Morgunblaðið - 29.06.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.06.1991, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ mi MARTIN NÆS LANDSBOKAVORÐUR, RITHOFUNDUR OG ÞYÐANDI TsAérfinnst gaman að skrifa MARTIN Næs er Landsbókavörður í Færeyjum. Hann er einnig rit- höfundur; hefur sent frá sér ljóðabækur, barnabækur og skáldsögu, og hann er þýðandi. Hefur þýtt ljóð og skáldsögur úr íslensku. Sög- ur hans tengjast íslandi á ýmsan hátt; börn eiga ætti’ngja hér og einn maður fer á fiskeldisráðstefnu í Borgarfjörðinn. Martin getur einungis sinnt skriftunum í aukavinnu, aðalstarf hans er á bókasafn- inu. Morgunblaðið/Einar Falur egar inn á skrifstofu Mart- ins er komið, í nýju og stóru Landsbókasafninu, spyr ég hvernig standi á því að Landsbókavörðurinn talar svo góða íslensku. „Eg var svo heppinn að ég náði mér í íslenska konu, Þóru Þórodds- dóttur“, svarar Martin. „Hún hefur verið dugleg við að kenna mér málið, og eins vinir hennar og fjöl- skylda. Við höfum haft mikið sam- band við íslendinga, bæði meðan við vorum við nám í Kaupmanna- höfn og eftir að við komum hingað. Svo bjuggum við á Akureyri í tvö ár, frá 1983-85, og við heimsækjum ísland alltaf öðru hveiju. Þá get ég líka alltaf lesið íslenska texta, bæði hér á bókasafninu og heima.“ — Hvað lestu þá helst? „Hitt og þetta, allt frá Íslending- asögum til Guðrúnar Helgadóttur." — Og þú hefur verið að þýða. „Já, ég hef þýtt nokkrar bækur, eftir Guðrúnu Helgadóttur; Snorra Hjartarson og Ólaf Gunnarsson. Eftir Snorra þýddi ég ljóðabókina Hauströkkrið yfir mér, sem hann fékk Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs fyrir. Það var mjög skemmtilegt að vinna með ljóð Snorra, bæði erfítt og spennandi. Bókin kom út hér 1983, ég stóð i bréfaskriftum við Snorra á meðan ég var að vinna að þýðingunum, en hitti hann fyrst ári seinna. Þá barði ég dyra hjá hoúum, sagði til mín, og hann faðmaði mig og tjáði mér hversu vænt honum þætti um að bókin skyldi hafa verið þýdd á færeysku.“ — Það hefur sjálfsagt hjálpað til við þýðinguna að þú ert ljóðskáld sjálfur. „Kannski. En eftir þetta hef ég ekki þýtt heila ljóðabók, og þykir reyndar hálf vafasamt að taka að sér slík verkefni. Ég kann betur við að þýða eitt og eitt ljóð eftir hin og þessi skáld. Það hef ég gert og fengið birt í tímaritum ogjjóðasöfn- um, til dæmis ljóð eftir Ólaf Hauk Símonarson, Þórarinn Eldjám og Jóhannes úr Kötlum." — En hvað um þín eigin skrif, ég veit að þú hefur skrifað skáld- sögu, ljóð og sitthvað fleira. „Ég hef sent frá mér skáldsögu sem heitir Tvei, ég hef gefið út þijár ljóðabækur og þijár barnabækur. Sumir hafa það fyrir hobbý að horfa á fótbolta og aðrir vilja vinna í garðinum, mér finnst gaman að skrifa. En það getur ver- ið erfitt að fá skrifin til að hanga saman, þegar maður getur bara sinnt þeim í frístundum. Hér er slæmt ástand hvað varðar laun til listamanna. Fyrir nokkrum árum kom upp sá möguleiki að menn geta sótt um styrk, en þá má ekki sinna öðru starfi á meðan og þessi styrkur er það lítill að hann dugir ekki lengi. Svo eru tíu til fimmtán einstaklingar sem geta fengið Listamannalaun, sem eru kannski eins og tvenn mánaðarlaun Martin Næs kennara. Kerfið á íslandi er allt annað og betra.“ Martin segir að skáldsagan Tvei hafi komið út seint síðasta sumar, og var það viljandi svo hún lenti ekki í jólabókaflóðinu, sem er víst mjög svipað í Færeyjum og þekkist á íslandi. Sagan fjallar um nútíma- þjóðfélagið: „Maður og kona hittast á leið út í heim, hún er á leið til Danmerkur í aðgerð á sjúkrahúsi, en hann fer til Hvanneyrar í Borg- arfirði á fiskeldisfund. Síðan fjallar bókin kannski eitthvað um hve mik- ið Færeyingar þekkja til Danmerk- ur og lítið til íslands." — Er það tilfellið? „Já, en það er að breytast. Og ég held að breytingin sé jákvæð. Nú hin seinustu ár heyrir maður miklu meira um hvað gerist á ís- landi." — En vita íslendingar eitthvað meira um Færeyjar? „Það hefur líka batnað, og kannski sérstaklega eftir að Smyr- ill og Norræna hófu áætlunarferðir á miili landanna. Heimsókn Vigdís- ar Finnbogadóttur forseta styrkti tengslin mjög mikið, og ég skil ekkert í því að ísienskur forseti skuli ekki hafa komið fyrr. Kannski hefur þeim bara ekki verið boðið að koma.