Morgunblaðið - 26.03.1992, Side 11

Morgunblaðið - 26.03.1992, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 B 11 SAMSKIPTI Umsjón: Margrét E. Margeirsdóttir, Unnur Muller-Bjarnason og Sigríður Finsen Mismunun afneitað eftir Nina Colwill Undanfarin ár hafa verið skrifað- ar áhugaverðar bækur í Bandaríkj- unum og Kanada, sem byggðar eru aðallega á skrifum bandaríska sál- fræðingsins Faye Crosby og kanad- ísku sálfræðinganna Mark_ Zanna og Monica Abbondanza. I rann- sóknum þeirra hefur komið í ljós, að konur gera sér grein fyrir mis- munun í okkar samfélagi, en konur almennt eiga það til að neita því, að þær sjálfar verði fyrir barðinu á mismunun. Þetta hefur verið nefnt „afneitun á persónulegri mismun- un“ og vísar til þess, að fólk (en flestar af þessum rannsóknum hafa beinst að konum) viðurkenni mis- munun gagnvart þeim hópi, sem það tilheyrir, en ekki að mismunun- in beinist að því sjálfu. En hvað veldur þessu viðhorfi? Af hverju .trúir fólk því, að það óréttlæti, sem snýr að því sem hóp, beinist ekki að því sem einstakling- um? Ein skýringin gæti verið, að þessi „afneitun á persónulegri mis- munun“ sé aðeins angi af víðara samhengi — eða það sem kanadíski sálfræðingurinn Mel Lerner hefur nefnt „tilgátuna um réttlátan heim“. Dr. Lerner setti fram þá til- gátu — og rannsóknir hans styðja hana — að fólk vill trúa því að heim- urinn sé réttlátur. Þessi þörf mannsins til þess að trúa því að heimurinn sé réttlátur er svo sterk, að hann er tilbúinn til þess að sjá raunveruleikann í öðru ljósi til þess að blekkja sjálfan sig. Ein leið til þess að sannfæra okkur sjálf um að heimurinn sé réttlátur, er að trúa því að fólk eigi skilið allt það góða og illa, sem hendir það. Og það er einmitt þetta, sem gerst hefur hjá konum í at- vinnulífinu í mörg, mörg ár. Fólk leit svo á, að lægra kaup kvenna og færri möguleikar til starfsframa væri ekki neikvætt, heldur var tal- ið, og þá einnig af konum, að þetta væri það, sem konur ættu skilið. (Ég man eftir einum yfírmanni, sem sagði mér fyrir 30 árum, að ég „hefði gott kaup af konu að vera“. Hvorugt okkar gerði sér grein fyrir því, að í raun væri hann með for- dóma gagnvart konum.) Nú á dögum eru sannanir um mismunun gagnvart konum svo yfirþyrmandi, að það er bókstaflega ekki hægt að loka augunum fyrir þeim. Það geta ekki verið margir vel upplýstir einstaklingar- í hinum verstræna heimi sem gera sér ekki grein íyrir þessari mismunun og jafnvel harðsvíruðustu áhangendur um,„tilgátuna um að heimurinn sé réttlátur“ verða nú að viðurkenna að ekki er komið eins fram við kon- ur og karla í hverju landi. Og því miður, þessi mismunun bitnar á konum. Fatnaður Vörusýning A. Armann hf. ÁGÚST Ármann hf. hélt nýlega vörusýningu þar sem þátt tóku 18 erlendir birgjar fyrirtækis- ins. Að sögn Agústs Ármann framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins var þetta sjöunda vörusýn- ingin sem haldin er og alls komu um 90 gestir, aðallega verslun- areigendur, innkaupastjórar og fatahönnuðir. VörusýningarÁgúst Ármann hf. eru haldnar tvisvar á ári og þeirri sýningu sem haldin var um sl. helgi var sýnd tískan fyrir næsta haust. „íslenskir innkaupastjórar og verslunareigendur hafa fagnað því að erlendir birgjar skuli vilja koma hingað til lands með sýningu sem þessa. Þannig geta þeir áttað sig á hvaða efni, snið og litir verða í tísku án þess að þurfa að fara á kostnaðarsamar sýningar erlendis. Þetta er hluti af æ harðnandi sam- keppnin að _utan,“ segir Ágúst. Að sögn Ágústs hefur fyrirtækið sett á fót nokkurs konar innkaupa- hring. „Ágúst Ármann hf. sér um og ber ábyrgð á innflutningi á vörum frá þessum erlendu aðilum. Þannig getum við flutt inn mikið magn og fáum því vöru fyrir lægra verð og flutningskostnað en hver og ein verslun gæti fengið fyrir sig. Við sjáum síðan um að koma vörunni til verslana um allt land. Með þessu móti náum við niður vöruverði á íslandi.