Morgunblaðið - 14.10.1990, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 14.10.1990, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 1990 C 13 Paul og hann veltu fyrir sér að stofna hljómsveit og 1958 bættist í hópinn George Harrison og sveitin Johnny & the Moondogs var til. 1960 breyttu þeir nafninu í the Silver Beatles og síðar the Beatles. Lennon leit á tónlistina sem útrás fyrir sköp- unarþörfina og hentuga leið til að verða sjálfs sín herra. Um svipað leyti kynnist hann Cynthiu Powell og giftist henni 1962. Hamslaus túlkun Bítlarnir fóru til Hamborgar 1960 og aftur 1961 og unnu sér orð fyrir hamslausa túlkyun sína á frumstæðri rokktónlist. Þeir hösluðu sér einnig völl í Liverpool, þar sem þeir léku yfir 300 sinnum í Cavern-kiúbbnum á tveimur árum. Síðla árs sá Brian Epstein þá spila og taldi þá á að gera sig að umboðsmanni sveitarinnar. Hann breytti ýmsu varðandi ímynd þeirra og kom þeim á samning hjá EMI, eftir að önnur fyrirtæki höfðu hafnað sveitinni. Fyrsta smáskífan kom út í október og fyrsta breiðskífan var tekin upp á þrettán tímum í febrúar 1963. Um mitt það ár voru blöð far- in að tala um „bítlaæði" í Bretlandi og það æði átti eftir að ná til alls heimsins. John Lennon lýsti því síðan hvem- ig hljómsveitin varð smám saman fangi frægðarinnar og frá því að vera hressir strákar á fyllðríi í Ham- borg urðu þeir eftirlæti unglinga um allan heim sem ekkert máttu gera eða segja án þess að það væri blásið upp í fjölmiðlum. Hann fann það fljótt að hann var kominn í þá að- stöðu sem hann ætlaði að forðast, hann var umkringdur af fólki sem sagði honum fyrir verkum beint eða óbeint. 1964 sendi hann frá sér bók- ina In His Own Write, þar sem hann speglaði heiminn eins og hann sá hann og dregur dár af fjölmörgu, en þó skín í gegn að honum finnst fátt fyndið við þá stöðu sem Bítlam- ir eru í, eftir 'að hafa verið gleyptir af alþjóðlegri fjölmiðla- og fjár- plógsmaskínu. I bókinni A Spaniard in the Works, sem út kom árið eftir var höggvið í sama knémnn; undir absúrd yfirborði texta og mynda mátti greina sára óánægju og ein- manaleika. Sama ár tóku Bítlarnir við MBE-orðunni úr hendi drottning- ar, en síðar sagðist John hafa ein- göngu tekið við orðunni til að ýta enn undir frægð Bítlanna. Hugsjóna- maðurinn Lennon lét undan kaup- sýslumanninum. Hass og lýsergíð 1965 voru Lennon og McCartney nánast hættir að semja saman lög, þó öll lög þeirra væru sett á markað undir nafninu Lennon/McCartney. Tónlistarlega leituðu þeir í ólíkar áttir, Lennon heillaðist af einfaldri tónlist og tilfinningu, en McCartney lagði meiri áherslu á yfirbragð og hleðslu. Platan Rubber Soul markaði að Bítlamir voru að þróast úr sak- leysislegu unglingapoppi í alvarlegri tónlistarmenn, og breytu hugmynd- um manna um poppformið, sem fram að því hafði verið nánast tóm froða. Meðal þeirra sem þeir höfðu mikil áhrif á var Bob Dylan, sem fór að leika með rafhljómsveit eftir að hafa heyrt í Bítlunum, en hann kynnti þá einmitt fyrir marijuana, sem átti eft- ir að hafa mikil áhrif á hljómsveitina og tónlist hennar, ekki síður en lífs- sýn fjölda ungmenna um heim allan. Aðrir vímugjafar voru í hávegum hafðir innan hljómsveitarinnar í takt við trú ungmenna uppúr miðjum sjö- unda áratugnum að hægt væri að breyta heiminum með tónlist, ást, lýsergíðsýru og hassi. Lennon fannst aftur á móti að Bítlarnir hafa gengið sér til húðar sem unglingahljómsveit. Hann hafði efasemdir um það sem hann var að gera og fannst hann ekki koma