Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 34
34 i. ,~.a £~ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991 Morgunblaðið/Grímur Gíslason Stóra myndin: Bragi I. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar, færir Kjartani Erni málverk að gjöf frá Vest- mannaeyjabæ. Litla myndin til vinstri: Ágúst Karlsson færir Kjartani og fjölskyldu hans skilnaðargjöf frá söfnuði Landakirkju. Frá hægri Ágúst Karlsson, séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson, Katrín Þórlinds- dóttir, Þórlindur Kjartansson og Guðrún Birna Kjartansdóttir. Litla myndin til hægri: Kór Landakirkju söng nokkur lög í kaffisamsætinu. Morgunblaðið/David Kvello (NATO) ÞJÓÐHÁTÍÐ Mætti í fánahyllingu með 160 pönnukökur Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. að er venja í höfuðstöðvum NATO í Norfolk í Virginíu að efna til hátíðar á þjóðhátíðardögum aðildarríkjanna. Slík athöfn var haldin 17. júní kl. 10 að morgni og íslenzki fáninn þá dreginn á við- hafnarstöngina. Á meðfylgjandi mynd má sjá aðdragandann að fánahyllingunni. Mr. Gerald Parks ræðismaður Is- lands í Norfolk afhendir lisforingja í landgönguiiði bandaríska flotans íslenzka fánann samanbrotinn að bandarískri hefð. Landgönguliðarn- ir drógu fánann síðan að húni. Við hlið ræðismannsins er Leon A. Edney flotaforingi, æðsti yfir- maður flota NATO á Atlantshafi. Hann er fjögurra stjörnu flotafor- ingi. Ráðgert er að hann komi í heimsókn til íslands í lok þessa mánaðar. Meðal boðsgesta í stuttu hófi sem boðið var til eftir fánahyllinguna var fjöldi íslendinga, sem búsettir eru í Norfolk og nágrenni. Að venju fékk stjóm íslendingafélagsins leyfi til að leggja til íslenskt meðlæti með kaffinu. Þar á meðal voru pönnukökur, sem Sesselja Siggeirs- dóttir Seifert bakaði fyrr um morg- uninn. Fór hún á fætur kl. 5 og skellti 160 pönnukökum á pönnur sínar áður en hún fór til fánahyll- ingarinnar. Nutu gestir veitinganna vel og var ýmislegt fleira íslenzkt á borðum en pönnukökurnar. Það er töggur í íslenzku konunum sem stjórna flestum íslendingafélögun- um í Bandaríkjunum, en fáar standa Sesselju á sporði. VESTMANNAEYJAR • • Séra Kjartan Om kvaddur Vestmannaeyjum. Séra Kjartan Örn Sigurbjömsson, sem verið hefur sóknarprestur í Landakirkju síðastliðin 16 ár, kvaddi söfnuðinn við messu á sunnudag. Að aflokinni messu bauð sóknarnefnd til kaffisamsætis í Safnaðarheimilinu, þar sem ávörp voru flutt og Kjartani og fjölskyldu hans færðar gjafir í þakklætisskyni fyrir gott og farsælt starf. Fyrir messu lék Guðjón Pálsson ýmis falleg Eyjalög á orgel Landa- kirkju. Kjartan Örn predikaði, kirkjukór Landakirkju söng og Óli Þór Ólafsson söng einsöng. Að messu lokinni flutti Jóhann Friðf- innsson, formaður sóknarnefndar, ávarp þar sem hann færði Kjartani þakkir fyrir starfið við kirkjuna. Að því loknu var kaffisamsæti í Safnaðarheimilinu, sem Kvenfélag Landakirkju sá um. Kirkjukórinn söng þar nokkur falleg lög við und- irleik Guðjóns Pálssonar. Bragi I. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar, flutti stutt ávarp og færði Kjartani og fjölskyldu hans_ málverk frá Vestmannaeyjabæ. Ágúst Karlsson færði Kjartani ljósmynd að gjöf frá söfnuði Landakirkju, Valgerður Kristjándóttir færði Kjartani og konu hans, Katrínu Þórlindsdóttur, skilnaðargjafir frá kór Landakirkju og Marý Gunnarsdóttir færði Kjart- ani og fjölskyldu hans gjafir frá Kvenfélagi Landakirkju. Þá söng Ingvar Sigutjónsson einsöng til- einkaðan Kjartani og fjölskyldu í kveðjuskyni. Séra Kjartan þakkaði fyrir þær gjafir og kveðjur er honum og fjöl- skyldu hans voru færðar og óskaði Vestmanneyingum góðra daga um ókomin ár. Grímur PATREKSFJORÐUR Grillveisla í sjúkrahúsinu Það var líf og fjör í Sjúkrahúsi Patreksfjarðar í hádeginu 9. júlí síðastliðinn en þá efndi starfs- fólkið til grillveislu fyrir sjúklinga. Ánægjan skein úr hveiju andliti, enda ekki á hveijum degi sem grillað er á svölum hússins. Á spítalanum 'eru aðallega langlegusjúklingar og -gamalmenni og er það vel til fundið af starfsfólki að reyna að gleðjáþetta fóik með svo skemmtílegri tilbreyt- ingu. Þáð var líka greirlilegt á fasi starfsfólksins, að vinnan verður skemmtilegri þegar verið er að gleðja 'aðra. Að lokum má geta þess að nú er bygging þjónustuíbúða fyrir aldraða fyrirhuguð hér 1 bænum og er stutt í a&. hafist verði handa. - Hilmar Séð yfir hluta tjaldsvæðisins. Morgunblaðið/Gunnar Eiríkur ÞINGEYRI Líf o g fjör í biíðviörinu Þingeyri. Úr grillveislunni. MorgunBTaðíð/Hilmar Árnason Dagana 5.-7. júlí var íþrótta- og ijölskyldumót haldið að Núpi við Dýrafjörð undir heitinu Líf og fjör. Að mótinu stóðu íþrótta- og æskulýðsnefndir sveit- ar- og bæjarfélaga á Vestfjörðum. Þátttaka í raótinu var aðeins í meðallagi og olli skipuleggjendum þess vonbrigðum'. Þeir höfðu von- ast eftir 800-1000 inanna þátttöku en nálægt 400 manns komu á svæðið. Fjölskyldufólk vai' í miklum meirihluta á mótinu og var það út af fyrir sig ánægjulegt, því að sögn Bjöms Helgasonar, forsvars- manns mótsstjórnar, er það eitt aðalmarkmiðið með mótshaldi sem þessu að fá alla fjölskylduna til að skemmta sér saman. Einnig var ætlunin að stuðla að kynnum milli barna og unglinga á svæðinu. Til að svo mætti verða, var þess gætt f kappleikjum að etja byggðarlög- unum ekki saman, eins og oft er gert á svipuðum mótum. Björn sagði mótshaldið hafa tekist mjög vel í alla staði og ekki sakaði að veður var mjög gott mótsdagana. - Giumár Éiríkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.