Morgunblaðið - 31.12.1991, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA / ALÞJOÐLEGT MOT IISRAEL
ítfömR
FOLK
■ GARY Lineker var hetja Tott-
enham í 3:0 sigri gegn Norwich,
skoraði eitt og lagði upp tvö. Hann
bjargaði hins vegar á línu hjá Nor-
wich eftir skalla frá
prá Gary Mabutt! Liðin
Bob mætast aftur í átta
Hennessy liða úrslitum deild-
ÍEnglandi arbikarkeppninn-
ar.
■ LINEKER hefur lítið getað
leikið að undanförnu vegna veik-
inda sonar síns. Graliam segir að
vel komi til greina að Lineker fljúgi
í útileiki Spurs á leikdag.
■ PAUL Allen skoraði fyrir
Spurs og var það fyrsta mark hans
á tímabilinu.
■ PAUL Davis, sem er á sölu-
lista, lék með Arsenal á ný en það
breytti engu og Manchester City
sigraði Arsenal í fyrsta sinn síðan
1987.
■ DAVIS sagði fyrir skömmu að
hann hefði misst allt álit á Graham
og gerði félagið honum að greiða
um 200.000 ISK í sekt fyrir um-
mælin.
■ ANDY Linighan hjá Arsenal
fékk að sjá rauða spjaldið, þegar
komið var framyfir venjulegan leik-
tíma.
■ ANDERS Limpar kjálkabrotn-
aði gegn Luton um jólin og leikur
Svíinn ekki með Arsenal næstu sex
vikurnar.
■ IAN Wright kórónaði deyfð
Arsenal með því að skjóta í inn-
kast úr góðu marktækifæri í teign-
um.
■ VEÐMANGARAR í Bretlandi
hafa æ minni trú á að Arsenal
verji titilinn og eru líkurnar nú
20 á móti einum.
■ JOHN Major, forsætisráð-
herra, s'alið sitt, Chelsea, tapa 2:0
í Luton.
■ MICK Harford fékk tækifæri
til að bæta þriðja mrkinu við, en
hitti ekki markið úr vítaspyrnu.
Tommy Boyd braut af sér og fékk
reisupassann.
■ IAN Liversedge, sjúkraþjálfari
Oldham, fékk áminningu fyrir að
segja öðrum línuverðinum til synd-
anna.
■ KEVIN Sheedy lét Howard
Kendall heyra það á dögunum og
var settur út úr liði Everton. Talið
er að hann fari fram á að verða
seldur.
H MARK Wright fór meiddur af
velli en hann var nýbyijaður að leika
aftur með Liverpool eftir meisðl á
hásin. Hafi þau tekið sig upp verð-
ur hann frá á næstunni.
■ BARRY Venison gekk frá fé-
lagaskiptum úr Liverpool í Ever-
ton í gær. Kaupverðið var 425 þús.
pund (tæplega 43 millj. ÍSK.).
■ GLENN Hysen segir að and-
rúmsloftið á Anfield sé ekki gott,
en enginn þori að tala um það.
Miklar hreyfingar á mönnum segi
hins vegar sína sögu.
■ LUTON fór í fyrsta sinn í sex
vikur úr botnsætinu. Liðið náði ekki
að sigra í 14 Ieikjum í röð, en hef-
ur fengið níu stig úr síðustu þremur.
■ WIMBLEDON sópar ekki beint
að sér áhorfendum og aðeins 3.270
voru 'aleiknum gegn Coventry.
■ JOHN Aldridge gerði 28. mark
sitt fyrir Tranmere Rovers um
helgina, en fékk síðan að sjá rauða
spjaldið.
■ DENIS Smitli sagði starfi sínu
hjá Sunderland lausu á hádegi í
gær eftir að hafa verið við stjórnvöl-
inn í fjögur og hálft ár. Liðið, sem
var í 1. deild í fyrra, er í 18. sæti í
2. derld.
