Morgunblaðið - 16.01.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/flTVINNULÍF FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1992
B 5
Sjónarhorn
Vextír á eigið fé
Fríiðnaðarsvæði
Hreint land og
lágt orkuverð
- er það sem íslendingar eiga að leggja mesta
áherslu á til að laða að erlenda fjárfesta
THOMAS J. O’Donnell, einn af yfirmönnum Shannon Development
Company á írlandi, sagði í viðtali við Morgunblaðið að það væri nauð-
synlegt fyrir Islendinga að vanda valið á fyrirtækjum í væntanlegt
fríiðnaðarsvæði, ef við vildum halda hinni hreinu ímynd landsins. Því
væri skynsamlegast að fara hægt af stað. Leggja ætti til dæmis áherslu
á að laða erlenda fjárfesta á íslenskt fríiðnðarsvæði með lágu orku-
verði og markaði fyrir ferðaþjónustu sem gerði út á heilsu manna.
Það væri markaður fyrir slíka ferðaþjónustu, ekki síst fyrir ferða-
menn frá Bandaríkjunum.
eftir Stefán Svavarsson
Við Harvard-háskólann í Banda-
ríkjunum starfar prófessor að nafni
Robert N. Anthony. Hann hefur um
árabil haldið því fram að breyta þyrfti
afkomuhugtaki reikningshaldsins í
þá veru að færa vexti á eigið fé sem
kostnað í rekstrarreikningi. Það er
skemmst frá því að segja að þessi
hugmynd hans hefur ekki hlotið
hljómgrunn þar vestra, þó að hún
sé mjög athyglisverð. Þetta mál
snertir á vissan hátt arðgreiðslur og
færslu þeirra. Og þar sem hér á landi
fer nú fram umræða um arðgreiðslur
í skattalegu tilliti, væri ekki úr vegi
að velta hugmyndum Anthonys fyrir
sér. Því er þessi grein skrifuð.
Efnahagsreikningur fyrirtækis er
yfirleitt settur upp á tveimur síðum.
Á vinstri síðu er greint frá eignum
en á þeirri hægri skuldum og eigin
fé. í stað þessara heita er stundum
tekið svo til orða, að á annarri hlið
reikningsins séu fjármunir en á hinni
fjármagn. Með þessum tveimur
stærðum er ávallt jöfnuður og er það
í raun kjaminn í tvöföldu bókhaldi.
Þetta má umorða með því að segja,
að allir fjármunir í eigu fyrirtækis
hljóti að hafa verið ijármagnaðir með
einhveijum hætti.
Fjármagnið sem fyrirtæki ræður
yfir getur verið þrenns konar. í fyrsta
lagi geta utanaðkomandi aðilar lánað
því fé, annaðhvort til skamms eða
langs tíma. í annan stað hefur fyrir-
tæki yfir ljármagni að ráða, sem eig-
endur þess hafa lagt fram, þ.e. hlut-
afé eða stofnfé. Loks getur fyrirtæk-
ið sjálft aflað fjármagns með því að
hagnast á starfsemi sinni. Anthony
telur nauðsynlegt að skipta eigin fé
fyrirtækja í þessa tvo eðlisólíku
hluta, þ.e. innborgað eigið fé frá eig-
endum og eiginaflafé fyrirtækjanna
sjálfra. Því má bæta hér við, að tals-
vert hefur skort á að unnt sé að
skipta bókfærðu eigin fé íslenskra
fyrirtækja í þessa tvo hluta.
Anthony heldur því réttilega fram,
að allt fjármagn kosti peninga og
gildi þá einu, hver uppruni þess er.
Frá þessari mikilvægu staðreynd er
hins vegar ekki greint við gerð reikn-
ingsskila, enda segir góð og gild
venja að aðeins skuldi sýna kostnað-
inn af því fjármagni sem utanaðkom-
andi aðilar ráða yfir, þ.e. lánardrottn-
ar. Kostnaðurinn af öðru fjármagni
er sem sé ekki viðurkenndur við
mælingar á afkomu fyrirtækja.
