Morgunblaðið - 24.05.1991, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1991
ÞJOÐLIFSÞANKAR
BIRKITRÉ OG
BRENNIVÍNSDRYKKJA
u
m þessar mundir eru margir
önnum kafnir við að stinga upp
kartöflugarða og setja niður
kartöflur. Eins og hitt fólkið í bænum
er ég búin að braska við að setja niður
í garðinn minn. Áður en ég gat komið
kartöflunum niður þurfti ég að rífa upp
með rótum allmarga brúska af skriðsól-
ey og það er ekki létt verk, eins og
þeir vita sem barist hafa við þann
ófögnuð. Skriðsóley hefur langar og
sterkar rætur sem eru ótrúlega lífsseig-
ar og það er ekki á færi nema þolinmóð-
asta fólks að etja kappi við hana. Með-
an ég var að grafa upp rætur hins ill-
víga óvinar míns notaði ég tímann til
hugleiðinga. Ég velti fyrir mér sam-
henginu milli aðstæðna sem jurtum eru
búnar í matjurtagarði og þeirra að-
stæðna sem fólki er búið í einu þjóðfé-
lagi. Rétt eins og kartöflur þurfa að
berjast við skriðsóleyjar og arfa þurfum
við að berjast við ýmislegt illgresi á
mannfélagsakrinum. Ýmiskonar vímu-
efni eru þar ofarlega á blaði, ekki síst
áfengið sem ógnar tilveru mjög margra
manna, ungra sem aldraðra.
Það er undarleg þversögn að fyrst
skuli ótölulegar þúsundir manna vinna
baki brotnu við að rækta vínber fleiri
jurtir til þess að brugga úr þeim vín
og síðan vinnur annar eins fjöldi manna
jafn baki brotnu við að endurreisa þá
sem orðið hafa fórnarlömb þeirra veiga
sem úr jurtunum voru bruggaðar. Hér
á landi er áfengisneysla mikið þjóðar-
böl. Fjöldi fólks lifir við mikla óham-
ingju vegna drykkjuskapar. Fyrir
skömmu var leitað til almennings til
þess að hvetja hann til þess að styðja
Samtök áhugamanna um áfengisvarn-
ir, SÁÁ, til þess að byggja nýtt með-
ferðarheimili. Flestir vikust vel við
þessum tilmælum og keyptu litla álfinn
með fræjunum tveimur í hattinum.
Þetta voru lúpínu- og birkifræ. Það
fannst mér vel til fundið því lúpínur eru
jurtir sem undirbúa vel ófrjósaman jarð-
veg og birkið er varkár íslensk trjáteg-
und sem aldrei lætur vélast til þess
að bruma fyrr en réttum aðstæðum
er náð. Öfugt við ýmsar útlendar trjá-
tegundir sem hafa ekki hina réttu til-
finningu fyrir íslensku umhverfi og
mega oft blæða fyrir ótímabæra
blómgvun.
Víst er gott að menn styðja hið mikla
mannræktarstarf sem unnið er hjá
SÁÁ, en enn betra væri ef slíkt starf
yrði smám saman gert ónauðsynlegt.
Það væri stórt skerf til almennings-
heilla ef tækist að minnka hér verulega
drykkjuskap. Til þess að svo megi
verða þarf að breyta þeim hugmyndum
manna að það sé nánast eðlilegt að
menn neyti áfengis. Það er ekki mann-
inum eðlilegt að neyta vímuefna af
neinu tagi, það er þvert á móti óeðliegt
og mjög ógæfulegt. í rússneskri rúl-
lettu eru sex möguleikar á móti einum
að menn sleppi lifandi. Það er sagt að
einn af hverjum tíu mönnum sem
smakki vín, lendi í vandræðum vegna
þess. Það þykir óverjandi að stunda
rússneska rúllettu vegna þeirrar
áhættu sem menn taka við það. Á
sama hátt ættu menn að hugsa um
áfengið. Nú segja kannski sumir að
þetta sé ekki sambærilegt, því í rúllet-
tunni sé einn af hverjum sex dauða-
dæmdur en þeir drykkfelldu séu ekki í
bráðri lífshættu.
