Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 3
B 3
MORGUNELAÐŒ) IÞROTTIR MlB,TUDAGtR!23. OKTÓBER 1990
BLAK
ÍpR&mR
FOLK
„Við áttum að vinna“
- sagði Ólafur Sigurðsson, þjálfari Þróttar Neskaupstað
Fyrsti sigur Þróttar N.
„Við áttum að vinna þetta,"
sagði Ólafur Sigurðsson, þjálf-
ari Þróttar úr Neskaupstað,
eftir að lið hans hafði beðið
lægri hlut gegn Þrótti Reykjavík
með þremur hrinum gegn
einni.
Þróttarar frá Neskaupstað
komu ákveðnir til leiks gegn
Þrótti Reykjavík í 1. deildinni í blaki
karla á laugardaginn enda höfðu
_■■■■ þeir ekki hlotið stig
GuðmupdurH. fyrir leikinn. Þeir
Þorsteinsson náðu að sigra í
skrifár fyrgtu hrinunni,
15:7 og virkuðu
mjög frískir á meðan Þróttarar úr
Reykjavík voru frekar þungir. í
annari hrinu náði Þróttur úr
Reykjavík að sigra, 15:13, eftir að
hafa komist í 6:1, en undir lokin
stóð sigur þeirra tæpt í hrinunni.
Þriðja hrinan var jöfn framan af,
en undir miðbik hennar misstu
Austanmenn flugið og töpuðu 15:8.
Fjórða hrinan var nokkuð köflótt
og skiptust liðin á um að hafa for-
ystu. Þróttur Nes. virtist hafa pál-
mann í höndunum á tímabili því
staðan var 14:12 þeim í hag, en
15. stigið lét á sér standa. Að
síðustu náði Þróttur Reykjavík að
sigra 17:15 og sigraði þar með leik-
inn, 3:1.
Góður Fram-sigur
HK bytjaði vel í leik sínum gegn
Fram, skellti Fram í fyrstu tveimur
hrinunum, 15:4, og útlit fyrir auð-
veldan 3:0 sigur. En sú varð ekki
raunin. Skjöldur Vatnar, þjálfari
HK, skipti varaliðinu inná í þriðju
hrinu, en Framarar fóru þá með
sigur að hólmi, 15:9. í fjórðu hrinu
var varalið HK-manna inná framai)
af, en í stöðunni 13:6 var aðalliðinu
skipt aftur inná. En allt kom fyrir
ekki því þeir bláklæddu náðu samt
að sigra 15:13 og því staðan jöfn,
2:2.1 úrslitahrinunni voru Framarar
sterkari og náðu að vinna, 15:11
og þar með leikinn.
Þróttur Neskaupstað vann fyrsta
leik sinn á tímabilinu á sunnudag
er liðið sigraði Fram, 3:0. Leiksins
verður sennilega minnst fyrir það
að Þróttarar notuðu þrjá uppspilara
í leiknum eða einn í hverri hrinu
og ber það vott um mikla breidd á
þeim bæ.
Breiðablik ósigrandi!
Stúlkurnar úr Breiðabliki voru
ekkert að tvínóna við hlutina um
helgina. Liðið sigraði Þrótt N. í
þremur hrinum gegn engri í leik
sem tók aðeins 41 mínútu. Á
sunnudasgskvöld bættu þær öðrum
sigri við er þær lögðu HK að velli,
3:0. Breiðabliksliðið er enn ósigrað,
en liðið mætir ÍS á miðvikudags-
kvöld og fær þá væntanlega meiri
mótspyrnu.
Víkingsstúlkur gáfu Blikastúlk-
um ekkert eftir hvað tímalengd
varðar á leik þeirra gegn Þrótti
Neskaupstað. Víkingur sigraði, 3:0,
í leik sem tók aðeins 38 mínútur!
Svona gerum við...
Framarar mæta Barcelona í Evrópukeppni bikarhafa á Laugardalsvell-
inum í dag kl. 15.30. Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram, sést hér fara
yfir leikaðferð með nokkrum leikmanna sínum. Valsmaðurinn Magni
Blöndal Pétursson er á myndinni, en hann og félagi hans Baldur Braga-
son voru með Framliðinu á æfingu.
Slagsmál leikmanna á Old Trafford:
Félögin ákærð
FRAM
Lið Fram í dag er skipað eft-
irtöldum leikmönnum:
Markvörður: Birkir Kristins-
son.
Varnarmenn:Kristjári Jóns-
son, Jón Sveinsson, Kristinn
R. Jónsson og Þorsteinn Þor-
steinsson.
Miðvallarleikincnn: Steinar
Guðgeirsson, Pétur Amþórs-
son, Anton Björn Markússon
og Baldur Bjarnason.
Sóknarmenn: Ríkharður
Daðason og Jón Erling Ragn-
arsson.
Varamenn: Vilberg Sverris-
son, Pétur Marteinsson, Guð-
mundur P. Gíslason, Ágúst
Ólafsson, Haukur Pálmason
og Vilhjálmur Vilhjálmsson.
