Morgunblaðið - 11.06.1992, Side 7

Morgunblaðið - 11.06.1992, Side 7
6 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 11 JÚNÍ 1992 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNIILÍF FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1992 B 7 nuiiiULMHJ Fræðsla og h vatning mikil- væg til að hugmyndir geti orðið að veruleika Rætt við Árna Zophoníasson, framkvæmdastjóra Miðlunar hf., sem fyrirhugar að flytja út Gulu línuna MIÐLUN hf. fékk fyrir nokkru verðlaun fyrir markaðsáætlun um útflutning á Gulu línunni til Hollands á námskeiðinu Útflutn- ingsaukning og hagvöxtur sem Útflutningsráð íslands stóð fyr- ir í vetur. Gula línan hefur ver- ið starfrækt í fimm ár og notkun á henni hefur aukist ár frá ári. I bígerð er að selja hugmyndina erlendis og standa yfir samn- ingaviðræður við nokkra aðila, þar á meðal fyrirtæki í Dan- mörku. Hvort af þeim samning- um verður ræðst á næstunni en Árni Zophoníasson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, er sannfærður um að námskeið eins og það sem Útflutningsráð hefur í tvígang boðið upp á sé mikilvægt til að ná árangri í markaðssetningu íslenskra vara erlendis. í Miðlun hf. eru starfræktar þrjár deildir; Gula línan, Fjölmiðla- vaktin og Upplýsingasímamir 99-1000. Gula línan var sett á lag- girnar 1. júní árið 1987 og felst starfsemin í því að neytendur hringja í síma Gulu línunnar til að fá upplýsingar um vörur og þjón- ustu. Notkun hefur aukist ár frá ári og tekur Gula línan nú við um 170.000 hringingum á ári eða um 700 hringingum á dag. í gagna- safni Gulu línunnar er að finna / I $torno Tohtu engo óhsttu d ferðolögum og hofðo loníiuunn með Verö frá kr. 79-580 stgr. m. vsk. (tilbúinn íbílinn) Verð í maí 1992 Storno farsíminn tryggir þér gott samband við umheiminn þegar þú ert á ferðalagi, hvort sem þú ert í óbyggðum, sumarbústaðnum eða bara í umferðinni. PÓSTUR OG SÍMI Við spörutn þér sporiti Söludeildir í Ármúla 27, Kirkjustræti, Kringlunni og á póst- og simstöövum um land allt. upplýsingar um vörur og þjónustu yfir 1.000 íslenskra fyrirtækja. Starfsmenn Gulu línunnar eru sex en hjá Miðlun starfa 18 manns. Guli markaðurinn, eins og Arni nefnir hann, er markaður þar sem neytandinn sækir sjálfur upplýs- ingar um vöru og þjónustu. Gular bækur hafa verið ráðandi á þessum markaði en vegna stöðugra breyt- inga í viðskiptalífinu um allan heim er gula bókin að missa gildi sitt. Upplýsingarnar verða úreltar og neytendur gera meiri kröfur til gæða og magns upplýsinganna. „Fyrir 10 árum var ætlunin að leysa þetta með nýrri elektrónískri heimsmynd þar sem allir væru með tölvur á heimilinu og í stöðugu gagnasambandi. Þetta hefur ekki gerst og þessi nýja tækni hefur brugðist vonum manna. Gula línan nýtir hins vegar kosti tveggja miðla, símann sem allir kunna á og tölvur sem geyma mikið magn upplýsinga." Árni segir að Miðlun hf. hafi ávallt leitað eftir að vera í sam- skiptum við aðila erlendis til að fræðast og skiptast á skoðunum því það sé óþarfi að finna sífellt upp hjólið hér á íslandi. En þegar Gula línan var stofnsett 1987 fund- ust engin fyrirtæki með svipaða starfsemi erlendis. „Við vorum nánast ein í heiminum. Lítils hátt- ar starfsemi á þessu sviði var í Bandaríkjunum en engin í Evrópu. Þá byrjuðu að þróast hugmyndir um að markaðssetja Gulu línuna erlendis og síðustu tvö árin hefur verið unnið skipulega að undirbún- ingi markaðssetningar. Ég tel að Gula línan eigi fullt erindi á erlend- an markað og með það í huga tók- um við þátt í námskeiðinu Utflutn- ingsaukning og hagvöxtur.“ Þ.