því til skila sem hann vildi. Pau McCart- ney réð æ meiru í hljómsveitinni því Lennon vissi ekki hvað hann vildi gera og gerði því ekkert. Haustið 1966 lék Lennon í kvikmyndinni How 1 Won the War og þá þegar var hann farinn að leita leiða til að hætta í Bítlunum. Yoko Ono í árslok 1966 var Lennon kynntur fyrir tilraunalistakonunni Yoko Ono. Hún hafði unnið við myndlist og ljóðagerð og tekið upp tilraunatónlist með John Cage og Ornette Coleman. John hreifst af Yoko og hún ekki síður af honum. Næsta plata Bítlanna, St. Pepp- er’s Lonely Hearts Club Band var byltingarkennd tæknilega og ruddi nýjar brautir. Platan kom út snemma árs 1967 og var einskonar bak- grunnstónlist „sumars ástarinnar", eins og sumarið ’67 var kallað. Segja má að þá hafi bjartsýni ung- menna um heim allan um betri heim náð hámarki; sungið var um fijálsar ástir og blóm, en skuggahliðin var almennar hassreykingar og lýsergíð- át. Fljótlega varð einnig hippahreyf- ingin að iðnaði og hugsjónirnar sölu- vara og tæki í höndum lýðskrumara. Timburmennirnir voru því slæmir og eru enn. í ágúst 1967 lést Brian Epstein vegna ofneyslu lyfja í Lundúnum, en dauði hans hafði mikii áhrif á Lennon, sem fannst rétt að Bítlarnir hættu við svo búið. McCartney hélt þó sveitinni saman og lagði á það ríka áherslu að hún færi strax að leggja grunn að nýju verki. Hann hafði í huga kvikmynd sem gerast myndi í hugarheimi hljómsveitar- meðlima og fylgjenda þeirra á leið eitthvað út í buskann í rútu. Hugar- fóstur McCartneys fékk nafnið Magical Mystery Tour og John lagði lítið til málanna, enda var samvinnu þeirra svo að segja lokið; þegar Mc- Cartney var búinn að semja átta til tíu lög kallaði hann á hina til að taka upp plötu, sem skildi ekki mik- ið eftir fyrir þá. Magical Mysteiy Tour þótti hörmuleg mistök þegar hún kom út, en í því ati gleymdist tónlistin, sem var eðlilegt framhald St. Pepper’s plötunnar og sem slík fyrirtak, með lagasmíðar Lennons, I Am the Walrus og Strawberry Fields Forever sem hápunkta. Yoko Ono varð æ snarari þáttur í lífi Lennons og þegar Bítlarnir fóru til Indlands í febrúar 1968 til að læra íhugun og indverska dulspeki hjá Maharishi, skrifaði hún honum stöðugt súrrealísk bréf. Hann fékk fljótt leið á kennimanninum, sem honum fannst full veraldlegur og bréfín frá Yoko sóttu á huga hans. Hann hafði um tíma verið að safna kjarki til að segja skilið við Cynthiu, en þau höfðu eignast soninn Julian snemma árs 1964. í maí lét hann undan sjálfum sér og hringdi í Yoko og bauð henni heim til sín að kvöld- lagi. Þau eyddu nóttinni í að tala saman og hlusta á tilraunaupptökur sem Lennon hafði gert og tóku á endanum upp tilraunatónlist, tal, söng og ýmis hljóð, sem síðar komu út sem platan Two Virgins. Sömu nótt tók hann líka myndir af þeim kviknöktum sem notaðar voru á plötuumslagið, en platan kom út í nóvember sama ár. Undirtitill plöt- unnar var „Ófullgerð tónlist, fyrsti hluti” en Lennon lýsti því síðar að hugmyndin hafi verið að hlustandinn gæti bætt við einhveiju frá eigin bijósti og hver skapað það sem hann helst vildi heyra. Platan vakti furðu og hneykslan, ekki síst innan Bítl- anna, því Lennon varð gjörsamlega heillaður af Yoko og þau voruy óað- skiljanleg. Hann lýsti því í viðtali löngu síðar hvílík áhrif það hafi haft á hann, töffara úr verkalýðsstétt, að kynnast konu eins og Yoko sem kærði sig kollótta um Bítlana og Jónatan Garðarsson útgáfustjóri. ■ Ég held að áhrif Lennons séu meiri og djúptækari en fólk gerir sér