Morgunblaðið - 16.01.1992, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 16.01.1992, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNVLÍF FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1992 B 11 ÍMYNDIN Frábær frammistaða flugstjórans Stefans Ras- mussen, sem bjargaði 129 mannslífum þeg- ar flugvél hans nauðlenti við Stokkhólm á dögunum, og framkoma hans í fjölmiðlum eftir slysið hefur bætt ímynd SAS til muna í augum almennings. Almenningsálit Flugslys bætir ímynd SAS STEFAN Rasmussen, hinn 44 ára g-amli flugstjóri SAS-flugvélar- innar sem nauðlenti norðan við Stokkhólm á dögunum bjargaði ekki aðeins 129 mannslífum, heldur hefur hann einnig með frammistöðu sinni í fjölmiðlum eftir slysið bætt ímynd flugfélags- ins í augum almennings. Reyndir auglýsingamenn álíta að Rasmussen hafi með fram- komu sinni aukið mjög tiltrú al- mennings á starfsfólki SAS, eink- um meðal þeirra sem sáu hann í sjónvarpi fáum klukkustundum eftir slysið. Stefan Rasmussen kom fram á fréttamannafundi skömmu eftir slysið. Þar var framkoma hans róleg og æðrulaus, en umfram alit opin og heiðarleg. Hann var hann sjálfur. Það, ásamt opnu viðmóti SAS, fær hæstu einkum hjá auglýsingamönnum. Almenn- ingur hefur enn mikla tiltrú, jafn- vel meiri en áður, á SAS og starfs- fólkinu þrátt fyrir að ýmislegt bendi til að slysið hafi orsakast af mannlegum mistökum. Ákvörðun stjórnar SAS um að mála yfir nafn félagsins á flugvél- unum sem og einkennisstafi strax daginn eftir slysið virðist þannig hafa verið óþörf. í öllu falli hefur það sem stjórnin óttaðist mest, það er að segja að farþegum hafi fækkað, ekki gerst. Nær undan- tekningarlaust þegar flugslys verða fækkar farþegum og bók- unum hjá viðkomandi flugfélagi verulega, en engin merki þess hafa sést hjá SAS. Enn má hér að einhveiju leyti þakka vasklegri framgöngu Stefans Rasmussen flugstjóra. verslun LEGO eykur umfang sitt í Bandaríkjunum Á árinu 1991 jókst umsetning LEGO í Bandaríkjunum um 20 til 25% þrátt fyrir efnahagslægðina í Bandaríkjunum. Stjórn LEGO býst við að á þessu ári muni umsetning einnig aukast um svipaða stærðargráðu. Þessi markaðsaukning gerir það að verkum að LEGO telst vera orðinn næst stærsti framleiðandi og seljandi á bandaríska leik- fangamarkaðnum, á eftir fram- leiðanda Barbie-dúkkanna. Þessi árangur LEGO verður að teljast mjög góður í ljósi þess að í kjölfar efnahagskreppunnar í Bandaríkj- unum hefur sala leikfanga minnk- að all verulega. LEGO hefur þó ekki farið var- hluta af kreppunni. Margir við- skiptavina þeirra hafa lent í greiðsluerfiðleikum þannig að nú fylgjast forsvarsmenn LEGO grannt með fjármálastöðu við- skiptavina sinna og stöðva um- svifalaust afgreiðslu til þeiira sem ekki greiða á réttum tíma. En eins og margir stórir framleiðendur er LEGO svo heppið að vera í þeirri stöðu að allir helstu viðskiptavinir þeirra eru stórmarkaðskeðjur sem flestar standa styrkum fótum. I kjölfar þeirrar ágætu stöðu sem fyrirtækið hefur náð í Banda- ríkjunum kanna LEGO-menn nú möguleikann á að færa út kvíarn- ar með því að hefja sölu á barna- fatnaði. Þá er um að ræða að leyfa tilteknum traustum