Morgunblaðið - 16.11.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.11.1991, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991 fA SVARTVIÐAROPERA OG BANDARÍSK TÓNSKÁLD eftir JÓN MÚLA ÁRNASON Opera Ebony — íbenholt — svartviðaróperusamtökin voru stofnuð 1973. Stofnendur þeirra voru söngvarar og tónlistarmenn af ættum svertingja í N-Ameríku. Markmið þeirra var að koma á framfæri svörtum óperusöngvur- um og kollegum þeirra í öðrum minnihlutahópum i rikjum okkar hvítamanna og afla þeim viður- kenningar. Löngum hefur þar skort á jafnrétti þegar í hlut eiga listamenn sem ekki teljast af Evr- ópuhlíðarættinni. Tónlistarfélag- ið Opera Ebony hefur starfað af þrótti og eflst mjög á þeim tæpu 20 árum sem liðin eru frá stofnum þess og sett á svið óperur Puccin- is, Verdis, Bizets og fleiri stór- meistara í klassíkinni, en hingað kemur listafólkið með atriði úr óperum bandariskra tónskálda, Treemonishu eftir Scott Joplin, Frederick Dóúglass eftir Dorothy Rudd Moore og Porgy og Bess eftir George Gershwin. Óperan Porgy og Bess — George Gershwin Óperan Porgy og Bess var frum- flutt í Colonial-leikhúsinu í Boston 30. september 1935. Það var eins konar generalprufa og rúmlega viku síðar var óperan komin á svið í Al- vin-leikhúsi á Broadway í New York. Þar hófst frægðarsaga merkustu óperu Bandaríkjamanna á kvöldi 10. október 1935. Aðdragandinn hófst með að Ge- orge Gershwin las skáldsögu Dubose Heywards, Porg, skömmu eftir að hún kom út 1925. Ári áður hafði Gershwin slegið í gegn með Rhapsody in Blue, fyrsta hljómsveit- arverki sínu, og var síðan skipað á bekk alvörutónskálda í Bandaríkjun- um, þótt ekki væru allir fræðimenn og spekingar í klassískum sið yfir sig hrifnir af piltinum. Gershwin var þá hálfþrítugur. Hann sá í sögunni af Porgy efni í bandaríska negraó- peru, velti henni tíðum fyrir sér, en hafðist ekki frekar að í svip. Á þess- um árum voru ekki margir hvítir menn í Bandaríkjunum fróðari Gers- hwin í negramúsík. Hann hafði kom- ist í kynni við hana í bernsku og síðan voru söngvar og dansar svert- ingjaþjóðarinnar í Harlem snar þátt- ur í allri músík hans. Foreldrar tónskáldsins, Rósa Brúskin og Moritz Gersowitz, kynnt- ust á æskuárum í gyðingagettóinu í Sankti Pétursborg. Þegar Brúskin- fjölskyldan fluttist frá Rússlandi vestur um haf elti Móritz Rósu sína. 'Þau voru gefin saman í New York 1895. Brúðguminn ameríkaníseraði nafn sitt og fyrsta barn Gershwin- hjónanna fæddist ári síðar. Sveinn- inn var skírður ísrael, seinna Ira, textahöfundur og ljóðskáld bróður síns, sem fæddist 26. september 1898. Honum var gefið nafnið Jak- obs en var strax í barnæsku kallað- ur George. Gershwinkarlinn var lag- inn kaupsýslumaður. Fjölskylda hans hafði ævinlega nóg að bíta og brenna og þegar píanóið kom í stáss- stofuna var alltaf peningur afgangs til að borga píanókennurum Georgs litla. Foreldrarnir héldu sjaldan kyrru fyrir á einum stað. Þeir tóku á leigu upp undir 30 íbúðir frá alda- mótum til 1917, jafnan í austurbæn- um á Manhattan, og fluttust stund- um alla leið til Harlem. Þar lærði George brátt alþýðusöngva og dansa svertingjanna í hverfinu og þar var