Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 33
MORGUNÉLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1Í)91 Karl Sighvats- son - Kveðjuorð Tómleikakenndin varð ríkjandi er elskuleg frænka mín hringdi í mig hingað til Grikklands og tjáði mér lát Karls J. Sighvatssonar. Það virð- ist algjörlega tilgangslaust. Kalli var síst þesslegur að hann væri á förum úr þessum heimi. Nokkurn tíma tek- ur að sætta sig við hvarf hans héð- an. — Kalli átti ótrúlega marga aðdá- endur, velunnara og vini. Kom það m.a. giöggt fram er hann hélt upp á afmæiið sitt með stuttum fyrirvara á loftinu á Gauki á Stöng haustið 1986. Var þar-saman kominn fríður hópur manna og kvenna. Glatt var á hjalla og mikið sungið. Allir að hylla Kalla, gleðja hann og sjálfa sig. Kalli var þannig, að á góðum stundum dreifði hann sólskini í kring- um sig. Þar áttu stóran hlut að máli geislandi brosið og tindrandi augun. Nálægt miðjum maí er ég á gangi í rigningarúða. Bifreið er ekið hægt á móti mér. Bifreiðin er stöðvuð og út stígur strákslega glaðbeittur Kalli Sighvats. Heilsumst við með virktum og spyijum hvort annað tíðinda. Af ákafa og gleði segir hann mér frá jarðarparti í Ölfusinu sem hann er í þann mund að festa kaup á, ásamt unnustu sinni. „Já, ætlarðu að útbúa stúdíó?" spyr ég. Kalli verður undr- andi á svipinn, glottir við og segir. „Hvað veist þú um hvað er að gerast í mínum kolli?“ Mér fannst náttúr- lega liggja í hlutarins eðli að maður eins og Kalli myndi leitast við að koma sér upp slíkri aðstöðu. Nokkru seinna kvöddumst við og kallaði Kalli brosandi á eftir mér „Gangi þér vei í lífinu og söngnum." Hlýieg orð, mælt af velvilja og vinsemd og yljuðu mér um hjartarætur. Síst grunaði mig að þetta yrðu hans kveðjuorð til mín í þessu lífi. Guð styrki ástvini hans. Guð blessi minninguna um góðan dreng og vandaðan listamann. Með vinsemd og virðingu. Rós Ingadóttir í raun var Karl Sighvatsson stór partur af heilli kynslóð. Tónlistin, klæðnaðurinn, göngulagið, klipping- in, hammondið, hakan, hreinskilnin. Ég get ekki sagt að ég hafi þekkt Kalia Sighvats náið og trúlega hleypti hann fáum að sínum innsta kjarna, þrátt fyrir heila kynslóð kunningja. Kalli var alltaf tilbúinn að ræða heima og geima og fór ekki í grafgötur með eigin skoðanir, en einhvern veginn fékk ég á tilfinning- una að Kalli væri á krossgötum allt sitt líf. Tónlistarhæfileikarnir leyndu sér ekki, en undir yfirborðinu kraumaði músíkgáfa tónskáldsins sem leitaði farvegs og átti eftir að blómstra. Eftir hin villtu, trylltu ár Bítla og Rúllandi steina, Blóma og Trúbrota hélt Kalli á vit náttúru í orðsins fyllstu merkingu. Heilsa, „Ment- alphysics", hollt fæði. Man ég vel eftir litlu leynifundunum í Kópavogi þar sem heilsusamlegir hlutir voru ræddir ofan í kjölinn og ýmsar hug- myndir reifaðar. Kalli tók að sér að ræða við peningamennina, ósmeykur að vanda. Annars skiptu peningar ekki höfuðmáli, hippahugsjónin réð ferðinni og má ég til með að hafa eftir skondna fjármálasögu um Kalla Sighvats, sem ég sel ekki dýrari en ég keypti. Þegar Karl Sighvatsson hellti sér út í spilamennskuna á sínum ungl- ingsárum fór ekki á milli mála að peningar streymdu inn í hæfilegum skömmtum. I stað þess að leggja fyrir eða fjárfesta í framtíðinni, lagði Kalli öll sín laun ofan í hatt sem honum hafði áskotnast. Það var ósköp handhægt að teygja sig í hatt- inn, þegar að þrengdi, en hratt var lifað og alltaf kom það Kalla jafn mikið á óvart þegar gripið var í tómt, hatturinn tómur, peningarnir búnir. Stórt skref var stigið, þegar tekið var af skarið um tónlistamám í Vínarborg og áframhaldandi nám í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir miklar vegalengdir og langar fjaivistir, þá var það orðinn fastur liður að við Kalli Sighvats hittumst á krossgötum í Reykjavík. Við ræddum lífið, tilver- una og tónlistina af gagnkvæmum áhuga og skilningi með hlýju í garð hvor annars. Ég mun sakna þessara