Morgunblaðið - 12.12.1991, Page 12

Morgunblaðið - 12.12.1991, Page 12
Höfóar til .fólks í öllum starfsgreinum! VIÐSKIFn AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 VZterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! Tölvur Uppörvandi að sjá framsækin íslensk fyrirtæki Rætt við Lucy Baney, einn af framkvæmda- stjórum IBM, sem er af íslenskum ættum NYLEGA kom hingað til lands Lucy Baney, einn af framkvæmdastjór- um í aðalstöðvum IBM í New York en hún er íslensk í báðar ættir. Baney hélt kynningarfundi fyrir stóra viðskiptavini IBM á íslandi en ræddi einnig við starfsfólk og samstarfsaðila fyrirtækisins. Það voru liðin 14 ár síðan Baney kom siðast hingað til lands enda tíminn verið af skornum skammti þar sem hún hefur á undanförnum árum gegnt fjölmörgum ábyrgðarstöðum fyrir IBM. Þar á meðal hefur hún unnið fyrir æðstu stjórn fyrirtækisins. Foreldrar Lucy Baney eru Kristín Guðmundsdóttir frá Borgarfirði og Hilmar Skagfieid frá Sauðárkróki. Lucy var fædd í Reykjavík en árið 1950 ákvað faðir hennar að fara til náms í fjármálum í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir áform um að snúa til baka settust þau að þar í landi. „Ég ólst upp í Flórída og stund- aði nám í Flórída State University í enskum bókmenntum, stærðfræði og sögu. Eftir að ég lauk námi árið 1968 hóf ég störf hjá RCA fyrirtæk- inu sem kerfísfræðingur og var þar í þijú ár. Ég gifti mig árið 1971 og dvaldi síðan í Kóreu um eins árs skeið þar sem eiginmaður minn var í hernum. Þegar við snérum til baka var ég ráðin til IBM í Detroit þar sem ég starfaði í tvö ár sem aðstoð- arkerfisfræðingur. Þá var ég færð yfir í söludeild og var síðan ráðin markaðsstjóri IBM í Cincinnatti í Ohio og þaðan fór ég til New Haven í Connecticut þar sem ég gegndi stöðu svæðisstjóra. Síðan var ég gerð að deildarstjóra í aðalstöðvum IBM í New York en í deildinni störf- uðu um eitt hundrað manns. Ég varð síðan aðstoðarmaður stjórnar- formanns IBM, John Akers og síðar einnig aðstoðarmaður varastjórnar- formanns stjórnarinnar. Eftir það varð ég framkvæmdastjóri þjónustu- deildar sem annaðist viðhaldsþjón- ustu IBM en nú er ég framkvæmda- stjóri deildar sem annast þróun og sölu á einmenningstölvum og stýri- kerfum fyrir þær.“ Skipulagsbreytingar hjá IBM Baney segir að þær skipulags- breytingar sem nú eigi sér stað hjá IBM feli sér stofnun dótturfyrir- tækja en IBM stefni fremur að því að verða einskonar eignarhaldsfélag. Einstakar deildir fái meira sjálfstæði og þeim sé stýrt af sérstakri stjórn ásamt framkvæmdastjóra. „Með því að flytja ábyrgðina til einstakra ein- inga næst fram meiri tæknileg sam- keppnisstaða en einnig verður auð- veldara að mæla árangur eininganna t.d. hvað varðar hlutdeild af mark- aðnum.“ Lucy segir að það hafi verið tilvilj- un að hún var fepgin til að koma hingað til lands. „Ég hef ekki komið heim í 14 ár þannig að það var sönn ánægja af heimsókninni. Ég á marga ættingja hér á landi en einnig vini sem voru við nám í Florida State University þegar ég var að alast upp.“ En hvernig skyldi Lucy Baney lít- ast á íslensku fyrirtækin sem hún hefur heimsótt að undanförnu. „Mér sýnist að þau standi sig vel og reyni að standa sig í alþjóðlegri sam- keppni. Þau vilja gjarnan læra og taka stefnumótandi ákvarðanir þannig að þau geti staðið sig í sam- keppninni. Þetta skiptir mestu máli um þessar mundir. Margvísleg ný tækni verður þróuð á næstu árum og mér sýnist að íslensku fyrirtækin munu nýta sér hana. Ég hef einnig rætt við tvö hugbúnaðarfyrirtæki, Softis og Tölvusamskipti, og það er mjög uppörvandi að sjá svo fram- sækin íslensk fyrirtæki sem stefna að því að framleiða vöru fyrir er- lenda markaði." Torgið Spád í skýin, vextina og ÞEGAR bornir eru saman annars vegar húsbréfakaflar greinargerð- ar Seðlabankans um þróun og horfur í peninga-, gjaldeyris- og