Morgunblaðið - 16.11.1991, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 16.11.1991, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991 B 5 kynbræðra sinna á þeim slóðum. Skömmu fyrir síðustu aldamót var Joplin fastráðinn píanisti á skemmti- staðnum Maple Leaf í Sedaliuborg, og gaf um þær mundir út frægasta ragtime dans sinn, Maple Leaf Rag, The Time I Ragged. Næsti áratugur . varð honum ábatasamur, ragtime- dansar, sönglög, skottísar, valsar og allskonar alþýðulög voru gefin út á nótum og færðu höfundi frægð, og þó nokkuð fé í aðra hönd. Joplin fylltist eldmóði í skáldskap sínum og ákvað að láta rætast draum sinn um negra-óperu. Yrkisefnið var Tre- emonisha, saga um stúlkuna, sem fátæk plantekruhjón, Ned og Monis- ha fundu í reifum tveggja daga gamla undir tijákrónu á landareign- inni. Húsfreyjan hét Monisha, og skírði tökubarnið sitt í höfuðið á sér og trénu: Treemonishu. Stúlkan óx úr grasi og dafnaði vel, þrátt fyrir fátæktarbasi og þröngan kost í hví- vetna, varð mesti dugnaðarforkur og kvenskörungur, hafði enda fengið að njóta skólagöngu, læra lestur, skrift og reikning, á vegum auðugra landeigenda, sem launuðu Monishu, stjúpu Treemonishu þannig vel unn- in störf á heimili sínu. Með tímanum varð Treemonisha leiðtogi svertingja í sýslunni, fyrst kvenfólksins, hún tók sér fyrir hendur að kenna konun- um allt sem hún hafði lært, sam- kvæmt reglu sinni númer eitt: Fá- fræði er glæpur. Hún varð líka mestur mannasættir, og þótt hún syngi: „Women may follow me many _ days long, but the men may think that I am wrong,” þá fór svo að karlarnir féllust líka á heilræði henn- ar og reglu númer tvö: Að launa illt með góðu, fyrirgefa misgjörðir. Þeir syngja: „We want you as our lead- er, we will trust you as our leader,” og hún svarar: „I will lead you, oh yes I will lead you.” Scott Joplin kostaði til öllu sem hann átti að setja óperu sína á svið, en óheppnin elti hann, og allt í hinu mesta klandri, frumsýningin misheppnaðist og fór út um þúfu og urðu sýningar ' ekki fleiri, þar tapaði Joplin aleig- unni. Vonbrigði skáldsins urðu hon- um um megn, hann missti heilsuna og lést á geðveikrahæli vorið 1917. Síðan var hljótt um músík Jopl- ins, nema þá kannski í röðum nok- kurra ragtime-sérvitringa, og ein- staka djassbandi. Svo leið hálf öld, og þá var það að kvikmyndasmiðum í Hollywood hugkvæmdist að brúka dansa Joplins í glæfralega fyndnum og spennandi reifara: Sting. Kvik- myndin fór sigurför um heiminn og ragtimedansar Scott Joplins urðu vinsæl tízkumúsík um víða veröld. Skömmu síðar var svo Treemonisha vakin upp af sínum langa svefni og sett á óperusvið suður í Texasríki, . og síðan er hún sungin og leikin út um allar trissur, einkum í hljómsveit- ar- og söngbúningi eftir Gunther Schuller, tónskáld og sinfóníustjóra. Ebony-sönghópurinn ó æfingu með Sinfóníuhljómsveit íslands og kór íslensku óperunnar, fyrr í vikunni um Bandaríkin þver og endilöng og haldnar sýningar í einum 20 stór- borgum. í ársbyijun 1937 fór George Ghershwin að finna til undarlegs lasleika sem læknar kunnu enga skýringu á. Það var komið fram á sumar þegar sérfræðingar fundu ill- kynjað æxli í heila skáldsins. Það varð að skera upp án tafar. Gers- hwin var lagður á skurðarborðið og svæfður skömmu fyrir miðnætti vestur í Hollywood. Hann lést