funda, þegar ég kem heim í sumar. Kalli Sighvats var alltaf á ferð og flugi, jafnvel þó hann stæði kyrr og eirði aldrei lengi á sama stað. Að setjast í helgan stein var ekki uppi á teningnum. Húseign í Hveragerði breytti engu þar um. Síðast hittumst við í september, „A næstu grösum". Það lá vel á Kalla Sighvats, brúnn og sællegur, nýkominn frá Kaliforníu. Tilbúinn að segja upp organistastöðunum fyr- ir austan. Hammondið aftur komið í tísku, nóg að gera í spilamennsk- unni. Jafnvel á leið til annarra landa. Allt opið. Karl Sighvatsson á krossgötum eina ferðina enn. Nú er bamið sofnað og brosir í draumi kreppir litla fingur um leikfangið sitt. Fullorðinn vaki hjá vöggu um óttu, hljóður og spurull hugsa ég mitt. Það glepur ekki svefninn er gull sitt barnið missir úr hendinni smáu og heyrir það ei. Þannig verður hinsta þögnin einhvemtima. Eg losa kreppta fingur um lífið mitt og dey. (Jón úr Vör) Astvinum sendum við samúðar- kveðjur. Sverrir Guðjónsson, Elín Edda Arnadóttir. Minning: * Olafur Guðmundur B. Steven Henderson í minningu um Ólaf Guðmund Bruce Steven Henderson, minn blíða og elskulega bróður, sem lézt 18. júní sl. „Reiði: Tilfínningin sem gefur okk- ur mátt til að komast í gegnum lífið og mæta mótlæti og þjáningum. Meðan Bruce var lífs beindi ég reiði minni gegn honum til þess að vernda mig sjálfa. Nú þegar hann er ekki lengur meðal okkar hafa tár og dýpri skilningur á erfiðleikum hans skolað á brott öllum slíkum til- finningum. Enn býr þó í huga mínum reiði út í þann, sem þvert á viður- kenndar reglur lét hann hafa lyf- seðla fyrir róandi og örvandi lyfjum vikulega í stað þess að senda hann til viðeigandi sjúkdómsmeðferðar og lækninga á þeim augnsjúkdómi sem þjáði hann svo mjög með þeim ár- angri að það sem Bruce skynjaði með sínu blinda auga voru áhrif ly- fjanna en ekki eðlileg sjón. Það var erfitt að sætta sig við það slys sem hann varð fyrir. Hann leið meiri þjáningar en við gerðum okkur grein fyrir. Við skynjuðum þjáningar hans aldrei að fuliu, því hann kvart- aði aldrei eða leitaði meðaumkunar eða huggunar vegna sársauka. Hann þráði aðeins ást og sú tilfinning hans jókst er að endalokum dró, þó við sæjum einungis þá eyðileggingu sem áralöng misnotkun olli ásamt neyslu áfengis. Margir Islendingar, sem þolað hafa ástvinamissi vegna áfengis-eða fíkniefnaneyslu eiga þess nú orðið kost að ræða hugmyndir um „fjöl- skyldur í upplausn" og „fórnarlömb tilfinningalegs og sálræns áfalls" o.s.frv. og geta á þann hátt skynjað að til eru leiðir út úr ógöngunum. Bruce átti þess ekki kost að velja sínar leiðir í upphafí, aðrir völdu þær. SÁÁ og hjálparhópar vímuefna- neytenda komu síðar tii. Þessi skiln- ingur á vandamálunum var ekki til á 7. áratugnum og oft mjög erfitt að losna úr klóm fíkniefna, sem voru til á hveiju heimili og tignuð og í tízku á mestu uppgangstímum rock and roll-byltingarinnar. Dæmið því ekki of harkalega. Hvað mig snertir fánnst mér auð- veldara að leiða hjá mér þá kvöi og pínu sem þetta olli mér. Kvölin er lamandi en fyrirgefningin krefst skilnings og styrks. Ég var upptekin af eigin kvöl og sek um að skynja hvorki né skilja þann hrylling, áföll, ótta, sjálfsásökun _og vanmátt sem hann stríddi við. Ég sá hann hvað eftir annað reyna að spyma við fót- um og komast úr þeim ormagryfju sem honum hafði verið varpað í. Þeir sem aðeins þekktu Bruce meðan hann stóð í vonlausri baráttu sinni þurfa ekki að fyrirgefa honum eitt eða neitt. Hann var sjálfum sér verstur og hver er fullkomlega sak- laus það varðandi? Við vinir hans, sem þekktum hann betur, höfum með honum misst ein- lægan og ástríkan vin, sem allt fram að því að hann varð, tólf ára gam- all, fyrir alvarlegu slysi, reyndi ein- ungis að verða öðrum til hamingju. Það var hans lífstakmark. Þegar hann var við nám í „Croton on the Hudson“, einkaskóla fyrir drengi, náði hann mjög góðum ár- angri í glímu, tónlist og skylmingum, en þátttaka hans í