Morgunblaðið - 16.11.1991, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 16.11.1991, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991 B 7 - Þú segir að þetta sé frekar skot á bókmenntafræðinga, en þú hefur einmitt verið að fjalla nokkuð um gildi og tilgang bókmennta- fræða upp á síðkastið. „Já, ég hef stundum misst út úr mér einhveijar „selvfölgeligheder” um bókmenntafræðinga sem virð- ast telja að bókmenntirnar séu allt að því óþarfar fyrir fræðigreinina bókmenntafræði. Þeir minna mig stundum á barnakennara sem eru útfarnir í kennslufræði en hata börn! Ég held að skýringin sé oft sú að kenningarnar koma á undan lesningunni, og menn leita síðan að textum til að fella inn í þær. Það gerist oft hjá fólki sem hefur kokgleypt skólalærdóm of hráan, það nær á einhvern hátt ekki að samsamast því sem það hefur inn- byrt, ogþá snúast hlutirnir við. Sem mér finnst rangt, en hef rekið mig á að það finnst ekki öllum. Annars hef ég engar sérstakar áhyggjur af þessu og held að lífvænlegar bókmenntir muni alltaf pluma sig, alveg sama hvað gerist í bók- menntaumræðunni. En ef vel væri að verki staðið ætti samt að geta Þðrarinn Eldjarn senflir frá sér háttbundna Ijnðabnk, ng aðra með Ijððum fyrir bnrn orðið þar til einhver heillavænlegur díalógur. Það er sem betur fer ekki þannig, að það sem fræðingar eru að segja stjórni bókmenntunum, en ég held að margir fræðingar mundu vilja að það væri svo.” - Er hlutverk bókmenntafræð- inga þá að tengja eitthvað saman og skoða í yfirliti? „í sjálfu sér hlýtur það að vera hlutverk, en ég er ekki reiðubúinn að gefa fyrirmæli um hvort það eigi að skoða bókmenntirnar út frá sögulegum atriðum eða ævisögu- legum, heimspekilegum, sálfræði- legum eða einhveiju allt öðru. Hins- vegar held ég, og ég hef sagt það áður, að partur af því af hverju svona teóríusukk hefur haft til- hneigingu til að fara út í vitleysu hér, er að mjög.mikið af heiðar- legri gamaldags bókmenntasögu- legri fræðimennsku sem búið er að vinna í öðrum löndum um höfuð- skáldin þar og enn er í fullum gangi, hefur alls ekki verið unnin hér. Hvar er hin stóra ítarlega ævisaga um Einar Benediktsson, mann og verk; um Matthías Jochumsson, Davíð Stefánsson og svo framvegis? Þetta er ekki til. Menn gætu haft þetta sem bakhjarl, þetta gæti virk- að sem ballest, vegvísi í dimmustu holtaþokunni.” - Hvað með þá sem eru að skrifa bókmenntirnar, taka þeir eitthvert mark á fræðikenningum; reyna þeii' kannski að fylla upp í einhveijar kenningar? „Nei, það held ég ekki. Allir sem vita einhvers staðar innan í sér, meðvitað eða ómeðvitað, hvað þeir eru að gera, þeir fara fyrst og fremst eftir þessum ótalmörgu röddum sem berast innan úr þeim sjálfum og alls staðar úr umhverf- inu. Þó ég sé eitthvað svona að nöldra öðru hveiju, þá hef ég engar stórar áhyggjur af þessu og ég held ekkeit að það sé verið að eyði- leggja bókmenntirnar. Það er ekki hægt.” Lít ekki á mig sem ljóðminjavörð - En svo við komum aftur að ljóðabókinni, þá notar þú ljóðstafi, rím og stuðla. Oft er talað um hátt- bundinn kveðskap sem íþrótt, og má þá tala um þig sem íþróttamann í þeirri merkingu? „Já já, ég hef ekkeit á móti því að ég sé kallaður svona íþróttamað- ur, enda er skáldskapurinn íþrótt vammi firrð eins og Egill sagði. Ég veit vel að það hefur verið lenska að taia niðrandi um íþróttamennsku í yrkingum. En mér er alveg sama. Ég legg mikið upp úr því.” - Af hveiju eru sum ljóð þín í fijálsu formi, en önnur háttbundin? „Ég veit það ekki alveg. Byrjun- in er náttúrlega alltaf sú sama; ein- hver hugmynd. Síðan er það ýmsum tilviljunum háð hvora leiðina það fer. Það má þó kannski að segja um það sem fer háttbundu leiðina, að þá er oft bundið í grunnhug- myndina eitthvað sem tengist mál- inu; ljóðlína eða rím. Svo er það líka það hvernig maður er stemmd- ur þá og þá stundina, og kannski spila líka inní gjörsamlega verald- legir hlutir, eins og það hvað maður hefur mikinn tíma, þar sem hið háttbundna form er miklu tímafrek- ara.” - Almennt nota skáldin ekki háttbundið ljóðform