Þ0RSRÍMSS0N&C0 Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640 Fjármagn til framkvæmda Sumartími jum-juli-agust kl 8:00-16:00 SUÐURLANDSBIl. 22 108 REYKJAVÍK SÍMI 689050-FAX 812929 Morgunblaðið/Ámi Sæberg GULA LINAN — Árni Zophoníasson, framkvæmdastjóri Miðlunar hf., telur að Gula línan eigi fullt erindi á erlendan markað en ferillinn við að selja vöru erlendis sé tímafrekur, langur og erfiður og því nauðsynlegt að tileinka sér þolinmæði. Mikilvægt að tileinka sér þolinmæði Árni segir að á námskeiðinu sem stóð yfir í eitt ár hafi hann fengið ómetanlega fræðslu. „Það sem stendur upp úr var að fá tækifæri til að heyra hvernig aðrir hafa farið að. Kynnast því hvað sá fer- ill að flytja út og selja vöru erlend- is er langur, tímafrekur og erfið- ur. Enda kom skýrt fram mikil- vægi þess að tileinka sér þolin- mæði. Einnig var gagnlegt að fá að vera í samskiptum og samfélagi með öðrum sem standa í nákvæm- lega sömu sporum og geta skipst á skoðunum við þá.“ Námskeiðinu fylgja miklar vinnukvaðir og segir Arni að rýnt hafi verið I öll skúmaskot til að sannfærast um að varan væri góð fyrir þann markað sem á að mark- aðssetja hana á. En það nægir ekki að skoða vöruna, það þarf einnig að kanna væntanlegan úflutningsmarkað sem var í þessu tilviki Holland. „Setja verður niður nákvæmar áætlanir, bæði hvað varðar tímasetningu og kostnað. Skýr mynd verður að vera af því hvernig vinna á að því að koma vörunni á markaðinn áður en haf- ist er handa,“ segir Árni. Gerð var áætlun um að finna samstarfsaðila í Hollandi sem er tiíbúinn að setja þjónustu eins og Gulu línuna upp, kaupa hugbúnað, þjálfun, handbækur og annað sem til þarf. Þessi áætlun Miðlunar var síðan verðlaunuð í lok námskeiðsins ásamt markaðsáætlun fyrirtækis- ins Bakkavör hf. „Það var mikil hvatning að fá þessi verðlaun. Það er enginn fæddur í útflutning eða sölu á erlendum markaði frekar en í önnur hlutskipti í lífinu. Ef á að ná árangri verður að afla sér menntunar og er þetta námskeið ein leið til þess. Mér finnst þetta vera góð leið þótt hún sé tímafrek og reyni á mann hvað vinnu varð- ar.“ Útflutningstækifæri í stórum og smáum fyrirtækjum Árni hefur ákveðnar skoðanir á því hvert hlutverk opinberra aðila og annarra sem vilja styðja við bakið á íslensku atvinnulífi eigi að vera. „Hlutverk þeirra er ekki að ákveða hvað á að flytja út eða taka aðrar ákvarðanir um gerð atvinnulífsins heldur að sjá til þess að til staðar sé eðlilegt rekstrarum- hverfi og nauðsynlegt stoðkerfi eins og fullnægjandi menntunar- möguleikar. Það þarf ekki að leita eftir tækifærum íslendinga til verðmætasköpunar, útflutnings- tækifæri eru í allskyns stórum og smáum fyrirtækjum. Því er mikil- vægt að hafa fræðslu og hvatningu til að hugmyndir verði að veruleika og geti þannig orðið þjóðinni tekju- stofn. I hópi fyrirtækjanna sem voru á námskeiðinu voru margir mjög færir viðskiptamenn. Þar komu fram virkilega góðar hug- myndir og vörur sem eiga örugg- lega eftir að seljast vel erlendis." Þekkingin og reynslan mikils virði Miðlun hefur ekki í höndunum áþreifanlega vöru heldur ætlar að selja hugmynd og' þekkingu. En er ekki auðvelt fyrir erlenda aðila að setja upp starfsemi eins og Gulu línuna án þess að kaupa hug- myndina — með öðrum orðum að „stela“ hugmyndinni? „Hugmyndin sem slík er lítils virði ein og sér. Það sem er mikils virði er þekking, reynsla og hugvit sem starfsfólk Gulu línunnar hefur lagt til. Ég get fullyrt að hvergi í Evrópu er til eins mikil þekking á miðlun upplýsinga um vörur og þjónustu með síma eins og í Miðl- un. Það er þessi þekking sem tryggir okkur sæmilega fyrir því að hugmyndinni verði ekki „stolið“ en auðvitað er ekki hægt að koma í veg fyrir að þessi aðferð sé notuð án þess að spyija okkur ráða.