Morgunblaðið - 13.01.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAfiip,. F/^TElQfiHRfJfV^IÚAR 1991
B
ollí
Ólafur Björgvinsson á skrifstofu sinni í húsi Sjóvá- Almennra í Kringlunni 5. Á veggnum hangir stækk-
uð ljósmynd af brunanum mikla 1915, einum hrikalegasta eldsvoða, sem nokkru sinni hefur orðið í
Reykjavík.
sem annast húsatryggingar þar.
Ef það kviknar t.d. í eldhúsi, þá er
fólk yfirleitt einnig með fjölskyldu-
tryggingu, sem nær yfir innbúið og
þar með þær skemmdir, sem verða
á húsmunum og borðbúnaði og öðru
t.d. eldhúsgardínum. En ef eldhús-
innréttingin brennur, þá fylgir hún
fasteigninni og þá eru það húsa-
tryggingarnar, sem eiga að bæta
hana. Allt sem er naglfast, fellur
þarna undir. ’
Enn einn liðurinn eru sótfalls-
skemmdir, en undir hann falla
skemmdir sökum sótfalls frá kyndi-
tækjum eða eldsstæðum, enda fáist
tjónið ekki greitt úr brunatryggingu
fasteignarinnar. — Tjón af þessu
tagi voru algengari hér áður fyrr,
á meðan olíukynding var almenn í
húsum, segir Ólafur. — En þetta
fer minnkandi. Hitaveita er komin
svo víða og tjón af þessu tagi verða
helzt í húsum, þar sem arinn er.
Tveir liðir eru enn ótaldir, sem
eru inni í fasteignatryggingunni.
Það eru svonefnd snjóþungatrygg-
ing og hreinlætistækjatrygging. —
Sú fyrri á að bæta skaða, sem hlýzt
af því, þegar slíkur snjóþungi leggst
á þak á húsi, að það sligast og fell-
ur niður, segir Ólafur. — Hún nær
hins vegar ekki til tjóns, sem hlýzt
af snjóflóði. Þess konar tjón bætir
Viðlagatrygging, en þau hafa verið
mörg og stór á undanförnum árum.
Hreinlætistækjatryggingin nær
til tjóns, sem hlýzt á vöskum, bað-
kerum, salernisskálum og vatns-
kössum. — Tjón af þessu tagi eru
algeng, segir Ólafur. — Tryggingin
nær aðeins til þessara hluta sjálfra
en ekki þess kostnaðar, sem af því
hlýzt að setja þá upp á ný. Hún
nær ekki heldur til hluta, sem hægt
er"að nota aftur eins og krana.
Ólafur var spurður að því, hvort
góður skilningum væri á fasteigna-
og fjölskyldutryggingum hér á Iandi
og svaraði hann þá: - Ég held, að
fólk sé farið að skilja, að það sé
þörf á að hafa þessar tryggingar.
Fólk kaupir sér þessar tryggingar
jafnt úti á landi og hér á höfuðborg-
arsvæðinu. Það er vissum takmörk-
unum háð að kaupa þessar trygg-
ingar á sumarbústaði, vegna þess
að það er ekki búið í þeim allan
ársins hring. Það er því mikil inn-
brotshætta í þeim og þá fer gjarnan
eins og ég nefndi hér áðan, að öllu
er stolið, sem hægt er að koma í
peninga og nota í -pkniefni. Sem
dæmi get ég nefnt innbrot í sumar-
bústað, þar sem stolið var útvarps-
tæki, hátalara, ryksugu, kíki og
veiðistöngum. Vodkaflaska með
slatta í var aftur á móti ekki snert.
Það var tekið það, sém koma mátti
í peninga í hvelli. Hins vegar var
ekkert skemmt og ekki gengið illa
um.
En eru húseigenda- og heimilis-
tryggingar dýrari eða ódýrari hér
en í löndunum í kringum okkur. —
Ég tel, að þær séu með mjög svip-
uðu sniði í nágrannalöndum okkar,
segir Ólafur. — Fyrirmyndir okkar
Óveðurstjón. í miklu óveðri brotnaði hleðsla reykháfsins, þannig
að hann féll niður á pallinn.
á þessu sviði eru einkum fengnar
frá Dönum.
Vaxandi tjón á
undanförnum árum
Að mati Ólafs hafa húseigenda-
tjón farið vaxandi á undanförnum
árum. — Taxtarnir á þessum trygg-
ingum eru ekki háir miðað við tjón-
in, sem þær eiga að mæta, segir
hann. — Vátryggingafélögin hafa
því ekki hagnazt á húseigenda- og
heimilistryggingum eða fasteigna-
og fjölskyldutryggingum eins og
þær nefnast nú.
Ástæðurnar fyrir tíðum tjónum
eru margar. — Vatnstjón eru afar
algeng í sumum hverfum borgar-
innar, segir Ólafur. — Þau tjón bitna
að sjálfsögðu ekki síður á öðrum
tryggingarfélögum en okkar. Or-
sakirnar fyrir þessum tjónum má
m. a. rekja til þess, að á sínum tíma
fyrir mörgum árum voru flutt inn
afar léleg pípukerfi í hús. Þetta
voru austantjaldsrör, svört að lit.