“ — Er bókaútgáfa ekki í miklum vexti hér? „Það er ekki hægt að segja ann- að. Fyrsta bókin á færeysku kom út 1822 og nú eru bækurnar orðnar um 2.700. Af þeim hafa 1.600 kom- ið út eftir 1970. Síðustu fimmtán árin hefur verið mikil gróska á þessu sviði.“ — En hvað með gæðin? „Við lifum í þannig landi að það er ákaflega mikilvægt að fá eins mikið útgefið á færeysku og hægt er. Slíkri pólitík fylgir að út koma bæði góðar bækur og vondar, en tíminn mun dæma um gæðin.“ — Hér er mikið gefið út af barnabókum og er það einmitt ekki mjög mikilvægt? „Jú. Útgáfa barnabóka á fær- eysku hefur færst mjög í vöxt á síðustu árum, bæði á frumsömdum bókum og þýddum. Starfræktir eru sérstakir barnabókaklúbbar sem sinna börnum á mismunandi aldurs- skeiðum." — Kaupa Færeyingar mikið af bókum? „Já, og sérstaklega kaupa þeir færeyskar bækur. Það er jákvætt þegar ég tala sem rithöfundur, en neikvætt ef ég tala sem bókavörð- ur“, segir Martin og hlær. „En svona vill þetta verða í litlum samfé- lögum." í Færeyjum eru bæði Þjóðskjala- safn og Landsbókasafn, en verkefni þess síðarnefnda er að safna saman öllu sem er skrifað um Færeyjar, öllu sem færeyingar skrifa og öllu því sem prentað er í eyjunum. Þann- ig eru í gildi Iög um prentskil; allar prentsmiðjur láta safnið hafa eintök af þvi sem prentað er. „Þetta er meginbókasafn fyrir landið“, segir Martin, „við kaupum inn bækur fyrir lítil héraðsbókasöfn þar sem ekki eru starfandi bókasafnsfræð- ingar og við pöntum einnig inn fyr- ir bókasala. Aðalverkefni okkar er síðan að vera vísindabókasafn fyrir Fróðskaparsetur Færeyja og Há- KATARINA NOLSÖE, SEM ÚTSKRIFAÐIST ÚR LEIKLISTARSKÓLA ÍSLANDS FYRIR ÁRI Ég verð að NOKKUÐ mun vera um að Færeyingar sæki tónlistarmenntun hingað til lands, og eins hafa tvær færeyskar leikkonur útskrifast frá Leiklist- arskóla íslands. Katarina Nolsae lauk þar námi fyrir ári, hélt þá heim og hefur leikið nokkuð síðan; í barnaleikritinu Kraddaranum, sem sýnt var í Norræna húsinu í vetur, og nú í vor lék hún eitt aðalhlut- verkið í gamanleiknum Steldu aðeins minna, eftir Dario Fo. Leiklist er vinsæl í Færeyjum, en atvinnuleikurum reynist erfitt að skapa sér starfsgrundvöll, baráttan er hörð og peninga vantar. Morgunblaðið/Einar Falur Leikritið eftir Dario Fo var sett upp í Norðurlandahús- inu í Þórshöfn, og Katarina segir að sýningar hafi að- eins verið ellefu: „Þetta var viðamik- il sýning, og við urðum að hætta því nota þurfti salinn í eitthvað annað. Við gátum ekki sett verkið neinsstað- ar annars staðar upp, sem er synd, því aðsóknin var mjög góð. Þar áður lék ég í nýju barnaleik- riti sem heitir Kraddarinn. Við sýnd- um það í Norræna húsinu á íslandi og áttum ekki von á mörgum áhorf- endum, en það fór svo að við urðum að vísa fólki frá. Ég hugsa að flestir færeyskir krakkar hafí þegar séð leikritið, við sýndum það eitthvað um fimmtíu sinnum, víðsvegar um eyj- amar.“ Katarina segist alltaf hafa ætlað að verða leikkona, en eftir stúdents- próf fór hún til íslands til að starfa sem Au Pair. „Ég vann í næstum eitt ár, sem var mjög gott því ég lærði íslenskuna þokkalega. Þá sótti ég um Leiklistarskólann, hélt ég yrði að beijast og hafa rosalega mikið fyrir þessu og kæmist örugglega ekki inn í fyrstu tilraun, en svo var ég bara allt í einu komin inn.“ — Þú varst annar Færeyingurinn í Leiklistarskólanum. „Já, Birita Mohr var á undan mér. Ég held að ef ég hefði ekki komist inn þá hefði ég reynt að kom- ast í skóla í Danmörku eða Eng- landi. En Leiklistarskólinn var ofsa- lega góður. Kennararnir voru mjög góðir og námið gaf mér mikið.