Morgunblaðið - 14.10.1990, Page 16

Morgunblaðið - 14.10.1990, Page 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 1990 MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 1990 C 17 + MYNDLIST/ Hvað þarftilaó auka fræbsluna? Myndlistarfræðsla SAMFARA því að áhugi fólks á myndlist virðist vera að aukast, þá hafa menn fundið sífellt sárar til þess, að í menntakerfi lands- ins hefur lítið verið gert til að þroska með fólki vitund um eðli myndlistar eða þekkingu á sögu hennar, hér á landi né á alþjóða- vettvangi. Þannig koma nemendur úr framhaldsnámi læsir á a.m.k. þrjú erlend tungumál, en ólæsir á málverk; þeir hafa ef til vill unnið með efnablöndur í tilraunaglösum, en hafa ekkert lært um viðfangsefni listamanna eða vinnuaðferðir. Og fyrst að þessa fræðslu er ekki að finna í hinu almenna skólakerfi, hvert getur fólk þá sótt hana? eftir Eirík Þorlóksson Ef til vill er ofsagt að ekki sé að finna fræðslu um mynd- list í almennum skólum, því hún er til staðar í yngri deildum grunn- skóla, þó í litlum mæli sé. En þeg- ar myndmennta- fræðslu barna sleppir, er ekki um auðugan garð að gresja. A fram- haldsskólastigihu er aðeins boðið upp á myndlistar- braut í einum fjöl- brautaskóla, og í fáeinum öðrum skólum er það háð framboði valgreina (og kennara) hvort einhver kennsla í listasögu er til staðar. Umfjöllun um lista- sögu er aðeins tajin sjálfsagður hluti náms í sérskólum eins og Myndlista- og handíðaskólanum, og síðan hjá myndmenntakennara- nemum Kennaraháskólans. Auk þess hefur verið boðið upp á nám- skeið í listasögu við heimspekideild Háskóla íslands frá 1974, og hafa sagnfræðinemar einkum notfært sér það. - En þar með er líka upptalið það nám í myndlistasögu sem er í boði í opinbera skólakerf- inu, og situr myndlist þar að mjög rýrum hlut, t.d. í samanburði við bókmenntir, sem eru réttilega mikilvægur hluti náms í öllum tungumálum; En hvar er að finna skipulega fræðslu um listasögu utan skólanna? Allt of lítið er til af gögnum sem nota má í þessum tilgangi, og eru þau ekki öll jafn auðveld \ notkun fyrir skipulega kennslu. í raun tekur því varla. að telja upp þau rit sem til eru á íslensku um alþjóðlega listasögu, svo fá eru þau - og flest þeirra eru misvel þýddar útgáfur alþjóð- legra bókaflokka. Varðandi íslenska listasögu er sviðið örlítið ríkulegra. Talsvert hefur verið gefið út af bókum um einstaka listamenn, og þó þær séu oft lítið meira en myndskreyttar ævisögur og þar vanti meiri umijöllun um listina sjálfa, eru þessar bækur nokkuð góðar heimildir. Á síðasta áratug hóf Listasafn ASÍ að gefa út litskyggnuraðir um íslenska listamenn, en sú útgáfa mætti vera kraftmeiri. Nokkrir sjón- varpsþættir eru til um einstaka listamenn, en þeir eru fáir og mjög misjafnir að gæðum. Það ritverk um íslenska myndlist sem stendur enn upp úr að heimildagildi og fræðimennsku er að nálgast þrítugsaldurinn, en það eru bækur Björns Th. Bjömssonar, íslensk Myndlist, I. og II. bindi, sem Helgafell gaf út á sínum tíma. Það er hins vegar orðin full þörf á að þau rit komi út aftur, aukin (um a.m.k. aldarfjórðung) og endur- bætt (með litprentunum). . SÍGILD TÓmAST/Hvad er eiginlega