Morgunblaðið - 26.03.1992, Page 12

Morgunblaðið - 26.03.1992, Page 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 Framleiðsla Slippfélagið að hefja framleiðslu á umhverfis- vænni skipamálningu HELSTA nýjung-in í málningar- framleiðslu okkar er það sem ég kýs að kalla umhverfisvænni málningu og á það sérstaklega við um skipamálningu. Við erum að losa hana við þau lífrænu efna- sambönd sem fylgja tini og með því verður hún umhverfisvænni en eldri gerð. Við munum líká á næstunni bjóða umhverfisvæna húsamáiningu til notkunar innan- húss“, segir Hilmir Hilmisson framkvæmdastjóri málningar- verksmiðju Slippfélagsins. Níutíu ár eru liðin um þessar mundir frá því Slippfélagið í Reykjavík var stofnað. í ársbyijun 1989 seldi Slippfélagið Stálsmiðjunni rekst- ur sjálfrar dráttarbrautarinnar en rekur í dag málningarverk- smiðjuna sem hóf starfsemi 1951. Hilmir Hilmisson framkvæmda- stjóri er spurður um ástæðu þess að slippurinn sjálfur var seldur „Stálsmiðjan og ýmsir aðrir aðilar sem tengdust skipaviðgerðum áttu kringum 50% hlut í Slippfélaginu og áhugi þeirra var fyrst og fremst tengdur þjónustu við skipin. Því varð að ráði að Slippfélagið seldi Stál- smiðjunni og þessum aðilum sinn hlut en héldi sjálft áfram málningar- framleiðslunni," segir Hilmir. — Hvaða áhrif hafði það á starf- semina að hætta rekstri slippsins? „Það hefur helst haft þau áhrif að við getum nú einbeitt okkur að málningarframleiðslunni en áður fóru fjármunir og kraftamir líka í rekstur slippsins. Við höfum t.d. nýverið keypt fullkomnar vélar til framleiðslunnar frá Þýskalandi og Svíþjóð og er verk- smiðjan í dag mjög vel vélvædd." Hilmir segir að málningarfram- leiðsla Slippfélagsins hafi í fyrstunni aðallega verið vegna eigin þarfa en fljótlega hafi þó hafist sala á almenn- an markað. „Fyrst var um að ræða framleiðslu á botnmálningu en síðan öðrum tegundum og það liðu ekki mörg ár áður en farið var að fram- leiða Vitretex húsamálninguna sem menn þekkja í dag. Slippfélagið samdi við Hempels í Danmörku og síðar fleiri aðila, svo sem Alcro-Bec- kers í Svíþjóð, Cuprinol í Englandi og Ispo í Þýskalandi um framleiðslu undir vörumerkjum þeirra. Þá höfum við nýlega samið við franskt fyrir- tæki um að selja hér sandsparsl og málningarsprautur. Úr 50 tonnum í 1.000 tonn Á fyrsta starfsári málningarverk- smiðjunnar notaði hún 50 til 60 tonn af skipamálningu og þar af voru 30 til 40 tonn botnmálning en vélakost- urinn þá gat annað framleiðslu á um 500 tonnum. í dag eru framleidd á annað þúsund tonn. Árið 1967 var hafist handa um byggingu verksmiðjuhúss við Dugguvog sem málningarverksmiðj- an flutti í árið 1970. Verksmiðjan er í 3.500 fermetra húsnæði og eru starfsmenn að jafnaði kringum 50. Rekin er sérstök rannsóknastofa sem sér um að hráefni og öll framleiðsla sé samkvæmt forskriftinni. Hilmir segir ekki þörf á að vinna nema dagvinnu en væri verksmiðja sem þessi keyrð á fullum afköstum gæti hún farið langt með að anna allri þörf landsmanna fyrir málningu. „Markaðshlutdeild Málningar- verksmiðju Slippfélagsins er í dag Hilmir Hilmisson framkvæmda- stjóri Slippfélagsins. um fjórðungur af heildarþörf máln- ingar landsmanna á ári hverju. Við erum stærstir í skipamálningu og vaxandi í húsamálningu. Það ríkir talsverð samkeppni bæði við aðra innlenda framleiðendur og innflutn- ing og er hún bæði í verði og þjón- ustu. Ég er ekki frá því að menn séu farnir að meta þjónustuna meira en áður, en vitanlega ræður verðið miklu um val á málningarvörum. Erlendir framleiðendur