Morgunblaðið - 08.05.1992, Blaðsíða 2
2 B
W&W-TTÍ
i
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAI 1992
Jóna Gréta Grétarsdóttir, 7 ára, Heiðarvegi 45, Vest-
mannaeyjum, teiknaði myndina.
Tunga með tönnum
Mörg dýr hafa tann-tungu. Á tungu þeirra er fjöldinn allur
af litlum tönnum, þannig að dýrið raspar matinn upp í sig með
því að sleikja hann. Það dýr sem hefur mestu tann-tunguna
er venjulegur snigill. Tunga hans er útbúin með 135 röðum af
tönnum með 105 tönnum í hverri röð. Þegar snigill muðlar eitt-
hvað gott notar hann sem sagt 14.175 tennur!
Pennavinir
Bylgja Sjöfn Jónsdóttir,
Þelamörk 56,
810 Hveragerði
Bylgja er 13 ára og vill eign-
ast pennavini frá 13 ára
aldri. Áhugamál: Tónlist,
sætir strákar, badminton og
hestar.
Rósa Hildur Bragadóttir,
Melbæ 9,
110 Reykjavík
Rósa Hildur Bragadóttir er
8 ára og vill eignast penna-
vini á aldrinum 7-75 ára.
Áhugamál: Dýr, ferðalög,
karate, fímleikar, sund og
margt fleira.
Þórður Þ. Gunnþórsson,
Tjarnarbraut 3,
220 Hafnarfirði
Þórður er 10 ára og óskar
eftir pennavini á aldrinum
9-11 ára. Áhugamál: Hand-
bolti, hjól, dýr og margt
fleira.
Áshild Falch,
Hundvágvn. 11,
4085 Hundvág,
NOREGI
Áshild á heima í Stavangri
í Noregi, er að verða 12 ára
og langar að eignast penna-
virii sem búa í Reykjavík,
bæði stráka og stelpur. Þeg-
ar Áshild er ekki í skólanum
þá leikur hún handbolta og
fótbolta, leikur á kornett,
passar börn, hlustar á tónlist
Leikhomið
í BYRJUN sumars safnast börn út að leika sér. Sumir sippa,
aðrir hoppa í parís eða fara í alls konar boltaleiki. Hérna er
hugmynd að tveimur leikjum sem báðir hafa með hittni að gera.
Þríhyrniiignrimi
Teiknaðu
þríhyrning og
skiptu honum
í eitt stórt
svæði og þrjú
lítil eins og
sést á mynd-
inni. Hver
þátttakandi
má kasta
fimm stein-
um og reyna
að fá sem
hæsta tölu
þegar stigin
eru lögð sam-
an. Eftir að
fyrsti keppandinn er búinn að kasta öllum sínum fimm steinum eru stig-
in lögð saman. Hafi einhver steinninn lent fyrir utan þríhyrninginn drag-
ast 10 stig frá. Sá sem nær flestum stigum vinnur.
Fötubolti
Þessi leikur
gengur út að
hitta, ekki köríúj
heldur fötu. I
stað þess að
nota hendurnar
eru fæturnir
nýttir til að
koma „boltan-
um“ ofan í föt-
una. Boltinn er
kúla sem búin
er til úr álpappír.
Utan um álpapp-
írinn er sett
tuskubútur sem
festur er utan
um kúluna með
teygju. Settu boltann á fótinn og reyndu að sparka honum ofan í föt-
una. Sá vinnur sem oftar hittir fötuna. Til að gera leikinn erfiðari getið
þið eftir hvern hring fært ykkur íjær fötunni.
■-L-'v.
NEHEl! l//£>
\*>RUM Bfi9A
BtaaBbn/ AP
NOTAALLfi