adgerast í nýrri tónlist? Tilbrigði á hátíð ISCM í Ósló ... listasaga í Háskóla íslands. Það er ljóst að þörfin fyrir góð kennslugögn í listasögu er orðin brýn. Það vantar góða kennslubók á íslensku í alþjóðlegri listasögu, ásamt litskyggnuröðum sem hægt væri að nota í skólakerfinu. Á sama hátt vantar illilega kennslu- bók i íslenskri listasögu ásamt lit- skyggnum, og má telja víst að slíkt efni yrði vinsælt langt út fyrir skólana. Miðað við þá miklu útg- áfu sem er stunduð á sögulegu efni og alþýðlegum fræðiritum af öllu tagi er jafnvel undrunarefni að útgefendur hafi ekki athugað betur markað fyrir rit um lista- sögu. Víða um lönd er þetta stór þáttur í útgáfustarfsemi, og með sífellt ódýrari prenttækni og lit- greiningum ætti þetta að vera hægt hér á landi ekki síður en annars staðar. Opinberir aðilar virðast vera að átta sig á þessari þróun, og eru þar ef til vill á undan öðrum. Nýlega hefur verið gefið út á veg- um menntamálaráðuneytisins myndskreytt kynningarrit á ensku um myndlistarsögu Islands. Þó að fyrir hlutum sem hafa lítið með tón- list að gera. Það er kannski langur pistill í efnisskránni um kveikjuna að tónverkinu eða hvernig það var búið til, en tónverkið sjálft segir manni ekki neitt. Það er þessi hugs- unarháttur sem ég hræðist svolítið, þ.e.a.s. þegar ástæðan fyrir tónsköp- un fer að skipta meira máli en út- koman. En það er eitt og eitt meistara- eftir Jóhönnu V. Þórhallsdóttur þetta sé ekki stór bæklingur og því engin allsherjar úttekt á þess- um þætti íslenskrar menningar, þá er hann góð byrjun fyrir alla útlendinga sem vilja kynnast r'slenskri myndlist, og vrsar að nokkru veginn áfram með bóka- skrá (sem þó vantar ýmislegt inn 0- Eitt gleggsta dæmið um aukinn fróðleiksþorsta almennings um myndlist kemur í ljós á jafn ólík- legum stað og Háskóla íslands. Þar hefur um langt árabil starfað endurmenntunarnefnd, sem haft hefur umsjón með framboði á aukanámi við skólann, sem hefur einkum verið ætlað þeim sem eru útskrifaðir í hinum ýmsu fræðum og þurfa síðan að halda þekkingu sinni við og fylgjast með nýjungum með stöðugri endurmenntun. Hug- takið endurmenntun hefur nú ver- ið túlkað á mjög víðan hátt, og almenningi verið boðið upp á nám- skeið af ýmsu tagi innan Háskól- ans, m.a. í íslenskri listasögu. Slíkt hefur ekki verið gert áður. Nú skal ekki lagður dómur á hvar almenn fræðsla um mynd- listasögu eigi best heima. Þegar er rekin fullorðinsfræðsla í ýmsu formi, t.d. í námsflokkum, öld- ungadeildum, málaskólum og tóm- stundaskólum, þannig að nám- skeið háskólans er þama einungis viðbót. Þegar Listaháskóli kemst á laggirnar (í hvaða mynd sem það endanlega verður) er eðlilegt að hann hafí frumkvæði um opin námskeið í myndlistarfræðslu fyrir almenning. En það sem einkum stendur aukinni fræðslu um sögu myndlistar á íslandi og alþjóða- vettvangi fyrir þrifum er skortur á góðu fræðsluefni; bókum, lit- skyggnuröðum, sjónvarpsþáttum. Útgáfu slíks efnis þarf að efla til muna, og þar þurfa margir að leggja sitt að mörkum; bókaútgáf- ur, listasöfn, sjónvarpsstöðvar, prentmiðlar, sýningarsalir, list- fræðingar og loks listamenn - þeir síðastnefndu ekki síst með