Morgunblaðið - 08.09.1991, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 08.09.1991, Qupperneq 16
 MORGÚNBLÁÐIÐ SUNNUDAGÚR 8. SÉWEMBER 1991 eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur FÓLK hefur misjafnlega mikið fyrir gestakomum. Þegar ég heimsótti Ólínu I. Jónsdóttur upp á Akra- nes fyrir skömmu, hafði hún töluvert fyrir komu minni. Hún þurfti að rog- ast út með fjölmargar hvítar plastfötur og tína uppúr þeim nærri 800 undirskálar, sem hún rað- aði á steypta stéttina fyrir utan húsið sitt á Höfða- grund 2. Undirskálunum hefur Ólína verið að safna síðan árið 1960 og er eng- in þeirra eins. Áður en heimsókn mín til að skoða undirskálasafnið var ákveðin lagði Ólína mikla áherslu á að veðrið yrði að vera gott. En slík er kaldhæðni örlaganna að á þessu sólríkasta sumri í manna minnum þurfti endilega að draga upp dimma skýjafláka þegar ég var nýlega tekin að virða fyrir mér undirskál- ar Ólínu og fyrr en varir tóku að detta stórir regn- dropar niður á skálarn- ar,„Ekki skil ég af hveiju himinninn grætur yfir skálunum mínum, eru þær þó ekki ljótar,“ sagði ðlína. Droparnir urðu að úrhellisdembu og við Ólína neyddumst til að flýja í hús en urðum að skilja diskasafnið eftir úti í fossandi rigningunni. Diskasafnarinn Ólína Jóns- dóttir er fædd árið 1910 að Kaðalstöð- um í Borgar- fírði. „Ég er ekki fædd óskabarn, vinnukonubarn sem eng- inn vildi eiga,“ segir Ólína við mig þegar við erum sestar í eldhúskrók- inn til að fá okkur heitan sopa með- an skúrin gengur yfir. „Móðir mín, Guðrún Kristjánsdóttir, var mállaus og heyrnarlaus frá barnsaldri. Þó hún kæmist í málleysingjaskólann á Stóra-Hrauni, sem reyndist henni góður skóli, þá biðu hennar ekki önnur örlög en gegndarlaus þræl- dómur. Hún giftist aldrei en var vinnukona alla tíð. Hún var útslitin manneskja þegar ég tók hana til mín. Hjá mér var hún síðustu 18 ár ævi sinnar. Faðir minn, Jón Ólafs- son, var óðalsbóndi þegar ég fædd- ist, og bjó með móður sinni á Kaðalstöðum. Þar sem hvorugt foreldra minna gat haft mig hjá sér var mér komið í fóstur að Stóru-Skógum í Staf- holtstungum. Þar ólst ég upp við ástríki og trúrækni til tíu ára ald- ína I. Jónsdóttir segir Ölína I. Jónsdóttir sem safnað hefur nœrri 800 undirskálum ninu °r,ítÍ" hIuti af skálasafni ÍSLENSKAR FJALLAFERÐIR AUGLÝSA: JÓL & NÝÁRSNÓTT ÍHIMALA YA-FJÖLLUM Þriggja vikna (22 dagar) skoðunar- og gönguferð í Nepal, frá 13. desember 1991 til 5. janúar 1992. FERÐ YFIR SAHARA-EYÐIMÖRKINA Tveggja vikna ævintýra- og skoðunarferð á úlföldum í febrúar eða mars 1992. SAFARIFERÐ ÍMASSAISA VANA 10 daga lúxus-ævintýraferð á jeppum í Kenýa í maí 1992. FARARSTJÓRI: FIUPPUS PÉTURSSON. Upplýsingar hjá ÍSLENSKUM FJALLAFERÐUM, Lxkjargötu 3 - 101 Reykjavík - Simar 22225 & 22220.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.