í dag, ert þú að halda einhverju við? „Nei nei. Ég lít ekki á ’mig sem einhvern ljóðminjavörð, alls ekki. Ég hef oft sagt að þetta form er mér í raun og veru miklu tamara, og ég hef enn oftar sagt að ég tel að það sé erfiðara að yrkja vel í lausu máli. Þetta virðist kannski vera þversögn því ég var að enda við að segja að hitt væri tímafrek- ara, en ég á við að ef einhver mað- ur yrkir háttbundið og getur það ekki þá sjá það allir. Það æpir fram- an í lesandann. Það er miklu erfið- ara að skilja á milli feigs og ófeigs í óbundna forminu. Að því leytinu má segja að það sé erfiðara. Ég hugsa að þetta sé alveg eins bæði í tónlist og myndlist: Ef maður ein- setur sér að mála mjög natúralískar myndir en getur ekkert málað, þá sjá það allir, það getur tekið aðeins lengri tíma að sjá í gegnum mann sem málar eins og simpansi og er kannski meira að segja simpansi.” Ljóð handa börnum - Þú hefur líka verið að setja saman barnaljóðabók sem væntan- leg er innan skamms, með myndum eftir Sigrúnu systur þína. „Já, hún heitir ÓÐfluga og er háttbundin að sjálfsögðu. Hún teng- ist mínum skáldskap ekki beint, svona hugmyndalega séð, en formið og málbeitingin á eitthvað skylt við hvoru tveggja. Þetta eru dálítið skringilegar vísur og absúrd ljóð, þar sem bæði er verið að leika sér með skrýtnar hugmyndir og með málið.” SÖGULL OG ÞÖGULL Sögull og Þögull sátu sunnan undir vegg, kaldar kleinur átu, kál og.soðin egg. Og fpmargt Sögull sagði um soðin egg og kál, en alltaf Þögull þagði, um þessi sömu mál. Uns reiður sagði Sögull: - Þitt sálarlíf er hrumt. - Þegiðu, svarar Þögull, og það var allt og sumt. - En af hveiju ljóðabók fyrir börn, er þetta eitthvað uppeldislegt? „Nei nei. Ég er ekki með neitt slíkt í huga. Eg fer ekki að gera ljóð handa börnum af því að ég hafí ákveðið að börn þurfi á ljóðum að halda, ljóðið þurfi á börnum að halda, eða eitthvað svoleiðis. Þessi ljóð hafa bara orðið til, það eru skrifaðar sögur handa börnum og leikrit handa börnum, af hveiju ekki Ijóð? Það hefur verið gert frek- ar lítið af því á undanfömum árum. Það var mjög gaman að setja þessa bók saman, en myndirnar hennar Sigrúnar skipta afskaplega miklu máli fyrir útkomuna. Þetta eru ýmiskonar smámyndir, og litlar sögur, eins og kannski má segja að ljóð mín séu yfirleitt, en svona dálítið á öðm plani, barnslegt og barnalegt í senn.” er vitað að Beethoven var mjög hrif- inn af c-moll sónötu Mozarts. Það sem er sameiginlegt með þeim þremur verkum sem við emm með á efnisskránni annað kvöld, er að þau em öll mjög dyntótt. Það er mikill kraftur í þeim og mikið af snöggum geðbrigðum. Píanósónatan er elst þessara verka og hún er full af æskufjöri og ærslum. Sellósónatan er opus 102. Hún er samin árið 1818. Þetta er ein af síðustu sellósónötum Beethovens og þessar síðustu sónötur hans em allar ákaflega kjarnmikil verk. Það er búið að beija allt hismi utan af síð- ari verkum hans og þau eru mjög vel samin. Þau em laus við auka- atriði, hver tónn sem í þeim er, á heima þar. Og þótt mikið hafi verið rætt um heyrnarleysi Beethovens er það samt sem áður athyglisvert að hann hafði verið algerlega heyrnar- laus í tvö ár þegar hann samdi þessa sellósónötu. Hann átti því enga möguleika á að heyra hvernig hún kom út. Hún er líka dálítið sérstök að því leyti, að Beethoven brýtur upp sónötuformið í henni. Hún er samsett úr tveimur þáttum í stað þriggja og að báðum þáttunum er mjög hægur inngangur. Tríóið opus 70 er frá árinu 1808. Þetta tríó kallast líka „Geistes”, sem þýðir draugar. Það er vegna hæga kaflans. Hann þykir búa yfir mjög dularfullu andrúmslofti og það eru trillurnar á píanóinu sem þykja svona draugalegar. Þetta verk er fullt af andstæðum, það er dyntótt og í því er gífurlegur kraftur. Og það eru þeir eiginleikar sem gera þessi þijú verk mjög kröfuhörð.” — Þú hefur leikið með öllum hugs- anlegum hljóðfærasamsetningum, auk þess sem þú hefur haldið ein- leikstónleika. Hvenær byijaðir þú að spila? „Ég lauk prófi hér heima árið 1962. Síðan stundaði ég nám við Royal Academy í London 