Morgunblaðið - 05.04.1992, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MAIMIMLIFSSTRAUMAR SJUNNUDAGUR 5. APRÍL 1992
SIÐFRÆÐI///^^ skaparfriÓ?
Ást eða efnavopn
ER STRÍÐ GOTT? „Stríð er hluti af náttúruskipulaginu. Stríð á að
vera milli siðmenntaðra og ósiðmenntaðra þjóða,“ sögðu Forngrikk-
ir. „Stríð er óhjásneiðanleg staðreynd lífsins," sögðu rómverskir
heimsvaldasinnar. „Gagnvart sjálfstæðishreyfingum þjóða er stríð
nauðsynlegt," var sagt eftir endurreisnartímabilið (16. öld).
Hernaðarátök eru mannlegt
hlutskipti, vegna veikleika og
heimsku mannsins. Dýrseðli
mannsins knýr hann til að hervæð-
ast gegn andstæðingi sínum. Vald-
hafar eiga að
brynja sig hernað-
arlega þegar þeir
sitja á friðarstóli
(„Furstinn", árið
1532), ráðlagði
Niccoló Machia-
velli (1469-1527).
„Stríð er jákvæður
þáttur í endurreisn
þjóða til að bylta sjúkum valdhöf-
um,“ var sagt eftir frönsku bylting-
una (árið 1789). „Stríð er- óhjá-
kvæmilegur þróunarþáttur. Við
verðum að sætta okkur við stríð eða
stöðnun," ritaði George W.F. Hegel
(1770-1831). „Orsök stríðs liggur
í vanþroska og veikleika fjöldans,
þrá hans eftir velmegun og síðast
en ekki síst í valdagræðgi sterkvilj-
aðra leiðtoga," skrifaði Arthur
Schopenhauer (1788-1860). „Stríð
er ofunnönnum eðlilegt og vitnar
um yfirburði þeirra. Stríð og hættu-
legt líferni er lofsamlegt,“ fullyrti
Friedrich Nietzsche (1844-1900).
„Aríski stofninn getur aðeins haldið
því sem hann hefur öðlast með
krafti sverðsins," sagði Heinrich
Treitschke í byijun 20. aldarinnar.
„Stríð laðar fram bestu eiginleika
mannsins,“ bætti lærisveinn hans,
Friedrich von Bernhardi, við. Og
svo kom fyrri heimsstyijöldin, og,
í kjölfar hennar, þýskir nasistar og
ítalskir fasistar sem vörpuðu ljóma
á hernað með rasískri áherslu. Síð-
an skall síðari styijöldin á og kjarn-
orkusprengja á Hírósísma slökti
dýrðarljóma stríðsins hinn 6. ágúst
1945. Þrátt fyrir að 200.000 manns
hafi farist í borginni, lifir trúin á
stríð enn góðu lífi!
Er vonin um frið á jörðu borin
von? „Friður er æðsta takmark
mannlegrar viðleitni, en konungum
ber þó skylda til að veija ríki sitt
með hernaði,“ sagði Heilagur Tóm-
as af Aquinas (1225-1274). „Stríð
er ekki nauðsynlega af hinu illa.
Stríð, háð af löggiltum yfii’völdum,
getur verið réttlátt, ef settum regl-
um er fylgt,“ mælti jesúítinn Franc-
isco Suárez. „Stríð er eðlilegt og
skal háð á öruggan og efnahagsleg-
an hátt, þegar ráðist er inn í land,
eða bandamenn þjóðar kúgaðir,"
boðaði Sir Tómas_ More (1478-
1535) í bók sinni „Útópía" (1518).
Hvað skapar frið? „Astin skapar
frið!“ sagði Erasmus frá Rotterdam
(1469-1536), „menn eru fæddir til
að elska, mynda vináttusambönd
og hjálpa náunga sínum, en ekki
til að eyða.“ „Nei,“ mótmælti Tóm-
as Hobbes (1588-1679), „óttinn við
dauðann skapar frið! Hræðsla við
vopnumvædda ríkisstjórn er for-
senda friðarins.“ („Levjatan“,
1651.) Hvor hefur rétt-fyrir sér?
Hugmyndin um varanlegan frið
er ung. Rætur hennar liggja í kenn-
ingu Jesú Krists. Guðirnir í grísku
og norrænu goðafræðinni voru
stríðsguðir. Jesú, á hinn bóginn, er
guð friðarins. „Friður sé með yð-
ur,“ sagði hann, og „hvar sem þér
komið í hús, þá segið fyrst: „Friður
sé með þessu húsi!““ En þegar róm-
verska keisaraheimsveldið kristnað-
ist hljóðnaði friðarboðskapurinn.
