Morgunblaðið - 16.01.1992, Síða 2

Morgunblaðið - 16.01.1992, Síða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNVLÍF FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1992 Ferðaþjónusta Bændur segja sig úr Ferðaþjónustu bænda VEGNA óánægju með starfsemi Ferðaþjónustu bænda hafa 5 bænd- ur sagt sig úr samtökunum. Þeir sem Morgunblaðið náði tali af sögðu það vera vegna æ umsvifameiri reksturs Ferðaþjónustunnar og aukinnar yfirbyggingar hennar. Ingi Tryggvason, stjórnarfor- maður Ferðaþjónustu bænda, segir nokkra óánægju greinilega hafa verið til staðar en í stórum félagsskap séu einhveijar úrsagnir eðli- legar. Nú eru um 130 félagsmenri í Ferðaþjónustu bænda. Edda Bjöms- dóttir, Miðhúsum, er einn þeirra aðila sem lögðu fram úrsögn sína eftir síðasta aðalfund samtakanna, „Það er svo margt sem við höfum haft við þennan rekstur að athuga en það var stofnun og rekstur ferða- skrifstofunnar sem gerði útslagið. Krafa samtakanna er að allir eigi að vera eins, það á að vera það mikill lúxus að þetta verður jafn dýrt og hótelin. Þá getur ferðamað- urinn ekki valið sér ódýra og þægi- lega gistingu", sagði Edda. Ferðaskrifstofan var stofnuð í Tölvur Skattsijóri samdi við HP á íslandi RÍKISSKATTSTJÓRI hefur sam- ið við Hewlett Packard á Islandi Hugbúnaður Nýt t forrit fyrir skatt- framtöl VIÐSKIPTAMIÐLUNIN hf. og Rögg verkfræðiþjónusta hafa sett á markað forrit fyrir skattframtöl einstaklinga sem gerir kleift að setja þau upp án þess að fylla út eyðublöð á hefðbundinn hátt. Notandinn getur valið hvort hann prentar framtalsblaðið sjálft á sér- prentuð blöð frá ríkisskattstjóra eða venjulegan pappír en einstaklingum sem hafa með höndum rekstur er heimilt er að skila framtali með fylgi- blöðum á venjulegum pappír að upp- fylltum vissum skilyrðum að því er segir í fréttatilkynningu. Nauðsynlegur vélbúnaður fyrir forritið er PC-samhæfð 386 vél með a.m.k. 2 Mb í innra minni og innan skamms tíma verður forritið fáan- legt fyrir Macintosh. Þessu til viðbót- ar þarf notandinn að hafa töflureikn- inn Excel. Nauðsynlegt er að hafa geislaprentara til að ná fram þeim gæðum í útprentun sem krafíst er af ríkisskattstjóra. um uppsetningu á tölvubúnaði, sem gerir stofnunni kleyft að sjá í auknum mæli um tölvukeyrslur sínar, að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar vararíkisskatt- stjóra. Hingað til hefur tölvuvinnska RSK að mestu verið í höndum Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavík- urborgar. Kostnaður við tölvubún- aðinn ásamt prenturum er um 11 milljónir en starfsmönnum RSK verður ekki fjölgað við þessar breyt- ingar. Tölvukostnaður hjá RSK voru 195 milljónir króna árið 1991 en með þessum breytingum telur Skúli Eggert að hægt sé að lækka skýrslu- vélakostnað Ríkisskattstjóra um 40-50 milljónir árlega. „Tölvukostnaður Ríkisskattstjóra við aðkeypta þjónustu hjá Skýrslu- vélum ríkisins og Reykjavíkurborgar hefur verið mjög vaxandi á undan- fömum árum. Til að spoma við þeirri þróun réðum við okkur ráðgjafa til að kanna með hvaða hætti væri hægt að lækka rekstrarkostnað tölvuvinnslu RSK. Eftir hans ráð- leggingar um breytingar á fyrirkom- ulaginu hjá okkur vorum við með lokað útboð. Ráðgjafar RSK komust að þeirri niðurstöðu að tilboð Hew- lett Packard á íslandi væri hag- kvæmast kostnaðarlega en það var um 51% af áætluðu kostnaðarverð", segir Skúli Eggert Þórðarson, vara- ríkisskattstjóri. september á sl. ári og er hún hluta- félag meirihluta félagsmanna Ferðaþjónustunnar. Edda Bjöms- dóttir segir nú þegar vera nóg af ferðaskrifstofum. Ásmundur Kristjánsson, Stöng, hefur einnig sagt sig úr Ferðaþjónustu bænda. Hann segir að Ferðaþjónustan sé orðin gríðarlegt bákn. Hún sé aðal- lega ijármögnuð með styrkjum úr