“ Ymsar nýjungar eru á döfinni hjá Gulu línunni og má nefna að nú í júní hófst námskeið fyrir smá- fyrirtæki og iðnaðarmenn sem skráðir eru í Gulu línunni. Nám- skeiðunum er ætlað að styrkja getu aðilanna til að veita betri þjónustu og þar með að heildar- þjónusta Gulu línunnar verði betri. Einnig er verið að vinna að nýjum tölvuforritum sem gera neytendum kleift að fá upplýsingarnar sendar beint á faxi. Gular línur um allan heim? En er Árni bjartsýnn á að Gula línan nái fótfestu erlendis eins og hér á landi? „Ein af ástæðunum fyrir því að Gula línan hefur náð fótfestu hér á landi er að hér er ekki sterk hefð fyrir að nota gular bækur eins og erlendis. Það er því ekki sjálfgefið þrátt fyrir að Gula línan hafi gengið vel hérlendis að hún gangi vel í öðrum löndum. Ég er þó fullviss um að sú leið sem notuð er í Gulu línunni til að miðla upp- lýsingum um vöru og þjónustu eigi eftir að vera í notkun um allan heim. Rökin fyrir því eru meðal annars að möguleiki er á að veita réttari ög ítarlegri upplýsingar en er í gulum bókum þegar hægt er að uppfæra gagnasafnið daglega. Þá má nefna að innan örfárra ára verður síminn það lítill og meðfæri- legur að hver einstaklingur verður með hann í vasanum þannig að upplýsingamar verða alltaf við hendina. En hvort gular línur verði til vegna viðskipta við Miðlun hf. ræðst af getu okkar og dugnaði við útflutninginn." MSig. MENNTUN —■ Innflutnings-fyrirtækið Árvík hf. færði málm- iðnadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti sett af logsuðutækjum að gjöf fyrir nokkru. Að sögn kennara er mikil þörf fyrir að bæta tækjakost- inn hjá deildinni og flest gömlu tækin úr sér gengin. í fréttatilkynn- ingu segja forsvarsmenn Árvíkur hf. að fyrirtækið hafi flutt inn jogs- uðutæki frá því fýrir stríð og þau hafi tekið litlum breytingum. Árvík hefur nú þegar gefið Verkmenntaskólanum á Akureyri samskonar sett og hyggst gefa tveimur skólum til viðbótar samskonar tæki. Þess má geta að forsvarsmenn fyrirtækisins segja gjafimar vera svar sitt við niðurskurði þeim er stjórnvöld standi fyrir innan menntakerfisins og vonast til að framlag þeirra verði öðrum til fyrirmyndar og eftir- breytni. Á myndinni eru talið frá vinstri: Árni Árnason, framkvæmda- stjóri Árvíkur, Ásgeir Ágústsson, nemi, Jón Benediktsson, kennari við deildina, Eyþór Gíslason, nemi, Siguijón K. Nielsen, kennari við deild- ina, Jóhannes Guðjónsson, nemi og Haukur Ottestedt, sölustjóri Árvík- ur. EIMSKIP KYNNIR NÝJA ÞJÓNUSTU - PAPPÍRSLAUS VIÐSKIPTI Isal hefur fyrst íslenskra fyrirtækja tekið í notkun búnað sem gefur möguleika á hinum þægilegu vinnubrögðum sem felast í pappírslausum viðskiptum. Aukinn hraði, meiri nákvæmni, sparnaður á tíma og kostnaði, aukin tengsl milli viðskiptaaðila, minna rými vegna vörubirgða og færri bæjarferðir. Allt eru þetta dæmi um þá hagræðingu sem pappírslaus viðskipti leiða af sér. Pappírslaus viðskipti fela í sér sendingar á stöðluðum Iupplýsingum milli tölvukerfa tveggja aðila sem eiga í viðskipt- um. SMT er skammstöfun á ^ slíkum „samskiptum milli tölva“. • Viðskiptavinur getur nú fengið komutilkynningu senda sem SMT skeyti. • Afhendingarheimild frá Tolli í formi SMT skeytis getur virkað sem beiðni um heimkeyrslu vöru. • Afhending farmbréfa er ónauðsynleg ef notaður er „Sea-Waybill“. Eimskip er það mikil ánægja að geta nú boðið viðskiptavinum sínum að nýta sér þessa hagkvæmu tækni. EIMSKIP VIÐ GREIÐUM PÉR LEIÐ HVlTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.