Hann fór heldur ekki hátt þegar
páfadómur hafði bæði andlegt og
veraldlegt vald yfir mönnum og ríkj-
um.
Hugmyndin um varanlegan frið
á jörðu springur út á 17. öld, þegar
Evrópuþjóðir íhuga að sameinast
gegn Tyrkjum. Þá voru bæði uppi
hugmyndir um algeran frið og stað-
bundinn frið, t.a.m. í Evrópu. Jean-
Jacques Rousseau (1712-1778)
„vökvaði" friðaráætlanir á 18. öld.
Hann trúði að sameinuð Evrópa
væri nógu sterk til að koma á friði
í heiminum. Immanúel Kant (1724-
1804) gaf friðarblóminu'áburð, og
kallaði' áætlun sína „Eilífur friður"
(1795). Hugmynd Kants byggði á
evrópsku friðarríkjasambandi.
19. öld er blómaöld friðarins.
Bjartsýnin um eilífan frið skein úr
augum manna. Friðarhreyfmgar
urðu til í Evrópu. Þær sóttu hug-'
myndir sínar m.a. til nytjahyggju-
manna eins og John Stuart Mills
(1806-1773). Valdamenn í Evrópu
héldu reglulega fundi til að glíma
við styijaldarhættuna og friðinn.
C 11
Ráðstefnur í Haag 1899 og 1907
bentu til að stríð væri deyjandi ill-
gresi. „Þjóðir heims munu aldrei
aftur heyja stríð,“ spáði Norman
Angel, („Blekkingin mikla“, 1908).
Og svo kom fyrri heimsstyrjöldin,
og þá hin síðari og kjarnorku-
sprengjan féll. Og hvað ætli margar
kjarnorkusprengjur séu til í heimin-
um núna?
Hvað skapar frið? Er það óttinn
við dauðann? Nei! Menn sem óttast
að framleiða t.a.m. efnavovpn. „Ef
við eigum nógu mikið af efnavopn-
um, þorir enginn að ráðast á okk-
ur,“ hugsa menn óttans. Skapar
ástin frið? Já! Og þó allur heimurinn
spotti mig, kalli mig vonlausan
draumóramann, og taki mig af lífi
vegna heimsku, þá nærist friðurinn
samt á ástinni.
eftir Gunnar
Hersvein
Speki — í betrunarhúsinu mænir frelsið gegnum stríðsrimlana á
friðinn sem hleypir því út.
LÆKNISFRÆÐI/i/vab hugsar sálin þá?
Afturgönguvertár
MAÐUR var nefndur Silas Weir
Mitchell, átti heima í Philadelp-
hiu og stóð í fremstu röð tauga-
lækna á sinni tíð, síðari helmingi
næstu aldar á undan þessari.
Hann skrifaði smásögu undir
dulnefni í bókmenntatímarit
árið 1866 og þar segir frá manni
sem særist illa í Þrælastríðinu og
missir annan handlegginn. Þegar
hann vaknar upp
eftir aðgerðina
hefur hann sáran
verk i öðrum fæt-
inum og kallar á
hjúkrunarmann
og biður hann að
nudda á sér vinstri
kálfann. „Nudda
kálfann?" segir þá
hinn. „Heyrðu lagsi, þú hefur enga
kálfa. Það varð að taka lappirnar
líka.“
Síðari tíma grúskarar geta sér
þess til að Mitchell hafi komið vitn-
eskju sinni um afturgönguverki á
framfæri með þessu móti af ein-
skærum klókindum. Engum hefði
dottið í hug að leggja trúnað á orð
hans ef hann hefði lýst því yfir í
fræðilegri ritgerð í læknablaði að
sumum þeirra sem misst hafa útlim
vegna slyss eða sjúkdóms finnst
hann vera enn á sínum stað. Og
það sem út yfir tekur — þeir kvarta
oft og einatt um verki í líkams-
hluta sem er týndur og tröllum
gefinn.
Afturgöngulimur getur orðið svo
raunverulegur í vitundinni að
manneskjan geri sig líklega til að
lyfta kaffibolla með hendi sem
ekki er lengur til eða stíga fyrst í
þann fótinn sem horfinn er þegar
hún rís úr rekkju. Að jafnaði fer
afturgöngufótur að dæmi bróður
síns þegar maðurinn sest og beyg-
ir hnéð og ímyndaður handleggur
hangir oftast niður með síðunni.
Samt er vitað um limvana mann
sem aldrei gekk beint fram gegn-
um dyr heldur út á hlið af því að
afturgönguhandleggur hans stóð
þráðbeinn til hliðar frá öxlinni og
hefði ella rekist í dyrastafinn.
