Morgunblaðið - 16.11.1991, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.11.1991, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991 DAVID HENRY HWANG OG M BUTTERFLY „Ég hef áhuga á rykinu sem sest þegar ólíkir heimar rek- ast saman. Stundum eru þetta menningarheimar, ... eins og þegar kínversk fortíð mætir bandarískri nútið. Stundum eru þetta heimar hins andlega lífs, eins og þegar efnishyggja kínverskrar fjölskyldu í Kali- forníu tekst á við dulhyggju kristninnar. Oftast reyni ég að þræða einstigið á milli harmleiks og skopleiks. Ég er heillaður af Bandaríkjunum sem landi draumanna þar sem fólk leitast við að láta draum sinn rætast og gerir sér von um að geta einhverntíma eign- ast hann.” David Henry Hwang Á undanförnum tíu árum eða svo hefur orðið umtalsverð áherslu- breyting í bandarísku listalífí og halda svokallaðir minnihlutahópar nú mjög í þá hörundshvítu hvað varðar athygli. Enda er mesta gró- skan í listsköpun á meðal þeirra. Þessi áherslubreyting helst í hend- ur við róttæka viðhorfsbreytingu sem hefur átt sér stað í landinu - einkum á meðal menntamanna - eftir 1970, þ.e.a.s. eftir að Víet- nam-stríðinu lauk, og felur í sér aukið umburðarlyndi og aukna virðingu fyrir því sem er uppruna- legt. Um þetta nýja viðhorf vitnar m.a. öll athyglin og viðurkenningin sem kvikmynd Kevins Costners „Dansar við úlfa” hlaut fyrir skömmu og á Óskarsverðlaunahá- tíðinni það ár mátti sjá Indíána - sem nú eru aldrei kallaðir annað en frumbyggjar - í fullum þjóðleg- um skrúða innan um kjólklæddar kvikmyndastjörnumar. Á sama hátt eru t.a.m. ljóðskáld og rithöf- undar af asískum og suður-amer- ískum uppruna, einkum New York- búar frá Púertó Ríkó og kínversk- ættaðir Kaliforníubúar, orðnir allt áð því jafngjaldgengir innan hinnar íhaldssömu bandarísku „bókmennt- astofnunar” og þeir sem eru af engilsaxneskum eða evrópskum uppruna. Það sama er uppi á teningnum í bandarískri myndlist og þetta á trúlega einnig við um bandarískt tónlistarlíf. í leikhúsi á mikil gerjun sér stað um þessar mundir, einkum á vesturströndinni og um fram allt í Kaliforníu, en þeir sem þar búa og starfa halda því gjaman sposkir fram að bandarísku þjóða- og menningardeigluna sé eingöngu að finna á vesturströndinni en allt sem er austan við Klettafjöll sé einfald- lega England. Maður fær jafnvel á tilfinninguna að þessu gríni fylgi talsverð alvara. í Kaliforníu - og reyndar víða um Bandaríkin - eru framúrskarandi leikhús sem sinna svo til eingöngu þörfum minni- hlutahópa og eru spænskumælandi leikhús einkum áberandi, en þau hafa m.a. stuðlað að spennandi nýsköpun í leikritun þar sem svo- nefnt „töfraraunsæi” er leiðandi stílbrigði. Stærsta nafnið í spænsk- úmælandi leikhúsheimi Bandaríkj- anna er leikskáldið og leikstjórinn Luis Valdez og leikhús hans E1 Teatro Campesino, sem starfar í Kaliforníu, en önnur leiðandi spænskumælandi leikskáld eru m.a. Milcha Sanchez-Scott og José Rivera, sem starfar í New York. Það vaknar hinsvegar sú spurn- ing í huga geskomandi hversu ein- læg þessi hugarfarsbreyting hvíta kynstofnsins er, einkum þegar við blasir í hverri borginni á fætur annarri ömurlegt hiutskipti nýju lítilmagnanna, þeirra fjölmörgu sem em atvinnu- og húsnæðislaus- ir, og svo þeirra sem virðast full- komlega réttlausir, en það eru eink- um fyrrverandi hermenn í Víetnam. Þannig hefur hið nýja viðhorf svo sem ekki skapað neitt jafnvægi milli kynþátta, né hefur aðstöð- umunur verið þurrkaður út. Áhersl- ur hafa einfaldlega breyst, aðstöð- umunur hefur færst til - ef hægt er að taka svo til orða - og maður spyr sig óhjákvæmilega hvort ein- hver sektarkend kunni ef til vill að vera meginástæðan fyrir róttækri hugarfarsbreytingunni. Það er úr þessum jarðvegi sem leikrit eins og „M Butterfly” er