1962-65 og kom fyrst fram hér heima á Háskólatónleikum árið 1965.” - Hvaða tónleikaform finnst þér skemmtilegast? „Ég hef í rauninni mest gaman að fjölbreytni. Ég mundi ekki vilja vera eingöngu í neinu. En ég hef aldrei leikið með söngvurum. Ég ber ákaflega mikla virðingu fyrir söngv- urum og til að leika undir hjá þeim, þarf töluverða sérhæfmgu. Hana hef ég ekki. Ég hef sérhæft mig í að leika með öðrum hljóðfærum. Það má kannski segja að hveiju sinni sé ég að gera það sem mér finnst skemmtilegast og þannig hafí það alltaf verið. Á síðustu árum hefur mér þótt mest gaman að leika með Tríói Reykjavíkur. Samleikur okkar þriggja á sér líka mjög langa sögu. Ég lék bæði með Guðnýjú og Gunn- ari þegar þau debúteruðu hér og síðan hef ég leikið með þeim báðum til skiptis í gegnum árin. Þau hafa líka leikið mikið saman, svo það má segja að jarðvegurinn hafi verið vel plægður þegar við ákváðum að koma festu á samleik okkar. Það er mjög gefandi að finna hvernig samleikur okkar þéttist með hveijum tónleikum og við finnum að okkur fer fram. Við heyrum það líka frá áheyrendum okkar. Það er mikils virði. Sú tónlist sem hefur verið samin fyrir tríó er líka skemmtileg og þetta er sérstakt form. Um leið og maður er í sjálfu sér einleikari, verður maður að taka tillit til hinna. Við getum ekki falið okkur á bak við önnur hljóðfæri. Og þótt mest beri á stórum verkum, eins og sinfóníum, eftir tónskáldin, þá eru það tríó og kvartettar sem eru bestu verkin þeirra. Tónskáldin geta nefnilega ekki falið neitt heldur.” „A JOLUNUM FÆDDIST JÓLABÓKIN” „Bókmenntalegt óráð” kallar Kjartan HliiliiJjÍilill Árnason „það ofurkapp sem lagt er á að moka bókum á markað aðeins örfáum vikum fyrir mestu verslunarmessu ársins” og telur það sýna að „þjóðin ber enga virðingu fyrir bókum nema sem versl- unarvöru”. Þetta og fleira orðar hann í athyglisverðri grein í Morgunblaðinu 12. október sl. ■ „Aðeins dauðir fiskar fljóta með straumnum.” Myndin er eftir Sigurð Eyþórsson. Sökin er útgefenda eins og Kjart- an bendir á, en ekki eru allir undir hana seldir því að dæmi eru um útgefendur sem sent hafa flest- ar bækur sínar á markað tveimur mánuðum fyrir jól. Þeir sem fylgst hafa með jólabókaútgáfunni lengi eru aftur á móti sammála um að jólabókunum sé alltaf að seinka. Fyrir einum eða tveimur áratugum var algengt að þær fyrstu væru komnar út í september. En þeir útgefendur voru til sem dreifðu bókum sínum ekki fyrr en daginn fyrir Þorláksmessu. Einn útgef- andi er mér sérstakléga minnis- stæður í þessu sambandi, ekki síst vegna þess að bækur hans voru ekki af lakara taginu, sumir höf- unda hans mikils metnir og taldir meðal öndvegishöfunda nú. Bókaútgefendur hafa vissulega frjálsar hendur um þetta og vera má að fjármálahliðin sé að þessu leyti ráðrík og setji skorður. En það er sjálfsögð tillitssemi við höf- unda og þá sem fjalla um bækur í fjölmiðlum að reyna að ráða hér bót á. Undir verður tekið með Kjartani þegar hann bendir á eftir- farandi: „Með því að hefja jóla- bókaútgáfu fyrr geta útgefendur stuðlað að vandaðri og réttlátari umfjöllun um bækur sínar enda fái gagnrýnendur þá þann tíma sem þarf til að átta sig sæmilega á bók”. , Bókmenntalegt óráð birtist ann- ars með ýmsu móti. Það er m.a. fólgið í því að æ fleiri höfundar eru fengnir til að „búa til bækur” um efni sem reynst hefur góð sölu- vara. Á eftir sumum höfundum er beinlínis rekið meðan aðrir eru látnir sitja hjá. Ég efast til dæmis um að það sé höfundum og bók- menntum yfirleitt til framdráttar að skylda menn til að senda frá sér árlega nýjar bækur. Nauðsyn- legt er að höfundar fái næði og starfsskilyrði til að geta vandað sig, verið eins lengi og þeir þurfa með bók. Góðir höfundar verða til með þeim hætti að þeir liggja yfír orðum og setningum þangað til betur verður tæplega gert. Það þarf meira en nokkra mánuði til þess að skrifa góða bók þótt slíkt geti tekist. Við skulum ganga út frá því að lengri tíma þurfi. Það er bókmenntalegt ráð. Jóhann Hjálmarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.