því að bæta þær upplýsingar sem fylgja listsýningum, því á slíkum gögnum byggir sagan síðar meir. HRÓÐMAR Ingi Sigurbjörnsson tónskáld er nýkominn heim af átta daga hátið ISCM (International Society of Contemporary Music), en þetta ár var hátíðin haldi í Ósló í Noregi. ISCM-hátíðin er haldin einu sinni á ári og fyrir hverja hátíð velur dómnefnd úr verkum sem send eru inn. * Iár voru valin um 60 verk fyrir hátíðina og m.a. verk Hróðmars, Tilbrigði fyrir píanó. Á hátíðinni var komið inn á öll svið nútímatónlistar og voru m.a. hljómsveitartónleikar, w^mmmmmmm kammertónleikar með hefðbundinni hljóðfæraskipun og míkrótónlist, raftónleikar og sérstakir söngtón- leikar. Ennfremur voru haldnir fyrir- lestrar um allar tegundir nútíma- tónlistar, t.d. sungna tónlist og ritun nýrrar tónlistar. Gagnrýnendur ræddu málin og ýmsar kynningar voru í gangi, s.s. kynning á skand- inavískri tónlist, og má til gamans geta þess að verk Herberts H. Ágústssonar, Struttura I fyrir flautu og píanó, var flutt. Á morgnana var haldið þing ISCM en fyrir íslands hönd sótti þingið Hjálmar H. Ragn- arsson, formaður Tónskáldafélags íslands. Ég hitti Hróðmar og spurði hann hvaða gildi það hefði fyrir hann að vera með tónverk á hátíð sem þess- ari. _ „Á hátíð þar sem spiluð eru um 100 verk fer maður kannski ekki beint með það fyrir augum að sigra heiminn, en auðvitað hefur það mik- ið gildi að kynnast þeim stefnum og straumum sem eru í gangi og ekki síst fyrir íslensk tónskáld vegna þess hve einangruð þau eru. Eftir svona hátíð fer ekki hjá því að maður spyiji sig, hvað sé eiginlega að ger- ast í tónlist í dag. Það er ekki auð- velt að svara svona spurningu og ekki alveg víst að þessi hátíð sé rétti mælikvarðinn, en mér finnst að hið tónlistarlega innihald víki ansi oft stykki þarna inn í og það er stað- reynd að verkin standa og falla með því hvernig þau eru flutt. Eitt af því eftirminnilegasta á hátíðinni var flutningur Manuelu Wiesler á verki eftir Adina Izarra frá Venesúela ásamt Norsku kamm- erhljómsveitinni. Frábær flutningur og Manuela spilaði allt utanað. Síðan má nefna tónleika Frances-Marie Uitti, sellóleikarans, sem spilaði hér á vegum Musica Nova í fyrrahaust. Hún var með frábæra tónleika og ólíkt íslenskum gagnrýnendum fannst þeim norsku mikið til hennar koma, bæði verkanna sem hún flutti og hennar sem sellóleikara. Ný norsk ópera var frumflutt, Machbeth, eftir Antonio Bibalo, sem er reyndar ítali en fluttist til Noregs og hefur getið sér gott orð fyrir óperur sínar. Þetta var fagmannlega skrifuð ópera og vel upp sett. Svo var kammerhljóm- sveit frá Georgíu, Kákasus-hljóm- sveitin, sem lék ótrúlega glæsilega. Þannig að þótt að yfir þessari hátíð hafi verið svona ákveðinn tilrauna- blær og kannski fullmikið af mjög ungum tónskáldum sem hafa ekki mjög mótaðar hugmyndir, var ýmis- legt mjög spennandi að gerast á hátíð ISCM.“ . Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson - Mér finnst að hið tónlistarlega innihald víki ansi oft fyrir hlut- um sem hafa lítið með tónlist að gera. lÆIKMAST/Ergöfugra ab gráta en ab hlæja? Brot úr harmsögu gamanleikarans ÞAÐ ER SAGT að breski harmleikarinn Edmund Kean (1787-1833) hafi á dánarbeði sínum sagt að það væri auðveldara að deyja, en að leika gamanleik. Sjálfum hafði honum ekki tekist það og víst er að öllum leikurum er ekki gefinn sá hæfileiki að leika gamanleik. Auk þess finnst sumum leikurum það vera fyrir neðan sína virðingu að snerta á þeirri tegund leiklistar, jafnvel þótt þeir gætu það. Ein af ástæðunum fyrir þessari skoðun er ef til vill sú að viðbrögð áhorf- andans við gamanleiknum eru afdráttarlaus — hann hlær, ef honum finnst gaman. Og ekkert er eins vandræðalegt og þjáningarfullt og að leika gamanleik, sem enginn hlær að. Það er líklega rétt hjá Kean að það er auðveldara að deyja á leiksviðinu heldur en að fá fólk til að hlæja í leikhúsinu og því hafa allir kynnst sem fást við gaman- wmmmmmmm leikinn, hvortheld- ur sem höfundar efnis eða leikarar. Hláturinn er ótví- ræð sönnun þess að áhorfandanum er skemmt. Leik- arinn hlýtur að líta svo á, að hláturinn merki, að áhorf- eftir Hlín Agnorsdóttur andum líki það sem honum er boð- ið upp á. Viðbrögðin við annars konar leik eru ekki eins augljós. Það er sjaldan sem áhorfendur mynda grátkóra á harmleikjasýn- ingum amk. á íslandi, þótt suðlæg- ari þjóðir eins og Grikkir séu ekki að bera harm sinn í hljóði. Þó nokkur skrif hafa átt sér stað að undanförnu um sýningu vinsæl- ustu gamanleikara þjóðarinnar í Gamla bíói, sem óneitanlega vekja upp spumingar um stöðu gaman- leiksins, stflbrögð hans og aðferðir í íslensku leikhúsi. Það er fyrir löngu ko.minn tími til þess að gefa meiri gaum að því, sem gerir gam- anleikinn sérstakan og eftirsóknar- verðan í heimi leikhússins og hjá áhorfendum. Hvað finnst okkur fyndið og hversvegna hlæjum við? Á undanförnum 10-15 árum hafa íslenskir leikarar með augljósa „kómíska" hæfileika reynt að skapa sinn eigin stfl, að vísu undir áhrifum frá gamanleik annarra þjóða, eins og t.d. Breta. List þeirra er ekki hátt skrifuð hjá menningarvitunum. Þeir hafa oft verið ásakaðir um „skrípalæti og skrílshátt“, þegar þeir láta gamminn geisa í belli- og stílbrögðum gamanleiksins. Leikur þeirra fer oft mjög í taugarnar á þeim sem þykjast hafa fínni og menntaðri smekk á Ieiklistinni, þeim finnst gamanleikurinn einfald- lega ómerkileg tegund leiklistar og líta niður á hann. Það er miklu göfugra að gráta en að hlæja. Reyndar er saga gaman- eða skop- leikarans ein allsheijar harmsaga, því eins og Peter nokkur Evans (höfundur að einni ævisögu Peter Sellers) bendir á, þá „hefur sjaldan borið við að leikari, sem fyrst og fremst var skopleikari væri viður- kenndur sem marktækt áhrifaafl í leiklistinni og þeirri alvörugefnu umræðu, sem um leiklistina skap- ast“. Hjónin Gísli Rúnar Jónsson og Edda Björgvinsdóttir eru þekktir leikarar, sem hafa beinlínis sérhæft sig í gamanleik. Þau reka „Gríniðj- una“, sem aðallega framleiðir gamanefni fyrir leikhús, sjónvarp og útvarp. Þau hafa 15 ára reynslu að baki við gerð og flutning gaman- efnis fyrir íslensku þjóðina. Þau hafa notið vinsælda, en líka fengið á baukinn, bæði hjá gagnrýnendum og kollegum fyrir að leyfa sér eitt og annað í gamanleiknum. I einni leikskrá Gríniðjunnar hefur Gísli Rúnar orðað eftirfarandi: „Gagn- rýnendur segja gjarnan að Ieikarar leiki ýmist af hófsemi eða þeir of- leiki. Hvorugt er til. Leikarar leika annaðhvort vel eða illa.