Leikmenn Arsenal og Manchest-
er United slepptu sér á Old
Trafford á laugardag og brutust
út slagsmál með þátttöku allra
nema Davis Seamans, markvarðar
gestanna. Dómarinn lagði fram
skýrslu um málið í gær og í fram-
haldi lagði enska knattspyrnusam-
bandið fram ákæru á hendur félög-
unum. Eftir tvær vikur verður
dæmt í málinu og eiga félögin yfir
höfði sér háar sektir og jafnvel
geta þau misst stig ef þau verða
sek fundin.
Svíinn Anders Limpar tryggði
gestunum sigur með umdeildu
marki skömmu fýrir hlé, en í byrjun
seinni hálfleiks sauð upp úr eftir
stympingar hans og Denis Irwins.
Limpar og Winterburn hjá Arsenal
voru bókaðir og þjálfarar félaganna
sögðust líta málið alvarlegum aug-
um. „Við verður að taka til okkar
ráða. Ég vil ekki sjá svona gerast
og ef við mfna menn er að sakast
verða þeir að taka afleiðingunum,"
sagði George Graham hjá Arsenal.
Tottenham átti ekki í erfiðleikum
með Sheffield Wednesday og vann
4:0. Paul Walsh tók stöðu Gary
Linekers, sem er meiddur, og bætti
þrennu í safnið — fyrstu mörk hans
á tímabilinu.
Jan Stejskal, landsliðsmarkvörð-
ur Tékka, lék fyrsta leik sinn með
QPR og fagnaði 3:2 sigri á útivelli
gegn Leeds. Heimamenn komust í
2:0 og áttu möguleika á að bæta
þriðja markinu við, en Gordon
Strachan, fyrirliði, skaut í rammann
úr vítaspymu.
Þá stöðvaði Norwich óslitna sig-
■ Úrslit / B7
urgöngu Liverpool og máttu meist-
ararnir jafnvel þakka fyrir að ná
jafntefli.
Anders Limpar
BARCELOIMA
Lið Barcelona í dag er skip-
að eftirtöldum leikmönnum:
Markvörður: Andoni
Zubizarreta.
Varnarmenn: Munoz Fem-
ando Nando, Roland Koe-
man og Ricardo Serna.
Miðvallarleikmenn: Sac-
ristán Eusebio, José María
Makero, Guillermo Amor og
Juan Antonio Goicoechea.
Sóknarmenn: Michael
Laudmp, Hristo Stoichkov
og Aitor Beguiristain.
Varamenn: Angoy, José
Ramón Alexanco, Luis
María López Rekarte,
Miquel Soler, Julio Salinas
og Urbano.
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI BIKARHAFA
KNATTSPYRNA / ENGLAND
■ HÖRÐUR Magnússon, marka-
kóngur 1. deildar, var valinn leik-
maður ársins á lokahófi FH í knatt-
spyrnu. Þórhallur Víkingsson
þótti hafa sýnt mestar framfarir í
sumar.
■ TINDASTÓLL er með fullt hús
stiga í úrvalsdeildinni í körfuknatt-
leik og liðið, sem er með tékknesk-
an þjálfara og leikmann, ætti að ná
í úrslitakeppnina. Sauðkrækingar
voru ekki lengi að fmna skýringu
á góðum rekstri deildarinnar; hún
er rekin með tveimur tékkum og
einum víxli!
■ FYRIR tæpu ári síðan stóð
Tindastóll í öðrum sporum er liðið
sagði upp þjálfaranum Kára Marís-
syni og síðar Bandaríkjamannin-
um Bo Heiden. Það var mjög
kostnaðarsamt fyrir liðið og því var
efnt til happdrættis með Skóda í
aðalvinning. Margir spurðu „Af
hveiju Skódi?“ og svarið lét ekki á
sér standa. Það er svo ódýrt að
reka hann!
■ ELLERT B. Schram fór til
Miinchen í Þýskalandi í gær, en
hann verður eftirlitsmaður
UEFA á leik Bayern Miinchen og
CSKA Sofia í 2. umferð Evrópu-
keppni meistaraliða í knattspyrnu.
Leikurinn fer fram í kvöld..
■ RAFN Hjaltalín verður eftir-
litsmaður á U-16 landsleik Dan-
merkur og Noregs í kvöld.
■ HANNES Þ. Sigurðsson verð-
ur eftirlitsmaður UEFA á leik
Skotlands og Póllands í EM U-21
27. nóvember.
■ SÆNSKA landsliðið í hand-
knattleik sigraði í tveimur af þrem-
ur leikjum gegn Sovétmönnum um
helgina. Svíar unnu fyrsta leikinn
24:23 (9:14), síðan 25:24 (13:15),
en töpuðu 24:22 (10:13) í gær-
kvöldi. Heimamenn voru með sterk-
asta lið sitt nema hvað Wislander
og Lindgren léku ekki síðasta leik-
inn. Tútsjín var ekki með Sovét-
mönnum.
KNATTSPYRNA
A-stigsnámskeið
Fræðslunefnd Knattspyrnus-
dambands íslands heldur a-
stigsnámskeið fyrir þjálfara um
næstu helgi í Laugardal. Þeir sem
hafa hug á að taka þátt í námskeið-
inu geta skráð sig og fengið nánari
upplýsingar á skrifstofu KSÍ.