opinberum sjóðum þrátt fyrir að komið hafí tillögur frá félagsmönn- um um að félagið ætti ekki að þiggja styrki úr opinberum sjóðum, heldur reyna sjálft að standa undir rekstr- inum. Síðan hafí ferðaskrifstofan verið sett á laggirnar til að auka tekjur félagsins en Ásmundur telur það ekki réttu leiðina. „Við höfum stofnað hlútafélag um markaðssetningu og sölu sem einhveijir aðilar eru ekki sáttir við, þetta er ákvörðun sem tekin er af meirihluta og eðlilegt að ekki allir séu sammála. Ferðaþjónustan hefur byggst upp mjög hratt og skiptar skoðanir eru um hvaða leiðir skuli fara. Þeir sem ekki eru í takt við meirihlutann eru eðlilega ekki með í félagsskapnum" segir Paul Ric- hardson, framkvæmdastjóri félags Ferðaþjónustu bænda og ferðaskrif- stofunnar. EIGENDASKIPTI —Guðmundur Benediktsson (t.v.) hefur selt Sverri D. Haukssyni fyrirtæki sitt, Prentstofu G. Ben. Á mynd- inni sjást þeir fyrir framan prentsmiðjuhúsið á Nýbýlavegi 30 í Kópa- vogi. Prentiðnaður Eigendaskipti á Prentstofu G. Ben. hf. GUÐMUNDUR Benediktsson, stofnandi Prentstofu G. Ben. hf., hefur selt Sverri D. Haukssyni, framkvæmdastjóra, hlutabréf sín í fyrirtækinu. Sverrir, sem er tengdasonur Guðmundar, hefur starfað við fyrirtækið í 14 ár og tók við starfi framkvæmdastjóra á sl. ári. Guðmundur verður hins vegar áfram stjórnarformaður. Guðmundur kvaðst í samtali við Morgunblaðið vera sáttur við þessi umskipti en hann hefði þó ekki yfir- gefið fyrirtækið. Nú væri rétti tíminn til að skipta um forystu því framundan væru breyttir tímar og önnur viðhorf en hann hefði upplif- að á sínum 35 ára starfsferli í prent- iðnaði. Guðmundur sagði að fyrirtækið hefði fylgst vel með tæknibreyting- um, haft gott starfsfólk og trausta viðskiptavini og því getað tekið þátt í að innleiða þær gífurlegu tæknibreytingar sem orðið hefðu í prentiðnaði. Þessar breytingar ættu eftir að renna stoðum undir fyrir- tækið í þeirri hörðu samkeppni sem prentsmiðjur ættu í við erlenda að- ila. Markaðsmál Kynningarátak í und- irbúningi á Grænlandi Unnið að gerð sérstaks innkaupalykils íslenskra fyrirtækja fyrir græn- lenska markaðinn VERKFRÆÐIÞJÓNUSTA Friðriks Hansen Guðmundssonar hefur nú í undirbúningi sérstakt kynningarátak fyrir íslensk fyrirtæki á Grænlandi og er það i framhaldi af markaðskönnun þar í landi sem framkvæmd var í september sl. fyrir nokkur fyrirtæki í byggingar- iðnaði. Markmiðið með átakinu er að koma íslenskum fyrirtækjum, framleiðsluvörum og þjónustu á framfæri á Grænlandi. Til að ná þessu markmiði hafa heimamenn á Grænlandi ráðlagt að búinn yrði til svonefndur innkaupalykill þar sem í væru skráðir þeir íslensku aðilar sem hafa áhuga á að þjónusta grænlenska markaðinn. Þessi lykill yrði til á grænlensku og dönsku og honum dreift um Grænland. Samkvæmt upplýsingum Frið- riks Hansen Guðmundssonar hefur grænlendingurinn Erik Norskov Hansen, varaformaður Félags grænlenskra atvinnurekenda, helst hvatt til þess að gerður yrði sérstak- ur íslenskur innkaupalykill. Erik Norskov hefur jafnframt bent á að Vaxtamál * I athugnn að lækka sérkjör spari- skírteina til stærri kaupenda Áframhald á sölu húsbréfa til útlanda NÚ er í athugun að lækka sérstök vaxtakjör spariskírteina sem verið hafa í boði fyrir stærri upphæðir til samræmis við lækkun á vöxtum spariskírteina í áskrift, að sögn Péturs Kristinssonar, fram- kvæmdastjórar Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa. Þessi sérkjör fela m.a. í sér að kaupendur stærri fjárhæða en ein milljón hafa fengið 8,1% vexti eða sömu kjör og áskrifendur spariskírteina. Eins og fram hefur komið hefur þegar verið ákveðið að lækka vexti af spariskírteinum sem keypt eru í áskrift úr 8,1% í 7,9% frá og með næstu mánaðamótum þannig að kjör áskrifenda