Morgunblaðið - 16.11.1990, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.11.1990, Qupperneq 1
t VIKUNA 17 — 23. NÓVEMBER PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FÖSTUDAGUR 16. NOVEMBER 1990 BLAÐ I Úr öskunni í eldinn Spennumyndin Úr öskunni í eldinn (People Across the Lake) er á dagskrá Stöðvar 2 nk. sunnudag. Þar segir af hjónum sem flytja úr stórborginni til friðsaels smábæjar sem stendur við Tomahawk-vatn- ið. Þar opna þau sjöbrettaleigu og njóta þess að lifa rólegu lífi. En þeg- ar þau finna lík í vatninu er úti um friðsældina og öryggið. Áður en lög- reglustjórinn kemur á staðinn er líkið horfið og nágranni þeirra hjóna heldur því fram að ekkert lík hafi verið þarna. Sögusmetta bæjarins heldur því fram að mörg morð hafi verið framin þarna og þegar þau hjónin finna annað lík í vatninu renna á þau tvær grímur. Eru þau nokk- uð betur stödd þarna en í stórborg? Með aðalhlutverk fara Valerie Harper, Gerald McRaney og Barry Corb- in. Leikstjóri er Arthur Seidelman. Myndin er stranglega bönnuð börnum. Vilhjálmur Tell Cyrri hluti óperunnar Vilhjálmur Tell eftir Gioacchino Rossini, upptaka frá Scala-óperunni ■ í Milanó frá 1988, er á dagskrá Sjónvarps nk. sunnudag. Óperan byggir á hinum heims þekktu munnmælum um svissnesku frelsishetjuna Vilhjálm Tell sem á að hafa verið uppi í lok 13. aldar, þó hvergi séu til heimildifum hann. í óperu Rossinis er byggt á hinum sögu- lega ramma, þótt frjálslega Ekki seinna en núna Nýtt útvarpsleikrit, Ekki seinna en núna, eftir Kjartan Ragnarsson verð- ur frumflutt á samtengdum rásum 1 og 2 fimmtudaginn 22. nóvemb er. Leikritið skrifaði hann að beiðni útvarpsleikhúsanna á Norðurlöndum. Kjartna leikstýrir sjálfur en upptöku önnuðust Hreinn Valdemarsson og Vigfús Ingvarsson. Leikritið gerist á útvarpsstöð á líðandi stund. Þar er þátturinn „Á fimmt*a tímanum" að fara í loftið í beinni útsendingu og mannskapurinn er í viðbragðsstöðu að flytja hlustendum frétt- ir beint af rás viðburðanna. Leikendur eru: Lísa Páls, Jakob Þór Einars- son, Jóhann Sigurðarson, Sigrún Edda Björns- dóttir, Kristján Magnús, Þór Tuliníus, Pétur Einarsson, Viðar Eggertsson, Soffía Jakobs- dóttir, Randver Þorláksson, Helgi Björnsson, Sigurður Karlsson, Steindór Hjörleifsson og Jón Hjartarson. Kjartan Ragnarsson sé með hann farið. Lýst er hetjudáðum Svisslendinga, Tells þar á meðal, í baráttunni við liðssveitir harðstjórans Gesslers og ýmsum fórnum föðurlandsvina. Tell er tekinn höndum og Gessler lætur hann skjóta ör að epli á höfði' Jemmys, sonar Tells. Hitti bogaskyttan eplið skulu feð- garnir leystir undan dauða- dómi. Tell missir ekki marks, en í Ijós kemur að hann hafi falið ör í kufli sínum og ætlað hana Gessler ef hin fyrri hefði drepið son hans. Gengur fóg- etinn þá á bak orða sinna og dæmir föðurlendsvininn bog- fima til dauða. Síðari hluti óperunnar er á dagskrá sunnudaginn 25. nóvember. Sjónvarpsdagskrá bls. 2-8 Útvarpsdagskrá bls. 2-8 Hvað er að gerast? bls. 3-5 Myndbönd bls. 5 Bíóin í borginni bls. 6 Vinsælustu myndböndin 8 ) i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.