Það er rétt að áfengi er ekki bráð-
drepandi en er það nokkuð betra, þjóð-
hagslega séð? Það er þung byrði fyrir
samfélagið að ala önn fyrir mörgum
drykkjusjúklingum, jafnvel svo áratug-
um skiptir. Þeir vinna oftast lítið meira
en þeir sem komnir eru undir græna
torfu en eru hins vegar til mun meiri
vandræða. Þeir valda öðru fólki sárs-
auka og miklum peningaútlátum. Á
sama hátt og hinir varkáru hafa vit fyr-
ir fífldjörfum félögum sinum hvað snert-
ir fyrrnefnda rúllettu ættu hinir hóf-
sömu áfengisneytendur að hafa vit fyr-
ir samfélaginu með því að láta áfengis-
neysluna eiga sig. Þeir þurfa hennar
hvort sem er ekki með, hún skiptir þá
nánast engu máli. Þeir eru ekki háðir
áfengi. Með því að taka höndum saman
gæti landslýður hér minnkað áfengis-
neyslu mikið og þannig bjargað mörg-
um af sonum og dætrum þessa lands
frá ömurlegum örlögum drykkjusjúkl-
ingsins. Þetta ætti að vera markmið
okkar allra, við þurfum hvort sem er
öll að taka afleiðingum af ofdrykkjunni
í einu eða öðru formi.
Ný ríkisstjórn ætti að marka brautina
í þessum efnum. Þeir menn sem alþýða
manna hefur kosið sem sína fulltrúa
ættu að ganga fram fyrir skjöldu í þessu
máli. Þeir ættu að hætta að veita vín
í veislum sinum en reka í staðinn harð-
an áróður gegn drykkjutísku og veita
peningum til slíks. Það ætti, í óeigin-
legri merkingu, að sá lífseigu fræi lúpín-
unar í þann óræktarskika sem drykkju-
skapurinn í samfélagi okkar er. Þegar
lúpínan hefði svo unnið sitt verk og
kæft óræktina, ætti að sá til birkisins.
Fólk, sem yxi upp í samfélagi þar sem
drykkjuskapur eða önnur vímuefna-
neysla væri lítil sem engin, myndi, í
ríkara mæli en nú er, bera einkenni
hins íslenska birkis. Stærri hópur yrði
af varkáru, þolgóðu og sterku fólki sem
fært væri um að standa af sér óblíð
ytri skilyrði með fullum sóma.
Guðrún Guðlaugsdóttir
MISJOFN MEÐGANGA
2. Rístu rólega á fætur og varastu
allar snöggar hreyfingar.
3. Borðaðu oft yfir daginn, 5-6 litl-
ar máltíðir. Varastu að verða
svöng.
4. Drekktu frekar á milli máltíð-
anna heldur en með máltíðun-
um.
5. Þegar þér er óglatt milli mála
drekktu hálft glas af epladjúsi
eða drykk sem inniheldur kol-
sýru.
6. Forðastu feitan mat og steikt-
an. Smjör, súkkulaði, salatsós-
ur og olíur.
7. Forðastu mikið kryddaðan mat.
8. Ef þú þarft að elda hafðu glugga
opna og notaðu viftuna til að
eyða matarlyktinni.
9. Hafðu gott loft í svefnherberg-
inu þínu.
Brjóstsviði
Oft eru ýmis óþægindi og verkir
kallað nábítur, brjóstsviði eða bara
meltingartruflanir. Brjóstsviði
kemur vegna þess að magasafinn,
sem er súr, nær að gúlpast upp í
vélindað en í vélindanu er slímhúð
sem er mjög næm fyrir þessari
súru ertingu. Ástæður fyrir brjóst-
sviða á meðgöngu eru aðallega
tvær. Vegna hormónáhrifa þá
slaknar á sléttum vöðvum líkam-
ans en á mótum maga og vélinda
er slíkur vöðvi og hann klemmir
ekki eins vel fyrir magann á með-
göngu eins og hann venjulega
gerir. Hitt er að maginn verður
sífellt fyrir meiri þrýstingi af leginu
eftir því sem líður- á meðgönguna
og innihald hans þrýstist því frekar
upp og til baka, þ.e. upp í vélindað.
Hvað er til ráða?