“ En þó svo að konur hafa upp til hópa látið af þeirri trú, að jafnt sé komið fram við konur sem karla, virðast þær ekki notfæra sér þessa nýju þekkingu til sjálfsskoðunar. Hvernig má það vera? Gangvart hveijum telja konur að kynjamis- munun sé beitt? Hvaða konur eru það, sem verða fyrir þessari mis- munun? Hvernig geta konur skýrt það, að þetta snerti þær ekki? Ein leiðin er að bera saman sína stöðu saman við aðrar konur, sem ekki eru eins farsælar, en ekki við að- stöðu karla í svipaðri stöðu innan fyrirtækja eða aðstöðu karla með svipaða menntun og reynslu. Þar sem heimavinnandi konur og konur á vinnumarkaði virðast líta á sig sem mjög ólíka hópa, hafa þær einnig tilhneigingu til að ij'úfa tengsl við þá hópa kvenna, sem þeim finnst vera afskiptir. Þannig virðast heimavinnandi konur og konur á vinnumarkaði leita eftir samsvörun við konur, sem þeim finnst njóta forféttinda, sem aftur gerir þeim kleift að líta á sig í þeim hóp. En það hljóta að vera einhver takmörk fyrir afneitun kvenna og það hljóta að vera til aðstæður á vinnustað, þar sem konur geta ekki lengur afneitað þeim fordómum, sem ríkja gagnvart þeim sjálfum. Rannsóknir gefa til kynna, að í raun séu til slík takmörk og þessum takmörkum sé náð af konum, sem vinna í greinum, þar sem karlar eru í meirihluta. Þessar konur þurfa að glíma við það daglega, að betur er komið fram við karla í fyrirtækjum en þær og þær virðast eiga erfiðara með að neita því að þeim sjálfum sé mismunað. Það kemur því ekki á óvart, að slíkar konur beri sig frekar saman við karla en konur. En einnig að þeim finnst þær vera afskiptar, að þær telja muninn á fyrirmynd sinni og raunveruleikan- um meiri en konur gera í starfs- greinum, þar sem þær eru í meiri- hluta. Ætla mætti að konur, sem ekki þurfa að stríða við vandamál mis- mununarinnar vegna kynferðis síns, væru tregar til að hjálpa öðrum konum, sem glíma við slík vanda- mál. En svo er ekki. Fjöldinn allur af konum er þátttakandi í félögum, sem berjast fyrir réttindum kvenna, hvort heldur það er í kvenfélögum eða á alþjóðlegum vettvangi. Konur halda erindi um þessi mál í sínum stéttarfélögum og fagfélögum. Þær skrifa um þessi málefni og beijast fyrir réttindum kvenna, hvort sem mismununin hefur bitnað á þeim sjálfum eða ekki. VERÐ: KR. 5.980. KOMINN AFTUR • Engin fyrirhöfn • Tekur lítið pláss á skrifborði • Opnar póstinn þinn • Gengur fyrir rafhlöðu • Stuðlar að markvissum vinnubrögðum • Ódyr CLASS HF. SÍMl 24494 FAX: 24494 VERSLUNIN BORIS, LAUGAVEGI 66 Þó svo að konur viðurkenni ekki að þeim sé mismunað hefur það ekki komið í veg fyrir að þær kon- ur, sem ekki telja gengið á rétt sinn, hafi hliðrað sér hjá að taka þátt í baráttunni, heldur hafa þær unnið vel og dyggilega að bættum hag kvenna almennt. Þær halda stöðugt áfram í baráttunni um réttindi til handa öllum konum og ekki síst fyrir þær konur, sem búa við mis- munun á félagslegum grundvelli og í atvinnulífinu. En þó svo að afneitun á persónu- legri mismunun virðist ekki