Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1991
31
NEYTENDAMÁL
Eyðing sorps sem
rotnar eða rotnar ekki
Nýlega hefur verið komið hér
upp nýrri sorpeyðingarstöð eða
öllu fremur sorphirðustöð á höf-
uðborgarsvæðinu, sem leysa á
allan vanda við sorphirðu næstu
áratugina. Við erum þar að vísu
nokkuð á eftir mörgum öðrum
í þeim efnum. En nú er að koma
í ljós að þær lausnir, sem menn
töldu vera varanlegar í sam-
bandi við meðferð og eyðingu
sorps, hafa reynst ótraustar.
Nýjustu rannsóknir í Bandaríkj-
unum á eyðingu sorps eftir urð-
un, hafa vakið undrun sérfræð-
inga og nú er hart deilt um hag-
kvæmni urðunaraðferða, þ.e.
hvort heppilegra sé að grafa
sorpið þurrt eða rakt.
Lífrænt sorp rotnar
seint í náttúrunni
Upphaf umræðunnar var
fundur fomleifafræðinga við
sorprannsóknadeild í fomleifa-
fræðinnar við háskólann í Ariz-
ona, er þeir grófu í sorpurðunar-
staði á Chicago-svæðinu, frá sjö-
unda áratugnum. Þeir fundu þar
heillegar gráhjúpaðar leifar af
20 ára gömlum pylsum. í gráu
slímlagi fundu þeir einnig garð-
aúrgang sem ekki hafði rotnað
á 15 ámm. Við uppgröftinn
fundu þeir leshæft dagblað frá
1952 svo og gömul tímarit og
umslög.
Þetta þóttu slæmar fréttir
vegna þess að þarna var ljóst
að hið svokallaða lífræna sorp
rotnaði ekki í náttúrunni eins og
það átti að gera. Ámm saman
höfðu menn gert ráð fyrir því
að blaðarasl, matarleifar og
garðaúrgangur myndi eyðast
auðveldlega á sorpurðunarstöð-
unum. Uppgötvunin leiddi í ljós
að víða, þar sem sorp er pressað
og pakkað til sorpurðunar, er
komið í veg fyrir rotnun sem
verður fyrir tilverknað lofts og
raka.
Ágreiningur um
urðunaraðferðir
í grein í „Science News“, okt.
1990, segir að nokkrir vísindahópar
vinni að endurskipulagningu á
sorpurðun svo tryggt sé að sorpið
rotni. Sumir telja að það rotni að-
eins með því að úða á það raka
og strá yfir það bakteríum. Aðrir
telja vænlegra að grafa það, þétt
innpakkað, svo að mengunarvaldar
leki ekki út í jarðlögin eða hættu-
lég efni eins og methangas valdi
ekki sprengingum.
Úrgangur eykst ár frá ári á sama
tíma og framboð á landsvæðum
fyrir sorp fer minnkandi. Það veld-
ur því að kostnaður við urðun sorps
hefur margfaldast á nokkrum
árum. Af þeim ástæðum hafa sér-
fræðingar bent á að urðunaraðferð-
um verði að breyta og ein hugmynd
sem nýtur nú vinsælda felur í sér
að þar í sé bætt vatni.
Nauðsynlegt að stytta
niðurbrotstíma sorps
Sérfræðingar segja að með íbl-
öndun vatns sé hægt að stytta nið-
urbrotstímann úr 40-50 árum niður
í aðeins 5-10 ár. Þeir segja að sú
aðferð að grafa sorpið þurrt, eins
og algengast er í dag, geti dregið
úr rotnunartíma um hálfa öld eða
lengur. Margar övemr þarfnist súr-
efnis og komi súrefnisskortur í veg
fyrir eðlilega rotnun í sorpinu í
þurrum sorpböggunum.
í sorpi þéttbýlissvæða er talið
að leynst geti um 200 hættuleg
efni og efnasambönd og í Banda-
ríkjunum er talið að í um einum
fjórða af þeim sorpurðunarstöðum,
sem þar em undir eftirliti, sé leki
niður í gmnnvatnið.
Rotnunarferli sorpsins
Lífrænt niðurbrot sorps fer fram
í þrem ferlum eða með þrenns kon-
ar bakteríum í jörðu. Jarðbakteríur
kjúfa tréni í pappír, viði og í öðmm
plöntuúrgangi. Síðan tekur bakt-
ería við sem kölluð er acidogens
og geijar þessar sykmr í veikar
sýmr. Methanogens fullkomna
rotnunina með því að breyta sýr-
unni yfir í koltvísýring og methan-
gas.