Tillaga Anthonys gengur út á það
að færa kostnaðinn af íjármagni frá
eigendum; með þeim hætti telur hann
að afkomumælingar verði stórlega
bættar. Hugmynd hans í þessu efni
er að reikna vexti á innborgað eigið
fé fyrirtækja og færa til gjalda í
rekstrarreikningi. Mótbókun hinna
reiknuðu vaxta er á sjálfstæðan eig-
infjárlið í flokki innborgaðs eigin fjár,
sem segir til um hversu mikið hallar
á að reiknaðir vextir hafi verið
greiddir til eigenda fjármagnsins.
Af þessu má ráða, að hann gerir ráð
fyrir að greiddur arður færist til
lækkunar á þessum reiknuðu vöxt-
um. Fyrir þessari tillögu hefur Atn-
hony fært fram rök máli sínu til
stuðnings. Hér á eftir skulu þau reif-
uð, ásamt ýmsu öðru er málið varðar.
Fyrirtæki eru ijármögnuð með
mismunandi hætti. Sum fyrirtæki
hafa aðallega fjármagnað fjármuni
sína með lánsfé, en önnur leggja
meiri áherslu á að fá fé frá eigendum
sínum til að kaupa varanlega rekstr-
arijármuni. Að öðru jöfnu er afkoma
fyrirtækja sem afla lánsfjár til fjár-
festinga sýnd lakari en þeirra sem
treysta á framlög eigenda, þó að
efnismunur sé enginn á afkomunni
heldur aðeins formmunur. Það væri
því til þess fallið að auka á saman-
burðarhæfni rekstrarreikninga að
reikna vexti á innborgað eigið fé og
færa sem kostnað. Rangar ályktanir
um frammistöðu fyrirtækja væru þá
síður dregnar.
Fyrirtæki sem stendur í járnum
með rekstur sinn eftir venjulegum
mælingum, þ.e. jafnræði er með tekj-
um og gjöldum, er í raun ekki rekstr-
arhæft. Ástæðan til þess er sú, að
það getur ekki greitt eigendum sin-
um arð, en ætla verður að til rekstr-
arins hafí verið stofnað í því skyni.
Með því að halda fé inni í fyrirtæki
sem þannig er rekið er eigandinn að
verða af arði, sem hann ella gæti
fengið með því að festa sitt fé í arð-
bærum rekstri. Anthony telur ástæðu
til þess að hnykkja á þessari stað-
reynd með því að sýna tap af rekstr-
inum sem nemur hinum reiknuðu
vöxtum af innborguðu eigin fé. Hér
er sem sé litið til fórnarkostnaðar,
en það hugtak hefur ekki átt upp á
pallborðið hjá reikningshöldurum.
Samhliða umræddri breytingu á
afkomuhugtaki reikningshaldsins
telur Anthony nauðsynlegt að reikna
vexti í ríkara mæli en nú er viður-
kennt til hækkunar á kostnaðarverði
eigna. Núverandi reglur reiknings-
haldsins kveða á um, að aðeins megi
færa vexti til eignar á varanlega
rekstrarfjármuni sem langan tíma
tekur að koma í rekstur. Af þessum
sökum getur fýrirtæki sem liggur
með miklar birgðir og veltir þeim
hægt ekki fært vexti tii eignar. Þessu
vill Anthony breyta. í þessu sam-
bandi bendir hann á, að fyrirtæki
t.d. í olíuiðnaði eða skógrækt hafi
sýnt mikinn brúttóhagnað, sem hafi
verið ranglega túlkaður og valdið
vandræðum í umræðu um afkomu
þessara fyrirtækja. Beinn hagnaður
af sölu í þessum atvinnugreinum sé
alls ekki eins mikill og rekstrarreikn-
ingur fyrirtækjanna sýni vegna þess
að áður hafi allur vaxtakostnaður
af birgðahaldi verið færður til gjalda.