djassmúsík farin að duna í upphafi aldarinnar. Piltinum sóttist vel barn- askólanámið, en var þó framan af ötulli í boltaleik og strákahasar á götum og gangstéttum. Einn góðan veðurdag heyrði hann undurfagra tóna berast út um opinn glugga í grenndinni. Þar var sama lagið spil- að upp aftur og aftur og varð æ fallegra. George mátti sig ekki hræra og beið þarna þar til píanó- leikarinn kom út. Það var þá jafn- aldri hans, 10 ára snáði, sem sagð- ist hafa verið að læra melódíu í f- dúr eftir Anton Rubinstein. Strák- arnir urðu mestu mátar og brátt bættist fiðluleikari í þetta nýja tón- listarfélag, telpa á svipuðu reki, sem æfði við sama hljómleikaglugga Humoresku Dvoraks. Maxie Rosen varð heimsfrægur fiðlusnillingur. Þessi músík var ekki ónýtt vega- nesti þegar George fór að fást við lagasmíð nokkrum árum síðar. Um þetta leyti eignaðist Gershw- in-fjölskyldan slaghörpu. George lagði hana undir sig á stundinni og sinnti síðan engu öðru. Hann var settur í píanótíma hjá góðum kenn- urum og heppnin var með þegar hann fékk tilsögn hjá sprenglærðum tónlistarmanni, Charles Hambitzer. Hann fór brátt að kenna ungum nemenda sínum á 14. ári píanóverk stórmeistaranna, allt frá Bach til Ravels. Hann vissi strax hver hér var kominn. Hambitzer skrifaði syst- ur sinni: I have a new pupil who will make his mark in music if anybody will, the boy is a genius without doubt. Og héðan í frá snerist allt um músík og tónlistarmenn. Gershwin safnaði myndum af snillingum, fór á alla hljómleika sem í boði voru: I listened not only with my ears, but with my nerves, my mind and my heart, sagði hann síðar. Fimmtán ára samdi hann fyrsta lagið sitt. Var þá orðinn auglýsingapíanisti í nótna- verslun á dægurlagastrætinu mikla, Tin Pan Alley, og kaupið hátt. Þarna kynntist hann fremstu dansa- og dægurlagasmiðum í New York og sagði kennara sínum Hamblitz til allnokkurrar skelfingar: Þarna er komin amerísk músík. Eg skal sko aldeilis láta til mín taka í þessum bransa. Gershwin lét ekki sitja við orðin tóm. Tvítugur var hann kom- inn í skærasta sviðsljósið þegar A1 Jolson gerði Swanee-söng hans að hvellnúmeri sínu. Og áfram hélt hann að læra og læra og samdi um þessar mundir lítinn strengjakvart- ett í þremur þáttum. George Gers- hwin var því ekkert að vanbúnaði þegar Paul Whiteman pantaði hjá honum Rhapsody in Blue til að færa upp á tímamótakonserti í Aeolian- hljómleikahöllinni í New York 12. febrúar 1924. Hann kvaðst ætla að sameina þar í eitt skipti fyrir öll klassík og djass. Síðan hefur sú saga gengið í tónlistarklíkum að Gers- hwin hafi lítið sem ekkert kunnað til verka þegar hann samdi Rhapsody in Blue. Það hafi verið langskólagenginn píanisti og útse- tjari Paul Whitemans, Ferdé Grofé, sem samdi rapsódíuna upp úr ein- hvers konar frumdrögum tónskálds- ins. Svona rugl getur reynst lífseigt þótt allir viti að Gershwin hafi haft nauman tíma til stefnu. Whiteman gaf honum 3 vikur til að ljúka verk- inu og varð Gershwin því að leita til Ferdé Grofés til að ganga frá raddskrám í tæka tíð fyrir tímamóta- konsertinn. Hvernig má það annars vera að rúmu ári síðar lagði Gers- hwin fram fullfrágenginn