Morgunblaðið - 14.10.1990, Side 12

Morgunblaðið - 14.10.1990, Side 12
eftir Árno Matthíasson í SÍÐUSTU viku var þess minnst um heim allan að John Lennon hefði orðið fimmtugur 9. októ- ber. 8. desember eru svo liðin tíu ár síðan hann féll fyrir morð- ingjahendi. Saga Johns Lennons er um margt saga áttunda ára- tugarins, áratugar vonbrigða og brostinna drauma, líkt og saga Bítlanna er saga sjöunda áratug- arins, áratugar barnslegrar trú- ar á að mannkynið gæti tekið höndum saman um að skapa betri heim. ohn Lennon var alla tíð barn síns tíma og gallar hans voru að mörgu leyti gallar fjölmarg- ar samtíðarmanna 'hans. Helsti munurinn var að hann varð að sigr- ast á sjálfum sér fyrir allra augum, nánast í beinni útsendingu, sem gerði þroska hans mun erfiðari en ella. John Winston Lennon fæddist í Liverpool 9. nóvember 1940. Heimil- isaðstæður hans í æsku áttu eftir að móta hann sem tónlistarmann og ljóðskáld, því foreldrar hans, Alfred Lennon og Julia Stanley skildu þegar hann var á öðru ári og Lennon var sendur til móðursystur sinnar, Mimi, þar sem hann ólst upp. Þegar hann var fimm ára kom faðir hans og tók hann með sér í ferðalag til Blackpo- ol og lagði drög að því að taka dreng- inn með sér til Nýja-Sjálands. Móðir Lennons kom til Blackpool og þau rifust heiftarleg um yfirráð yfir syn- inum í viðvist hans. Hann var látinn velja á milli foreldra sinna og kaus föður sinn, en gat svo ekki horft á eftir móður sinni og hljóp á eftir henni þegar hún strunsaði út. Föður sinn sá hann ekki aftur í íjölda ára, en móðir hans fór með hann til syst- ur sinnar á ný. A unglingsárunum mynduðu þau Lennon og móðir hans náið samband, en hún varð fyrir bíl utan við heimili hans og lést þegar hann var 17 ára. Lennon byrgði þessa atburði hið innra með sér, og fékk ekki útrás fyrir þá fyrr en mörgum árum síðar. Við þetta bætt- ist að líf verkamanna var erfitt í Liverpool á þessum árum og Lennon eyddi miklum tíma á götunni, þar sem hann brynjaði sig með töffara- skel. í æsku lærði hann líkt og önn- ur börn í verkalýðsstétt eftirstríðas- áranna að hata yfirvöld og sífellda afskiptasemi þeirra, sem átti einnig eftir að skila sé í vantrú á valda- mönnum allt fram til hins síðasta. Lennon þótti sérlundaður í skóla, en sýndi snemma áhuga á tónlist og 1955 stofnaði hann sína fyrstu sveit, skifflesveitina the Quarrymen, sem dró nafn sitt af skólanum sem hann var í. Hann kynntist Paul Mc- Cartney sumarið 1956 og þeir fóru fljótlega að semja tónlist saman. 1957 byrjaði Lennon í listaskóla, hvar hann kunni illa við sig. Þeir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.