barnafata- framleiðendum að framleiða vörur með LEGO-vörumerkinu. Slík sala myndi þá hefjast á næsta ári, en kannanir benda til að fatnaður með LEGO-vörumerkinu gæti náð sölu upp á 3 til 6 milljarða króna á fáum árum. Hugmyndin að því að hefja sölu á bamafatnaði kom í kjölfar leik- fanga auglýsingar þar sem fram kom sölumaður klæddur í jakka með LEGO-merkinu. Eftir auglýs- inguna kom í ljós mikill áhugi barna á að eignast slíkan jakka. Miklar líkur eru því á að þessum áformum verði hrint í framkvæmd og mun þá umsetning LEGO í Bandaríkjunum enn aukast í sam- ræmi við það. Tölvur Marinó G. Njálsson Umbrot á íslenska tölvumarkaðnum Hvers vegna keypti Örtölvutækni-Tölvukaup hf. Tölvutækni af Hans Petersen hf.? Skyndileg sala Hans Petersen hf. á tölvusöluhluta fyrirtækisins, Tölvutækni, kom mörgum á tölvu- markaðinum mjög á óvart. Ekki var vitað annað en að Tölvutækni væri búin að skapa sér það fastan sess, að fyrirtækið myndi lifa af efna- hagsþrengingarnar. Fyrirtækið hafði umboð fyrir mörg mjög traust og þekkt merki, sem eru sum með- al þeirra bestu og þekktustu á markaðnum. Eins hafði Tölvutækni verið hluti af undirbúningi Hans Petersen hf. fyrir öflugri tölvuvæð- ingu í ljósmyndaiðnaðinum. Hvaða verð Örtölvutækni-Tölvukaup hf. greiddu skiptir ekki máli, en með kaupunum skaut fyrirtækið öflugri rótum undir starfsemi sína og los- aði sig við hættulegan keppinaut. Aðdragandinn að kaupum Ör- tölvutækni-Tölvukaupa hf. (ÖTT) á Tölvutækni Hans Petersen hf. (TTHP) var skammur, aðeins örfáir dagar og kaupin gengu hratt og vel í gegn. Meira að segja svo hratt að starfsmenn TTHP fréttu ekki af undirskrift kaupsamninga fyrr en mörgum tímum eftir að nýir eig- endur höfðu tekið við. En hugmynd- in að sameiningu TTHP við önnur tölvufyrirtæki á sér lengri sögu. Fyrir þremur árum átti ekkert eftir nema skrifa undir samninga við Microtölvuna og hafði meira segja birst frétt í Morgunblaðinu um sameiningu þessara fyrirtækja, þegar allt gekk til baka. Litlu mun- aði að TTHP og Sameind gengju í eina sæng á sínum tíma. TTHP gerði tilboð í Boðeind, sem hafn- aði, og þegar Jón Ólafsson seldi hlut sinn í ÖTT fyrir ári leitaði hann m.a. til Hans Petersen hf. Það er því kaldhæðni örlaganna að ÖTT skyldi nú kaupa TTHP. Samt er ljóst að TTHP gat ekki þrifist á tölvumarkaðnum nema með sam- runa við eitthvert annað tölvufyrir- tæki. íslenski tölvumarkaðurinn hefur undanfárin tvö til þrjú ár verið að þróast út í mjög harða verðsam- keppni. Gömlu stórtölvufyrirtækin (IBM, KÓS og Heimilistæki) hafa smátt og smátt verið að missa markaðshlutdeiid á kostnað einka- tölvunnar. Appletölvurnar hafa náð góðri fótfestu hérna og PCrtölvum hefur fjölgað gífurlega. Ógrynni tölvumerkja er fáanlegur og kaup- endur gerðu sér snemma grein fyr- ir að það er meira og minna það sama undir lokinu á þeim flestum. Þannig hafa ýmis „klassamerki" átt erfitt uppdráttar hér á landi eða ekki numið land nema að takmörk- uðu leyti. Má þar nefna Compaq, Siemens og Everex. Önnur hafa ekki notið eins mikillar hylli eins og í Bandaríkjunum eða Evrópu (IBM og HP). Og enn öðrum hefur skotið á stjörnuhimininn hér en verið