Morgunblaðið - 26.03.1992, Qupperneq 1
IÐNAÐUR: Össur hf. haslar sér völl í útflutningi /5
ATVINNULÍF: Beinir ríkisstyrkir munu fara vaxandi /8-9
JtlGTjjtmMaííife
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992
BLAÐ
Eignarhaldsfélögin
Þrýst áum sameining’u
við Islandsbanka
Á aðalfundum eignarhaldsfélaga Iðnaðar- og Verslunarbanka nk. mið-
vikudag verður lögð fram tillaga um að stjórnum þeirra verði heimil-
að að undirbúa samruna þeirra við íslandsbanka. Samkvæmt upplýsing-
um Morgunblaðsins er nú mjög eindreginn vilji til sameiningar innan
beggja stjórnanna. Ætla má að þrýstingur á Eignarhaldsfélag Alþýðu-
bankans aukist mjög á næstunni um að það láti í ljós afstöðu sína.
Engin tillaga um sameiningu verður hins vegar lögð fram á aðalfundi
félagsins. Búast má við að þetta mál verði einnig til umfjöllunar á
aðalfundi Islandsbanka þann 6. apríl og reynt verði að þrýsta ennfrek-
ar á um sameiningu með flutningi tillögu þar um.
Á aðalfundum eignarhaldsfélaga
Iðnaðarbankans og Verslunarbank-
ans á sl. ári kom fram mjög eindreg-
inn vilji til sameiningar félaganna
við bankann. Af hálfu þeirra var
hinsvegar ekki talið rétt að láta af
því verða fyrr en ákveðin tímasetn-
ing á sameiningu Alþýðubanka-
félagsins lægi fyrir. Eignarhaldsfé-
lag Alþýðubankans hefur enn sem
komið er ekki lýst sig reiðubúið til
að sameinast bankanum eða gefið
til kynna hvenær af sameiningu
gæti orðið.
Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins mun sú skoðun
ríkjandi innan eignarhaldsfélaga
Iðnaðar- og Verslunarbanka að
núverandi fyrirkomulag á eignarað-
iid að bankanum sé óeðlilegt. Það
hafi t.d. í för með sér að bankaráðs-
menn séu ósjálfrátt fulltrúar. ákveð-
inna hagsmuna. Þá sé eðlilegt að
einstakir hluthafar eignarhalds-
félaganna fái beina eignaraðild að
bankanum og þar með aðgang að
aðalfundum hans.
Það sjónarmið hefur hins vegar
verið uppi meðal forráðamanna
Eignarhaldsfélagsins Alþýðubank-
ans að hluthöfum félagsins beri að
standa saman. Jafnframt veiti fé-
lögin bankanum ákveðinn stuðning
og ekkert liggi á sameiningu. Guð-
jón Ármann Jónsson, framkvæmda-
stjóri félagsins, sagði í samtali við
Morgunblaðið að sameining við
bankann hefði verið rædd í stjórn
þess en niðurstaðan hefði orðið sú
að leggja ekki fram tillögu um sam-
einingu á aðalfundinum á miðviku-
dag.
Fyrirtæki
Hagnaður Olíufélagsins hf. var
SÖLUGENGI DOLLARS
Síðustu fjórar vikur
61,00
kr.
60,50
58,50
58,00
57,50
26. feb. 3. mars 11. 18. 25.
170 milljónir á síðasta ári
HAGNAÐUR Olíufélagsins hf. á sl. ári var um 170 millj. króna saman-
borið við 203 inillj. árið áður. Rekstrartekjur námu um 7.755 millj. og
jukust um 7,8% frá árinu áður. Markaðshlutdeild Oliufélagsins í olíuvör-
um var 44,3%.
