Morgunblaðið - 14.10.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.10.1990, Blaðsíða 30
30 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFINIIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 1990 ÆSKUMYNDIN... ER AF ÓLA H. ÞÓRÐARSYNIFRAMKVÆMDASTJÓRA UMFERÐARRÁÐS ÚR MYNDASAFNINU /ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Alltafreglu- maður verið ÓIi H. Þórðarson hefur illa getað þolað óreiðu í kringum sig þó skrifborðið hans hjá Umferð- arráði beri þess nú kannski ekki alltaf vott. „HANN VAR snemma staðfastur, ákveðinn og reglusamur og þurfti þó nokkra lagni til að fá hann til að breyta því sem hann var á annað borð búinn að ákveða,“ segir Oddur Þórðarson um bróður sinn Óla H. Þórðarson framkvæmdastjóra Umferðar- ráðs. Oli er fæddur þann 5. febrúar árið 1943 norður á Þórshöfn á Langanesi þar sem faðir hans, Þórður Oddsson, var læknir. Móðir Óla er Sigrún Kærnested. Óli er elstur þriggja bræðra, en á þrjú eldri hálfsystkini. Sjö ára gamall fluttist Óli að Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði ásamt fjölskyldu sinni, en þar gerðist faðir hans héraðs- læknir. Að loknu gagnfræðaprófi frá Reykholti og samvinnuskóla- prófí frá Bifröst, lá leiðin til Reykja- víkur. í rúmlega sjö ár var Óli aðal- bókari Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi og í annan eins tíma starf- A* aði hann sem skrifstofustjóri hjá Einari ríka Sigurðssyni útgerðar- manni. Síðustu tólf árin hefur Óli verið framkvæmdastjóri Umferðar- ráðs. Sem smástrákur hafði Óli komið sér upp skrifborði með öllum til- heyrandi skrifstofuáhöldum og snemma lét hann hvers kyns félags- mál til sín taka. Á seinni árum hefur hann margreynt bindindi á því sviði, án árangurs. Magnús Jakobsson formaður Fijálsíþrótta- sambands íslands ólst upp á Höm- rum, næsta bæ við Kleppjárnsreyki og voru þeir Óli æskuvinir þrátt fyrir þriggja ára aldursmun. „Við brölluðum margt saman og vorum mjög nánir vinir þó Óli hafi verið þetta yngri en ég. Það bar fijótt á forystuhæfileikúm hans auk þess sem hann var ákaflega uppfinning- asamur á félagsmálasviðinu. Eg plataði hann með mér í íþróttirnar. Við vorum fullungir til að ganga í ungmennafélagið svo við brugðum á það ráð að stofna okkar eigið íþrótta- ogtómstundafélag. íþrótta- félagið starfaði á sumrin, en tóm- stundafélagið á veturna og þá var frímerkjasöfnun eitt aðalviðfangs- efnið,“ segir Magnús. „Já og það segir sína sögu um reglusemina," segir Oddur. „Safnið var sko ekki í einni hrúgu í kassa - ó nei - það var aldeilis í röð og reglu. Þessi reglusemi hefur síst elst af honum því ennþá er það svo að ef halda þarf utan um eitthvað af festu innan fjölskyldunnar þá er hann jafnan kallaður til,“ segir Oddur. „Ætli ég verði ekki að segja að ég hafi alla tíð verið mikill reglu- maður og hvorki hef ég ánetjast áfengi né tóbaki á lífsleiðinni. Ég hef aldrei þolað óreiðu í kringum mig þó skrifborðið mitt hjá Umferð- arráði beri þess nú kannski ekki alltaf vott,“ segir Óli. Oddur segist ekki minnast þess að bróðir sinn hafí verið mikill bóka- ormur. „Hinsvegar er engu logið ef sagt er að hann hafi verið mikill útvarpsormur sem tengdist hlustun á Tómstundaþáttinn svokallaða. Þegar sá þáttur var á dagskránni, urðum við yngri bræðumir að draga niður í okkur hvað hávaða varðar. Tómstundaþátturinn er ekki lengur á dagskrá, en nú em það fréttirnar sem aldrei má missa af. Ég held að ég þekki engan sem hægt er að telja tryggari hlustanda fréttanna á gömlu Gufunni," segir Oddur. Virðuleg athöfn ogstUhmn X östudaginn 1. ágúst 1952 fór ■ fram í Alþingishúsinu, að lok- inni guðsþjónustu í Dómkirkjunni, embættistaka Ásgeirs Ásgeirssonar, nýkjörins forseta íslands. Sam- kvæmt heimildum frá þeim tíma var til þess tekið hversu virðuleg og stílhrein athöfnin var, en undirritun eið- stafs fór fram í sal neðri deildar Alþingis, við skrifborð Jóns Sigurðssonar, sem þar hafði verið komið fyrir. Að þeirri athöfn lokinni gekk forsetinn út á svalir Alþingishússins og minntist fóstur- jarðarinnar, og tók mannfjöldinn undir. Síðan