Morgunblaðið - 16.08.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.08.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1991 Jóhann Már Jóhannsson og beinhákarlinn sem villtist í sil- unganet hjá honum. Hákarlinn var vankaður en ekki dauð- ur þegar hann fannst í netinu. Morgunblaðið/Bjöm Vanskapaður beinhákarl kemur í net bónda: Hefði eflaust verið kall- aður ódráttur áður fyrr „Eflaust hefði þetta verið kaliaður ódráttur í gamla daga. Fólk hefði fyllst ótrú og haldið að nú myndi einhver ógæfa ríða yfir,“ sagði Jóhann Már Jóhannsson, bóndi í Keflavík á Hegranesi, í stuttu samtali sem blaðamaður átti við hann um vanskapaðan beinhákarl sem villtist í silunganet hjá honum á miðvikudag. Sil- unganetið var aðeins 20-30 metra frá landi. Jóhann segir beinhá- karlinn um 150-160 kíló að þyngd og 3,6 metra á lengd. Hákarl- inn er talinn 4 til 5 ára gamall. „Við vorum tveir að vitja um net og sáum þá að eitthvað óvenjulegt var á seyði því duflið var á kafí. Hófumst við handa við að draga upp netið en þetta kvik- indi fylgdi upp. Því drösluðum við upp í flæðarmál þar sem við sett- um spotta á sporðinn á kvikindinu og drógum með bíl upp á land,“ sagði Jóhann Már. „Ég hef verið á sjó en var samt sem áður ekki viss um hvaða kvik- indi þetta væri. Því brugðum við á það ráð að hringja í Hafrann- sóknastofnun og leita upplýsinga. Þar talaði við okkur maður sem þekkti líffræðing á Hólum. Sá kom á staðinn og fletti hér miklum doðröntum en sá hvergi mynd af neinu alveg eins og þessu. A end- anum komst hann þó að því að hér myndi sennilega vera um að ræða vanskapaðan beinhákarl. Hákarlinn er heldur ófrýnilegur að sjá svo ekki sé meira sagt. Hausinn á honum er afar tor- kennilegur og uppúr honum er rani. Hann er tannlaus og tálknin á honum eru óvenjuleg.“ Jóliann sagði að ætlunin hefði verið að grafa hákarlinn en í gærdag hefði heimafólk fengið heimsókn frá Náttúrugripasafni Skagaljarðar í Varmahlíð þar sem áhugi væri fýrir því að fá beina- grind hákarlsins. „Ég sagði þeim að þeir mættu taka hákarlinn ef þeir vildu. Eina skilyrðið væri að þeir tækju hann sem fyrst svo hann úldnaði ekki í hér í fjörunni þar sem maður er oft að sýsla,“ sagði Jóhann. ísal kaupir umfram- orku af Landsvirkjun ÍSAL hefur farið fram á að fá keypta ótryggða orku af Landsvirkj- un, og hefur stjórn Landsvirkjunar samþykkt að gengið verði frá samningi um slík viðskipti til ársloka 1994. Að sögn Halldórs Jónat- anssonar, forstjóra Landsvirkjunar, er um að ræða allt að 172 gígaw- attstundir á ári, en miðað við núverandi gjaldskrárverð eru það orkukaup fyrir 300 milljónir króna á samningstímabilinu. Landsvirkjun er heimilt að ijúfa afhendingu ótryggðrar orku hve- nær sem er, t.d. vegna vatnsskorts eða truflana í raforkukerfinu. ísal hefur farið fram á að kaupa orku af þessu tagi til ársloka 1994, og greiða fyrir hana það gjaldskrár- verð sem gildir á hveijum tíma. í dag er verðið 55 aurar á kílówatt- stund, sem samsvarar 9 mills á kílówattstund, en verðið tekur breytingum í samræmi við ákvörð- un stjórnar Landsvirkjunar á hveij- um tíma. Að sögn Halldórs Jónatanssonar eru umrædd orkukaup til viðbótar orkukaupum samkvæmt gildandi aðalsamningi milli Landsvirkjunar og ísal, og hafa þau engin áhrif á þau orkukaup. Vinnueftirlit ríksins: Kjami bannaður sem sprengiefni í byggð VINNUEFTIRLIT ríkisins hefur bannað notkun kjarna sem sprengi- efnis í minna en 300 metra fjarlægð frá