Eigið fé Olíufélagsins nam 3.699
millj. í árslok og jókst um 15,4%
milli ára. Hlutfall eigin fjár i ar 60%
samanborið við 57% árið áður. Á
aðalfundi félagsins á föstudag verður
lögð fram tillaga um að greiða 15%
arð og auka hlutafé um 10% með
útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
I fyrra var í fyrsta sinn gert upp
með svokallaðri fráviksaðferð í stað
skattaaðferðar. Að óbreyttu hefði
hagnaður félagsins verið 15 millj.
hærri og eigið fé 184 millj. hærra.
Geir Magnússon, forstjóri Olíufé-
lagsins segir afkomuna viðunandi.
Hins vegar væri framundan mikil
aðlögun í sjávarútvegi. „Olíufélögin
eru með mörg útlán til sjávarútvegs-
fyrirtækja og eiga á hættu að lenda
í skakkaföllum," sagði Geir.
Hlutabréf í Olíufélaginu lækkuðu
á sl. ári þegar almenn verðlækkun
varð á hlutabréfamarkaði. Gengi
bréfanna var 6,9 í ársbyijun 1991,
en á bilinu 5,05-5,6 eftir verðbréfa-
fyrirtækjum um sl. áramót.
SJÓVÁ-ALMENNAR TRYGGINGAR h(.
1. Helga Ingimundardóttir
2. Festing hf.
3. Burðarás hf.
4. Guðný Halldórsdóttir
5. H. Benediktsson hf.
6. Hrómundurhf.
7. Kristín H. Halldórsdóttir
8. Benedikt Sveinsson
9. Björn Hallgrímsson
10. Einar Sveinsson
11. Hjalti Geir Kristjánsson
12. Ágúst Fjeldsted
13. Db. Baldvins Einarssonar
14. Ingimundur Sveinsson
15. Guðrún Kristjánsdóttir
24.661
þús. kr.
22.973
22.108
12.919
12.412
12.405
11.239
7.801
7.670
6.260
5.986
4.272
3.126
2.737
2.507
$ 4,9%
15,4%
3,4%
3,4%
3,3%
3,3%
c
! 2,7%
I 2,7%
2,6%
I I 2.0%
11,9%
1,9%
® 1,4%
r~ji.4%
I i 1,2%
I i 1.2%
H 1,1%
Heildarhlutafé:
231 milljón kr.
VATRYGGINGAFELAG ÍSLANDS hf.
S-flokkup hlutabnefa þús. kr.
Samvinnutryggingar GT 100.000
Olíufélagið hf. 57.500
Líftryggingafélag íslands 25.000
Samvinnulífeyrissjóðurinn 20.000
Samvinnusjóður íslands hf. 12.500
B-flokkur hlutabréfa
Brunabótafélag íslands 190.000
Líftryggingafélag íslands hf. 25.000
(31.12.91)
Traust fyrirtæki - góð ávöxtun
Landsbréf hf. hafa til sölu skuldabréf Lindar hf. og Samvinnusjóðs íslands lif.
Ávöxtun þessara bréfa er nú 9,8% á ári umfram lánskjaravísitölu.
Lánstími er 3 - 4 ár.
Lind hf.
Lind hf. er eignarleigufyrirtæki en Landsbanki
íslands á um 80% í fyrirtækinu. Lind hf.
starfar eftir lögum um eignarleigur og undir
eftirliti bankaeftirlitsins. Eignir Lindar hf.
voru alls rúmlega 2,5 milljarðar króna í lok
síðasta árs.
Samvinnusjóður íslands hf.
Samvinnusjóður íslands hf. er fjárfestingarsjóður
í eigu Samvinnuhreyfingarinnar. Eigið fé
Samvinnusjóðs íslands var í lok síðasta
reikningsárs um 382 milljónir og eigin-
fjárhlutfall 62%. Hagnaður síðasta
reikningsárs var 13,4 milljónir króna
a
LANDSBRÉF H.F.
Landsbankinn stendur með okkur
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 91-679200, fax 91-678598
Löggilt verdbréfafyrirtæki. Aðili ad Verðbréfaþingi íslands.