Það var ekki bara að það vildi koma
göt á þau, heldur áttu þau það
hreinlega til að rifna. Af þessu
stafar. mikil flóðahætta. í gömlum
hverfum, sem byggð voru jafnvei
fyrir stríð t:d. í Miðbænum, er þessi
hætta minni en annars staðar. Þar
var greinilega notað betra efni.
En hvaða skilyrði þarf að upp-
fylla til að fá fasteingatryggingu?
— Þegar óskað er eftir slíkri trygg-
ingu, fer maður frá okkur og skoð-
ar viðkomandi fasteign, segir Ólaf-
ur. — Auðvitað sér hann ekki í
gegnum veggina, en hann athugar
hreinlætistæki og ofna og gáir hvort
þar smiti ekki út raki og hvort ekki
sé allt í lagi með rúðurnar, Það er
ekki ósjaldan, sem hann kemijr til
baka og segir: — Því miður, þessi
eign er ekki tryggingarhæf. En
auðvitað má lagfæra eign, svo að
hún verði tryggingarhæf.
Sú spurning vaknar, hvort ekki
ættu að vera mismunandi taxtar
eftir gæðum húsanna og aldri og
þá líkum á því, að tjón verði? —
Það eru sömu taxtar á öllum fast-
eignum, segir Ólafur. — Áður voru
mismunandi iðgjöld á timburhúsum
og steinhúsum, en það er liðin tíð.
Nú eru allar eignir í einum flokki,
enda ekkert meira um tjón í timbur-
húsum en steinhúsum. í mörgum
húsum, sem byggð voru fyrir stríð,
eru betri vatnsrör og betri steypa
en notuð eru nú og vinnan var
betri. Þess vegna endast þau oft
betur en nýju húsin.
En hvað er gert, þegar tjón á sér
stað og hvernig fer tjónaskoðun
fram? — Okkur er kannski til-
kynnt, að heilt einbýlishús sé á
floti, segir Ólafur. — Þá fara tjóna-
skoðunarmenn okkar og gera ráð-
stafanir á tjónstaðnum. Að sjálf-
sögðu byija þeir á því a.ð leita að
lekanum til að stöðva hann. Síðan
þaiT að taka ljósmyndir. af vettr
vangi. Næst þarf að þurrka allt
vatnið upp með vatnssugum. Síðan
koma smiðirnir og taka parkettið,
en það er mjög líklega ónýtt. Þegar
allt er orðið þurrt og pípulagninga-
mennirnir búnir að laga ofnana, eru
málararnir kallaðir til og síðan þarf
að leggja niður nýtt parkett. Svona
tjón eru mjög algeng og þau þarf
að bæta, hafi viðkomandi haft fast-
eignatryggingu. Allir þeir iðnaðar-
menn, sem starfa fyrir okkur, vinna
sem verktakar. Þeir eru nánast á
24 tíma vakt. Það þarf að vera
hægt að hringja í þá á hvaða tíma
sem er, því að tjón verða að sjálf-
sögðu á öllum tímum sólarhrings.
— Mér er minnistætt vatnstjón,
sem varð í húsi í Fossvogi fyrir
nokkrum árum, þar sem eigendurn-
ir voru ejlendis, heldur Ólafur
áfram. — í svefnherbergisálmunni
hafði komið gat á hitavatnsleiðslu,
sem var ekki stærra en títupijónn.
FASTEIGIMASALA
Suðurlandsbraut 10
Opið í dag kl. 13-15
Ábyrgð - Reynsla - Öryggi
SÍMAR: 687828, 687808
SELJENDUR
OKKUR BRÁÐVANTAR FYRIR
GÓÐA KAUPENDUR:
2JA-3JA HERB. ÍBÚÐ VESTAN ELLIÐAÁAR
3JA HERB. ÍBÚÐ í RVÍK, KÓP. EÐA GARÐABÆ
4RA HERB. ÍBÚÐ í REYKJAVÍK EÐA KÓPAVOGI
5 HERB. ÍBÚÐ í LYFTUHÚSI í RVÍK EÐA KÓPAVOGI
2JA-3JA ÍBÚÐA-HÚSEIGN.
Einbýli/parhús
HFJ. - NORÐURBÆR
Til sölu stórglæsil. einbh. í hraunjaðrin-
um í Norðurbæ Hafnarfj. Húsið er á
tveimur hæðum m. bílsk. samtals 335
fm. Allgóð lán áhv.
MOSFELLSBÆR
Til sölu vandað einbhús á einni hæð
m/innb. bílsk. 178 fm. Verðlaunagarður
m/hitapotti.
HJALLAVEGUR
Erum með í solu parhús, kj., hæð
og ris, samtals 140 fm. Mjög
stórar svalir. Laust strax.
RAUÐARÁRSTÍGUR
Vorum að fá ( sölu 2ja og 3ja
herb. ibúðir m. bilskýli í 4ra hæða
lyftuhúsi við Rauðarárstíg. íb.
verður skilað tilb. u. trév. og
máln. eða fullb. eftir óskum kaup-
enda. Nú þegar hafa selst 6 af
21 íb. Nánari uppl. og teikn. á
skrifst.