íbúðarbyggð eða stöðum þar sem fólk dvelst eða ferðast. Þetta er gert í framhaldi af vinnu- slysinu í Grafarvogi í siðustu viku, þar sem minnstu munaði að fólk yrði fyrir gijótflugi, og öðrum slikum atvikum. í framtíðinni mun því dýnamít verða notað til sprenginga af þessu tagi, en það er mun dýrara efni en kjarni. Verktakasamband íslands hefur mótmælt þessari ákvörðun og segir að það að kjarni hafi verið notaður í flest- um tilfellum þar sem óhöpp hafi orðið skýrist fyrst og fremst af mikilli notkun hans. í fréttatilkynningu sem vinnueft- irlitið hefur sent frá sér kemur fram, að á undanförnum þremur árum hefur það þurft að rannsaka átta óhöpp við sprengingar á höfuð- borgarsvæðinu. í tilkynningunni segir, að reynslan virðist benda til þess að kjami sé á vissan hátt vand- meðfarnara sprengiefni en dýnamít. Kjarni sá sem mest hefur verið notaður til sprenginga hér á landi er ekki framleiddur sem sprengiefni heldur áburður, og því er ekki talið öruggt að eiginleikar hans séu ávallt nógu góðir. Komið hefur í ljós að hluta orsakar óhappsins í Grafarvogi megi rekja til verri eig- inleika kjarna en dýnamíts. Ennfremur hefur verið ákveðið að herða kröfur um blöndun og meðferð kjarna þar sem hann verð- ur áfram notaður sem sprengiefni. Þá hefur vinnueftirlitið til athugun- ar að auka kröfur um kennslu og starfsþjálfun þeirra sem stunda sprengivinnu. Verktakasamband íslands hefur svarað banninu með fréttatilkynn- ingu þar sem segir, að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að kjami . sé hættulegri en önnur sprengiefni, né að rekja megi orsök ýmissa óhappa sem orðið hafi við spreningar til efnisins. Davíð Oddsson forsætisráðherra: Forstjóri Byggðastofnunar krafínn skýringa á ummælum HREINN Loftsson, aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra, hefur ritað Guðmundi Malmquist forsljóra Byggðastofnunar bréf, þar sem Guðmundur er krafinn skýringa á ummælum sínum í morgunþætti Ríkisútvarpsins í gær. Telur Hreinn að túlka megi um- mælin sem svo að Davíð Oddsson hafi beitt þrýstingi á opinbera sjóði. Ekki hefur náðst í Guðmund vegna þessa. „Ég hef fenpð bréf bæði frá fyrr- lagðist gegn því máli og mínir sér- verandi og núverandi forsætisráð- fræðingar. Þrátt fyrir það var nú herra með ábendingum eða tilmæl- samþykkt lánveiting í því dæmi.“ um í kringum lánveitingar," sagði Guðmundur vildi ekki skýra frá Guðmundur Malmquist í útvarps- þættinum. „Það fór nú reyndar svo með þá ábendingu, sem ég fékk frá núverandi forsætisráðherra, að ég Húsavík: Arekstur í Reykjahverfi ÁREKSTUR varð í Reykjahverfi á Húsavík í gær. Tveir bílar rák- ust saman og skemmdust báðir töluvert en enginn slys urðu á mönnum. Báðir bílarnir stefndu í sömu átt. Áreksturinn varð við það að sá sem fór á eftir reyndi að aka fram úr hinum um leið og sá beygði til vinstri á afleggjara. Töluvert eigna- tjón varð en enginn slasaðist. því um hvaða mál hefði verið að ræða. „Það var enginn mikill þrýst- ingur. Hann setti á blað, minnti á þetta og bað um að málið yrði skoð- að,“ sagði Guðmundur í þættinum. í bréfi Hreins segir: „Forsætisráð- herra hefur bent á bréf forvera síns, Steingríms Hermannssonar, til stað- festingar þess að hann hafi með beinum hætti beitt þrýstingi á opin- bera sjóði við lánveitingar. I viðtalinu við Ríkisútvarpið sögðuð þér að yður hefði einnig' borizt bréf frá núver- andi forsætisráðherra. Þau ummæli mætti túlka á þá leið að forsætisráð- herra, Davíð Oddsson, hafi líkt og forveri hans gefíð opinberum sjóðum fyrirmæli um lánveitingar. Óskað er nú þegar skýringa á þessum ummæl- um þar sem þau eiga sér enga stoð í meðfylgjandi bréfum, en forsætis- ráðherra hefur enn sem komið er ekki sent stofnun yðar önnur bréf.