Morgunblaðið - 20.02.1992, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
20. FEBRUAR 1992
B 5
Samtök
25 fyrirtæki aðilar að
Flutningakauparáði
Á STOFNFUNDI Flutningakauparáðs, sl. þriðjudag, skráðu 25 fyrir-
tæki aðild sína en ráðið var stofnað að tiistuðlan íslenskrar verslunar.
Stofnskrá Flutningakauparáðs verður opin til 1. apríl n.k. og býst Big-
ir R. Jónsson formaður Islenskrar verslunar við að 100-200 fyrirtæki
muni skrá aðild sýna fram að þeim tíma. Á fundinum var tilkynnt um
4 tilnefningar í stjóm og gerð var tillaga um þrjá stjórnarmenn til
viðbótar. Hver aðili að ráðinu hefur eitt atkvæði á fundum félagins
en félagsgjöld em 10,000 krónur árlega.
En neysla þjóðarinnar hefur haldið
áfram að vaxa - bæði einkaneysla
og samneysla - alveg úr takt við
okkar eigin tekjur en meira í takt
við þá framleiðniaukningu sem
náðst hefur í öðrum ríkjum OECD
(sjá brotnu línuna á myndinni).
Þessi þróun er raunar skiljanleg.
Návígi þjóðanna er orðið mikið.
íslendingar þekkja vel til meðal
nálægra þjóða og hafa í raun tek-
ið mið af kjörum þeirra í neyslu-
venjum sínum og kröfum um þjón-
ustu velferðarkerfís okkar. Um
leið og við höfum samið okkur að
neysluvenjum nágrannaþjóðanna
hefur fallið í gleymsku að þar ei-u
eimreiðir í atvinnulífínu sem skila
20% arðsemi ár eftir ár eftir ár -
og hljóta verðskuldaðan heiður
fyrir. Þær upplýsingar sem birtast
hér á síðunum um rekstur evr-
ópskra fyrirtækja eru raunar unn-
ar af hálfu höfundar í því skyni
að draga fram í dagsljósið að án
slíkra eimreiða - góðra og traustra
fyrirtækja sem bera 10 til 20%
arðsemi jafnaðarlega án þess að
til þess sé tekið - getum við ekki
vænst sambærilegra lífskjara og
aðrar þjóðir.
Víkjum nú sögunni til Þýska-
lands. Þrátt fyrir geysisterka stöðu
þýskra fyrirtækja hafa þau aðeins
færst niður listann yfír 500
stærstu fyrirtæki í Evrópu. All-
ianz, stærsta tryggingafélag í
Evrópu, Siemens og Daimler Benz
eru nú í sjötta, níunda og tíunda
sæti en voru í fyrra í fjórða, sjö-
unda og fimmta sæti. Deutsche
Bank er nú í tólfta sæti en var
áður í níunda sæti. En þessar til-
færslur verða þó einkum vegna
þess að hlutabréfaverð þróast með
mismunandi hætti í hveiju landi
um sig. Hlutfallsleg hækkun
hlutabréfaverðs í Bretlandi varð
til þess að bresku fyrirtækin þok-
uðust upp listann en lækkun í
Þýskalandi til þess að fyrirtæki
Þjóðverja færðust niður. Þannig
varð mikil hækkun á verði hluta-
bréfa í Frankfurt á árinu 1990 er
bjartsýni ríkti vegna sameiningar
Þýskalands. Þýsku fyrirtækin hafa
vissulega styrkt stöðu sína í
Austur-Evrópu umfram fyrirtæki
annarra þjóða. En kostnaður við
uppbyggingu í austurhluta Þýska-
lands hefur reynst mikill og fjár-
festing í austurvegi tekur ekki að
skila sér fyrr en síðar á þessum
áratug. Hlutabréfaverð í Þýska-
landi hefur því verið fremur stöð-
ugt og ekki hátt. Háir vextir þýska
seðlabankans hafa einnig dregið
úr eftirspurn eftir hlutabréfum en
í Bundesbank eru háir vextir tald-
ir nauðsynlegir nú til að halda
verðbólgu niðri og slá á þenslu.