hindra konur í að beijast fyrir hinar, sem eru lakar settar, getur verið að það komi í veg fyrir að þær horfist í augu við sín eigin vandamál? Það er trúlegt að svo sé. Sennilega skýrir það einnig hvers vegna svo fáar konur kvaita yfir neikvæðum aðstæðum á vinnustað, eins og t.d. ósanngirni í stöðu- veitingum, sem hindrar starfsframa þeirra; að ekki sé minnst á kynferð- islega áreitni. Vera má að margar konur hafi gert það upp við sig að eina leiðin til að sýna hæfni sína í verki og komast áfram sé sú að neita að viðurkenna þá staðreynd, að þeim er mismunað. Það getur aldrei hjálpað konum að afneita raunveruleikanum til þess að komast í gegnum lífíð. Það er einungis með fræðslu og hvatn- ingu ásamt því öryggi, sem vinátta og stuðningshópar veita, að konur fá kjark til að bijótast í gegnum þennan múr, sem viðheldur afneitun á persónulegri mismunum. Neitun er almennt talin óheppileg leið til að glíma við vandamál. Oft er litið svo á, að fólk, sem neitar að trúa staðreyndum, sem öðrum eru augljósar, sé ekki andlega heil- brigt. En e.t.v. er það svo, að ef konur hefðu sætt sig við raunveru- leikann varðandi stöðu sína í þjóðfé- laginu, þá hefðu þær sennilega- haldið áfram að sofa sínum Þyrni- rósarsvefni í staðinn fyrir að takast á við hið gífurlega verkefni, sem er að losa karla og konur undan kynjahlutverki sínu. Þótt það virðist ósanngjarnt að segja það, þá virðist sem hæfni kvenna til að greina sig frá sínum eigin vandamálum hafí hjálpað þeim við að auka trúverðugleika sinn og lagt áherslu á rök þeirra. Með því að álasa ekki körlum sem einstaklingum, getur verið að ein- staka konu hafi tekist að láta karla sætta sig frekar við þátttöku kvenna á vinnumarkaðnum. Með því að afneita þeirri staðreynd að - þeim sé mismunað hafa konur þrátt fyrir allt náð að skapa nýjan raun- veruleika, hversu dýru verði hann svo hefur verið keyptur. Nina Coiwill er doktor í sálar- fræði og var prófessor við við- skiptafræðideild Manitoba- háskóla í Winnipeg. Word Perfect fýrir Windows í dag kl. 13 á 2. hæð. -4— i EINAR J.SKULASON HF Grensásvegi 10, Sími 68 6933 Afkomu- og greiðsluáætlanir Lengd: 16 klst. (4 hálfir dagar). Lýsing: Námskeiðið er tvíþætt. 1) Fjallað um langtíma áætlanagerð varðandi rekstrarlega og efnahagslega afkomu fyrirtækja, stofnana eða einstakra verkefna. í þessum hluta mun einkum lögð áhersla á mikilvægi kostnaðargreiningar við afkomuáætlanir og hvernig nota skuli niðurstöður slíkra útreikninga til að meta væntanlega arðsemi. 2) Skoðað er hvernig nota megi langtímaáætlanir til að útbúa skammtíma greiðsluáætlanir. f þessum hluta verður sérstök áhersla lögð á mikilvægi nákvæmrar greiðsluáætlunar svo hægt sé t.d. að meta mismundandi lánsþörf, birgðaþörf o.s.frv. eftir árstíðum. Sérstaklega verður rætt um hvernig ofangreindir þættir tengjast og útskýrður mismunurinn á niðurstöðum, sem annarsvegar fást af langtíma rekstrar- og efnahagsáætlun og hins vegar skammtíma greiðsluáætlun. Helgi Geirtiarðsson Þátttakendur: Á námskeiðinu verður töflureiknirinn Excel notaður sem kennslutæki ásamt tveimur sérstklega útbúnum forritum, sem ætluð eru til arðsemismats og greiðsluáætlana. Notkun töflureikna er því nauðsynlegur grunnur fyrir námskeiðið. L Leiðbeinandi: Helgi Geirharðsson. Námskeiðsdagar: 13. apríl—16. apríl kl. 8.30—12.30. Verð: 42.000 — 15% SFÍ afsláttur. Stjórnunarfélag islands Ánanaustum 15, sími 621066

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.