Morgunblaðið - 11.06.1992, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 11.06.1992, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1992 B 9 að stóla á nokkurn skapaðan hlut. Þar við bætast vandamál eins og samgöngur og samskipti. Við erum í sambandi við marga sem hafa' áhuga á að fjárfesta í hótelum og öðrum framkvæmdum í Austur-Evr- ópu, en bíða eftir að fjárfestingarnar verði tryggar. Til að minnka áhættuna af fjár- festingum í Austur-Evrópu leggur danska ríkið til útflutningstrygging- ar þangað. Einn aðilinn er fjár- festingarsjóður fyrir Austur-Evrópu, þar sem eru lagðar til hundruð millj- óna í styrki og lán. Sjóðurinn styrk- ir til dæmis samvinnuverkefni eins og við tökum þátt í. Þetta er dönsk- um fyrirtækjum haldreipi til að kom- ast inn á markað sem á örugglega eftir að vaxa mjög og þá er gott að vera orðinn vel kynntur þar. Danska stjórnin hefur komið sér upp tengslahópum embættismanna úr ráðuneytunum hér við embættis- menn í Eystrasaltslöndunum. Þeir hittast tvisvar á ári og dönsk fyrir- tæki geta fengið vitneskju hvetjir koma og pantað viðtalstíma hjá þeim til að kynna starfsemi sína. Sendi- ráðin dönsku og utanríkisráðuneytið vinna gott starf í þágu dansks iðnað- ar. Það er áberandi að danska stjórn- in einbeitir sér að mörkuðum í Þýskalandi, Englandi, Póllandi, Tékkóslóvakíu, Eystrasaltslöndun- um þremur og Norðurlöndum. Það er leitast við að vinna mjög mark- visst á þessum grunni. Pólitísku umsvifin eru augljós, en undir þeim býr ósk um að komast inn á mark- aði í þessum löndum. Sem dæmi um hvernig smvinna fyrirtækja og ríkisins gæti gengið fyrir sig þá fengi fyrirtæki aðstoð íslenska sendiráðsins í ákveðnu landi sem finnur þá lykilmenn í þessari grein. Það væri svo hægt að bjóða þeim að koma til íslands til að sýna þeim þær framkvæmdir sem væri verið að kynna og reyna að selja og fyrirtækið gæti þá fengið styrk til þess boðs. íslendingar geta fengið lán í'fjárfestingarbönkum eins og aðrir. Aðalatriðið er að hefjast handa.“ í lokin var ekki hægt annað en að nefna að húsakynni fyrirtækisins bæru enga sérstaka velgengni með sér. Reyndar fékk ég að vita að hluti húsnæðisins væri nýtískulegur en ekki sá hluti sem blasti við augum blaðamannsins. Húsgögnin tilheyra löngu liðnum tíma þó öll tæki séu til staðar. Forstjórinn gengur í peysu og buxum og vörumerkin eru innan á fötunum. Einhvern veginn líkist bragurinn ekki íslensku velgengnis- fyrirtæki. En eins og Carsten Blu- hme segpr þá er ekkert annað en að hefjast handa... en þá á hann greinilega við að finna nýja markaði en ekki nýjar innréttingar. __ Viðtal: Sigrún Davíðsdóttir II.IJ.1HIJ ~~ Golfmót hjá Félagi við- skipta- og hagfræðinga FÉLAG viðskipta- og hagfræð- inga heldur sitt árlega golfmót föstudaginn 19. júní nk. á golf- velli Golfklúbbs Hellu á Stranda- velli. Keppt verður í A og B flokki, þ.e. í byrjendaflokki og flokki forgjafarmanna. Miðað er við að keppendur í byrjenda- flokki hafi forgjöf 24 og hærri. Keppt verður um farandgripi sem viðskiptablað Morgunblaðsins og Hard Rock Café hafa gefið til keppninnar. Einnig er að jafnaði Ú'öldi annarra verðlauna í