reyna stund- um undirboð en við höfum svarað því af krafti og bjóðum betur þannig að ég held að óhætt sé að fullyrða að innlend málning sé á jafngóðu eða betra verði en innflutt." Umhverfisvænni málning — Eru nýjungar í framleiðslunni í sjónmáli? „Það nýjasta í málningarfram- leiðslu hjá okkur er það sem við köllum umhverfisvænni málningu, hún er umhverfisvænni en sú sem hefur verið framleidd. Þetta á við um skipamálningu. Við erum búnir að losa hana við þau lífrænu efna- sambönd sem fylgja tini. Við getum ekki sagt að slík málning sé algjör- lega umhverfisvæn en hún er um- hverfisvænni en eldri gerðin. Þetta er gert í samræmi við gildandi reglu- gerð sem miðar að því að draga úr notkun eiturefna við framleiðslu á botnmálningu. Á næstunni munum við hins vegar bjóða umhverfisvæna húsamálningu til notkunar innan húss og hana get-' um við með réttu kallað umhverfis- væna,“ segir Hilmir Hilmisson að lokum. jt Verktakar 5% samdráttur í framkvæmdum Stykkishólmi. AÐALFUNDUR Verktakasambands Islands var haldinn í Stykkishólmi 14. og 15. mars sl. I ályktun fundarins er í meginatriðum lýst stuðn- ingi við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að beita aðhaldi í ríkisfjármálum til að rétta af langvarandi hallarekstur ríkissjóðs og viðhalda stöðugu verðlagi og gengi, en bent á að nauðsynlegt sé að fara varlega í sakirn- ar til að milda neikvæð áhrif sem slík stefna hefur á hið viðkvæma atvinnuástand sem nú blasir við. Við setningu aðalfundarins fluttu Örn Kjæmested, formaður Verk- takasambandsins, og Jóhannes Nor- dal, seðlabankastjóri ræður. Greint hefur verið frá ræðu Jóhannesar hér í blaðinu. í ræðu Arnar kom fram að síðasta ár var ár mikilla sviptinga í atvinnu- grein verktaka. Fram að síðasta hausti hefði verið talið að botni hag- sveiflunnar hefði verið náð og menn þá vonað að framkvæmdir hefðust við byggingu nýs álvers, en það hefði frestast um óákveðinn tíma: Spáð væri um 4% samdrætti í þjóðarfram- leiðslu og samdráttur í verklegum framkvæmdum yrði enn meiri, eða 12%. Á síðastliðnu ári væri talið að framkvæmdir við byggingar og mannvirki hefðu dregist saman um 5%, fjárfesting í íbúðarhúsnæði um 2% og óseldar væru um 2-300 fok- Samruni fyrirtækja Hugboð hf. annast milligöngu milli fyrirtækja, sem vilja styrkja stöðu sína og sameinast öðru fyrirtæki. Hugboð hf. leitar að og aðstoðar við að velja heppilegt fyrirtæki til að renna saman við. Hugboð hf. tryggir nafnleynd þar til fundinn er mótaðili, sem hefur raunverulegan áhuga á samruna. Hugboð hf. aðstoðar við samningaviðræður og samningagerð. Fullkominn trúnaður HUGBOÐ HF. Ráðgjafaþjónusta Gísli Maack Suðurlandsbraut 12 Sími 682420 • Fax 682425 heldar eða lengra komnar íbúðir á markaðnum. Þrátt fyrir þetta hefðu borist 2.150 umsóknir um lán til félagslegra íbúða, og talið væri að á öllu landinu í meðalárferði væri byggingarþörfin á ári um 1.500 íbúð- ir. Hin áætlaða íbúðaþörf í félagslega íbúðakerfinu væri hins vegar talin vera 9.400 íbúðir á landinu öllu. Örn sagði að á tímum minnkandi tekna væri nauðsynlegt að leita allra leiða til að draga úr kostnaði, hvort heldur sem væri hjá einstaklingum, fyrirtækjum eða hinu opinbera, en að hans dómi væri víða í þjóðfélaginu farið illa með peninga á skipulagðan hátt. í þessu sambandi gat hann sérstaklega þeirra fjárhæða sem rynnu til verkalýðsfélaganna og sjóða á vegum þeirra, en þar ætti sér stað gífurleg peningasöfnun. „Sem dæmi má nefna að á ári hveiju rennur rúmur milljarður króna í sjúkrasjóði verkalýðsfélaganna og