1. Borðaðu 5—6 litlar máltíðir á
dag, aldrei vera pakksödd.
2. Forðastu allan feitan mat og
steiktan.
3. Forðastu kryddaðan mat.
4. Forðastu heita drykki.
5. Liggðu með hærra undir höfð-
inu en venjulega.
6. Notaðu sýrubindandi töflur
sem fást án lyfseðils í apóteki
en fylgdu leiðbeiningunum og
ræddu vandann í næstu mæðr-
askoðun.
Hægðatregða
Mjög margar ófrískar konur
kvarta um harðlífi á meðgöngu,
sumar alla meðgönguna en marg-
ar á seinni hluta hennar. Ástæðan
fyrir þessum hörðu hægðum er
mikið til sú að vegna slökunar á
sléttum vöðvum í líkamanum þá
dregur úr þarmahreyfingum en
þarmarnir eru með slétta vöðva.
Meltingin verður því hægari og
maturinn er lengur á leiðinni í
gegnum garnirnar. Ef hægðalosun
er mjög erfið og jafnvel sársauka-
full verður oft til vítahringur. Konan
kvíðir fyrir og frestar hægðalosun
vegna sársauka og rembings sem
er sérstaklega óþægilegur á seinni
hluta meðgöngunnar. Það verður
til þess að hægðir verða enn harð-
ari og sársaukinn meiri.
Á meðgöngu er aukin hætta á
myndun gyllinæðar en gyllinæð er
það kallað þegar bláæðar í enda-
þarmi tútna út. Allur þrýstingur
veldur enn meiri óþægindum
þannig að harðlífi er sérlega óþæg-
ilegt hjá þeim sem ekki höfðu hana
fyrir. Bæði járntöflur og sýrubind-
andi lyf geta valdið hörðum hægð-
um.
Hvað er til ráða?
1. Borðaðu hrátt grænmeti og
ávexti með öllum máltíðum.
Gott er að hafa ávöxt alltaf sem
eftirmat og grænmeti í forrétt,
það þarf ekki að vera merki-
legra en gulrætur og appelsína.
Þurrkaðir ávextir, sveskjur og
sveskjusaft er tilvalið með
morgunmatnum.
2. Borðaðu bara gróft brauð og
forðastu kökur og kaffibrauð
úr hvítu hveiti. Settu hveitiklíð,
bran eða gróft morgunkorn út
í morgunmat eins og hafra-
graut, jógúrt eða súrmjólk.
3. Drekktu eitt fullt vatnsglas á
hverjum morgni áður en þú
færð þér morgunmatinn.
4. Drekktu meira af vatni, undan-
rennu og ávaxtasöfum.
5. Borðaðu reglulega.
I 6. Hreyfðu þig á hverjum degi.
7. Notaðu engin hægðalyf án
samráðs við lækni.
Bjúgur
Eitt af því sem fylgst er með í
mæðraskoðun og konan spurð að
er hvort hún hafi orðið vör við að
hún safnaði á sig bjúg. Bjúgur er
talsvert algengt vandamál á með-
göngu. Ástæðan fyrir bjúgmyndun
er að of mikill vökvi er í líkamanum,
sem veldur því að ákveðnir líkam-
hlutar tútna út og oftast eru það
fætur kringum ökkla, fingur og
stundum má sjá bjúg í andliti. Væg
vökvasöfnun á meðgöngu er eðli-
legt fyrirbæri, án hennar getur
kviðveggurinn ekki teygst til að
rúma barnið og heldur ekki fæðing-
arveginn sem þarf að hleypa barn-
inu út í heiminn.
Hjá meirihluta kvenna er bjúgur-
inn aðeins til óþæginda. Hann
hverfur yfir nóttina og líka ef konan
getur legið út af og hvílt sig en
kemur aftur daginn eftir. Ástæðan
fyrir að bjúgurinn safnast á fætur
og í fingur eru þyngdarlögmálið,
vatnið safnast fyrir á neðsta
punkti. Skyndileg þyngdaraukning
getur bent til bjúgmyndunar en
áríðandi er að láta vita af bjúg í
mæðraskoðun því hann getur ver-
ið vísbending um alvarlega kvilla
eins og meðgöngueitrun sem þá
þarf að meðhöndla.