“ Morgunblaðið hefur fengið afrit af þeim þremur bréfum, sem Hreinn vísar til. Eitt fjallar um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að lána ekki meira en 300 milljónir í ár og á næsta ári til fiskeldisfyrirtækja, og að Byggða- stofnun skuli ekki lána umfram það. Annað er samþykki forsætisráðherra og fjármálaráðherra við erindi Byggðastofnunar um að fella niður skuldir Flóka hf., sem hvort sem er töpuðust, ef Flóki færi í gjaldþrot. Þriðja bréfið er dagsett 8. maí sl, svohljóðandi: „Við mig talaði í dag [mannsnafn], frá fyrirtækinu [nafn fýrirtækis], út af ósk um skuldbreytingalán frá Byggðastofn- un. Hann mun hafa samband við þig, væntanlega einnig í dag. Mér þætti vænt um að heyra frá þér um þetta mál hið fyrsta, og hveijir möguleikar eru á því, efnislegir, að koma til móts við þetta fyrirtæki og óskir þess.“ Hreinn Loftsson sagði í samtali við Morgunblaðið er hann var spurð- ur hvort þetta gæti verið bréfið, sem Guðmundur ræddi um, að um væri að ræða erindi við forsætisráðherra, sem vísað væri til Byggðastofnunar með ósk um efnislega afgreiðslu. Hreinn segir að forsætisráðherra hafí ekki heyrt frá Byggðastofnun vegna málsins, og því síður hafi' frétzt af einhverri andstöðu við er- indið, enda ekki ástæða til, forsætis- ráðherra hafí enga efnislega afstöðu tekið til bónar fyrirtækisins. „Ef forstjóri Byggðastofnunar er vanur að lesa öll bréf frá forsætis- ráðuneytinu, sem fela í sér eðlilega framsendingu á erindi til afgreiðslu, með því hugarfari að þar sé nánast verið að skipa honum að greiða út peninga, þá segir það nú talsvert um stjórnarfarið fram að stjórnar- skiptunum í vor,“ sagði Hreinn Loftsson. Hæstiréttur: Þrír sækja um dómara- embætti ÞRJÁR umsóknir bárust um embætti dómara við Hæstarétt íslands, en Guðmundur Jónsson hæstaréttardómari hefur beðist lausnar. Umsækjendur eru: Auður Þor- bergsdóttir borgardómari, Garðar Gíslason borgardómari og Pétur Kr. Hafstein, sýslumaður og bæj- arfógeti. Umsóknimar hafa verið sendar Hæstarétti til umsagnar lögum samkvæmt. Að sögn Þorsteins Geirssonar ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu er óvíst hvenær skipað verður í stöðuna. Geymdi 3 millj. á skrif- borðinu í fjóra mánuði HJÓN í Vesturbænum leystu nýlega út 3 milljónir sem þau höfðu unnið í lottó í apríl. I millitíðinni hafði vinningsmiðinn legið á skrifborði mannsins án þess að nokkurn grunaði hvers virði hann væri. Samkvæmt upplýsingum ís- lenskrar getspár var miðinn keyptur á Hagamel í apríl. Þetta var tíu raða miði með sjálfvali. Hjónin sem keyptu miðann spila ávallt í lottóinu og eru með fastar tölur. Þessi miði var hins vegar keyptur sem viðbótarmiði og þeg- ar vinningstölumar voru kynntar og reyndust ekki vera föstu töl- urnár gleymdist að líta á hann. Fyrir nokkrum dögum fannst miðinn hins vegar aftur og grennsluðust þá hjónin fyrir um hvort einhver vinningur hefði komið á hann. Það reyndust þá vera einar þijár milljónir, hæsti vinningur þetta kvöld. Höfðu þau þá legið með milljónir á skrifborð- inu í fjóra mánuði án þess að gera sér grein fyrir að þau væru milljónamæringar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.