Starfsemi
almenningshlutafélaga í
mestum blóma í Bretlandi
í hópi 500 stærstu fyrirtækja í
Evrópu eru 64 þeirra þýsk og
meðalarðsemi eigin fjár þeirra var
12% árið 1990 en hafði verið 15%
árið áður. í Sviss var arðsemi eig-
in fjár 25 fyrirtækja 13% að jafn-
aði bæði árin. Verðbólga var
2,7-2,8% bæði árin í Þýskalandi
en 4-5% í Sviss. Þýsku fyrirtækin
eru að jafnaði nokkru minni en
þau bresku í hópi 500 stærstu í
Evrópu. Eigið fé 64 þýsku fyrir-
tækjanna var að meðaltali jafn-
virði um 235 mrð.kr. Hlutdeild
eigin fjár þeirra í eigin fé 500
stærstu fyrirtækja í Evrópu er 14%
(sjá kökuritið), lítið eitt hærri en
hlutdeild franskra fyrirtækja sem
er 12%.
En það er athyglisvert að draga
jafnframt fram mismuninn í fjár-
hagsuppbyggingu stórfyrirtækj-
anna milli landa. í Bretlandi (og
raunar í Bandaríkjunum og víðar)
stendur hlutabréfamarkaður á
gömlum grunni og hlutfallslega
fleiri fyrirtæki starfa sem almenn-
ingshlutafélög í þeim löndum en í
Mið-Evrópuríkjunum, t.d. í Þýska-
landi og Sviss og jafnvel Frakk-
landi og Ítalíu. Þannig er t.d. Bert-
elsmann, stærsta fjölmiðlafyrir-
tæki Þjóðveija í blaða-, bóka- og
tónlistarútgáfu og í sjónvarps-
rekstri, ekki starfandi sem al-
menningshlutafélag og heldur
ekki bílavarahlutafyrirtækið Rob-
ert Bosch en bæði þessi fyrirtæki
eru í eigu stórra stofnana.
Þá eru einnig mörg af þýsku
stórfyrirtækjunum sem skráð eru
á hlutabréfamarkaði enn í meiri-
hlutaeigu fjölskyldna stofnend-
anna eða annarra sem tekið hafa
við af þeim. Aðeins hluti af hluta-
bréfum þeirra gengur því kaupum
og sölum á markaði. Þótt engin
leið sé að sýna fram á að mismun-
andi eignarhald hafi raunverulega
áhrif á árangur fyrirtækjanna eða
arðsemi er þó talið að eignarhald
í atvinnurekstri í Þýskalandi hafi
heldur haft hamlandi áhrif á þróun
fyrirtækjanna í stærri heildir.
Þannig hefur verið minna um
samruna og yfírtökur fyrirtækja í
Þýskalandi en í Bandaríkjunum
og Bretlandi og kann að leiða til
aðeins lakari stöðu þýsku fyrir-
tækanna þegar lengra er litið.
Þetta á þó síður við um stærstu
fyrirtæki Þjóðveija, s.s. þau sem
einkum eru hér til umfjöllunar.
En þetta er hluti af skýringunni
á því hvers vegna Bretar eiga 182
fyrirtæki í hópi 500 stærstu fyrir-
tækja í Evrópu en Þjóðveijar að-
eins 64, Frakkar 67 og ítalir að-
eins 33 jafnvel þótt stærðarmunur
þessara þjóða sé lítill (fyrir sam-
einingu Þýskalands). Enginn vafi
leikur á því að þróun á fjármála-
markaði í þessum ríkjum er í þá
átt að fleiri og fleiri fyrirtæki velja
sér þann kostinn að starfa sem
almenningshlutafélög.