grein fyrir fljótt á litið, bæði sem boðberi friðar og sem tónlistar- maður. Það er gömul og ný aðferð að boða pólitík og annan boðskap í söng og spili og Lennon var syngjandi skáld líkt og Dylan og svo margir aðrir. Mun- urinn á Dylan og Lennon var hins- vegar sá að þegar Lennon tókst best upp var hann afskaplega ein- faldur og hnitmiðaður þannig að allir skildu hann. Þegar fram líður held ég að menn eigi eftir að horfa á hans framlag sem eitt það merk- asta á þessari öld. frægð þeirra og krafðist þess að hann kæmi fram við hana sem jafn- ingja. Paul McCartney var afbrýði- samur og lagði fæð á oko, og Lenn- on varð að gera upp við sig hvort hann vildi vera giftur Bítlunum eða Yoko og kaus Yoko. „Hvítu plötuna" tvöföldu sem kom út í nóvember 1968 var varla hægt að kalla Bítlaplötu, því í raun var hún samsafn laga sem Lennon, Mc- Cartney Ringo og George Harrison tóku upp hver í sínu lagi, en Ringo hætti um tíma sem trymbill sveitar- innar. John var óánægður með tón- listina sem sveitin sendi frá sér, ekki síður en þær skorður sem það að vera í Bítlunum setti þeirri tilrauna- tónlist sem hann langaði að fást við með Yoko. Honum fannst lög eins Ob-La-Di, Ob-La-Da ekki vera hæf til að koma út sem Bítlalög og hann hafði fengið nóg af yfirráðum Mc- Cartneys. McCartney fékk félaga sín í sveit- inni til að gera lokatilraun til að halda sveitinni saman og snemma árs 1969 eyddu Bitlarnir nokkrum dögum í hljóðveri til að taka upp Sagt frá John Lennon, Ijóðskáldi, lagasmið, friðarsinna, myndlistar- manni og bitli tónlist, sem kvikmyndaðir voru jafn- óðum. Yoko Ono var alltaf með Lenn- on, sem gerði samstarfíð afar erfitt, því McCartney þoldi hana ekki. Hún tók þátt í nokkrum upptökum, sem McCartney kom í veg fyrir að yrðu notaðar. Eftir að hafa eytt ihörg- hundruð tímum í upptökur lentu böndin uppi á hillu, því enginn sveit- armanna hafði geð í sér til að vinna úr þeim plötu. (Þau komu síðar út undir nafninu Let it Be.) Blaðamannafundur í rúminu Lennon og Yoko höfðu vaxandi áhuga á að beita sér í baráttu fyrir friði og betra mannlífi og kusu að nota nýstárlega aðferðir. í mars giftu þau sig í Gíbraltar og héldu blaðamannafund í rúminu, þar sem lýstu því að þau hygðust liggja í rúminu í viku til að vekja fólk til umhugsunar um frið. Þau helltu sér úti viðtöl og gáfu endalaust út yfir- lýsingar og Lennon fannst sem hann hefði loks fundið tilgang með frægð- inni. Þau gáfu uppí fiinmtán viðtöl á dag og voru alltaf til í að taka á móti ljósmyndurum og sjónvarps- mönnum til að ná til sem flestra. Umfjöllun blaða var gjarnan háðsk, en Lennon sagði að sér væri sama þó hlegið væri að þeim, það sem skipti máli væri að þau og barátta Bubbi Morthens tónlistarmaður. ■ Lennon hafði svo til engin pól- itfsk áhrif sem vara í dag. Hann hafði mikil áhrif á meðan á Víet- namstríðinu stóð, en eftir það eru áhrif hans engin. Menn hafa gert mikið úr friðarbaráttu hans, en það var bara tímabil sem gekk yfir um leið og stríðinu lauk. Sem tónlistarmaður eru áhrif hans miklu meiri og tónlist hans á eftir að halda nafni hans lifandi. Ég á mjög erfitt með að kyngja því að menn einblíni á hann sem friðarsinna, aðdáun fólks á því er bara tíska og snobb. þeirra væri á allra vörum , „það minnsta sem við Yoko getum gert er að halda okkur í fyrirsögnum blaða og skemmta fólki. Eg vil frek- ar að það birtist myndir af okkur í rúminu, en myndir af enn • einum stjórnmálamanninum að þrýsta hendur og brosa til fólks.