gengismálum og hins vegar skýrsla starfshóps félagsmálaráð- herra um reynsiuna af húsbréfa- kerfinu, kemur ósjálfrátt upp í hug- ann kenningin um að hagfræðin sé skyldust veðurfræðinni af öllum greinum vísindanna. Það er jafnvel hætta á að veðurfræðinni sé gert rangt til með samlíkingunni því að engir tveir veðurfræðingar á sömu veðurathugunarstöð gætu komist að jafn ólíkri niðurstöðu og sér- fræðingarnir á bak við þessar tvær útgáfur. Hins vegar má halda samlíking- unni áfram og segja að samskipti aðal söguhetjanna í þessu nýjasta hagfræðidrama íslands, félags- málaráðherra og seðlabankastjór- anna beri keim af íslensku veður- fari, þar sem Jóhanna Sigurðar- dóttir er fárviðrið sem hellist yfir Svörtuhamra við Arnarhól en fær í engu haggað. Og eins og svo oft áður í rimmum af þessu tagi, sem eru í senn hápólitískar og fræðileg- ar, er engin leið fyrir saklausan áhorfandann að átta sig á því með hvorum hann á að halda. Það sem fer einkum fyrir brjóst- ið á félagsmálaráðherra er sú niðurstaða í seðlabankaskýrslunni að vaxtastigið hér á landi ráðist fyrst og fremst á húsbréfamark- aðinum. Eða kannski enn frekar sú álykt- un seðlabankamanna eftir að hafa skoðað heildarlánsfjárnotkun landsmanna af bæði innlendum og erlendum uppruna — upp á um 90 milljarða á tólf mánaða tímabili — að „langstærsti hlutinn um 45 milljarðar voru lán til heimila, sem jukust hlutfallslega um 27,7%. Þessi gífurlega skuldasöfnun ein- staklinga átti að langmestu leyti rót sína að rekja til húsbréfa og annarra lána hins opinbera íbúða- lánakerfis. Líkur benda til þess að ekki meira en helmingur lánsfjár- notkunar einstaklinga hafi gengið til fjárfestingar í nýju húsnæði, svo að afgangurinn hefur verið til ráð- stöfunar til annarrar fjárfestingar og neyslu." í greinargerðinni má glöggt sjá að Seðlabankinn telur of geyst hafa verið farið í útgáfu húsbréfa, ítrekar fyrri tillögur um styttingu lánstíma, og minnir á að hann hafi lagt til að fresta útvíkkun kerfisins og jafnvel að dregið yrði úr aðgangi að því. Jóhanna Sigurðardóttir hefur brugðist ókvæða við gagnrýni Seðlabankans eins og vart þarf að tíunda, og í skýrslu starfshóps hennar sem birtist á þriðjudag kveður við allt annan tón, eins og fram kemur annars staðar hér í viðskiptablaðinu. Félagsmálaráð- herra á einnig fjöldan allan af skoð- anabræðrum inni á verðbréfa- markaðinum þar sem húsbréfa- kaflar í seðlabankaskýrslunni þykja ekki mikil vísindi. Það er kannski ekki að undra þegar þess er gætt að í starfs- hópnum áttu m.a. sæti forsvars- menn tveggja af stærstu verð- bréfafyrirtækjunum, Gunnar Helgi Hálfdánarson í Landsbréfum og Sigurður B. Stefánsson í Verð- bréfamarkaði íslandsbanka. Á hinn bóginn er eftirtektarvert að einnig sat í starfshópnum seðlabankamaðurinn Yngvi Örn Kristinsson, einn af helstu hug- myndafræðingum húsbréfakerfis- ins og náinn ráðgjafi Jóhönnu við mótun þess. Samdóma niðurstaða starfshópsins í öllum aðalatriðum útilokar að Yngvi Örn hafi komið nærri húsbréfaköflum greinar- gerðar Seðlabankans, en niður- staða nefndarinnar er í megin atriðum sú að húsbréfakerfið hafi gefist vel og brýnt sé að ekki séu gerðar breytingar á grundvallar- Fólk Ólafur Davíðs- son íforsætis- ráðuneytið ■< ÓLAFUR Davíðsson er á för- um frá Félagi íslenskra iðnrek- enda, þar sem hann hefur verið framkvæmdastjóri undanfarin ár. Samkvæmt heim- ildum Morgun- blaðsins er frá- gengið að Olafur tekur við starfi ráðuneytisstjóra \ forsætisráðuneyt- isins á nýju ári eða þegar Guðmund- ur Benediktsson lætur af störfum en formlegur um- sóknarfrestur er ekki útrunninn. Ekki er ákveðið hver verður eftir- maður Ólafs hjá FÍI Fleiri breytingar verða í forsætis- ráðuneytinu um sama tíma, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins. Helga Jónsdóttir sem verið hefur annar af skrifstofustjórum ráðuneytisins