Telquskiptingarhlutföll
milli fyrirtælga og
launþega með öðrum hætti
á íslandi en í OECD
Aftur er rétt að rifja upp hve
samanburður á hagtölum á milli
landa getur verið varhugaverður
og vega mismunandi verðbólga og
mismunandi uppgjörsaðferðir
þungt hér. Hvemig sem öllu er á
botninn hvolft er niðurstaðan þó
sú að árangur breskra fyrirtækja
í hópi 500 stærstu fyrirtækja í
Evrópu er bestur. Sjö af tíu
stærstu fyrirtækjunum með arð-
sémi yfir 25% árið 1990 eru bresk
en það eru lyfjafyrirtækin Glaxo,
SmithKline Beecham og
Wellcome, matvæla- og drykkjar-
vörufyrirtækin Unilever og Guin-
ness, eignarhaldsfyrirtækið BTR
og smásöluverslanirnar J Sains-
bury. Hvorki meira né minna er
56 fyrirtæki (af 182 breskum) í
hópi 500 stærstu era með meira
en 25% arðsemi eigin fjár árið
1990. Til samanburðar má nefna
að slíka arðsemi bera aðeins tíu
frönsk fyrirtæki, tíu þýsk fyrir-
tæki, sex fyrirtæki Svía, þijú hol-
lensk fyrirtæki og aðeins eitt í
Belgíu og eitt svissneskt. í öllum
LANiER
Telefaxtæki
fyrir venjulegan
pappír
ÁRVÍK
ÁRMÚLI 1 - REYKJAVÍK - SlMI 687222 -TELEFAX 687295
löndunum sem fram koma á súlu-
ritunum á meðfylgjandi mynd er
meðalarðsemi fyrirtækjanna 12%
eða hærri nema í Finnlandi þar
sem meðalarðsemi eigin fjár fímm
fyrirtækja var 9%.
Þessar tölur hljóta að vera til-
efni til umhugsunar fyrir íslend-
inga. Annað línuritið efst á með-
fylgjandi mynd sýnir hlutdeild
rekstrarafgangs íslenskra fyrir-
tækja í vergum þáttatekjum á Ís-
landi (nánast hlutdeild hagnaðar
í landsframleiðslu) og til saman-
burðar sama hlútfall í ríkjum
OECE að meðaltali. í OECD ríkj-
unum er hlutfallið um 40% að jafn-
aði en á íslandi er það fimmtungi
lægra eða um 32-33%. M.ö.o. tekj-
ur á íslandi skiptast þannig að
hlutfallslega hærri hluti lands-
framleiðslu rennur til launþega
sem 'tekjur fyrir vinnu en lægri
hluti en annars staðar í OECD
verður eftir hjá fyrirtækjunum
sem ávöxtun eigin fjár til að
standa undir áframhaldandi þróun
og framleiðniaukningu.
Veruleg ástæða virðist vera til
að kanna nánar hvernig stendur á
þessum mismun í tekjuskiptingar-
hlutföllum. Ekki ber að skilja þessi
orð á þann veg að laun á íslandi
séu of há í samanburði við tekjur
launþega í öðrum ríkjum. En það
sem eftir situr hjá fyrirtækjum er
greinilega miklu minna en annars
staðar og niðurstaðan hlýtur þvi
að vera sú að afraksturinn í heild
í íslensku atvinnulífi - þ.e. fram-
leiðni vinnandi manna, bæði í
einkarekstri en ekki síður hjá hinu
opinbera - sé alltof lág. Hver vinn-
andi maður framleiðir of lítil verð-
mæti. Ef ekki verður breyting á
þessu von bráðar munu íslending-
ar halda áfram að dragast aftur
úr öðrum þjóðum þar sem fram-
leiðni og tekjur eru hærri og lífs-
kjör að því marki betri.
Höfundur er framkvæmdastjóri
VÍB - Verðbréfamarkaðs tslands-
banka hf.
Að sögn Birgis eru flutningakaupar-
áð mjög algeng í Evrópu og'aðildar-
fyrirtæki þar eru um 220 þúsund.
Þá eru fulltrúar þessara félaga í
ýmis konar ráðum og stjórnum, t.d.
sitja fulltúar flutningakauparáða í
nefndum innan OECD og Evrópu-
bandalagsnins.
