti og brosir nú út í annað. Þegar Trausti er spurður hvort hann hafi látið sig dreyma um þennan árang- ur viðurkennir hann að sínar björtustu vonir hafi verið á þá leið að koma þessum tveimur hestum Muna og Gými í úrslit en að þeir myndu raða sér í tvö efstu sætin hafí aldrei verið inn í myndinni. „Mér fannst þetta bara stórkostlegur endir á keppnisferli mínum með Muna og sömuleiðis aldeilis góð byijun með Gými.“ — Ertu hættur með Muna? „Já, ég reikna örugglega með því — já, ég mun ekki keppa meira á Muna,“ segir Trausti íbygginn og hugsi á svip en bætir svo við: „Ef eigandi Muna myndi gefa hann fal- an í úrtöku fyrir heimsmeistaramót væri ég að sjálfsögðu til í slaginn." — Er þá stefnan sett á fyrsta sæti á fjórðungsmóti með Gými á næsta ári? „Ég mun að sjálfsögðu þjálfa Gými næsta vetur með fjórðungs- mótið í huga. Staða hans í dag gefur manni tilefni til ákveðinnar bjartsýni en hafa verður í huga að það koma fram nýir hestar á hverju ári og alltaf eru þeir sterk- ari og sterkari. Það sýnir sig bara með hvaða hætti Gýmir kemur fram á þessu ári og það er enginn sem segir að það geti ekki komið slíkir hestar fram á næsta ári. Ég fer aldrei í svona keppni sem öruggur sigurvegari, maður hefur ákveðnar væntingar og gerir svo bara sitt besta. Ef allt gengur upp er ástæða til að gleðjast. Ef koma fram betri hestar en maður er með þá er það hlutur sem ekki er hægt að ráða við. Það eru stöðugar framfarir og hestarnir fara alltaf batnandi.“ án hnakks eða beislis. „Álit mitt á hestinum var hinsvegar fljótt að breytast eftir að ég fór að ríða honum. Töltið var gott og hann hafði þennan góða ásækna vinnu- vilja. Á Islandsmótinu í Mosfellsbæ keppti ég á Muna í fimmgangi sem voru stórkostleg mistök því svona lítill völlur hentar honum engan veginn nema þá í töltkeppni. Svo var ég með annan ágætan hest í töltinu sem átti ekki góðan dag. Þá gerði ég mér ekki grein fyrir því að ég var með hundrað punkta töltar- ann f fimm- gangi. Það er ekki fyrr en veturinn eftir að ég fer með Muna í töit- keppni í reið- höílinni og þá eftir forkeppn- ina stendur hann efstur með ekki ómerkari hesta en Kjarna og Snjall fyrir aft- an sig. Fór reyndar í þriðja sætið í úrslitunum en eigi að síður sá ég þá að hann ætti virkilegt erindi í töltkeppnina. Ég hafði þjálfað hann meira með það fyrir augum þá um veturinn einnig fannst mér að skeiðið þyrfti hvíld á þessum tíma. Um tíma var ég að velta því fyrir mér hvort ég ætti að svissa honum yfir í B-flokk- inn því hann var orðinn nokkuð umtalaður sem fjórtaktsskeiðhestur og erfitt gæti reynst að heíja hann upp úr þeirri fjórtaktskrísu sem hann var kominn í. Hafði ég þá í huga hvemig fór með Glæsi frá Glæsibæ á sínum tíma. Þegar Trausti fór með Muna á Iðavelli á síðasta ári þar sem klár- inn fylgdi móður sinni í afkvæma- sýningu, hafði hann fögur fyrirheit um að láta skeiðið óhreyft sem þó brugðust og fékk hann þar 7,5 fyr- ir skeið. Leggur hann klárinn þar nokkra spretti þegar hann fer í dóm og á laugardeginum. Segist Trausti þá fínna að skeiðið fari batnandi með hveijum spretti og á sunnudeg- inum hafi hann skeiðað óskaplega. „Þá var ég ekkert að velkjast í neinum vafa um hvað ég ætti að gera, í A-flokkinn skyldi hann fara,“ segir Trausti ákveðinn í að hlusta ekkert meira á þetta fjór- taktskjaftæði. Þjálfunin síðasta vetur miðaðist alltaf við Landsmótið og segist Trausti hafa reynt umfram allt að haga þjálfuninni þannig að hann yrði á toppnum fyrstu vikuna í júlí. „Það þurfti að bæta í honum brokkið því hann hafði oft gert mér Goði er mesti gæðingur sem ég hef verið með. Hcinn er stórbrotnasti hestur sem ég hef riðið. B ■ Jón Sigurdsson iðnaðar- og viðskiptaráðheira, Seltjamamesi. Jónas B. Jónsson fv. fræðslustjóri og skátahöfðingi, Reykjavík. Þorsteinn Pétursson lögreglumaður, Akureyri. Orlygur Richter skólastjóri, Mosfellsbæ. Davíð Sch. Thorsteinssoíi hamkvæmdastjóii, Garðabæ. Sr. Ólafiir Skúlason biskup, Reykjavík. Eiður Guðnason alþingismaður, Reykjavík. Sigtryggur Jónsson sálfræðingur, Reykjavík. Einar Njálsson bæjarstjóri, Húsavík. Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjaíi, Reykjavík. Guðmundur Bragason ísl.meistari í vaxtærækt, Reykjavík. Símon Kjæmested lögg. endurskoðandi, Garðabæ. Guðjón B. Ólafsson forstjóri, Reykjavík. Sigríður Stefánsdóttir forseti bæjarstjómar, Akureyri. Hallgrímur Jónsson sparisjóðsstjóri, Seltjamamesi. Guðbjartur Hannesson skólastjóii, Akranesi. Haukur Haraldsson auglýsingateiknari, Reykjavík. Janus Guðlaugsson íþmttakennari, Hafnarfirði. Ellen Habekost jaiðeðlisfræðingur, Reykjavík. Guðfínnur Halldórsson bílasali, Reykjavík. Lára Ósk Amórsdóttir forstöðumaður, Reykjavík. Rakel Olsen útgerðarmaður, Stykkishólmi. Haraldur Haraldsson forstjóri, Reykjavík. Ingibjörg Sverrisdóttir bókasafnsfræðingur, Reykjavík. Ingólfur Ármannsson ífæðslustjóri, Akureyri. Ágúst Þorsteinsson öryggisfulllrúi ogfv. skátahölðingi, Garðabæ. Kolbrún Sæmundsdóttir píanókennari, Reykjavík. Nína Hjaltadóttir erindreki, Reykjavík. Jóhannes Bergsveinsson geðlæknir, Reykjavík. Lúðvík Þórarinsson bakari, Ólafsvík. Ólafur Stefánsson læknir, Egilsstöðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.