Morgunblaðið - 25.01.1992, Síða 1

Morgunblaðið - 25.01.1992, Síða 1
 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MENNING USTIR LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992 BLAÐj saman að koma. En það var erfitt til að byrja með.“ Ingibjörg heldur að myndir sínar komi ekki til með að breytast í neinum grundvallaratriðum eftir þessa sýningu. „Ég held þessu áfram, en kannski verður það enn- þá einfaldara; jafnvel bara blár lit- ur! Það er aldrei að vita,“ segir hún og hlær. „Sumir segja að það sé skúlptúr í þessu og ég ætti kannski að reyna fyrir mér í því. En mér finnst þessi blekking í málverkinu spennandi; að vera með tvívíðan flöt en reyna samt að búa til einhveija dýpt. Þessi þungi massi er bara málning á flötum grunni.“ Viðtal: Einar Falur Ingólfsson Ingibjörg Eyþórs- dóttir Morgunblaðið/Einar Falur Ingibjörg Eyþórsdóttir sýnir í Nýhötn Istuttri greinargerð sem Ingi- björg Eyþórsdóttir lætur fýlgja málverkasýningunni sem hún opnar í listhúsinu Nýhöfn við Hafnarstræti í dag, segir hún að form og litir myndanna séu fengin að láni úr náttúrunni, en bætir því við að hún sé ekki að færa land yfír á léreft; það sé hvorki hægt né eftirsóknarvert. Málverk Ingibjargar eru blá en lita- skalinn þó víður; frá svarbláu út í allt að því hvítt. Og fýrirmyndirnar virðast vera íjöll, í dagrenningu eða mildri sumarnótt. Þetta er önnur einkasýning Ingibjargar, en hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands á árunum -1983 til ’87. Á sýningu Ingibjargar eru á annan tug olíumálverka í ýmsum stærðum. Hún segir að myndirnar á sýningunni sem hún hélt í FÍM- salnum árið 1989 hafi ekki verið svo ólíkar þessum, en samt tengd- ari landslagi. „Ég kallaði þá sýn- ingu Bautasteina, og á öllum myndunum var eitt þungt form, fjall, varða eða eitthvað slíkt, og þetta hefur þróast út frá því. Sum- ar af myndunum sem ég sýni núna geta verið af landslagi en aðrar eru meiri geómetría. Þetta er þróun frá landslaginu, en ég held samt alltaf í það; ég horfi mikið á lands- lag og nota það, án þess að mála það beinlínis." - Mér finnst þetta nú vera all- mikið landslag; oft eins og fjöll í dagrenningu, landið er svart og himinn blár. „Já, sumar eru þannig, og þessa,“ segir hún og bendir á eina myndina, „málaði ég meira að segja í sumar. Vakti á nóttinni og góndi út um gluggann. Það var mjög meðvitað. Þetta geta verið myndir af íslenskri sumarnótt." Myndirnar eru allar bláleitar og út í mjög dökkt, en Ingibjörg seg- ist þó ekki nota svartan lit, heldur svarbláan. „Svartur litur er dauf- ari og flatari en sá sem ég fæ með dökk- bláum. Ég virðist vera mjög hrifin af bláu, af hveiju veit ég ekki, en þetta er bara svona,“ segir Ingibjörg og brosir. „En ef maður er eitthvað að fást við íslenskt landslag þá er blái liturinn mjög sterkur, og ljósið hér er ákaflega blátt.“ - Hvað með formið í myndun- um? „Þetta eru fjöll og svo mikið hálfhringur eða rómverskur bogi. Mér finnst gaman að vinna með form eins og þetta og athuga hvað ég kemst langt hægt er að ná mismunandi stemmning- um með því — þó þetta séu kannski allt myndir af nætur- eða náttúru- Blekkinoin kyrrð.“ - Þú stendur þá í eins konar formrann- sóknum? „Já, og ég kem að form- malverkinu ±a og athuga hvað _ _. t með það, hvað spennandi inu frá fjall- inu. Þessu þunga, massíva og einmanalega formi sem stendur stakt einhvers staðar á berangri og er svo heillandi. Og það er líka viljandi sem margar myndanna eru allt að því symmet- rískar; það er spennandi að glíma við þung en mjúk formin og sym- metríuna.“ — En þarf ekki mikinn sjálfsaga til að geta unnið á þennan hátt? „Sjálfsagt, en þetta er niðurstaða eftir talsvert langar pæl- ingar og ein- faldleikinn hentar mér. Ég losaði mig við hama- ganginn í skó- lanum, en þá gerði ég risa- stórar og bijálaðar expressjónískar myndir, allar rauðar, appelsínugular. og mjög óhamdar. Mig langaði þá strax til að temja formið og litinn, fara jafnvel .að mála eitthvert landslag, en náði mér ekki niður á það. Síðan fékk ég mér vinnustofu og sat og glímdi við þetta daginn út og inn, og þá fór þetta smám

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.