píanókon- sert í klassísku þriggja þátta formi og sjálfan sig í einleikshlutverki, hafi hann ekki kunnað sitt fag. Sér er nú hver viskan. Og á einu sviði skaraði Gershwin fram úr öllum bandarískum tónskáldum: Hann var búinn að læra flest sem máli skipti í negramúsík, þar á meðal djass. Það sanna píanóprelúdíurnar sem hann gaf út 1925. Ekki hafði nokkur maður, ekki einu sinni W.C. Handy, skrifað eins fínan 12 takta blús og prelúdíuna nr. 2: Andante con moto e poco rubato. Og svo komu hljómsveitarverkin hvert af öðru, Ameríkumáður í Par- ís, Kúbu-forleikurinn, New York eða önnur, (second) rapsódían, sinfón- ískt hljómsveitartilbrigði um I got rythm o.fl. og þess á milli aragrúi áf músíkölum og danssýningalögum. Að minnsta kosti 700 talsins áður en kom að Porgy og Bess. Aldrei gleymdi Gershwin sögunni ,af Porgy og þegar DuBose Heyward gerði leiksviðsverk úr sögu sinni um 1930 dró til tíðinda. Gershwin sagði Heyward frá hugmynd sinni um óperusögusviðið í svertingjaþorpinu á strönd Suður-Karólínuríkis þar sem eintómir svertingjar væru í óperuflokknum. Sem sagt ósvikin negraópera. Þetta leist Dubose Heyward vel á og var fastmælum bundið að hefjast handa. Það dróst þó og enn heyrðist hvíslað í tónlistar- heimi að Gershwin hafi vegna van- kunnáttu slegið öilu á frest. Þó máttu allir vita þá og nú að maður- inn var upptekinn af tónleikahaldi, músíkölum á Broadway, kvikmynd- atónsmíðum í Hollywood og sam- kvæmislífi og átti ekki stund aflögu. En vorið 1933 skrifar DuBose Heyw- ard tónskáldi sínu að nú sé að hrökkva eða stökkva. sönghallastjór- ar í New York hafi falið Jerome Kern og Oscar Hammerstein að gera músíkala upp úr Porgy með A1 Jol- son í aðalhlutverki. „Hér eru miklir peningar í boði,” sagði Heyward og spurði: „Hvað á ég nú að gera?” „Það má aldrei verða,” sagði Gers- hwin músíkali. „Með A1 Jolson í aðalhlutverki yrði bara gamla black- face minstrels-ruglið upp á nýtt með svartförðuðum hvítingjum. Porgy á að vera biksvört negraópera og punktur. Nú förum við í gang'.” Sam- starf skáldanna var farsælt þótt pósturinn sæi um mikinn hluta þess. DuBose Heyward bjó suður í Flórida og gat ekki hugsað sér að flytjast þaðan en Gershwin var samnings- bundinn í báða skó í New York. Metropolitan-óperan bauð hagstæða samninga og fyrirframgreiðslur en því var ekki ansað. Gershwin vissi að í Metropolitan yrðu sýningar fáar og þar með slút. Hann sefndi á Bro- adway-leikhús og mikla aðsókn. Sumarið 1934 leigði hann sér bústað á Folly-eyju í skeijagarðinum undan Charleston-borg í Suður-Karólínu- ríki og dvaldi þar í nokkra mánuði og gekk hreinlega í samfélag svert- ingja. Þeir sem best vissu til sögðu að þarna hefði tónskáldið síst af öllu verið ókunnur gestur í heimsókn heldur engu líkara en að pilturinn væri loksins kominn heim til sín. Hann tók negrakúltúrinn beint í æð, óperumúsíkin eignaðist hljómsveit- arbúning sem tónskáldið hafði dreymt. Hann var allur í lífi og starfi svertingjanna frá morgni til kvölds og fram á nætur, söng með þeim sálmana í kirkjunni, lærði dansana á kvöldvökum, afríska hrynjandi í vinnusöngvum, sveiflugleðina og harmljóðin og allt annað sem pass- aði