boði. Mótið hefst kl. 13.00 og verða leikn- ar 18 holur með forgjöf! Farið verð- ur í rútu frá Hótel Holiday Inn kl. 11.00 og ekið að Hellu. EFtir að mótinu lýkur verður snæddur kvöld- verður í Golfskálanum þar sem mótsslit og verðlaunaafhending fer fram með viðhöfn. Sjónarhorn Umhverfisvæn stjómun eftir Pál Melsteð Ríkharðsson Áður en það hreyfist - festu það Áður en það rengist - réttu það. Tæmdu vatnið áður en á vetri frýs. Þú getur ráðið við það ókomna. Lao Tzu (600 f.Kr.) Umhverfið A síðustu árum hefur komið æ skýrar í ljós að vistkerfi jarðarinn- ar er farið að láta á sjá undan ágengni mannsins og það sér fram á þrot ýmissa óendurnýjanlegra náttúruauðlinda. Vandamál sem menn töldu að barnabörnin okkar þyrftu að kljást við eru farin að hrjá heiminn í dag. Fyrirbæri eins og súrt regn, eyðing ósonlagsins, koltvísýringsmengun í stórborgum og kjarnorkuslys hverfa ekki með því að byggja hærri reykháfa, lengri klóakleiðslur eða dýpri sorp- gryfjur. Þetta hefur orðið æ ljósara í seinni tíð og mikill áhugi vaknað fyrir umhverfísvernd og þó svo samtök eiiis og Grænfriðungar séu vel til þess fallin að vekja athygli almennings á ýmsum náttúru- spjöllum þá koma þau sjaldan með handbærar tillögur til lausnar. Það hlutverk er öðrum hópum ætlað og einn af þeim er stjórnendur fyrirtækja. Umhverfisvæn stjórnun „Við erfum ekki jörðina frá for- feðrum okkar heldur erum við með hana í láni frá afkomendum okk- ar,“ sagði vitur maður einhvern tímann. Þetta gildir ekki einungis um hvern og einn jarðarbúa heldur einnig um hvert fyrirtæki sem er þegn í sínu þjóðfélagi og ber ábyrgð á afleiðingum af starfsemi sinni á umhverfið. Þetta viðhorf myndar kjarnann í nýrri stjórnunarstefnu fyrirtækja og stofnana sem nefna mætti umhverfisvæna stjórnun og hefur verið að þróast síðastliðin tíu ár. Markmið þessarar stjórnunar- stefnu kom inní stefnumótun fyrir- tækja á þrennan hátt. í fyrsta lagi leitast fyrirtækið við að takmarka not sín af óendurnýjanlegum nátt- úruauðlindum. í öðru lagi að koma í veg fyrir að starfsemi þess skaði umhverfið á óbætanlegan hátt og í þriðja lagi að framleiða afurðir sem eru endingarbetri, viðhald- sléttari og endurnýjanlegri en áður. Með þessum markmiðum reynir fyrirtækið að draga umhverfis- vernd inní reksturmn áður en þannig fer að henni verður þröng- vað þangað af utanaðkomandi öfl- um. Umhverfisvernd og umhverfi- sætur eru þannig notuð sem sam- keppnisvopn og sem lykill að lægri kostnaði í framtíðinni. Breytingar Markmið fela í sér umtalsverðar breytingar á rekstri fyrirtækja og veður hér komið inná nokkrar. Gildismat, markmið og heildar- stefna. Að flokka umhverfisvemd sem forgangsverkefni og gera sér grein fyrir því að í náinni framtíð verður umhverfisvernd einn mikil- vægasti samkeppnisþáttur fyrir- tækja kallar á hugarfarsbreytingu sem er ekki öllum auðveld. Endur- skoðun á gildismati og grunnhug- sjónum innan fyrirtækisins er nauðsynleg og verður að styðjast með ráðum og dáð af æðstu stjóm- endum. Stjórnskipulag og fyrirtækja- menning. Reynt er að byggja upp fyrirtækjamenningu sem með gild- ismati sínu styður umhverfísvernd. Stjórnskipulag