með- aljónar eða þaðan af lægra skrifað- ir annars staðar. íslensku tölvufyrirtækin hafa verið mörg og flest smá. Árið 1990 komst t.d. aðeins IBM inn á lista Fijálsrar verslunar yfir 100 stærstu fyrirtæki íslands. Það var í 47. sæti. Aðeins eitt annað „hreint" tölvufyrirtæki var á meðal 214 stærstu fyrirtækjanna, þ.e. Einar J. Skúlason hf. í 120. sæti. Og þijú blönduð fyrirtæki voru á bilinu 112 til 143, en tölvudeildir fyrirtækj- anna töldu varla meira en 10-30% af veltu þeirra. Af þessari upptaln- ingu má ráða að IBM og Einar J. Skúlason hf. (EJS hf.) hafí verið og séu tvö stærstu tölvufyrirtækin hér á landi og önnur standi þeim talsvert að baki. ÖTT og Tæknival hf. hafa komið næst og verið ört vaxandi, en velta þeirra samt varla verið nema 30-40% af veltu EJS hf. Sama má segja um Apple- umboðið. Kaup ÖTT á TTHP er því m.a. tilraun til að nálgast risana tvo og þá sérstaklega EJS, sem hefur verið að stinga aðra PC-sala af og jafnframt viljað gnæfa yfir PC-markaðnum. (Staða IBM er sér- stök sem allt að því eina stórtölvu- fyrirtækið á landinu og hefur velta fyrirtækisins sveiflast mjög mikið til á milli ára eftir tölvuvæðingu annarra stórfyrirtækja.) Hvers vegna Tölvutækni? Það er fyrst að segja, að TTHP var brautryðjandi með lágt tölvu- verð. Á tölvusýningunni í Borgar- leikhúsinu 1986 varpaði tölvudeild Hans Petersen hf. (síðar TTHP) sprengju inn á tölvumarkaðinn, þegar Tandon-tölvur voru boðnar talsvert ódýrar en aðrir tölvusalar buðu sín merki. Aðalsmerki TTHP var að eiga eins mikið og kostur var milliliðalaus viðskipti við fram- leiðendur tölvubúnaðar. Þannig náði fyrirtækið verðinu mjög mikið niður og gat jafnvel boðið sam- keppnisaðilum harða diska, minn- isstækkunarspjöld og margt fleira á hagstæðara verði hér á íslandi, en erlendir birgjar fyrirtækjanna gátu gert. Fyrirtækinu tókst að ná til sín mörgum þekktum umboðum jafnt í vélbúnaði sem hugbúnaði. Þ.m.t. vörur . frá Tandon (tölvur), Everex (minnisstækkunarspjöld, tölvur, segulbandsstöðvar o.fl.), Bor- land (hugbúnaður), Interactive Sy- stems (UNIX), Eizo Corporation (há- gæða skjáir), Kyocera (geislaprentar- ar), Kodak (disklingar o.fl.) og Conn- er Peripherals (harðir diskaij. Flóra ÖTT er engu lakari og vandasamt er að sjá hvernig mörg þeirra merkja, sem TTHP bauð upp á, falla inn í myndina hjá ÖTT. (Nema eitthvað hafi gerst hjá þeim, sem við eigum eftir að sjá. Þá kem- ur helst til greina að ÖTT hafi misst samninga við erlenda birgja eða þeir treysta ekki HP til að standa nógu vel í verðsamkeppninni.) Sumt hefur ÖTT nauðsynlega vantað, t.d. góða harða diska, hágæðaskjái á réttu verði, gott hugbúnaðarumboð og „samþykkt“ UNIX-stýrikerfi. TTHP hafði þetta allt, en líka geislaprentara í samkeppni við HP, tölvur í samkeppni við HP og Tulip og netlausn í samkeppni við Synoptics. Ólíklegt er að yfirtaka ÖTT á TTHP komi til með að skila sér strax í jafnmikilli veltuaukningu og velta TTHP hefur verið. Til þess eru fyrirtækin of lík. En þegar fram líður verður ÖTT miklu sterkara en áður og ætti að geta velgt EJS undir uggum. Hin hliðin er fyri’verandi innan- búðarmanni hjá TTHP ekki eins skiljanleg. Hvers vegna seldi Hans Petersen hf. (HP hf.)