Við ijárfestingarútreikninga, sem
oftlega eru stundaðir áður en til fjár-
festinga kemur, er athugað hvaða
vexti tiltekinn fjárfestingarkostur
ber. Sýni útreikningar hagstæða nið-
urstöðu er ekki ósennilegt að i fjár-
festinguna sé ráðist. Vilji menn síðar
bera saman þessa útreikninga við
raunveruleikann, getur það verið er-
fitt þar sem reikningshaldið viður-
kennir ekki kostnað af eigin fé. Þá
er einnig til þess að líta að afskriftir
í reikningshaldi eru yfirleitt línulegar
en ekki reiknaðar samkvæmt svo-
nefndum vaxtaaðferðum. Með því að
bæta afkomumælingar reiknings-
haldsins í þessum tveimur greinum
fæst betri samanburður við þá út-
reikninga, sem voru tilefni viðkom-
andi fjárfestinga til að byrja með.
Rannsóknir á fjárfestingum í
bandarískum fýrirtækjum sýna, að
fjárfestar virðast taka tillit til kostn-
aðar af eigin fé við mat á því, hvað
sé hæfilegt verð fyrir hlutabréf.
Fyrst svo er, væri það til þess fallið
að auðvelda íjárfestum ákvarðana-
töku að upplýsa um þennan kostnað,
auk þess sem samkvæmni væri þá í
því, hvernig kostnaðurinn er reiknað-
ur._
í Bandaríkjunum er ekki heimilt
að draga arð frá við ákvörðun skatt-
gjaldstekna. Það gagnrýnir Anthony
harðlega og hann fullyrðir að rann-
sóknir sýni, að bandarísk fyrirtæki
sem þurfa á ijármagni að halda leiti
frekar eftir lánsfé vegna þess að það
er ódýrara, þegar tillit hefur verið
tekið til skattalegra áhrifa. í máli
Anthonys kemur einnig fram, að
þessi ágalli bandarísku skattalag-
anna dragi úr hagvexti.
Bandarísk fyrirtæki kappkosta að
halda ákveðnu jafnvægi á milli
skulda annars vegar og eigin fjár
hins vegar. Af þeim sökum er líklegt
að fé til ráðstöfunar takmarkist við
hagnaðarmyndun. Fyrirtæki þurfa á
miklu fé að halda til þess að halda
við varanlegum fjármunum og af-
kastagetu sinni; það fé komi frá fyr-
irtækjunum sjálfum og lítið sé því
afgangs til þess að fjárfesta í nýjum
verkefnum.
Þá bendir hann á, að ný fyrirtæki
sem þurfa eiginfjárframlög, eigi erf-
iðara með að afla þeirra en rótgróin
fyrirtæki. Og vitað er að slík fyrir-
tæki fjárfesta síður í áhættusömum
rekstri en nýstofnuð fyrirtæki. Bæði
þessi atriði leiða til þess, að síður
er að vænta nýrra afurða og fram-
leiðsluaðferða en ella hjá bandarísk-
um fyrirtækjum. Það er því bagalegt
að mati Anthonys, að skattalögin
skuli beinlínis draga úr nýsköpun í
bandarísku efnahagslífi með því að
meðhöndla mismunandi ijármagns-
kostnað á ólíkan hátt.
Anthony heldur því fram, að miklu
skipti að reikningshaldið viðurkenni
kostnað af innborguðu eigin fé. Fyrr
en það gerist telúr hann ólíklegt að
sú nauðsynlega leiðrétting verði gerð
á bandarísku skattalögunum að arð-
ur verði frádráttarbær. Rökin eru
þau, að ekki sé sennilegt að arður
fáist viðurkenndur sem kostnaður á
meðan fyrirtækin sjálf líti ekki á arð
sem kostnað, heldur sem úthlutun á
hagnaði. Hann telur stuðningsmenn
að finna á bandaríska þinginu fyrir
slíkum breytingum á skattalögunum,
en hins vegar hafi umræðan um tví-
sköttunarvandann sem hér er við að
glíma aðallega verið um undanþágur
hjá hluthöfum.
Anthony telur það ekki vænlegan
kost að leysa tvísköttunarvandann
með þvi að undanskilja arð sem
skattskyldar tekjur hjá eigendum
hlutabréfa. Ástæðan til þess er sú,
að við slík skilyrði kæmu líklegast
fram háar kröfur um greiðslu arðs
frá hluthöfum og þar með væri geng-
ið of mikið á aðaluppsprettu nýs ijár
til fjárfestinga, þ.e. hagnað. Ný fyrir-
tæki eru að auki yfirleitt ekki í stakk
búin til þess að greiða háan arð.