“ Hvað á hann við með þessu? „Góður leikari getur allt, leikið með mismunandi stílbrögðum, því alltaf og alls staðar í heiminum er verið að leika ákveðinn stíl í leik- húsi. A ensku er talað um „ham- acting", sem má útleggja sem of- leik á íslensku, en samkvæmt ensku skilgreiningunni er slíkur leikur ein- faldlega vondur leikur. Gagnrýn- endur og fleiri hafa alið á því að til sé.eitthvað sem kalla megi „eðli- legan leik“ — sem kvikmyndin og sjónvarpið ræður miklu betur við en leikhúsið. Allt í leikhúsi er miðað við þennan „eðlilega" leikstíl og allt annað heitir að ofleika eða fara yfir strikið. Þegar hreyfingar eru ýktar, mikil gervi notuð, raddstyrk- ur og hraði aukinn og áhersla lögð á allt þetta er „ofleiksgrýlunni“ veifað hvað eftir annað. En hvað finnst áhorfendum þá fyndið? Viðbrögð áhorfenda fara eftir þjóðerni, loftslagi og jafnvel legu landsins og viðbrögð íslenskra áhorfenda eru þar engin undan- tekning. Þeir eru lokaðir og tilbaka og það er erfitt að nálgasfyþeirra lokuðu lund, bræða frosnar tilfinn- ingar og virkja þá með í leiknum. Þeir eru misjafnlega móttækilegir fyrir því sem þeim er boðið upp á. I leikhúsinu setja þeir sig gjarnan í stellingar og ætlast til þess að þeim sé skemmt. Láttu okkur hlæja, sýndu hvað þú getur eru gjarnan skilaboðin. Og ef ekki tekst að virkja þátttöku þeirra og kitla hlát- urtaugarnar er eins og vanti einn leikarann — því áhorfendur að gam- Gamanleikarar. List þeirra er ekki hátt skrifuð hjá menningarvitun- um. Þeir hafa oft verið ásakaðir um „skrípalæti og skrílshátt“, þegar þeir láta gamminn geisa í belli- og stílbrögðum gamanleiksins. anleik eru eins og ein persónan í verkinu, leikurinn riðlast ef þeir eru óvirkir. I vel skrifuðum farsa, þar sem allt er vel smurt, þarf leikari ekki endilega að vera drepfyndinn, því þar byggist allt á fléttu leiks- ins> fyndnum uppákomum, mis- skilningi og „kómískum" aðstæð- um, sem persónurnar lenda í. En þar sem texti er slappur getur yfir- burða gamanleikari oft bjargað miklu og gerir oft. Það er ekki til nein endanleg forskrift að því sem vekur hlátur — það fer eftir þeim miðli sem leikið er í, staðnum sem leikið er á — hugarástandi áhorf- andans.“ (Framhald í næsta pistli.) un MAuni utnuiiiTn hagfræðingur Sj álfstæðisflokkurinn þarf nýjan þingmann sem þekkir vel til atvinnulífs og verðmætasköpunar Lára Margrét á fjölþættan náms- og starfsferil að baki, bæði hérlendis og erlertdis. Hún er þekkt fyrir einstakan dugnað og frum- kvæði og þau málefni sem hún tekur að sér komast heil í höfn. Sérþekking hennar á atvinnulífi, efnahagsmálum og heilbrigðismálum sýnir best og sannar að hún er kjörin til starfa á Alþingi Islendinga. nmnnuHEia Frumkvæði og fyrirhyggja — ráða úrslitum. Við opnum kosningaskrifstofu með kaffi og kökum sunnudaginn 14. október kl. 15:00 að Hafnarstræti 20, 4. hæð (lyfta). Skrifstofan verður síðan opin frá kl. 16:00 til 22:00 á virkum dögum og frá kl. 14:00 til 20:00 um helgar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.