sprottið. Það er sprottið úr opnari umræðu en áður þekktist í landinu um sambúð ólíkra kynþátta, um samskipti austurs og vesturs, og að því er virðist einlægum vilja hugsandi Bandaríkjamanna til að skilja framandi þjóðir á þeirra eigin forsendum. Fyrir tuttugu árum hefði það verið óhugsandi að ungt leikskáld af asískum uppruna ætti jafngreiða leið á Broadway og Hwang átti með „M Butterfly” 1988. Það er jafnframt óhugsandi að leikhúsgestir á Broadway fyrir tuttugu árum hafi haft minnst áhuga á jafnheiðarlegum og margslungnum vangaveltum um viðhorf kúgarans til hins kúgaða og finna má í þessu leikriti. En sem kunnugt er þá stjórnast leikhúslífið á Broadway nær eingöngu af sölu- sjónarmiðum en ekki af menningar- legum metnaði eins og landshluta- leikhúsin víðs vegar um Bandarík- in. David Henry Hwang fæddist í Los Angeles 11. ágúst 1957. Hann er sonur kínverskra innflytjenda úr kaupmannastétt og var alltaf gert ráð fyrir að hann yrði trúr fjölskylduhefðinni og sneri sér að viðskiptum. Hwang er mjög í nöp við allt forræði af þessu tagi og valdi að fara í Stanford-háskólann í Kalifomíu til að læra ensku og bókmenntir af þeirri einföldu ástæðu að þar var engin viðskipta- fræðideild. Hann vissi þá það eitt að hann vildi læra allt annað en þau fræði sem lutu að viðskiptum. Þegar hann kom til Stanford hóf hann að sækja leikhús í San Franc- isco reglulega, einkum stærstu stofnunina, The American Conserv- atory Theatre, og komst hann fljótt að raun um að hann vildi verða leikskáld og ekkert annað. í menntaskóla hafði hann þótt framúrskarandi ræðumaður og vann marga sigra í ræðukeppni og rökræðum. Hann hafði einnig leikið á hljóðfæri sem barn og unglingur og margoft spilað i leiksýningum, en nú var eins og hann áttaði sig á því hvert áhugi hans hafði alltaf beinst. Það rifjaðist nú upp fyrir honum hvað honum hafði alltaf þótt skemmtilegast við veruna í hljómsveitargryfjunni, en það var að sitja þar einn eftir æfíngar og hlusta á leiðbeiningar og útskýring- ar leikstjóranna, og umræðuna í leikhópnum um verkin og inntak þeirra. Hann hóf að semja leikrit af kappi í Stanford en komst brátt að raun um að hánn skorti allt of margt til þess að geta það. Þessi verk lentu þess vegna í ruslakörf- unni. Hann las leikrit í stórum stíl og sótti leiksýningar af miklum áhuga. Þegar hann var í fríi heima í Los Angeles sumarið 1978 var hann orðinn heldur örvæntingar- fullur um að sér tækist að ná tökum á þeirri tæknikunnáttu sem þarf til þess að semja leikrit og fannst hann staddur í einhvers konar tómarúmi. Fyrir tilviljum rakst hann þá á auglýsingu í dagblaðinu Los Angeles Times um námskeið í leikritun með Sam Shepard. Hann sótti þar um og komst inn. Shep- ard reyndist honum afbragðskenn- ari, sem sumum kann að koma á óvart, og sömuleiðis lærði Hwang að sögn mikið af Mariu Irene For- nes sem kénndi á sama námskeiði, en hún er af kúbönskum ættum, mikilsmetið leikskáld í Bandaríkj- unum og þykir frábær lærimeistari. Á námskeiðinu var örvæntingar- fullum leikritalestri Hwangs beint í skipulegri farveg og Shepard kenndi honum m.a. að nota undir- meðvitundina til jafns við skip- ulagsgáfuna við að semja leikrit. Hwang hefur sömuleiðis sagt að Shepard hafí kennt honum að bera virðingu fyrir þjóðarvitund og sögu. Þegar Hwang hafi innbyrt þessa vitneskju alla fóru hlutirnir að ge- rast. Þegar námskeiðinu lauk var hann auk þess loksins kominn með nothæfa hugmynd að leikriti og nú settist hann við að skrifa. Útkoman var leikrit sem nefnist „FOB”, en það er skammstöfun Hwangs sjálfs fyrir „fresh off the boat”, og vísar hún til þeirra innflytjenda sem eru algerir nýgræðingar vegna þess að þeir eru nýkomnir til Bandaríkj- anna. Þetta verk er öðrum þræði sjálfsævisögulegt og var sýnt í Stanford-háskólanum