■ RA F Wilkins hafði ekki skorað
í 14 mánuði, þegar hann gaf QPR
tóninn um helgina. Wilkins hefur
frekar sérstakan hlaupastíl og hefur
verið kallaður krabbinn vegna þess
ða hann fer yfirleitt ekki áfram
heldur til hliðar.
Strákamir lögðu
Svisslendinga
- og gerðu jafntefli við Grikkland
STRÁKARNIR í 18 ára lands-
liðinu í knattspyrnu hafa stað-
ið sig vel á alþjóðlegu móti í
fsrael, þar sem þeir hafa gert
jafntefli, 1:1, gegn Grikkjum
og unnið Svisslendinga, 3:2.
Heppnin var ekki með strákun-
um gegn Grikkjum, því að
þeir Iéku betur og undir lok leiks-
ins var skoti frá Helga Siurðssyni
bjargað á marklínu. Kristinn Lár-
usson skoraði mark íslenska liðs-
ins á 11. mín. með glæsilegu
skoti, en um miðjan seinni hálf-
leiksins náðu Grikkir að jafna
metin.
Heli Sigurðsson var í sviðsljós-
inu gen Svisslendingum. Ilann
opnaði leikinn á áttundu mín. og
aðeins þremur mín. síðar var hann
búinn að bæta marki við. Sviss-
lendingar gátu svarað fyrir sig
áður en Kristinn Lárusson skoraði
þriðja mark íslenska liðsins á 54.
mín., en Svisslendingar náðu að
minnka muninn á síðustu mín.
leiksins.
Strákarnir leika gegn Sovét-
mönnum í dag og á morgum leika
þeir gegn heimsmeistuninum frá
Portúgal. Svisslendingar unnu
Sovétmenn 2:0 og Grikki með
sömu markatölu. Portúalar unnu
Sovétmenn, 2:1.
Helgi Sigurðsson skoraði tvö mörk gegn Sviss.
Stórmeistarajafntefli
LEEDS og Manchester United gerðu 1:1 jafntefli á Elland Road á sunnudaginn og er United því
enn með tveggja stiga forystu í deildinni og á auk þess tvo leiki til góða. Leikur efstu liðanna
var góður og fjörugur, einkum i' síðari hálfleik og voru heimamenn meira ógnandi, en gestirnir
fengu einnig færi. Löglegt mark var dæmt af Leeds, en leikmennirnir létu mótlætið ekki á sig fá
og jöfnuðu 10 mínútum fyrir leikslok.
Frá
Bob
Hennessy
í Englandi
| ikill hraði var í fyrri hálfieik
á Elland Road, en fá mark-
tækifæri. Neil Webb gerði glæsilegt
mark með viðstöðu-
lausu skoti eftir
hornspyrnu strax
eftir hlé og við það
færðist fjör í leik-
menn. Lee Chapman jafnaði um
miðjan hálfleikinn, en sekúndum
áður flautaði dómarinn, þar sem
Webb hjá United hafði brotið á
David Batty. Leikmenn Leeds mót-
mæltu réttilega og sögðu að dómar-
inn hefði átt að láta leikinn ganga
áfram, því United hagnaðist á brot-
inu, en Batty hafði aðeins áminn-
ingu upp úr krafsinu og fær tveggja
leikja bann. Liðin gerðu einnig 1:1
jafntefli í fyrri leiknum, sem fór
fram á Old Trafford í ágúst s.l.,
en þau eiga eftir að mætast tvisvar
á Elland Road á næstu dögum —
í deildarbikarnum og bikarkeppn-
inni. Leikurinn var sýndur beint í
sjónvarpi víða í Evrópu.
Alex Ferguson sagði að eins og
um bikarleik hefði verið að ræða,
en United hefði fengið það sem lið-
ið átti skilið. „Ég er samt óánægð-
ur, því við fengum tækifæri til að
gera út um leikinn. Þess I stað
drógu menn mínir sig aftar með
því hugarfari að halda fengnum
hlut, gerðust kærulausir og var
auðvitað refsað fyrir. Fólk hefur
sagt að þetta væri úrslitaleikur
mótsins en það er vitleysa. Nú er
desember og það er mikið eftir.“
Enn skorar Lineker
Guðni Bergsson lék ekki með
Tottenham vegna meiðsla, en liðið
átti ekki í erfiðleikum með Norwich
á White Hart Lane og vann 3:0.