þeim leiddi til þess slyss, sem breytti öilu lífi okkar og til hans miklu þjáningar og vímu- efnanotkunar. Bruce var traustur vinur vina sinna. Fáir vita að honum var eitt sinn falið að leika einleik í laginu „When you walk through a storrn" úr söngleiknum „Carousel" á út- skriftarhátíð í Forest Hills High School í Queens, New York. Hversu vel lýsir þetta lag ekki hinni stuttu lífsgöngu hans, því hann vildi aldrei gefa upp vonina né hætta að veita öðrum af sinni ríku ástúð. Nú kveð ég bróður minn með ást- úð og ljúfum^minningum. Sigríður Ósk Anne-Marie Henderson t Okkar ástkæri, ÓLI BJARIMI JÓSEFSSON bifreiðastjóri hjá Reykjavíkurborg, lést á gjörgæsludeild Landakotsspítala þann 10. júlí. Sesselja Eiríksdóttir, Unnur Óladóttir, Jón Aðalbjörn Kratsch, Katrín Óladóttir, Hafliði Sívertsen, Kristján Ólason, Kristín Halla Þórisdóttir og barnabörn. -3& Soffía Alfreðsdóttír, Akranesi - Minning Fædd 16. júlí 1931 Dáin 7. júlí 1991 Hún stendur okkur skýrt fyrir hugskotssjónum þar sem hún situr við eldhúsgluggann í Sigluvík, heldur á kaffibolla, létt í skapi og með svör á reiðum höndum. En nú er hún amma á Akranesi dáin. í tæpt ár barðist hún við ólæknandi sjúkdóm og munum við ávallt minnast þess baráttuþreks og bjartsýni sem virtust ótakmark- aðir eiginleikar í skapgerð ömmu enda var henni ákaflega illa við uppgjafartón og „volæði“. Amma sýndi okkur systkinun- um mikinn áhuga. Hún vildi vita hvað væri að gerast og hvernig gengi hvort heldur það var skóli, sumai-vinna, vaxtarrækt, tainn- ingar, fótbolti, fjórhjól eða annað. Hún var tilbúin að setja sig inn í áhugamál og hugarheim okkar og hvatti þannig óspart með áhuga sínum og áherslum á allt hið já- kvæða hveiju sinni. Já, það var sjaldnast lognmolla í kringum hana Soffíu Alfreðsdótt- ur. Mikil var tilhlökkunin í systk- inahópnum þegar von var á ömmu og Skúla frá Akranesi. Mínúturnar liðu hægt þegar við systkinin bið- um við stofugluggann. Loks þegar bíllinn renndi heim í hlað, hlupum við á móti þeim. „Amma og Skúli voru komin.“ Sjaldnast komu þau tómhent því alltaf var _ svarta „töfrataskan“ með í ferð. Úr tösk- + Alúðarþakkir fyrir samúð og hlýhug við fráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Ferjubakka 16, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki á St. Jósefsspít- ala, Hafnarfirði fyrir góða umönnun. Erna Aradóttir, Sævar Kristbjörnsson, Örn Arason, Hulda Böðvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, systir, mágkona og amma, INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, Svalbarði 5, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í dag, 12. júlí, kl. 13.30. Árni Reynir Hálfdanarson, Katrín Árnadóttir, Stefán Jóhannsson, Lára Árnadóttir, Ólafur H. Árnason, Stefanía Knútsdóttir, Þórhildur Annie Árnadóttir, Jón H. Árnason, Guðný Friðriksdóttir, Hrafnhildur Árnadóttir, Rannveig Ólafsdóttir, Guðjón Kristjánsson og barnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og bróður, SVEINS H. LONG BJARNASONAR, Köldukinn 14, Hafnarfirði. Ólöf Ásta Stefánsdóttir, Gerður R. Sveinsdóttir, Stefán P. Sveinsson, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Bjarni Sveinsson, Sigrún Hjaltalin, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. + Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SIGRI'ÐAR INGÓLFSDÓTTUR, Presthúsabraut 22, Akranesi, og sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Akraness. Guð blessi ykkur öll. Þorvaldur Þorkelsson, Torfhildur Þorvaldsdóttir, Ragnar Guðmundsson, Arndís Þorvaldsdóttir, Sæbjörn Eggertsson, Valborg Þorvaldsdóttir, Hörður Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. unni dró hún upp glaðning handa okkur, en það sem við skildum ekki var hvað þessi litla taska gat rúmað mikið. Hafí elsku amma hjartans þökk fyrir allar okkar samverustundir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Systkinin Sigluvík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.