verða hin sömu og almenn kjör. „Það er búið að samstilla hin ólíku kjör spariskírteinanna þannig nú eru almenn kjör og kjör til áskrifenda þau sömu eins og var upphaflega þegar farið var af stað með áskrifendakerfíð," sagði Pétur Kristinsson. Vísbendingar hafa komið fram að undanförnu um að raunvextir muni lækka. Má þar nefna að ávöxt- unarkrafa spariskírteina á Verð- bréfaþingi og ávöxtunarkrafa hús- bréfa lækkaði nýverið um 0,1 pró- sentustig. í kjölfarið lækkuðu síðan kjör spariskírteina í áskrift. Brynjólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri Landsbankans, segir að vextir í frumsölu spariskírteina, 7,9%, þurfí að lækka áður en hægt verði að lækka vexti verðtryggðra útlána bankanna. Vextir spariskír- teina séu óbreyttir þó vextir til áskrifenda hafí Iækkað um 0,2 pró- sentustig. Hann bendir á að bank- arnir hafí ekki breytt vöxtum um minna en 0,25 prósentustig. Ef stöðugleiki haldist áfram kunni bankarnir hins vegar að skoða breytingar á tíunda hluta úr pró- senti. Sigurbjörn Gunnarsson, deildar- stjóri hjá Landsbréfum, segir að þau kjör sem ennþá séu í boði af spari- skírteinum séu hindrun í vegi fyrir því að ávöxtunarkrafa húsbréfa gæti lækkað hraðar en verið hefur miðað við núverandi framboð. Þannig fáist enn 8,1% vextir af spariskírteinum ef keypt sé fyrir eina milljón eða meira en húsbréf séu seld með 8,0-8,15% ávöxtun hjá Landsbréfum. Hann sagði að framboð húsbréfa hefði verið í minna lagi frá áramótum eftir mik- il viðskipti í desmber. Hefði salan í þeim mánuði numið rúmum 600 milljónum. Þá hefði orðið framhald á sölu húsbréfa til útlanda en evr- ópskt verðbréfafyrirtæki keypti húsbréf fyrir 50 milljónir sl. mánu- dag. Nýr flokkur húsbréfa var gefinn út í gær og fara bréf úr honum að koma út á markaðinn fljótlega eftir næstu helgi. Þar á meðal eru um 300 milljónir vegna greiðsluerfíð- leikalána sem er síðasti hlutinn í þeim flokki húsbréfalána. Sagði Sigurbjörn að ennþá væri óljóst hvort þetta aukna framboð hefði áhrif á ávöxtunarkröfuna. fyrir Grænlendingum sé ísland nán- ast lokað land. Þeir viti ekki hvar eigi að bera niður en hins vegar sé þeim það ljóst að á íslandi sé unnt að fá hentugar vörur og þjónustu á hagstæðu verði. Það þekki Græn- lendingar frá þeim fáu íslensku fyr- irtækjum sem hafi selt þjónustu sína á Grænlandi á undanförnum árum. Nú er unnið að gerð innkaupalyk- ilsins en við vinnslu hans verður stuðst við samskonar lykil og fyrir- tæki á Jótlandi hafa gert fyrir Grænland með góðum árangri. Fjöldi íslenskra fyrirtækja hafa þegar sýnt þessu áhuga og látið skrá sig í innkaupalykilinn þannig að nú er kominn sá fjöldi sem að var stefnt. Reynt er að hafa sem mesta fjölbreytni þannig að lykillinn spanni sem best íslenskt atvinnulíf. Er stefnt að því að innkaupalyklin- um verði dreift um Grænland í fe- brúar en þátttakendur eru nú um þessar mundir að senda inn gögn. Friðrik sagði að hingað til hefði útflutningur til Grænlands einkum verið vélar ogtæki fyrir sjávarútveg en möguleikar væru hins vegar opnir á öðrum sviðum. Innflutnings- fyrirtæki sæju t.d. möguleika á út- flutningi héðan með tilkomu frí- svæðis Tollvörugeymslunnar. Þá væru fyrirsjáanlegar breytingar á flutningum til Grænlands þar sem Danska einokunarverslunin yrði lögð niður. Hann benti á að vegna nálægðar íslands við Grænland væri mun ódýrara að flytja vöru héðan en frá Danmörku. í þessu sambandi má nefna að Eimskip hefur látið í Ijós áhuga á að hefja reglubundnar siglingar til Grænlands sem er raunar staðfest í nýrri stefnuyfirlýsingu félagsins. Þar kemur fram að félagið hyggst leita vaxtarmöguleika erlendis og lítur á norðvestur Atlandshafssvæð- ið sem sinn aðalmarkað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.