Aðspurður hvort ekki væru nú
þegar nægilega mörg félög kaup-
manna og annarra aðila í verslun á
landinu sagði Birgir R. Jónsson svo
ekki vera enda væri Flutningakaup-
aráð á allan hátt frábrugðið öðrum
hagsmunasamtökum sem nú væru
starfandi. „Flutningakauparáð er
einungis málsvari þeirra sem kaupa
flutninga og í slíku félagi eiga því
ekki heima aðilar sem eru flutninga-
seljendur, líkt og nú er blandað sam-
an t.d. í Verslunarráði. Skörp skil á
milli kaupenda og seljenda auka sam-
keppni og eru því af hinu góða. Á
stofnfundinum voru samþykkt lög
Flutningakauparáðs og í annarri
grein þeirra segir að tilgangur ráðs-
ins sé að vera málsvari og gæta sam-
eiginlegra hagsmuna flutningakaup-
enda á öllum sviðum flutninga, en
flutningakaupandi er í þeim skilningi
sá sem greiðir fyrir flutning á vöru,
farþegum, upplýsingum, hafnarþjón-
ustu eða tengdri þjónustu."
Birgir flutti ávarp á stofnfundin-
um þar sem hann sagði m.a.:„Flutn-
ingaþjónustan hefur ætíð verið lokuð
grein stórra fyrirtækja sem hafa
haft mikinn stuðning hins opinbera.
Ríkisstjórnir allra landa hafa gjaman
rekið einokunarfyrirtæki í flutning-
um á vöru og farþegum, en einnig
stutt einkarekstur með veitingu sér-
réttinda og sérleyfa. Meðal annars
af þessum sökum hefur myndast
mikil samtrygging milli þess opin-
bera og einkarekinna flutningafyrir-
tækja sem hafa í skjóli þessa mynd-
að bandalög um samráð í verðlagn-
ingu og útgáfu skilmála fyrir flutn-
ingakaupendur.
Stofnun Flutningakauparáðs er
viðleitni til að safna saman á einn
stað faglegum upplýsingum um
flutningamál til að hægt sé að skipt-
ast á skoðunum við flutningaseljend-
ur og hið opinbera af fullri þekk-
ingu. Stofnun flutningakauparáðsins
ber einnig upp á þeim tíma sem hyll-
ir undir afnám verðlagshafta á inn-
flutningsfrakt. Ráðið mun því fylgj-
ast mjög vel með þróun verðlags á
því sviði. Endanlegt markmið með
stofnun íslensks flutningakauparáðs
gætu vel verið að lækka innlent vöru-
verð og stuðla að bættum skilyrðum
fynr umflutninga og alþjóðaverslun
á íslandi með hagræðingu og sam-
keppni á öllum sviðum flutninga,"
sagði Birgir.
I stjórn Flutningakauparáðs var
Jón G. Baldvinsson tilnefndur for-
maður af íslenskri verslun, Árni
Bjarnason af Félagi íslenskra stór-
kaupmanna, Skúli G. Jóhannesson
af Kaupmannasamtökum íslands og
Geir Gunnarson af Bílgreinasam-
bandinu. Þrír aðilar voru kosnir í
stjórn, þeir Haukur Bachmann, Jó-
hannes Jónsson og Gunnsteinn
Skúlason.
RANNSðKNARÁfl RÍKISINS
auglýsir styrki til rannsókna og tilrauna árið 1992.
Umsóknarf restur er til 1. mars næstkomandi.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu ráðsins,
Laugavegi 13, sími 21320.
Um styrk geta sótt fyrirtæki, stofnanir eða einstaklingar.
Styrktarfé skal varið til rannsókna og þróunar á nýrri tækni,
vöru eða aðferðum.
Mat á verkefnum, sem sótt er um styrk til, skal m.a. byggt á;
- líkiegri gagnsemi verkefnis, m.a. markaðsgildi niðurstaðna
sem sóst er eftir,
- gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróunar atvinnu-
greina hér á landi,
- hæfni umsækjenda/rannsóknamanna.
Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni sem svo háttar
um að;
- fyrirtæki eða samtök atvinnulífs hafa frumkvæði um og
leggja umtalsvert framlag til verkefnisins,
- samvinna fyrirtækja og/eða stofnana innanlands er mikil-
vægur þáttur í framkvæmd verkefnisins,
- samstarf við erlend fyrirtæki og rannsókna- og þróunarstofn-
anir er mikilvægt.
Heimilt er einnig að styrkja verkefni sem miða
að uppbyggingu þekkingar og færni á tæknisvið-
um sem talin eru mikilvæg fyrir atvinnuþróun
hér á landi í framtíðinni.