þar næsta morgun, 11. júlí 1937, 39 ára gamall. Andlátsfregnin fór eins og reiðarslag yfir Bandaríkin. Þjóðin vildi ekki trúa því að skáldið þeirra væri fallið frá í blóma lífsins og það var þjóðarsorg. Hér í álfu fóru ópoerustjórar að hugsa sér til hreyfings skömmu síð- ar en yfirvofandi styijaldarógn lam- aði öll vitræn átök og svo skall á svartnætti heimsstyijaldar. Þá gerð- ist það árið 1943 í Danmörku að Konunglega óperan í Kaupmanna- höfn setti Porgy og Bess á svið fyr- ir framan nefið á hernámsliði Þjóð- veija. Einar Nörby var Porgy en Elsa Brehms og kona Stefáns ís- landi var Bess. í Danmörku var auglýsingagluggi um gifturíka silki- hanskastjóra þýsku generálana á meginlandinu og það var ekki fyrr en eftir 20 sýningar fyrir fullu húsi að Gestapó sagði nú er nóg komið. Hættið ellegar við sprengjum Kon- unglegu óperuna. Fyrr mátti nú líka vera, negraópera, og í þokkabót eft- ir gyðingastráka. Var húsinu þá lok- að. En síðan gerðist það í hverri einustu fréttasendingu Þjóðveija í danska útvarpinu að inn í lestur þeirra kom leynistöð danska and- spyrnuhersins á sömu bylgjulengd, og spilaði It ain’t necessarily so á eftir hverri frétt og söngurinn sá úr Porgy og Bess varð sameiningar og baráttustef Dana og ómaði um allt landið þar til þýsku nasistaher- irnir voru gjörsigraðir vorið 1945. Og þá hófst sigurför óperunnar fyr- ir alvöru í heimsbyggðinni.Nú hálfri öld síðar er ópera Georges Gers- hwins Porgy og Bess — ekki lengur al-amerísk negraóperaheldur al- þjóða- og heimsópera, og mun svo verða enn um sinn. Frederick Douglass eftir Dorothy Rudd Moore Höfundur útskrifaðist með láði í tónmennt, hljómfræði og tónsmíðum úr Harvard háskóla 1963. D.R.M. er einhver mesti tónlistarfrömuður í Bandaríkjunum nú á dögum og hafa verk hennar verið á efnisskrám sinfóníuhljómsveita víða um lönd síð- an fyrsta sinfónía hennar var frum- flutt í Washington-borg. Þar spilaði National Symphony Orchestra undir stjórn eiginmanns tónskáldsins: Kermit Moore sellóleikara.Dorothy Rudd Moore er einn stofnenda sam- takanna Society of Black Compos- ers. — Opera hennar: Frederick Douglass var frumsýnd í New York borg sumarið 1985. Sögupersónan sem óperan byggir á var sonur svartrar ambáttar í Talbot-sýslu í Maryland-ríki, faðirinn óþekktur hvítur maður. Frederick var svo heppinn að komast á bamsaldri í eigu góðviljaðs stórbónda, sem kenndi þessum gáfaða pilti að lesa og skrifa.En með auknum þroska sótti negradrengurinn svo ákaft í meiri fróðleik, að ekki þótti á annað hættandi en koma honum í þrælat- amningu á stofnun fýrir svarta uppi- vöðsluseggi að þar mætti húðstrýkja úr honum frekari löngun til mennt- unar. En stráksi lét ekki bugast fyr- ir svipu og hlekkjum og tókst að stijúka úr uppeldisstofnun þrælap- ískara, var sinn eigin herra, og aldr- ei framar persónuleg prívateign ann- arra manna. Frederick Douglass stakk af norður til Massachusettes, komst þar í daglaunavinnu, og varð stöðvarstjóri á neðanjarðaijárn- brautinni. Fyrirtæki þetta voru sam- tök til frelsunar flóttaþræla úr suð- ursveitum Bandaríkjanna, þau komu á laun í leit að frelsi nyrst í Banda- ríkjunum og í Kanada, þar hafði Morgunblaðið/Árni Sæberg þrælahald verið afnumið löngu fyrir Borgarastyijöldina 1861. í öðrum þætti eru flóttamenn í felum í kjallara heima hjá Frederick