Önnur hlið á þessu máli er sú, að
bandaríska ríkið yrði af verulegum
tekjum með því að heimila arð sem
frádrátt hjá fyrirtækjum. Anthony
telur að þennan vanda verði að leysa
með því að leyfa frádrátt vegna arð-
greiðslna í áföngum á nokkrum árum
um leið og ný tekjuöflunarleið festist
í sessi.
Ofangreind umfjöllun Anthonys
þykir mega vera umhugsunarefni
fyrir þá, sem nú ætla sér að standa
fyrir breytingum á íslensku skatta-
lögunum í þessu efni. Varla er skyn-
samlegt miðað við núverandi ástánd
efnahagsmála að auka skattbyrði
þeirra fyrirtækja sem helst geta stað-
ið fyrir nýjum fjárfestingum í atvinn-
ulífinu. Þá hlýtur að vera afar sér-
kennilegt að ráðast að þeim vísi að
hlutabréfamarkaði sem hér hefur
myndast á síðustu misserum með því
að skattleggja greiddan arð tvisvar.
Ástandið í þessu efni í Bandaríkjun-
um er ekki til eftirbreytni og þessi
frásögn af hugmyndum Harvard-
prófessorsins sýnir, að þar í landi er
verið að leita að leiðum út úr vandan-
um á sama tíma og íslensk stjórn-
völd virðast ætla að koma á biluðu
fyrirkomulagi.
í umræðu um málefni íslenskra
fyrirtækja kemur iðulega fram, að
auka þurfi eigið fé þeirra. Það er
vissulega rétt. En um leið er oftlega
gefið í skyn, eða sagt berum orðum,
að framlagt eigið fé eigenda, hluta-
fé, sé ódýrt fjármagn. Það er hins
vegar á misskilningi byggt. Hlutafé
á, ef eitthvað er, að vera dýrara en
lánsfé vegna þeirrar áhættu sem því
fylgir. Munurinn á lánsfé og hlutafé
er m.a. sá, að stjórnir fyrirtækja
ákveða hvenær og hvórt arður skal
greiddur, en lánardrottnar ákveða
sjálfir hvernig vaxtakjör skulu vera.
Þessi formmunur þýðir alls ekki, að
hlutafé sé nokkurs konar gjafaijár-
magn, eins og sumir virðast halda.
í greinum Anthonys er raunar ýjað
að þessu sjónarmiði; hann segir
nefnilega að afkoma fyrirtækja líti
út fyrir að vera góð, þegar um hagn-
að er að ræða. Vandinn er sá, að
kostnaðurinn af hlutafénu vantar inn
í afkomumælingar, eins og að fram-
an segir. Stjórnir hlutafélaga, eink-
um stjórnir almenningsfélaga, skyldu
því ekki fagna hagnaði einum og
sér, hann verður að skoða í sam-
hengi við framlagt fé eigenda.
Höfundur er löggiltur endurskoð-
andi og dósent við viðskipta- og
hagfræðideild Hóskóla Islands.
Fríiðnaðarsvæði hefur verið nefnt
til sögunnar á íslandi af og til um
nokkurt árabil, en ekki fyrr af jafn
mikilli alvöru og nú er gert. Sam-
starf er á milli iðnaðar-, fjármála-
og utanríkisráðuneytis um undirbún-
ing fríiðnaðarsvæða á íslandi fyrir
framleiðslu og þjónustu til útflutn-
ings. Reynslu af fríiðnaðarsvæði
getum við t.d. sótt til nágranna okk-
ar íra sem stofnuðu fríiðnaðarsvæði
við Shannon flugvöll árið 1959 og
um rekstur þess sér Shannon Deve-
lopment Company, sem Thomas J.
O’Donnell er fulltrúi fyrir. O’Donn-
ell hefur starfað á ýmsum sviðum
fyrirtækisins síðan árið 1969 og nú
er hann einn af yfirmönnum þess.
Hann kom til íslands á vegum Verk-
takasambands íslands og kynnti
Shannon fríiðnaðarsvæðið á ráð-
stefnu sem bar heitið Rjúfum kyrr-
stöðuna !