Vökvun á sorpinu er þó sagt
vera viðkvæmt ferli. Ef þær bakter-
íur sem stjórna sýmframleiðslunni
vinna verk sitt of vel, geta þær
eyðilagt þriðja framleiðslustigið og
drepið methanframleiðandi bakter-
íur.
Hröð rotnun á rökum urðunar-
stað getur einnig haft sínar nei-
kvæðu hliðar eins og uppsöfnun á
Dagblað sem fannst í 18 ára gömlu urðunarsvæði í Arizona, sýn-
ir hæga rotnun lífræns sorps.
methan-gasi. Árið 1969 orsakaði
gasleki frá sorpurðunarstað
sprengingu í nálægu vopnabúri
þjóðvarnarliða í herstöð í Winston-
Salem í Norður-Carolinu í Banda-
ríkjunum. Sprengingin olli dauða
þriggja varðmanna og slasaði 25
aðra. Síðan árið 1984 hafa átta
manns látist vegna sprenginga og
elda sem komið hafa upp á sorpurð-
unarstöðum þar í landi.
Nú stendur hér til að skipu-
leggja útivistarsvæði, golfvöll, á
raka sorpurðunarstaðnum í Gufu-
nesi!
Methan-gas nýtt til
orkuframleiðslu
Þeir sem hafa talað fyrir raka á
urðunarstað segja að hafa megi
hömlur á leka frá þessum stöðum
með góðu eftirliti. Nýta megi orku
methan-gassins til nytsamlegra
þarfa á sama hátt og gert er í
Puente Hills í Los Angeles. En þar
var byggð 60 megawatta gufutúrb-
ína sem sér 3.000 heimilum fyrir
orku.
Gagnrýnendur þessarar aðferðar
vara aftur á móti við leka frá þeim
niður í jarðvatnið. Rannsóknir hafa
farið fram á tilraunaurðunarstöð-
um í'tvo áratugi. Þær hafa leitt í
ljós, að þar sem hægt er að hafa
hringrás á vökvanum, sem safnast
fyrir á urðunarsvæðunum og hægt
er að flýta fyrir rotnum sorpsins,
er einnig mögulegt að draga úr
leka frá urðun á áhættusömum
svæðum.
Eiturefni í sorpi geta
hindrað eðlilega rotnun
í greininni segir að um 100 urð-
unarstaðir safni og hafi hringrás á
þeim vökva sem safnast upp á þess-
um stöðum og á þessum urðunar-
stöðum era um 90-95 prósent af
niðurbijótanlegum lífrænum efna-
samböndum brotin niður í gasteg-
undir. Vandinn sé að finna hina
réttu blöndu af sorpi og raka, þar
sem mörg eiturefni í sorpi geta ;.
eyðilagt eðlilegan örveragróður
sem örvar rotnunina.
Leki frá urðunarsvæðum -
meira og betra eftirlit
Fjölmargar tilraunir fara nú
fram á hinum ýmsu gerðum urðun-
ar og öryggisþáttum sem þurfa að
vera þeim samfara. Þó nú sé mælt
með þurram urðunarstöðum, þá er
kostnaður við raka urðunarstaði
sagður geta orðið minni þegar til
lengri tíma er litið, en slíkir staðir
era sagðir þurfa mun betra eftirlit.
Hér áður fyrr, áður en í ljós kom
að leki var frá urðunarsvæðum, var
sáháttur hafður á að fylla urðunar-
stáðinn, loka honum síðan og hafa
ekki áhyggjur af honum meir. Þeir
dagar era liðnir. Finna verði ráð
til að flýta fyrir rotnun sorpsins á
urðunarstað til að fyrirbyggja
vandamál í framtíðinni- M. Þorv.
FÉLAGSÚF
KFUK
KFUM
KFUM og KFUK
Bænastund í dag kl. 18.00 á
Holtavegi.
f^mhjólp
Samkoma verður i kapellunni í
Hlaðgerðarkoti kvöld kl. 20.30.
Umsjón: Brynjólfur Ólason.
Dagskrá Samhjálpar yfir versl-
unarmannahelgina fyrir þá sem
ekki komast í ferðalag:
Laugardaginn 3. ágúst:
Opið hús í Þríbúðum kl. 14.00-
17.00. Heitt kaffi á könnunni.
Léttar veitingar. „Beiskar jurtir"
syngja. Kl. 15.30 taka allir lagið
saman og syngja kóra.
Lítið inn og takið með ykkur gesti.
Sunnudaginn 4. ágúst:
Samhjálparsamkoma í Þríbúðum
kl. 16.00. Fjölbreytt dagskrá.
„Beiskar jurtir" syngja. Fjölda-
söngur. Vitnisburðir samhjálpar-
vina. Ræðumaður: Óli Ágústs-
son. Barnagæsla. Kaffi eftir
samkomu.