haustið 1979 undir leikstjórn höfundar, og aðeins ári síðar var það sett upp af at- vinnufólki hjá Joe Papp í The Public Theater í New York. Fyrir sýning- una í New York hvatti Papp leik- skáldið-til þess að nýta sér betur þau áhrif Péking-óperuhefðarinnar sem fínna mátti í verkinu, og vera alls ófeiminn við að blanda saman ólíkum stílbrögðum. Hwang hlýddi og lagaði verkið að þessum óskum, verkið var frumsýnt og þótti það góð frumraun að Hwang hlut svo- nefnd Obie-verðlaun fyrir besta byrjendaverkið í New York það árið. Hwang var rétt liðlega tvítugur þegar þetta var og honum var reyndar illa brugðið við að vera allt í einu kominn innan um fræga leikhússnillinga sem virtust vita allt og kunna allt, og vera sjálfír nánast óslitin leiklistarsaga hold- tekin. Hann fann til vanmáttar og þekkingarskorts innan um þetta fólk, og skráði sig í leiklistardeild Yale-háskólans í New Haven til þess að lesa leiklistarsögu og jafn- framt til þess að fá svolítinn frest til að þroskast meira áður en leik- húsið gleypti hann. Hann hélst þó ekki við í Yale nema í eitt ár vegna þess að honum lá of mikið á hjarta, fór aftur til New York og hélt áfram að skrifa. Næstu leikrit Hwangs voru „The Dance and the Railroad” (1981), „Family Devotions” (1981), „The Sound of a Voice” (1983) og „The House of the Sleeping Beauties”, þar sem hann fjallar um japanska nóbelsskáldið Kawabata og um ell- ina. Tvö fyrstnefndu leikritin voru sýnd hjá Joe Papp í The Public Theater í New York. Öll þessi leik- rit fengu mjög jákvæðar umsagnir gagnrýnenda og vöktu töluverða athugli á höfundinum. Frægð og frami blöstu nú við leikskáldinu sem hafði skilað af sér fimm ágæt- um leikritum á þremur árum og framtíðin virtist afar björt. Fjölmiðlum þótti hinsvegar tals- vért nýnæmi í amerísku leikskáldi af kínverskum uppruna og — eins og oft vill verða í slíkri umfjöllun — urðu verkin og innihald þeirra nær gersamlega útundan. Efa- semdir tóku að heija á Hwang, sem hafði eðlilega engan áhuga á inni- haldslausum frama, og honum Virt- ist jafnvel hugsanlegt að leikritin væru lítils eða einskis virði vegna þess að Kann hefði einfaldlega kom- ið fram á sjónarsviðið á einkar heppilegum tíma; tíma þegar fjölmiðlamarkaðurinn þurfti á kín- verskættuðum Ameríkana að halda. Athyglin gerði það líka að verkum að verkefnin helltust yfír hann og þar kom loks að hann var útkeyrður og búinn að fá nóg af Franski diplómatinn og kínverska „listakonan”. Arnar Jónsson og Þór Tulinius í hlutverkum sínum. Ljósmyndin er tekin ó æfingu og búningar og gerfi eru ekki í endanlegri mynd. leikhúsi, jafnframt því sem efa- semdir um eigin getu og eigin stöðu voru að hrjá hann. Hann sá ekki lengur tilgang í því sem hann var að gera og skrifaði ekkert næstu tvö árin, en hugleiddi þeim mun meira. Hann var að endurmeta sjálfan sig og mun hafa legið við að hann sneri sér alfarið að öðru. Hann reif sig þó upp úr þessari tilvistarkreppu að lokum og samdi nýtt leikrit sem hann kallaði „Rich Relations” og var það sýnt í New York 1986. Fyrstu þijú leikritin höfðu öll fjallað á einn eða annan hátt um hastarlega árekstra milli ólíkra menningarheima, og um „ameríska drauminn”, eins og hann blasir við kínverskum innflytjendum, þar sem menn ímynda sér Bandaríkin sem fjall úr skíragulli og að þar sé hægt að sópa peningum eins og sandi upp af götunum. Hann beitir allólíkum aðferðum í þessum verk- um, en sammerkt með þeim öllum er frumlegur samruni ólíkra stíl- bragða og tegunda, ekki ósvipað og gerist í bestu leikritum breska leikskáldsins Peters Shaffer, verk- um á borð við „Equus” og „Amad- eus”. í „Rich Relations” er hinsvegar allt annað uppi á teningnum. Hér fjallar Hwang einfaldlega um kín- verska fjölskyldu í Los Angeles og byggir þar á sinni eigin