Douglass. Þar eru Ned og Jenny sem strokið hafa úr þrældómi með böm sín. Þá beija að dyrum þrælaveiðar- ar og gengur Ned þeim á hönd, og forðar þannig hinu flóttafólkinu frá handtöku. Ned er hlekkjaður og sendur suður á bóginn, þar sem hans bíður dauðadómur og aftaka fyrir að hafa drepið eiganda sinn. Treemonisha — Scott Joplin. Texarkana 24. nóv. 1868 — New York borg 1. apríl 1917 Foreldrar nýfijálsir úr þrældómi, faðirinn þokkalegur fíðluleikari, móðirin vinsæl söngkona og banjó- leikari, börn þeirra öll syngjandi og spilandi, yngstur Scott Joplin, kom- inn í píanótíma 8 ára, og svo efnileg- ur að tónlistar- og söngkennari bæjarins tók hann undir sinn vemdarvæng og kenndi honum án þóknunar nótnalestur, píanóleik og hljómfræði og þótti nemandinn hinn efnilegasti. En þegar Scott Joplin var 14 ára var hann settur í erfiðis- vinnu til að létta undir í heimilishald- inu, hann stakk þá af og lifði á pían- óspili næstu árin, á skemmtistöðum svertingja í Mississippi-dalnum, og kemst í kynni við hverskonar músík söng, að þá er alltaf spurt hvaða hlutverk þeir hafí sungið og hjá hvaða óperuhúsum. Svartir söngv- arar höfðu aldrei neina reynslu. En með stofnun Opera Ebony, varð til óperufélag þar sem söngvarar okk- ar gátu öðlast alla þá reynslu sem til þurfti. Frá stofnun má segja að við höfum sviðsett öll helstu verk óperubókmenntanna, hvort heldur sem er eftir Verdi, Puccini, Mozart og hjá okkur hafa hundruð lista- manna fengið tækifæri. Það sem við höfðum fyrst og fremst að leiðarljósi, var að vera stolt yfir uppruna okkar, menningu og hefðum. Við ákváðum að útiloka aldrei neinn, nema á listrænum for- sendum. Þessvegna starfa ekki að- eins svartir listamenn við óperuna, heldur fólk alls staðar að úr heimin- um. Við höfum söngvara af gula kynstofninum, brúna, svarta og hvíta. Það er aðeins spurt um gæði. Þar af leiðandi höfum við mikið af mjög fínum syngjandi leikurum í hópi okkar. Auðvitað þótti þetta óvenjulegt til að byija með og okkur var ráð- lagt að byrja alls ekki í New York. Það væri versti staðurinn. En syst- ir Elise sagði alltaf, „það sem á að verða, verður”. Það reyndist síðar mikil gæfa fyrir okkur að hafa hasl- að okkur völl og komið okkur fyrir í New York. Hann er mjög sérkennilegur þessi hugsunarháttur í óperuhúsum um víða veröld að hvítir söngvarar þurfi að syngja í evrópskum óperum. Og sem dæmi um það hvað óperustjór- ar eiga erfitt með að ímynda sér svarta óperusöngvara í uppfærslum sínum, þá eru stundum skrifaðir svartir einstaklingar inn í óperur, en þá eru gjarna hvítir söngvarar settir í hlutverkin — málaðir svart- ir! Allar þessar óperur höfum við fært upp, ýmist með svörtum söngvurum eingöngu eða bæði svörtum og hvítum og það hefur gengið mjög vel hjá okkur. Það er nefnilega svo, að áhorfendum er alveg sama hvernig söngvararnir ena á litinn, bara ef þeir fá að hlusta á góða söngvara sem geta líka leik- ið. Sú afstaða að ekki sé hægt að nota svarta söngvara í óperum, er því eingöngu meinloka þeirra sem stjórna óperuhúsunum. En ég verð að viðurkenna að þetta hefur aðeins lagast. Það eru til óperuhús sem hleypa inn einum og einum svörtum söngvara. Við teljum þá þróun okkur til tekna, því við höfum lagt hart að okkur, farið mjög víða og listamenn okkar hafa fengið mikið lof fyrir söng sinn og