Á ráðstefnu Verktakasambands-
ins sagði O’Donnell Shannon fríiðn-
aðarsvæðið hafa gengið vel. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Shannon
skiptir landfræðileg staðsetning
svæðisins þar miklu máli svo og
gott íjarskipasamband og tengsl við
umheiminn. Innan Shannon fríiðn-
aðarsvæðisins eru um 110 fyrirtæki
með starfsemi sína og nú starfa þar
um 5.000 manns. Að sögn O’Donn-
ells sýna hlutlausir útreikningar að
atvinnuleysi væri 10% meira í ná-
grenni Shannon ef fríiðnaðarsvæðið
hefði ekki komið til sögunnar.
Fríiðnaðarsvæði veitir íslending-
um mörg tækifæri
Thomas J. O’Donnell var spurður
að því hvaða ráð hann gæti gefið
íslendingum um fríiðnaðarsvæði.
„Eftir svo skamma dvöl í landinu
væri það rangt að mér að ráðleggja
ykkur beinlínis um hvað þið eigið
Áætlað er, að á síðasta ári hafi
farþegum með flugvélum fækkað
um 4,1% og er það í fyrsta sinn,
að það gerist siðan ICÁO, Alþjóð-
aflugmálastofnunin, fór að fylgj-
ast með þeim málum á fimmta
áratugnum.
Persaflóastríðið átti mestan þátt
í samdrættinum í farþegafluginu í
upphafi síðasta árs en erfiðleikar í
efnahagslífi sumra ríkja urðu síðan
að gera og hvað ekki. Vissulega eru
mörg tækifæri til að skapa atvinnu
og til að mynda útflutning frá fríiðn-
aðarsvæðum. Nauðsynlegt er fyrir
Islendinga að skoða eigin stöðu og
sjá að hvaða leyti þið getið verið
samkeppnishæf í iðnaði við önnur
fríiðnaðarsvæði.“ Það sem hann taldi
geta veitt íslensku fríðiðnaðarssvæði
einna mesta möguleika í samkeppni
við t.d. ódýrara vinnuafl á mörgum
fríiðnaðarsvæðum erlendis, 6r fyrst
og fremst sú ódýra orka sem við
getum boðið upp á og framleidd er
án umhverfisspjalla. Við ættum að
reyna að fá hingað fyrirtæki á fríiðn-
aðarsvæði sem gætu notfært sér
orkuna í framleiðslu sinni þar sem
ekki væri svo auðvelt að flyija hana
úr landi.
Byrja smátt
Þá taldi O’Donnell fríiðnaðar-
svæði geta boðið upp á aukinn ferða-
mannastraum hingað líkt og hefur
sýnt sig á Shannon svæðinu á ír-
landi. „Fyrir um tveimur árum var
gerð markaðskönnun á írlandi sem
sýnir að mikill markaður er fyrir
ferðaþjónustu, sem gerir út á heilsu
manna, ekki síst fyrir ferðamenn frá
Bandarikjunum. Ekki er nauðsyn-
legt að einblína á iðnaðinn. Þið þurf-
ið ekki stórt fríiðnaðarsvæði líkt og
við í Shannon heldur getið þið bytjað
smátt. Ég sé engin vandkvæði á því
að auglýsa upp fríiðnaðarsvæði á
Islandi með t.d. einni verksmiðju.
Þið verðið einnig að vera vandlát á
hvað þið komið með inn í landið,
hvernig iðnað þið leyfið á fríiðnaðar-
svæði, ef þið viljið halda hinni hreinu
ímynd landsins. Óháð þjóð líkt og
Island hefur vissulega tækifæri á
mörgum sviðum.“, sagði Thomas J.
O’Donnell að lokum.
til að kynda undir honum. Áætlað
er, að flugfélögin hafi flutt 1,13
milljarða farþega á síðasta ári á
móti 1,16 milljörðum 1990 og þar
af 262 milljónir í millilandaflugi á
móti 280 árið áður. í fyrra var sæta-
nýting 66% til jafnaðar á móti 68%
1990. Undir lok síðasta árs var flug-
umferð þó farin að taka nokkuð við
sér á sumum svæðum.
Flug
Farþegum fækkar