fjölskyldu, en þarna eru engir árekstrar við aðra menningarheima eða önnur heimspekikerfi. Það var eins og þetta leikrit væri dauðadæmt frá upphafí. Æf- ingar gengu afar illa, aðalleikari hætti, sífelldar tafír, ekkert gekk upp. Eftir frumsýningu tóku gagn- rýnendur sig til allir sem einn og hökkuðu leikritið og sýninguna í spað — og áhorfendur brugðust, engum virtist líka við verkið. Þetta hefði nægt til að knésetja ungt leik- skáld endanlega, en Hwang tók ósigrinum af furðumiklu jafnaðar- geði. Hann var nú búinn að taka út þann þroska sem til þurfti, tveggja ára hvíld frá leikhúsi hafði gert sitt gagn og hann lét ekki beygja sig. Hann gerði sér fulla grein fyrir því að honum hafði ver- ið nauðsynlegt að semja þetta verk um fjölskyldu sína og fjalla um hana einfaldlega sem fjölskyldu, en ekki sem tilfallandi hóp af inn- flytjendum í framandi landi. Hann vissi nú hvert hann stefndi og „Rich Relations” var einfaldlega leið út úr persónulegum ógöngum. Úm þetta leyti heyrði Hwang söguna af franska diplómatinum sem átt hafði í tuttugu ára ástar- sambandi við kínversku leikkon- una, sem síðar reyndist vera bæði karlmaður og njósnari. Þetta varð kveikjan að „M Butterfly”. (Þessi frétt birtist i blöðum um allan heim 1986 og li'ka hér í Morgunblaðinu.) Rétt eins og gerist í einu atriði í leikritinu sjálfu heyrði Hwang sög- una í samkvæmi innan um skvaldur og glasaglaum. Hann heillaðist af þessari sögu og fór — eins og flest- ir aðrir — að reyna að skilja hvers vegna í ósköpunum diplómatinn hafði látið blekkjast jafn hroðalega og raun bar vitni. Hann komst fljót- lega að þeirri niðurstöðu að þessi blekking hlyti að hafa byggst á því hve fordómafullur diplómatinn hafi verið og að allt hans viðhorf til austurlensks „kvenleika” hljóti að hafa verið hið klassíska viðhorf vesturlenskrar „karlmennsku” til alls þess sem virðist smátt og undir- gefíð í fari austurlenskra kvenna, og byggist í raun á kurteisi og góðum siðum fremur en undir- lægjuhætti. Með þessari niðurstöðu gerði Hwang sér grein fyrir að þarna var efni í leikrit, þar sem sjálft formið gæti undirstrikað andstæðurnar í verkinu á mun skýrari hátt en hann hafði áður látið gerast. Auk þess hafði sagan innihald sem féll vel að vangaveitum hans um samskipti Vesturlanda við Austurlönd, þar sem kynþáttafordómar og jafnvel kynferðisleg kúgun eru rótin að gamalgróinni heimsvaldastefnunni. Hwang velti efninu fyrir sér dágóð- an tíma og verkið varð byggingar- lega fullmótað í huga hans áður en hann settist við að skifa það, en sjálfar skriftirnar fóru að mestu fram haustið 1986 og tóku aðeins sex vikur að sögn. Hwang var um þessar mundir sestur að í Los Angeles þar sem hann var farinn að starfa við kvik- myndahandritagerð og honum datt ekki annað í hug en að verkið yrði eingöngu sýnt í þeirri borg. Úm- boðsmaður hans hafði hinsvegar ekki haft leikritið undir höndum í meira en sólarhring þegar hann hringdi og lagði til við leikskáldið að þeir færu með leikritið beint á Broadway eftir stutta prufukeyrslu í Washington og fengju ekki minni mann en Englendinginn John Dext- er til þess að setja það á svið. Allt þetta gekk eftir og varð „M Butt- erfly” eitt af síðustu verkefnum Dexters. Verkið var frumsýnt 1988 og hlaut Hwang Tony-verðlaunin fyrir besta leikritið á Broadway það árið. Leikritið hafði komið fram á réttum tíma og það hitti í mark. Það var ögrandi í efnistökum og umfjöllun sinni um afstöðu Vestur- landabúa, en féll samt sem áður vel að hinni nýju og opnu umræðu um samskipti ólíkra kynþátta. Olíkt því sem gerst hafði með velgengn- inni 1983 gat David Hwang nú tekið þessum sigri af yfirvegun og velktist ekki í neinum vafa um sitt hlutverk í öllu saman. Árni Ibsen n

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.