“ Lennon og Yoko þótti rúmaðgerð- imar heppnast það vel að þau ák- váðu að fara til Bandaríkjanna og taka upp þráðinn þar. John var þó neitað um áritun, því hann hafði verið dæmdur fyrir kannabismisferli í Bretlandi. Þau fóru því til Kanada. Þar tóku þau upp friðarsönginn Give Peace a Chance, í rúminu á Hilton- hótelinu í Toronto. Lennon sagði í viðtali um árásir fjölmiðla á þau Yoko vegna friðar- baráttuaðferða þeirra: „Eg veit að margt af því sem við Yoko gerðum hefur virst kjánalegt. Ég sé samt ekki eftir neinu og hví ætti ég að gera það? ... Ég veit að margt af því sem ég segi er einfalt og endur- tekning þ, einhveiju sem ég hef sagt áður, en það sem við höfum að segja er einmitt mjög einfalt. Við skömmumst okkar ekki fyrir það hvað það er eirifalt. Við munum halda áfram að endurtaka það þar til einhver gerir eitthvað." Endalok Bítlana I ágúst komu Bítlarnir saman aft- ur til að taka upp plötuna Abbey Road. Að þeim upptökum loknum sagði Lennon McCartney að hann væri hættur í Bítlunum, en að þrá- beiðni hans samþykkti hann að segja ekki frá því opinberlega að svo stöddu. Það var svo McCartney sem lýsti því yfir að Bítlamir væru hætt- ir um leið og hann sendi frá sér sína- fyrstu sólóplötu árið eftir. í septem- ber kom Lennon fram með hljóm- sveit í fyrsta sinn og í október sendi hljómsveit hans og Yoko, Plastic Ono Band, frá sér smáskífuna Cold Turk- ey, sem fjallar um fráhvarfseinkenni af heróíni og ekki síst fráhvarfsein- kenni Lennons eftir Bítlana, en félag- ar hans lögðust gegn því að lagið yrði á Bítlaplötu. I nóvember skiiaði Lennon OBE-orðunni til að mótmæla afskiptum Breta af Biafra-stríðinu og afskiptaleysi í Víetnam-stríðinu. Þau Yoko héldu enn þeim hætti að gefa öllum sem vildu kost á viðtali, en spenna vegna upplausnar Bítl- anna og þess að þau voru of háð hvort öðru, enda voru þau saman öllum stundum, leiddu til þess að þau ákváðu að fara í meðferð hjá sál- lækninum Arthur Janov. Janov hélt því fram að allar sálflækjur mætti rekja til ófullnægðrar þarfar bams fyrir ást frá foreldrum sínum. Með- ferðin hófst í London og henni var framhaldið í Bandaríkjunum. Eftirá sagðist Lennon ekki hafa losnað við geðflækjur úr æsku, sem hann hafði bælt innra með sér, en hann hefði lært að nýta sér sársaukann og ótt- ann og þannig veijast honum. Platan sem á eftir kom, John Lennon/ Plastic Ono Band, vakti geysi at- hygli, ekki síst fyrir að á henni voru harkalegar árásir á McCartney í lög- unum How Do You Sleep og Crippled Inside. Lennon var Mc- Cartney reiður fyrir að hafa notað, að hans mati, endalok Bítlanna sér til framdráttar og aukinheldur var hann að gera upp þau ár þar sem Egill Ólofsson tónlistarmaður. ■ Lennon talaði fyrir ákveðna kynslóð og var afskaplega áber- andi á sínum tíma. Ég er á því að hann hafí haft heilmikil áhrif fram til dagsins í dag; hann var fremstur meðal jafningja og hann er vitanlega' löngu orðinn heilagur maður. Tónlist hans lifir og ég held að hans boðskapur muni alltaf eiga erindi við okkur. John Lennon var maður sem hlýddi innri rödd og þeir eru ekki margir sem gera það í þessum grimma heimi. hann hafði látið undan McCartney. A plötunni var einnig lagið Mother, þar sem hann gerir upp tilfinningar sínar gagnvart móður sinni og Work- ing Class Hero, þar sem hann gerir upp ímynd sína. Persónulegasta yfír- lýsing hans er þó í lögunum The Dream is Over og God. í fyrra laginu segir hann „draumurinn er búinn / í gær dreymdi mig / ég var rostung- urinn / en nú er ég John“. Og í lag- inu