? TTHP hefur lengi vel átt að vera vaxtarbroddur- inn hjá fyrirtækinu. Kodak hefur verið í mikilli tölvuvæðingu og -þró- un en HP hf. hefur verið umboðsað- ili Eastman Kodak lengur en elstu menn muna. Interactive-umboðið komst í hendur TTHP vegna þess að Kodak á/átti Interactive. HP hf. hefur líka verið með margar prent- smiðjur í viðskiptum og þær hafa verið að tölvuvæðast hraðar en auga á festir. Það, sem kemur til giæina, er einhver óopinber stefnu- breyting hjá Kodak, sem ekki krefst innanhússþekkingar á tölvum, og/eða að stjórnendur HP hf. hafa talið rekstur TTHP fyrirtækinu of erfiðan til að áframhaldandi starf- semi væri réttlætanleg. Svo má auðvitað bæta við nýjustu stjórnun- artillögum, sem segja að skynsam- legt sé fyrir fyrirtæki að standa sig vel á afmörkuðum sviðum og kaupa frekar sérfræðiþekkingu á öðrum sviðum, þegar þess er þörf. Hver svo sem ástæðan er, verður hún til þess að samkeppnin á tölvumark- aðnum á eftir að harðna og við- skiptavinir ÖTT og TTHP standa betur á eftir. IBM og Skrifstofuvélar — Sund Ekki var greinin um kaup ÖTT á TTHP fyrr tilbúinn, en að óstaðfest frétt barst um, að IBM á íslandi og Skrifstofuvélar - Sund hf. ætluðu í eina sæng. Ef satt, er þetta mikil stefnubreyting hjá IBM, vegna þess að fyrir einu og hálfu ári neitaði IBM Skrifstofuvélum - Sund hf. um að fá að selja IBM tölvur, eftir að Skrif- stofuvélar - Gísli J. Johnsen hf. hafði orðið gjaldþrota. Þá ákvað IBM að treysta Sameind hf. fyrir sölu ein- menningstölva frá fyrirtækinu. Stefnubreyting IBM getur þýtt margt, en ofarlega hlýtur að vera, að tilraunin mistókst. Sameind hf. hefur ekki staðið undir þeim vænt- ingum, sem IBM gerði til þeirra. Hið nýja fyrirtæki kemur til með að auka enn á samkeppnina á ís- lenska tölvumarkaðnum. Verð á IBM-tölvum mun væntanlega lækka eitthvað, en fyrst og fremst verður IBM nú í beinni samkeppni á PC- tölvumarkaðnum. Það að geta boðið lausnir í flestum stærðar- og verð- flokkum mun örugglega gera IBM fysilegri kost en fyrr fyrir tölvukaup- endur. Vandi IBM hingað til er hvað fyrirtækinu hefur haldist illa á endursöluaðilum á Reykjavíkur- svæðinu. Það að taka söluna í sínar hendur ætti að leysa það mál. Framtíðin Líklegt er að þessi tvö mál, sem hér hafa verið reifuð, séu upphafið að enn þá meiri breytingum á tölvu- markaðinum. Við erum að sjá það sama gerast hér á landi og hefur verið að gerast í Bandaríkjunum. Þegar verð á tölvum hefur lækkað, hefur verðmunur á „viðurkenndum“ merkjum og „eftirlíkingum" minnk- að. Hagnaður minni fyrirtækjanna hefur minnkað og jafnframt svig- rúm þeirra til að standast verðsam- keppni frá stærri fyrirtækjum. Af- leiðingin getur ekki verið nema ein: fyrirtækjum fækkar á markaðnum. Það er ekki lengur verðið og inn- volsið, sem skiptir mestu máli, held- ur þjónusta og gæðaeftirlit. Nokkuð sem stóru fyrirtækin hafa alltaf lagt ríka áherslu á, en þau minni, í besta falli, sloppið þolanlega frá. Höfundur er tölvuimrfræðingvr og mun skrifa reglulega um mál- efni tölvumarkaðarins í viðskipta- blaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.