túlkun. Við finnum að barátta okkar er að bera árangur.” Hvernig er Ebony óperan byggð upp? „Eins og allar aðrar óperur, segja þær Vanessa og Mary. Þar vinna hundruð listamanna, af öllum hugs- anlegum litarháttum. En okkur finnst Ebony hafa fram yfír aðrar óperur þar sem við höfum starfað, að andrúmsloftið þar er eins og á stóru heimili. Við erum eins og ein fjölskylda. Það er til dæmis ekki gert ráð fyrir því að söngvari sem er að stíga sín fyrstu skref, fari hnökralaust í gegn. Maður missir ekki öryggistilfinninguna, þótt manni verði á í messunni. Við höf- um öll leyfi til að gera mistök og læra af þeim. Bæði Wayne og list- ræni stjórnandinn okkar eru lista- menn sjálfir og þeir hafa mikinn skilning á því hvernig listamaður þroskast. Það hefur ekki lítið að segja.” „Andi systur Elísu er ennþá mjög sterkur hjá okkur, þótt hún sé nú dáin,” bætir Wayne við. „Hún heyrði svertingja fyrst syngja óperuaríu fyrir 56 árum og gerði sér grein fyri því að það eru engin takmörk til, hvað raddir og radd- svið varðar. Einu takmarkanirnar sem til eru, eru hugsunarháttur. Hún sagði alltaf „hlaupið.ekki burt frá styrk ykkar. Leyfið heiminum að sjá hvað í ykkur býr. Þið getið verið reið og bitur ef þið viljið og þar með látið stöðva ykkur. Þið getið líka notið þess sem þið hafið og deilt því með öðrum. Ykkar er valið.” Hvers vegna haldið þið að sé svo erfitt fyrir óperustjórnendur að ímynda sér aðra en hvíta söngvara í klassísku evrópsku óperunum? „Ég held það sé vegna þess að það hefur lengi tíðkast að gera óperuhlutverkin að stereótýpum,” segir Wayne. „Maður hefur séð alls- kyns vinnubrögð hvað það varðar. Til dæmis hef ég séð óperustjórn- endur vera að leita að söngvurum í réttri hæð. Þeir eiga erfitt með að sjá það fyrir sér að lágvaxinn tenór og hávaxinn sópran geti verið elskendur. Ég hef líka séð óperu- stjórnendur sem eru að leita að söngvurum með einhverri tiltekinni lögun á nefi. Það er allt til. Og þá er notuð útilokunaraðferð; ekki stórar konur á móti litlum körlum, ekki feitalagnar konur, ekki feit- lagnir karlmenn, ekki svartir á móti hvítum, ekki gulir á móti hvít- um. Það er allt til og það skiptir engu máli hvernig röddin er. En svona val er svo órafjarri líf- inu. Allt í kringum okkur sjáum við fólk af öllum stærðum og gerðum. Það eru til elskendur, þar sem ann- ar aðilinn er hvítur, hinn svartur, karlmaðurinn lágvaxinn og konan hávaxin, karlmaðurinn yngri en konan. Það er einmitt þetta sem gerir lífið svo fjölbreytilegt og spennandi og lífið sjálft geta allir leikið í óperum, ef þeir hafa bara röddina til þess og kunna að túlka persónurnar. Ég tek sem dæmi þá tónleika sem við tökum þátt í m_eð Sinfóníuhljóm- sveit Islands. Kór Islensku óperunn- ar syngur með okkur. í einu verk- inu syngja þau kórverk sem eru skrifuð fyrir svarta verkamenn á bómullarekrum. Kór íslensku óper- unnar syngur þetta frábærlega. Hver er svo kominn til með að segja við meðlimi hans: „Þið getið ekki sungið þetta, vegna þess að þið eruð hvít.” Litarháttur skiptir engu máli í óperum. Þær fjalla allar um mann- legar tilfinningar og það sem skipt- ir máli er gleðin yfir því að fá að syngja hlutverk sem maður ræður vel við, án þess að einhver sé alltaf að segja: „Þú getur þetta ekki.” . VIÐTAL/SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.