God, sem upptalning á því sem hann trúði ekki á, þar á meðal Marx, Búdda, I Ching og Krist, sagði hann „ég trúi ekki á Bítlana / ég trúi bara á mig / Yoko og mig / og það er raunveruleikinn". Er leið á áttunda áratuginn flækt- ust Lennon og Yoko sífellt fastar í net manna sem vildu hafa friðarbar- áttu þeirra að féþúfu, eða nýta hana til að fleyta pólitískum einkahags- munum. Lennon reyndi þó að standa gegn slíku, en eyddi talsverðum tíma með vinstrisinnum í New York þar sem hann kaus að búa. Annað sem setti mark sitt á sambúð þeirra Yoko var taumlaus vínuefnaneysla, sem tók þau langan tíma að sigrast á. Lennon varð því fórnarlamb þeirrar auðhyggju og þess mannúðarskorts sem hann hafði barist gegn — líkt og fór um flesta frammámenn „sum- ars ástarinnar”, sem héldu það væri nóg að brosa frama í heiminn. Þrátt fyrir þessi vonbrigði vildi hann ekki gefast upp og sagði pm baráttu sjö- unda áratugarins: „Ég er ekki einn þeirra sem telja að vegna þess að ekki rættust allir okkar draumar á sjöunda áratugnum, sé allt sem við gerðum ómark. Það ríkir ekki friður um heim allan í dag, þrátt fyrir fram- tak okkar, en ég trúi því samt að hippa- og friðarhreyfingin hafi skipt máli. Ef einhver stendur upp og bros- ir og er sleginn fyrir vikið, ómerkir það ekki bros hans.“ Skilnaður Vonbrigðin með fólkið sem safnast hafði umhverfis þau Yoko og sú vitn- eskja að hann væri enn fanginn; hann hefði aðeins skipt um gæslu- menn, spillti sambandi þeirra Yoko, svo mjög reyndar að þau slitu sam- vistir síðla árs 1973. Til viðbótar þurfti hann að beijast fyrir rétti sín- um til búsetu í Bandaríkjunum, því málsmetandi menn vildu hann á brott. Því var lengi vel haldið á lofti sem dæmi um ofsóknarbijálæði Lennons þegar hann hélt því fram að frammámenn í fylgdarliði Nixons Bandaríkjaforseta væru að beita sér gegn honum, en í réttarhöldum vegna málsins kom það á daginn. Eftir skilnaðinn frá Yoko flutti Lennon sig til Los Angeles og lagð- ist í sukk og svínarí, en það bráði af honum um síðir og snemma árs 1975 tóku þau Yoko saman aftur. í október það ár fæddist þeim sonurinn Sean. Lennon fékk loks búsetuleyfí í Bandaríkjunum i árslok 1976 og lýsti því þá yfír að hann hygðist ein- beita sér að uppeldi Sean og að hann hygðist ekki fást við tónlist næstu ár. Það gekk eftir og næstu fjögur árin sinnti Lennon eingöngu heimil- inu og sagði í viðtali síðar að í þessi ár hafí hann ekki hlustað á aðra tónlist en „lyftutónlist" (muzak). Snemma árs 1980 vildi Lennon taka upp þráðinn þar sem frá var horfíð og í september gerði hann útgáfusamning við fyrirtæki kunp- ingja síns, Davids Geffens, og hann og Yoko tóku upp plötuna Double Fantasy. Platan kom út í november og náði miklum vinsældum. Að kvöldi 8. desember var Lennon á leið heim með Yoko, þegar geðsjúkur aðdáandi hans, Mark Chapman, skaut hann sjö skotum rétt utan við heimili hans. Það er kaldhæðnislegt að John Lennon, sem varði stórum hluta ævinnar til baráttu fyrir friði og mannréttindum og hafði óbeit á ofbeldi skyldi falla fyrir morðingja- hendi. Morðinginn, Mark Chapman, dáði Lennon og þráði frægð, sem hann fékk. Skotin sjö voru enda- punktur á meiru en lífi Lennons; þau virtust segja að einn maður gæti ekkert gert til að breyta heimi sem hann taldi ómanneskjulegan, sama hversu frægur hann væri. Eftir stendur þó að þótt Lennon hafí ekki verið gallalaus dýrlingur, reyndi hann hvað hann gat og minning hans lifír fyrir það.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.