Allir velkomnir um verslunar-
mannahelgina.
Hjálpræðis-
herinn
Kirfcjustræti 2
Sumarkvöldvaka
í kvöld kl. 20.30. Kaffi, meðlæti,
happdrætti.
Brigader, Ingibjörg og Óskar
stjórna. Verið velkomin.
VEGURINN
Krístið samfélag
Túngötu 12, Keflavík
Samkoma í kvöld kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Skipholti 50b
Samkoma í kvöld kl. 20.30.
Hópur af ungu fólki frá Livets
Ord í Uppsölum tekur þátt í
samkomunni.
Allir innilega velkomnir.
ÚTIVIST
GRÓFINHI1 • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVUI HtOi
Dagsferðir um verslun-
armannahelgina:
Laugardag 3. ágúst kl. 9.00
Skarðsheiði.
Sunnudag 4. ágúst kl. 9.00 Heklu-
gangan 10. áfangi. Kaldbakur -
Laxárdalur - Þjórsárholt.
Kl. 13.00 Krókatjörn - Selvatn -
Vilborgarkot.
Mánudag 5. ágúst kl. 13.00
Kaupstaöarferð. Gengið í Hóla-
kaupstað.
Helgarferðir um verslunar-
mannahelgina:
Tröllaskagi - Tungna-
hryggsjökull
Fararstjóri Reynir Sigurðsson.
Núpstaðarskógar
Fararstjóri Sigurður Einarsson.
Brottför kl. 19.00.
Eiriksjökull - Geitland -
Þórisdalur
Fararstjóri Kristinn Kristjánsson.
Básará Goðalandi
Fararstjóri Ingibjörg Ásgeirs-
dóttir.
Brottför í allar ferðirnar, nema
Tröllaskaga, er á föstudags-
kvöld, 2. ágúst. Komið verður
til baka 5. ágúst. Pantanir og
miðasala á skrifstofu Útivistar,
Grófinni 1.
Fjölskyldutjaldsvæðin i Básum:
Sækið staðfestingar á bókunum
á skrifstofu Útivistar.
Sjáumstl
Útivist.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
OLDUGÖTU 3 S 11798 19533
Fjölbreyttar ferðir með
Ferðafélaginu um versl-
unarmannahelgina
1. Landmannalaugar -
Eldgjá - Fjallabaksleið nyrðri
Gist í sæluhúsi F.í. Stórbrotið
og litríkt landslag. Ekið í Eldgjá,
gengið að Ófærufossi og viðar.
Gönguferðir í nágrenni Lauga.
2. Lakagígar - (Eldborgar-
raðir) Leiðólfsfell
Farið um gigaröðina, á Laka og
Leiðólfsfell og ekið um nýjar leið-
ir á Síðumannaafrétti, m.a. Línu-
veg. Jón Jónsson, jarðfræðingur
sem þekkir þetta svæði flestum
betur, verður með í för. Einstakt
tækifæri til að kynnast þessu
svæði. Jón mun m.a. sýna sér-
stæðar jarðmyndanir austan
Laka sem fáir þekkja. Góð gist-
ing í félagsheimilinu Tunguseli,
Skaftártungu. Ekið heim um
Fjallabaksleiö syðri. Allir ættu
að kynnast þessari mestu gíga-
röð jarðar.
3. Nýidalur - Trölladyngja
- Laugafell
Gist í sæluhúsi F.i. Nýjadal við
Sprengisandsleið. Ekið á laugar-
deginum í mynni Vonarskarðs
og um Gæsavötn að Trölla-
dyngju, mestu gosdyngju lands-
ins (ganga). Á sunnudeginum
farið að Laugafelli (baðlaug) og
viðar. Ekta óbyggðarferð. Þjórs-
árferð er frestað.
4. Þórsmörk - Langidalur
Gist i Skagfjörðsskála og tjöld-
um. Takmarkað pláss. Ósóttir
miðar verða seldir fimmtudag.
Einsdagsferðir í Þórsmörk bæði
sunnudag 4. ágúst og mánudag
5. ágúst (verslunarmannafrídag-
inn). Brottför kl. 8.00. Munið
sumardvöl i Skagfjörðsskála. Til-
valið að dvelja til miðvikudags
eða föstudags (fjölskylduafslátt-
ur). Pantið timanlega.
5. Höfðabrekkufjöll
Tjöld. Sannkallað Þórsmerkur-
landslag á Höfðabrekkuafrétti
undir Mýrdalsjökli. Brottför í of-
annefndarferðirerföstud. kl. 20.
6. Dalir - Dagverðarnes -
Breiðafjarðareyjar
Þriggja daga ferð með brottför
laugardagsmorgun 3/8 kl. 8.00.
Skemmtileg Suðureyjasigling.