og boðkerfí eru höfð sem sveigjanlegust til að við- bragðstími við breytingum á sviði umhverfismála verði sem stystur. Starfsmenn. Þessi stjórnunar- stefna byggir öðm fremur á starfs- mönnum sem verða að vera þátt- takendur frá upphafi. Skýr starfs- mannastefna er nauðsynleg og Fer inn á lang f lest heimili landsins! hana verður að aðlaga hinum um- hverfisvænu markmiðum. Framleiðsla. Þessi liður inniheld- ur allt það sem fer fram frá því að hráefni fer inn í fyrirtækið þar til það skilar af sér afúrð sinni hver sem hún annars er. Hér er stefnan að takmarka not á óendurnýjanlegum hráefnum, auka nýtingu allra hráefna og auka möguleikana á endurvinnslu og/eða endurnotkun. Fjármál og bókhald. Peningar og bókhald er það sem myndar veruleika flestra stjórnenda. Um- hverfisvæn stjórnun krefst víðari sjóndeildarhrings. Uppgjör, bók- hald og fjárfestingar eru fram- kvæmd og metin á annan hátt en áður. Græn bókhaldskerfi eru t.d. tekin í notkun en þau afspegla ekki einungis veröld fyrirtækisins í krónum og aurum og eru ýmsir umhverfísþættir dregnir beint inní afkomuna. Markaðsfærsla, dreifmg, ogytri tengsl Fyrirtækið reynir að hafa áhrif á alla þá aðila sem það er í sambandi við til að þeir'standist umhverfiskröfur þess. Viðskipta- vinum er sýnt fram á umhverfis- sjónarmið fyrirtækisins og hvernig þau koma fram í afurðum og at- höfnum þess. Lokaorð í þessari stuttu grein hefur efn- inu alls ekki verið gerð fullnægj- andi skil, né minnst á þau verk- færi og aðgerðir sem hægt er að nýta sér við innleiðingu og fram- kvæmd umhverfisvænnar stjórn- unar. Lao Tzu kenndi forsjálni og framsýni fyrir 2500 árum. Ef fyrir- tæki skyggnast inní framtíðina þá verður það æ nauðsynlegra að taka umhverfisvernd inn í ákvarðana- töku og stefna að sjálfbærri þróun, fyrst og fremst.til að hlífa um- hverfínu en einnig til að styrkja samkeppnisstöðu sína í veröld þar sem umhverfisvernd eykst stöðugt að mikilvægi. Höfundur stundar framlialdsnám í viðskiptafræði við viðskiptahá- skólann í Árósum í Danmörku. clzzlUÍEuB FERDAKAUPSTEFNA VESTUR NORÐURLANDA Ferðakaupstefna Vestur Norðurlanda verður haldin á Akureyri dagana 23.-26. september. ísland, Grænland og Færeyjar kynna þar ferðaþjónustu í löndunum þremur. Þeir, sem óska eftir að leigja sýningaraðstöðu, vinsam- legast hafi samband við skrifstofu Vestur Norðurlanda, Lækjargötu 3, 101 Reykjavík, sími 624345, símbréf 624749. Ferðamálanefnd Vestur Norðurlanda. VERKTAKAR, SUMARBÚSTAÐAR- OG SMÁBÁTAEIGENDUR ATHUGIÐ! 0HITACHI Við bjóðum takmarkað magn af HITACHI batterísborvélum á tilboðsverði. Venjulegt verð Aukarafhlaða Samtals kr. 28.029,00 kr. 6.100,00 kr. 34.129,00 *9,6v * 18 Nm átak * Átaksstillir * Stiglaus rofi * Sjálfh.patrona * 2 drif * Skrúfbitasett * Taska * Aukarafhlaða Tilboðsverð með aukarafhlöðu kr. 26.059.00 ATH! Við erum með yfir 60 tegundir af HITACHI vélum á lager. Vinsamlegast pantið í síma 91- 65 29 65 eða hjá næsta söluaðila okkar á landsbyggðinni. Opnunartími í sumar er: 8.00 til 18.00 virka daga. Laugardaga 9.00 til 13.00. Isboltar Festingameistarar®

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.