Þetta var fjórði heimasigur Spurs
Lee Chapman jafnaði fyrir Leeds
gegn United um miðjan hálfleikinn,
en markið var dæmt af.
í vetur. Gary Lineker gerði eitt
markanna, 21. mark hans í vetur
og lagði hin upp. „Lineker hefði átt
að gera að minnsta kosti eitt til
viðbótar, en hann er upp á sitt
besta,“ sagði Peter Shreeves. „En
mikilvægast var að sigra loks á
heimavelli — það eykur sjálfstraust
strákanna."
Everton og Liverpool gerðu 1:1
jafntefli í nágrannaslagnum á
Goddison Park. Nicky Tanner kom
Liverpool yfir gegn gangi leiksins
skömmu fyrir hlé, en Mo Johnston
jafnaði um miðjan seinni hálfleik.
„Þetta var góð kynning fyrir knatt-
spyrnuna," sagði Howard Kendall,
„og einn af bestu leikjum okkar á
tímabilinu,“ bætti hann við og sagði
jafnframt að Everton liti björtum
augum til næsta árs.
„Við lékum mjög vel,“ sagði Mo
Johnston. „Þetta var knattspyrna
eins og hún gerist best og við áttum
skilið að fá öll stigin.“
Arsenal í öldudai
Ekkert gengur hjá Arsenal og
meistararnir máttu sætta sig við
1:0 tap gegn Manchester City á
Main Road. „En sú mæða,“ hrópuðu
stuðningsmennirnir og George Gra-
ham tók undir þau orð. „Þetta er
sanngjarnt og ekki í fyrsta sinn að
undanförnu, sem ég heyri óánægju-
raddir. Ef menn vilja ekki vinna fá
þeir ekki laun.“
Arsenal hefur ekki sigrað á úti-
velli í deildinni síðan í september
og Graham kennir hugarfarinu um.
„Leikmennirnir verða að athuga
sinn gang og hver og einn verður
að spyrja sjálfan sig hvort hann
geri það sem hann geti. Þetta á við
um hæfni og baráttu en fyrst og
fremst hugarfarið.“
Aldrei að gefast upp var við-
kvæði hjá Arsenal í þá gömlu góðu
og Sheffield Wednesday hélt merk-
inu á lofti — jafnaði 1:1 á síðustu
mínútu gegn QPR. Ray Wilkins var
allt í öllu hjá QPR og var á góðri
leið með að tryggja liði sínu sann-
gjarnan sigur, en David Hirst var
ekki á sama máli.
„Ég er 35 ára en leik eins vel
og fyrir 10 árum,“ sagði Wilkins.
Fólk segir að ég sé seinn og geti
ekki hlaupið. Því «r til að svara að
ég gat ekki hlaupið, þegar ég var
18 ára, en ég hef fullan hug á að
leika í fyrstu deild í fimm ár til
viðbótar.“
Aston Vila sendi Southampton í
botnsætið með 2:1 sigri. Mörk
heimamanna voru glæsileg og þeim
tókst að halda forystunni þrátt fyr-
ir góða baráttu gestanna.
West Ham er á niðurleið, hefur
Gary Lineker hefur gert 21 mark
fyrir Tottenham og er markahæstur
í ensku 1. deildinni.
aðeins fengið tvö stig úr síðustu sjö
leikjum og tapaði nú 3:0 fyrir Notts
County. „Rekið stjómina, rekið
stjórnina...“ hrópuðu um 2.000
stuðningsmenn liðsins að leik lokn-
um. Billy Bonds sagði að á áætlun
hefði verið að fá stig í Nottingham,
„en við féllum saman við fyrsta
markið.“
■ Úrslit / B3
KNATTSPYRNA / ENGLAND
GETRAUNIR: 1X1 111 X X 1 X X 1 1
LOTTO: 6 13 25 36 38 + 21