hættir og hverfur til starfa sem varafastafulltrúi Norð- urlandadeildarinnar hjá Alþjóða- bankanum eða á svipaðar slóðir og Jónas Haralz nema hvað hann var þar aðalfastafulltrúi. Þá er hinn skrifstofustjórinn Gísli Arnason einnig að láta af störfum í forsætis- ráðuneytinu og flyst til innan stjórnarráðsins. Nýr fjármála- sijóri hjá K. Jón- son og Co. hf. ■ Margrét Ólafsdóttir, rekstr- arfræðingur, hefur verið ráðin fjár- málastjóri hjá fyrirtækinu K.Jóns- son og Co.hf. á Akureyri. Margr- ét er fædd 1. maí 1961 og lauk stúd- entsprófi frá Verslunarskóla íslands 1981. Hún starfaði í tvö ár hjá Ford Motor Company í Eng- Margrét landi við skrifstofustörf og síðan í sex ár hjá Reisn hf. heildsölu- og smásölufyrirtæki. Margrét útskrif- aðist frá rekstrarfræðadeild Sam- vinnuháskólans á Bifröst vorið 1991. Eiginmaður Margrétar er Einar Eyland, markaðsfulltrúi og á hún eina dóttur. Stofnarlög- mannsstofu í Reykjavík ■ SIGRÍÐUR Logadóttir hóf rekstur lögmannsstofu í septeinber sl. við Ingólfsstræti 5, í Reykjavík. Sigríður er fædd þann 15. septemb- er 1962. Hún lauk prófi frá Laga- deild Háskóla ís- lands í júní 1988 og hóf þá störf hjá viðskiptaráðu- neytinu. Sumarið 1989 starfaði Sig- ríður hjá Lög- mannsstofunni Linnetstíg 1, Hafn- arfirði en fór til ríkisskattsljóra í september sama ár. Þar starfaði hún fram á sl. sumar. Samhliða þessum störfum var hún fram- kvæmdastjóri Lögfræðingafélags Islands árin 1988 og 1989 en einn- ig hefur hún kennt verslunarrétt við Verslunarskóla Islands frá haustinu 1988. Sigríður er gift Hilmari Vilhjálmssyni, innkaupa- manni og eiga þau eina dóttur. Helga Sigríður húsbréfin þáttum þess næstu tvö árin, þótt tillögur séu gerðar um ýmsar lag- færingar á tæknilegri útfærslu þess. Ýmsir sérfræðingar á verðbréfa- markaði taka undir með félags- málaráðherra að fráleitt sé að stór hluti húsbréfanna hafi farið til einkaneyslu og bera brigður á það álit Seðlabankans að húsbréfin séu að verða leiðandi varðandi vaxtastigið á peningamarkaðinum. Sá hluti markaðarins sé einfald- lega of smár — viðskipti með hús- bréfin eða framboðið svo takmark- að í samanburði við aðrar stærðir á markaðinum að það standist ein- faldlega ekki að húsbréf hafi þau áhrif á vaxtastigið sem segir í skýrslu Seðlabankans. Til rökstuðnings er nefnt að í októberlok hafi verið búið að gefa út húsbréf fyrir röska 19 milljarða króna í heild. Um 5,7 milljarðar voru komnir á markað í húsbréfum um áramótin síðustu þannig að húsbréfaútgáfan fyrstu 10 mánuði ársins nemur alls um 13,6 milljörð- um að nafnverði. Drjúgur helming- ur af því er kominn á markað eða um 8-9 milljarðar króna. Verð- bréfamarkaðsmenn segja að til að allrar sanngirni sé gætt verði að draga frá þessari fjárhæð minni útlán bankakerfisins til húsnæðis- mála og hvernig fé til gamla hús- næðiskerfisins fjari stöðugt út ásamt því að húsbréf vegna greiðsluerfiðleikalána séu notuð til að greiða upp önnur lán. Þá hafi kaupskylda lífeyrissjóðanna á skuldabréfum Húsnæðisstofnunar verið lækkuð úr 55% í um 40%. Á þennan hátt sparist í kringum 3 milljarðar af áðurnefndum 8-9 milljörðum, og það sé því fráleitt að ætla að þeir 5-6 milljarðar sem þá standa eftir leiði vaxtamyndun- ina í landinu. Til að menn átti sig á hlutföllunum má áætla að verð- bréfafyrirtækin öll velti í kringum 100 milljörðum, þar sem 20-25 milljarðar eru nýtt fjármagn en af- gangurinn er endurfjármögnun. Af öllu þessu má sjá að það er heilt stjörnukerfi milli skoðana seðlabankamanna annars vegar og félagsmálaráðherra og fylgis- manna hennar á verðbréfamarkaði hins vegar. Blásið hefur verið til orustu og ólíkár útgáfur Seðla- bankans og starfshópsins á áhrif- um húsbréfakerfisins á vextina sýna að engin skortur verður á skotfærum í því stríði sem er rétt að hefjast. BVS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.