“ — Var erfitt að vera útlendingur? „Já, það var erfítt vegna þess að allir voru að segja mér að láta mér ekki líða eins og útlendingi! Þá fann ég einmitt fyrir því að ég var það. Fyrsta árið var mjög erfitt, en síðan kom þetta smátt og smátt. Mér fannst að íslendingar væru svo hræddir um málið að það væri ægi- legt ef ég segðí eitthvað vitlaust, þannig að ég lagði hart að mér við að tala eins rétt og ég gat.“ — Lokaverkefni ykkar var Glatað- ir snillingar, eftir Heinesen, og þið komuð og settuð það upp hér í Þórs- höfn. Varst þú ekki dálítil hetja þá? „Hún hlær og segist nú ekki vera viss um það. „En það var mjög gam- an að koma með sýninguna hingað. Að vísu var erfitt að fjármagna ferð- ina, og við vorum svolltið hrædd um að Færeyingar tækju því eins og íslendingar væru að gera grín að þeim í uppsetningunni, en það voru alveg óþarfa áhyggjur því áhorfend- ur voru rosalega ánægðir. Menn leika sögðu að persónur sögunnar hefðu komist vel til skila. En þetta var erfitt; það var eins og við ætluðum að sýna Færeyingum hvernig ætti að leika Ileinesen!" Eftir útskriftina var Katarina beð- in um að koma heim til að leika í Kraddaranum, en hún segistþó alveg vera til í að leika meira á íslandi. „Það er mjög erfítt fyrir unga leik- ara að fá vinnu á íslandi, þeir verða að reyna að gera eitthvað sjálfir til að vekja athygli á sér, en þrátt fyrir að mér byðust verkefni hér heima leið mér svolítið eins og hundi sem flýr með skottið milli fóta. Ég gæti vel hugsað mér að búa lengur á ís- landi og reyna að komast í að leika einhvers staðar, en það getur einnig verið að ég reyni fyrir mér í Dan- mörku. Þá langar mig einnig til að læra meira, en reynslan er þó alltaf besti skólinn." — Hvernig fínnst þér leiklistin á íslandi? „Þetta er stór spurning. Leiklist- arlífið þar er fjölbreytilegt, en stund- um finnst mér að stofnanaleikhúsin séu ekki starfrækt á „réttan" hátt, án þess að ég fari nánar út í það. En mér fínnst aðdáunarvert hvað það er mikill kraftur í ungum leikurum. Og í heild eru íslendingar mjög kraftmiklir og þar er munur á okkur og ykkur. Það er svolítið meiri leti í Færeyingum. í þeim málum erum við einhvers staðar mitt á milli Dana og íslendinga! En það er kannski galli við kraft íslendinga hversu stressaðir þeir geta orðið." í Færeyjum er ekkert atvinnuleik- félag, en í Þórshöfn er Sjónleikahús- Katarina Nolsoe ið og þar eru sett upp tvö til þijú leikrit á ári. Þá er starfandi ljöldinn allur af áhugaleikhópum á eyjun- um.„I fyrra stofnuðum við atvinnu- mennirnir Leikarafélag Færeyja. Við erum átta atvinnuleikarar, en þetta er ferlega erfitt peningalega. En við fáum þó eitthvað að gera; við fjögur sem lékum í Kraddaranum fengu borgað fyrir það, og við vorum sex sem fengu borgað fyrir Dario Fo, þó leikararnir væru fleiri. Sex áhuga- leikarar tóku þátt í sýningunni, án þess að fá borgað, og það var svolít- ið snúið að fá það til að ganga upp. En þeir komu bara á kvöldin og um helgar, meðan við hin vorum alltaf að. Hér er stofnun sem heitir Leikpall- ur Færeyja og þangað geta allir þeir sótt um styrki sém eru að setja upp leiksýningar. Við erum að vinna að því núna að Leikarafélagið fái þar forgang, það er nauðsýnlegt ef við eigum að hafa möguleika á að gera leikinn að lifibrauði. Og það er vissu- lega flókið mál. Þeir hjá Sjónleika- húsinu vilja til dæmis ekki vera háð- ir okkur, þeir vilja setja upp sýning- ar sem mega kosta svolítið, og það er eðlilegt, en það þarf bara að hafa samstarf í þessum málum. Hér er mikið af áhugaleikfélögum og mikið leikið, en það er erfitt að fá fólk til að skilja að sumir geri það að atvinnU' sinni og af alvöru. Að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.