hyllti mannfjöldinn for- setann og konu hans, frú Dóm Þórhallsdóttur, ákaft, en að lokum var sungið „Ég vil elska mitt land“. Úrslit for- setakosninganna urðu þau að Ásgeir hlaut 32.925 atkvæði, séra Bjarni Jónsson vígslu- biskup hlaut 31.042 atkvæði og Gísli Sveinsson fyrrum sendiherra hlaut 4.225 atkvæði. SUNNUDAGSSPORTIÐ... HANDKNATTLEIKUR BÓKIN PLATAN Á NÁTTBORÐINU Á FÓNINUM MYNDIN í TÆKINU „í HANDBOLTA notar maður allt, hendurnar, fæturna; maður hleypur og stekkur og þú verður líka að sjá hvenær á að gefa boltann og hvenær maður er í færi,“ segir Rakel Salóme Ró- bertson sem æfir í fjórða flokki kvenna í handbolta með íþrótta- félaginu Fram. Fyrir þrem árum drógu bekkjar- systur hana á æfingu með fimmta flokki og síðan hefur hún af kappi og skothörku æft íþrótt þessa. Æfingar era þrisvar í viku 1-1 '/< tíma í senn, „Oftast bara 1 tíma því aðrir þurfa líka að komast að í salnum." Æfingar í handbolta eru nokkuð alhliða rétt eins og íþróttin sjálf; þolæfíngar, kraftæf- ingar, stökkæfingar og síðast en ekki síst skotæfingar. — En leikir og keppni? „Það era æfíngaleikir öðra hveiju og núna er Reykja- víkurmótið hálftiað og Is- landsmótið verður í mars.“ — Það komast ekki nema sjö í liðið, verður ekki einhver út undan? „Þá er bara að fjölga liðum, mörg félög hafa bæði A- og B-lið, það á að vera pláss fyrir alla.“ Hvað kostar þetta sport? Árs- gjald til íþróttafélagsins bv um 13 þúsund krónur og kostnaður vegna keppnisferða getur tekið sinn toll formi fjárútláta og sjálfboðavinnu. Rakel bendir einnig á að góðir skór kosti nú sitt, 7-8 þúsund. „En hand- boltinn er hverrar krónu virði.“ Morgunblaðið /KGA Eg er aðlesa„Tuminn á heims- enda“ eftir William Heinesen. í bókinni segir skáldið frá æsku sinni og ímyndunaraflinu sem börn hafa. Mér finnst þessi bók alveg stórkostleg, enda er ég að lesa hana í annað sinn. Þetta er ein af þeim bókum sem maður tekur reglulega úr bókaskápnum til að lesa aftur og aftur. Anáttborðinu mínu eru margar bækur sem ég gríp niður í öðra hvora, en nú er ég að Ijúka lestri á ferðasögu eftir Theroux sem heitir „Writing the Iron Rooster“. Ég hef gaman af ferðasögum, sér- staklega ef þær nálgast það að vera sjálfsævisögur. Þessi bók er um járnbrautarferðalag um Kína og er afskaplega vel skrifuð og skemmtileg. Garðar Cortes óper- usöngvari Eg er nánast hættur að nota grammófóninn sé ég, því ég er ennþá með 9. sinfóníu Beetho- vens á fóninum! í geislaspilaranum er hins vegar Sálumessa Verdis og í bílnum hef ég snældu með hljóm- sveitinni Take Six. Ég hef gaman af alls kyns tónlist og er mjög hrif- inn af þessum strákum í Take Six, sem syngja meðal annars bakraddir með Madonnu í bíómyndinni um Dick Tracy. Jóhannes Arason fyrrverandi útvarpsþulur Eg hef enga plötu á fóninum, því ég nota ekki plötuspilara. Ég á þó gamlan fón sem gengur ennþá og síðast spilaði hann „Gullna hlið- ið“ eftir Davíð Stefánsson. Það eru sennilega tvö ár síðan. Ég les hins vegar mikið, er löggilt gamalmenni og les nánast allan sólarhringinn. Núna er ég að lesa „Gerplu" eftir Laxness. Inná milli les ég samtalsbækur, til dæmis „Þau gerðu garðinn fræg- an“ eftir Valtý Stefánsson. Páll Stein- grímsson kvikmynda- gerðarmaður Eg horfí aldrei á myndbönd, nema þau sem ég framleiði sjálfur. Ég vinn mikið við gerð á kynningar-og fræðslumyndum og horfi á myndimar um leið og ég klippi þær. Nei, annars er ég ekki að segja alveg satt. Vinur minn tók upp fyrir mig „Grikkjann Zorba“ um daginn og ég horfði á hana. Myndin var tekin upp úr erlendri sjónvarpsstöð og hún er að mínu mati ein af fimm bestu myndunum í heiminum. Geirþrúður Alfreðs- dóttir fíug- maður með meiru Eg er ekki búin að eiga mynd- bandstæki nema í einn mánuð, svo ég er ekki enn orðin virk í að leigja og horfa á myndbönd. Mér þykir skemmtilegast að horfa á fjöl- skyldu- og gamanmyndir og síðast sá ég „Tumer & Hooch" með Tom Hanks í aðalhlutverki. Þetta var skemmtileg gamanmynd um lög- regluþjón' sem lendir óvart í að taka slefandi hund uppá sína arma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.