Hvað er til ráða?
Besta ráðið er að sitja eða liggja
með hátt undir fótum. Það er nú
ekki alltaf auðvelt fyrir konur með
lítil börn eða í vinnu að bara sitja
og hvíla sig. Hins vegar geta allar
konur haft í huga að sitja alltaf
með eitthvað undirfótunum þegar
þær setjast og reyna að leggjast
út af yfir daginn þó ekki sé nema
smástund. Annað ráð er að draga
úr saltneyslu því salt bindur vatn
í líkamanum. Það er ótrúlegt hvað
við söltum allan mat sem við eld-
um. Lyf til að losa vatn úr líkaman-
um, svokölluð þvagræsilyf, má alls
ekki taka á meðgöngu án samráðs
við lækni því á þessum tíma er
vökvabúskapur líkamans flókinn
vegna fóstursins sem syndir um í
legvatni sem líkami konunnar er
sífellt að hreinsa og skipta um.
Kvíði
Flestir kvíða hinu óvænta, því
sem þeir ekki þekkja og vita ekki
hvernig þeir geta búið sig undir
að mæta. í upphafi meðgöngu eru
margar konur með kvíða yfir að
missa fóstur. Það er staðreynd að
milli 10 og 20% meðgangna lýkur
með fósturláti og að í miklum
meirihluta fósturláta snemma á
meðgöngu eru fóstrin vansköpuð
og náttúran er því að hafna fæð-
ingu vanskapaðra barna.
Eftir því sem líður á með-
gönguna minnkar þessi kvíði og
gleðin er mikil þegar móðirin verð-
ur vör við fyrstu fósturhreyfingarn-
ar um miðja meðgöngu. Margir
óttast að eignast vanskapað barn
og sá möguleiki er fyrir hendi þó
lítill sé. Sónarskoðun sem allar
konur fara í og legvatnsástunga
sem konur eldri en 35 ára eiga
kost á auk þeirra sem læknar sjá
sérstaka ástæðu til að gangist
undir slíka aðgerð eru hvoru
tveggja til þess að fylgjast með
vexti og þroska og mögulegum
göllum hjá fóstrinu. Þegar nær
dregur fæðingunni vakna spurn-
ingar og oft áhyggjur um hvernig
fæðingin muni koma til með að
ganga. Sumar konur óttast að
sársaukinn verði þeim um megn
og þær missi alla stjórn á aðstæð-
unum.
Til að draga úr þessum ótta er
nauðsynlegt að undirbúa sig undir
fæðinguna og best er ef hinir verð-
andi foreldrar geta unnið saman
að þessum undirbúningi því marg-
ir feður vita ekki hvað þeir geta
verið ómetanlegur stuðningur í
fæðingunni sjálfri. Núorðið er það
stefnan á fæðingarstofnunum að
verða við óskum hinnar verðandi
móður á allan mögulegan máta og
gera þannig þessa stórkostlegu
upplifun sem fæðing barns er sem
ánægjulegasta. Ástæða er til að
hvetja alla verðandi foreldra að
sækja námskeið til undirbúnings
þó svo þeir hafi gert það áður því
ný þekking er alltaf að aukast.
Hægt er að fá upplýsingar um
námskeiðin í mæðraskoðun.
Líkurnar á að missa barn í fæð-
ingu eða stuttu eftir hana eru mjög
litlar á íslandi. Af hverjum 1.000
fæddum börnum lifa 992 börn
áfram og mæðradauði er minni en
20 konur af hverjum 100 þús.
barnshafandi konum. Aðstæður
hinnar verðandi móður hafa mikil
áhrif á kvíða. Samband hennar og
barnsföðurins, fjárhagur, atvinna,
húsnæði, aldur og eldri börn eru
allt þættir sem hafa mikil áhrif á
líðan hennar á meðgöngunni. Og
hvernig verður svo allt þegar heim
er komið. Nýtt barn, ókunnugur
einstaklingur sem fjölskyldan þarf
að aðlagast og öfugt, nýtt um-
hverfi fyrir barn sem fékk öllum
þörfum sínum fullnægt í hlýju og
hljóðlátu myrkri í níu mánuði.
Ragnheiður Gunnarsdóttir