í óperuna. Svo fór hann heim til New York og lauk óþerunni um vet- urinn. Hún hét nú ekki lengur Porgy heldur Porgy og Bess. „Af hveiju?” spurðu óperustjórar. Af því að svo- leiðis er það alltaf í óperum. Tristan og ísönd Pelleas og Melisande, Sam- son og Dalíla, and that’s what. Viðtökum frumsýningargesta í Alvin-leikhúsi að kvöldi 10. október 1935 verður ekki með orðum lýst. Það var æpt og klappað og stappað og leikhúsið riðaði og ætlaði fagnað- arlátum aldrei að linna. Gagnrýn- endur skiptust í tvo hópa, leiklistark- rítíkerar áttu varla orð um nýja al ameríska snilldarverkið, hinir voru færri, en margir úr hópi tónlistar- fræðinga, sem fundu verkinu margt til foráttu. Sumir töldu það fyrir neðan allar hellur. Þeir dæmdu á röngum forsendum og tóku flestir orð sín aftur seinna. Það var uppselt á allar sýningar og svo var farið með Porgy og Bess HLAUPIÐ EKKI BURTU FRÁ STYRK YKKAR rætt við meðlimi Ebony óperuhfipsins, sem kemur fram mtð Sinfóníuhlióm- sveit íslands í dag Sinfóníuhljómsveit íslands hélt all sérstæða tónleika síðastliðið fimmtudagskvöld. Efnisskrá tónleikanna var bandarísk og sungin voru lög eftir George Gershwin, Dorothe Rudd Moore og Scott Jopl- in. Einsöngvarar á tónleikunum voru meðlimir „Opera Ebony” í New York, þeldökkir óperusöngvarar, sem sungu ásamt kór Islensku óperunnar. Tónleikarnir verða endurteknir í dag, klukkan 14.30. Opera Ebony-félagið var stofnað árið 1973 af Benjamin Mathes, Wa- yne Sanders, systur Mary Elise og Margaret Harris. Tilgangur félags- ins er að styrkja og koma á fram- færi íistamönnum sem ekki eru af evrópskum uppruna, söngvurum, tónskáidum, hljóðfæraleikurum, stjórnendum og tæknimönnum. Hingað til Iands komu sex söngv- arar, LaRose Saxon, Mary W. Smit, Vanessa Ayers, Wiiliam Marshall, Cedric Cannon og Jeffrey Hairston, ásamt Wayne Sanders, fram- kvæmdastjóra félagsins og einn af stofnendum þess. „Hugmyndina að þessu óperufé- lagi átti systir Mary Elise,” segir Wayne Sanders. „Það var mikil þörf fyrir óperufélag, þar sem þel- dökkir listamenn gátu komið fram. Við litum í gegnum efnisskrár og bæklinga fjölda óperuhúsa og sáum að þar voru aldrei svartir söngvarar og það var alger hending ef einhver svartur starfaði innan húsanna. Þetta hafði auðvitað alltaf verið svona, en systir Elise var mjög sér- stök manneskja. Hún gerði sér grein fyrir að þetta gerði okkur döpur, en hún var mjög bjartsýn manneskja og trúði því að jákvætt hugarfar gæti fiutt fjöll. Til að byija með var hún listrænn. stjórnandi félagsins og hún var mjög ötul við að koma því á fram- færi. Frá stofnun höfúm við sungið um allan heim; flestum löndum Evrópu, Suður-Ameríku, í Sov- étríkjunum og • auðvitað um öll Bandaríkin. Systir Elise gerði sér grein fyrir því að svartir söngvarar voru bein- línis útiiokaðir. Hún hvatti okkur til að hætta að vorkenna okkur og skapa okkur starfsgrundvöll. Hún hafði líka þá kenningu að við bær- um ábyrgð á því sjálf, hvort við finndum okkur farveg til að tjá okkur og ieið til að komast inn í óperuhúsin. Það er nefnilega þannig að þegar söngvarar fara í prufu-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.