Raðhús
FOSSVOGUR
Vorum að fá í sölu raðhús á. tveimur
hæðum 216 fm auk bílsk. Stórar suður-
svalir. Mjög góð eign.
FLJÓTASEL V.13M.
Til sölu raðhús á þremur hæðum sam-
tals 240 fm auk bílsk. Gert er ráö fyrir
íb. í kj.
Sérhaeðir
KIRKJUTEIGUR
Vorum að fá til sölu efri hæð og óinnr.
ris. Á hæðinni eru 2 stofur, 2 svefn-
herb. (geta verið 3), eldhús og bað.
Stór bílsk.
HÆÐOGRIS V. 8,5M.
Til sölu við Miðtún hæð og ris mikið
endurn. íb. Á hæð eru stofur, herb.,
eldh. með nýl. innr. og snyrting. í risi
eru 4 góð herb. og svalir. Skipti á minni
eign mögul.
4ra—6 herb.
HRAUNBÆR
Mjög rúmg. 4ra herb. íb. á 3. hæð.
Nýjar innr. Parket á gólfum. Húsið er
allt endurn. að utan.
ÞVERHOLT
3ja herb. 115 fm (br.) íb. á 1. hæð m.
stæði í bílahúsi tilb. u. trév. eða fullb.
til afh. fljótl.
SÉRHÆÐIR í VESTURB.
Til sölu 2 sérhæðir í fjórbhúsi. Efri
hæðin er 122,5 fm br., neðri hæðin
114,6 fm br. Tilb. til afh. nú þegar tilb.
u. trév. og máln. Húsið er fullfrág. að
utan svo og lóð.
NÝTT HÚSNSTJLÁN
Höfum til sölu 110 fm (br) íb. á
4. hæð I lyftuh. við Klapparstíg.
Frábært útsýni. Stæði I lokuðu
bilahúsi. Til afh. strax. Rúmg. tilb.
u. trév. og máin.
GRETTISGATA
100 fm sérhæð (götuhæð). Selst tilb.
u. trév. Til afh. strax. Góð greiðslukjör.
ÞRASTARGATA - EINB.
Höfum til sölu tvö einbhús sem eru hæð
og ris 143 fm. V. 10750 bús. og 116 fm,
V. 8950 þús. Húsin afh. fljótl. tilb. u. trév.
en fullfrág. að utan. Lóð frág.
BÆJARGIL - GBÆ
Elnbhús, hæð og ris 194 fm með
30 fm sérbyggðum bílsk. Selst
fokh. frág. að utan. Óvenjulega
skemmtil. hönnun.
3ja herb.
HVERFISGATA
Góð 3ja herb. 90 fm íb. á 2. hæð m/16
fm aukaherb. I kj. Mikið endurn. eign.
ROFABÆR
Góð 3ja herb. íb. á 2. hæð. Suðursval-
ir. Góð sameign.
HVERFISGATA V. 5,3 M.
3ja herb. 90 fm íb. í steinh. Laus strax.
HVANNARIMI V. 7,5 M.
Raðhús, hæð og ris m/innb. bílsk. samt.
177 fm. Selst fokh. og fág. að utan. Til
afh. í febr. nk. Aðeins 4 hús eftir. Mjög
skemmtil. teikn. Byggingaraðiii: Mótás
hf., Bergþór Jónsson.
FAGRIHJALLI
Parh. með innb. bílsk. samt. 200 fm.
Selst fokh. að innan frág. að utan.
2ja herb.
FRAMNESV. V. 3,9 M.
Vorum að fá í sölu 2ja herb. 62 fm íb.
á 3. hæð. Suöursvalir.
ROFABÆR
Góð 2ja herb. 57 fm ib.
hæð. Laus strax.
TRÖNUHJALLI - 4RA
Nú eru aðeins eftir tvær endaib.
f þessu stórskemmtil. húsi sem
stendur frábæri. vel f Suöur-
hlíðum Kóp. Afh. tilb. u. trév. og
máln. Sameign fullfrág. Vandað-
ur sameignarfrág. Til afh. strax.
BERGSTAÐASTR.
V. 4 M.
Til sölu hæð og ris í timurhúsi. Risið
er nýtt sem svefnloft. Áhv. 1250 þús
frá hússtj.
LAUGAVEGUR V. 2,9 M.
2ja herb. 50 fm íb. á 2. hæð.
KEFLAVÍK V. 3,3 M.
2ja herb. 62 fm nýl. íb. á 3. hæð. Áhv.
2,0 millj. frá húsnstj.
Atvinnuhúsnæð
JAFNASEL
Vorum að fá i sölu 900 fm atvhúsn. á
einni hæð m. millilofti i hluta.
FISKISLÓÐ
Höfum til sölu atvhúsnæði á tveimur
hæöum samt. 264 fm.
Hilmar Valdimarsson,
Sigmundur Böðvarsson hdl.
Ásgeir Guönason,hs.611548. jCm
Brynjar Fransson, hs. 39558. II