í stjómum þeirra sitja foringjar sem stýra fjármagninu út og suður og oft á tíðum til málefna sem tæpast geta flokkast undir verksvið þeirra, svo sem landakaupa, sumarbústaða- bygginga, reksturs íþrótta- og af- þreyingastöðva o.s.frv. Ég teldi þéss- um fjármunum mun betur varið í umslögum launafólks, og bendi á að hægt væri að hækka laun hér á landi um nokkur prósent að raungildi ef peningar þessir rynnu beint til hins vinnandi manns,“ sagði Örn. Þá benti hann á að á hverju ári væri talið að kostnaður við rekstur hinna fjölmörgu samtaka atvinnu- rekenda kostaði fyrirtækin í landinu 700-900 milljónir króna, og spurði hvaða vit væri í þessu. Hann teldi löngu tímabært að taka þessi mál til gagngerar uppstokkunar, og að þessum samtökum yrði fækkað stór- lega með sameiningu eða samruna. í ræðu sinni gagnrýndi Örn hvem- ig lífeyrissjóðirnir í landinu hefðu haldið uppi vöxtum á húsbréfum með hreinni spákaupmennsku. Almenn- ingur í landinu hlyti að gera þá kröfu til sjóðanna að þeir gæti hagsmuna félaga sinna, jafnt í nútíð sem fram- tíð, og ekki síður þeirra sjóðsfélaga sem yngri væru og nú væru að koma sér þaki yfir höfuðið. Völd og áhrif lífeyrissjóðanna væru að hans viti orðin alltof mikil, og teldi hann fylli- lega tímabært að setja skorður á starfsemi þeirra á sviði peningamála. „Ef svo heldur áfram sem horfir verður þess ekki langt að bíða að lífeyrissjóðirnir og þeir fáu menn sem þeim stjórna muni ráð yfir flestum atvinnufyrirtækjum landsins og stýra þróun peningamála í landinu. Hér þurfa aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld að grípa í taumana áður en í óefni er komið,“ sagði hann. í ályktun aðalfundar Verktaka- sambands íslands segir meðal annars að enginn vafi leiki á því að skynsam- legt sé að auka framkvæmdir og draga úr atvinnuleysi með því að fela einakaaðilum að annast fjár- mögnun, framkvæmdir og rekstur fjölmargra opinberra verkefna. Slík tilhögun samrýmist einnig þeirri einkavæðingarstefnu sem ríkisttjórn- in sjálf hefði boðað. Væri skynsam- lega staðið að einkavæðingu mætti ná fram verulegum sparnaði í ríkisút- gjöldum og færa ríkissjóði skatttekj- ur sem hann annars yrði af, auk þess sem slíkt myndi fjölga störfum í atvinnulífinu. Á fundinum fór fram kosning for- manns og stjórnar VÍ: Örn Kjær- nested (Alftárós hf.) var endurkjör- inn formaður en aðrir í stjórn voru kjomir: Ármann Öm Ármannsson- (Armannsfell hf.), Loftur Árnason- (Istak hf.), Guðmundur Gunnarsson (Gunnar og Guðmundur sf/Klæðning hf.), Jóhannes Benediktsson (Tak hf.), Grétar Ólason (Dalverk hf.) og Jón Ingi Gíslason (SH verktakar hf.). Árni iLáiMascðáiíBöDE DD [I §W) E'= K) ® BíD DÐ B10 K115 GD veitir lán til raunhæfra framfaraverkefna íöllum atvinnugreinum • Sjóðurinn veitir gengrstryggð lán með hag- stæðum greiðslukjörum. • Trygging fyrir láni skal vera veð í fasteign eða bankaábyrgð. • Starfsmenri sjóðsins meta arðsemi verkefna í samvinnu við umsækjendur. • Sjóðurinn veitir einnig styrki til greiðslu á nauð- synlegri ráðgjöf vegna þróunarverkefna. Lánasjóðurinn er í eigu Norðurlandanna allra. Athafnasvæði hans eru Vestur-Norðurlönd, þ.e. Færeyjar, Grænland og ísland. Samvinnuverkefni milli landa eru æskileg en ekki skilyrði. HAFÐU SAMBAND VIÐ SKRIFSTOFU OKKAR OG FÁÐU NÁNARI UPPLÝSINGAR. Lánasjódur Vestur-Norðurlanda hefur aðsetur á Rauðarárstíg 25, annarri hæð, pósthólf 5410,125 Reykjavík, sími (91) 605400, Telefax: (91) 29044. ____________L___________:______________

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.