Fyrir kemur að óþægindi frá
afturgöngulim minna á ákveðin
einkenni sem fyrir voru þegar af-
limun var framkvæmd. Sviði í sári
á fæti eða verkir frá beini ganga
þá aftur eða jafnvel þrýstingur af
þröngum hring á fingri. Og þó áð
afturgöngueinkenni komi helst til
sögunnar fljótlega eftir aðgei'ð*er
það ekki algild regla. Vikur og
mánuðir geta liðið, jafnvel nokkur
ár, áður en reimleikarnir hefjast.
Allt frá dögum Mitchells hafa
þessi undariegu einkenni verið
mönnum ráðgáta. Lengi var því
trúað að taugar, sem skornar eru
í sundur og vaxa stundum í hnúð
eða hnykil í stúfnum, sendi villandi
boð upp til heilans. Hann túlki þau
svo á þann veg að handleggur eða
fótur sé enn á sínum stað. í sam-
ræmi við þessa kenningu var reynt
að skera taugina í sundur fyrir
ofan hnúðinn eða jafnvel nema
hann burtu; einnig freistuðust
menn stundum til að taka viðkom-
andi taug úr sambandi nærri mæn-
unni, en sjaldnast kom það að
haldi, að minnsta kosti ekki til
frambúðar.
Ýmsar fleiri kenningar hafa sprott-
ið upp um orsakir og áhrif þessa
fyrirbæris, þótt enn sem komið er
sjái hvergi til botns. Ein þéirra
nýtilkomnu gengur út á að rugling-
urinn sé allur á hærri stöðum en
ætlað var, nefnilega uppi í heilan-
um sjálfum. Þar muni ekki einung-
is tekið á móti og svarað boðum
frá útkjálkum, heldur sé samtímis
í gangi net sendistöðva sem út-
varpi jafnt og þétt þeim boðskap
að skrokkurinn sé ævinlega ein og
óskert heild. Það breytir þá engu
um boðskapinn þótt skeyti hætti
Tlð berast frá fjarlægu svæði eins
og hendi eða fæti sem ekki er leng-
ui' með í leiknum, heldur væri lát-
ið heita svo að hvert rúm væri
skipað og ekkeit hefði í skorist.
Þeir sem aðhyllast þessa kenningu
benda á að fólk sem hefur orðið
fyrir hárri mænusköddun og getur
hvorki hreyft legg né lið talar
um laniaðan líkama sinn eins
og meðan hann var í fullu
fjöri; segir hann „viðkvæm-
an“, „léttan“ eða „uppgefinn“.
Ef sá hluti heilans sem nefn-
ist hvirfilblöð verður fyrir
skakkafalli vill bera á truflun-
um eins og þeirri að sjúklingur
reynir að ýta öðrum fætinum
út úr rúminu með þeim rökum
að þetta sé annars manns
skanki. Þegar hvirfilblöðin eru
ósködduð mætti því búast við
að þau ættu þátt í boðskapn-
um um eina og órofa heild.
En nú erum við líklega komin
að landamærum líffæra- og
lífeðlisfræði heilans og hins
vegar þess sem nefnt er hug-
arstarf eða sálarlíf, ef slík landa-
mæri eru þá ekki bara hugarburð-
ur. Líffæri skaddast og taugaboð
brenglast en sálin viðurkennir ekki
orðinn hlut og lætur sér fátt um
finnast. Hún fer sínar eigin leiðir
og er óútreiknanleg. Okkur verður
•hugsað til bræðranna á bæjarhell-
unni í Sumarhúsum: „Þegar vorar
í dauða, sumarið líður hjá í jarðar-
för, og sálin, — sálin? hvað hugsar
hún þá; á nýju hausti; undir vetur?“
eftir Þóratin
Guónason
Hll Félag barmoníku-
unnenda í Reykjavlk
heldur skemmtifund í Templafahöllinni við Eiríksgötu kl. 15.00 í dag.
Meðal gesta verða Guðmundur Samúelsson, Eyþór Guðmundsson, Eyþór
Stefónsson fró Svíþjóð ósomt fleiri góðum harmoníkuleikurum.
Allir velkomnir.
Skemmtinefndin.
m SENDING
Sófasett 3+1+1, sófaborð og 2 litlir stólar.
Áklæði drapplitað, bleikt og rautt.
Allt þetta fyrir 168.000,- kr. stgr.
Borð + 4 stólar
Verð kr. 109.000,- afb., 90.800,- stgr.
Borð + 6 stólar
Verð kr, 125.500,- afb., 113.000,- stgr.
Hornskápar, bókaskápar, skatthol, símabekkir, blaðagrindur.