Sérstakt leyfi hefur fengist til að
fara í land í einni eða fleiri eyj-
um. Dalirnir skoðaðir á sunnu-
deginum. Ekið fyrir Klofning með
viðkomu á ýmsum áhugaverðum
stöðum m.a. að Skarði.
Munið dagsferðirnar: Sunnu-
dagur 4. ágúst kl. 13.00: Selja-
dalur - Helgufoss. Verslunar-
mannafrídagur 5. ágúst kt\
10.00: Flúðir - Brúarhlöð -
Geysir - Gullfoss - ökuferð.
Nýtið verslunarmannahelgina
vel og komið með í Ferðafélags-
ferð. Gerist félagar i Ferðafélag-
inu, árgjaldið er aðeins 2.800 kr.
og innifalin er ný og glæsileg
árbók (Fjalllendi Eyjafjarðar að
vestanverðu II).
Ferðafélag islands.
FERÐAFELAG
@ ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3 & 11798 19533
Kynnist ykkar eigin
landi með Ferðafélag-
inu:
Sumarleyfisferðir í
ágúst
2.-11. ágúst (10 dagar): Vonar-
skarð - Kverkfjöll. Spennandi
bakpokaferð um og með norð-
urjaðri Vatnajökuls.
2.-8. ágúst (7 dagar): Lónsör-
æfi. Gisting i nýjum glæsilegum
Ferðafélagsskála. Gönguferðir
um stórbrotið og litríkt svæði.
2.-7. ágúst (6 dagar): Laugar -
Þórsmörk. Brottför föstud. kl.
20.00.
7.-11. ágúst (5 dagar): Laugar
- Þórsmörk. Brottför miðvikud.
kl. 8.00.
9.-13. ágúst (5 dagar); Laugar
- Þórsmörk. Aukaferð vegna
mikillar vinsælda „Laugavegs-
ferðanna". Brottför föstud. kl.
8.00 að morgni.
9.-14. ágúst (6 dagar): Laugar
- Þórsmörk. Brottför föstud. kl.
20.00. „Laugavegsferðir" eru út
ágúst. Brottför miðvikudags-
morgna og föstudagskvöld.
Margar ferðanna eru upppant-
aðar.
7.-16. ágúst (10 dagar) Horn-
strandir: Hlöðuvík - Hesteyri.
Gist i húsi eða tjöldum. Farar-
stjóri: Guðmundur Hallvarðs-
son. Hægt að stytta ferðina í
helgarferð í Hlöðuvík eða vera ,
með seinni hlutann á Hesteyri.
Árbókarf erðir 8.-13.
ágúst (6 dagar):
Einstakt tækifæri til að kynnast
hluta af þeim svæðum sem
árbækur 1990 og 1991 fjalla um
þ.e. „Tröllaskaganum" ásamt
fleiri áhugaverðum stöðum.
A. Árbókarferð - ökuferð. Kjöl-
ur, Austurdalur (gengið að Ár-
bæjarkirkju), Öxnadalsheiði,
Hraunsvatn, Hörgárdalur, Eyja-
fjarðardalir, Náttfaravík,
Sprengisandur. Gist í svefn-
pokaplássi.
B. Árbókarferð - Tungna-
hryggsleið. Bakpokaferð á milli
Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Gist
tvær nætur í Tungnahryggs-
skála. Stórbrotið fjallalandslag.
Fararstjóri: Bjarni Guðieifsscr.
sem þekkir þetta svæði flestum
betur sbr. árbók 1990. Athugið
ferðlna má stytta í 4 daga.
14.-18. ágúst: Kjalvegur hinn
forni: Hvitárnes - Þverbrekkna-
múll - Hveravellir. Áhugaverð
gönguleið, ekki sfðri en „Lauga-
vegurinn".
16.-18. ágúst: Núpsstaðar-
skógar - Lómagnúpur. Tjaldað
undir Eystrafjalli.
21.-26. ágúst (5 dagar): Kerl-
ingarfjöll - Leppistungur. Ný
og spennandi bakpokaferð.
21.-25. ágúst (5 dagar): Ná-
grenni Hofsjökuls - Leppis-
tungur. Nokkurs konar hringferð
um Hofsjökul. Gist í Laugafelli^
Ingólfsskála, Lambahrauni,
Hveravöllum og í Leppistungum.
Gönguferð um Jötunheima í
Noregi 17.-26. ágúst. Þekktasta
fjallasvæöi Noregs. Ferð í sam-
vinnu viö Norska ferðafélagið.
Síðasta tækifæri til aö panta í
Noregsferðina er i dag. Nánari
upplýsingar á skrifstofunni,
Öldugötu 3, símar 19533 og
11798.
Ferðafélag íslands.