Morgunblaðið - 11.06.1992, Page 10

Morgunblaðið - 11.06.1992, Page 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSIUPTI/flTVINNULÍF FIMMTUDAGUR 11 JÚNÍ 1992 Japan Raftæknirisarnir finna fyrir heimskreppunni ■EFTIR margra ára stöðugan vöxt hefur loks komið að því að japönsku raftækjarisarnir Sony og Matsushita neyðist til að draga saman seglin. Vegna kreppunnar á alþjóðlegum mörkuðum hefur hagnaður þessara tveggja stærstu raftæknifyrirtækja í heimi minnkað verulega. Hjá Matsushita lækkaði hagnaður fyrir skatta um 39% miðað við árið á undan, en hagnaður eftir skatta lækkaði um 49%. Hagnaður fyrir skatta hjá Sony lækkaði um 44% frá síðasta ári en lokastaðan mun þó líta betur út vegna hlutafjárútboðs Sony Music Entertainment í Japan. Erfið- leikamir koma þó skýrt fram hjá móðurfélagi Sony sem í fyrsta skipti frá því að það var skráð á verðbréfa- markaðinn í Tókýó árið 1958 sýnir nú tap. Þó svo að erfiðleika félaganna megi að mestu rekja ti kreppunnar sem ríkt hefur á alþjóðlegum mörk- uðum síðustu misseri er hluta vand- ans einnig að finna hjá félögunum sjálfum. A síðustu árum hefur þeim ekki tekist að vekja áhuga neytenda á nýjum vörum meðan markaðurinn fyrir sjónvörp, myndbönd og önnur rafmagnstæki er því sem næst mett- aður. Tryggingar Uppsagnir og alvar- leg kreppa í Hafnia Rannsóknarlögreglan kannar lán frá dótturfyrirtækjunum ÞAD á ekki af danska tryggingafélaginu Hafnia að ganga en eins og kunnugt er varð ekkert af sameiningu þess og sænska tryggingafélags- ins Skandia og UNI Storebrand í Noregi. Nú neyðist Hafnia til að segja upp 3.500 starfsmönnum sínum tii að lifa af og rannsóknarlög- reglan hefur hafið rannsókn á fjárreiðum margra dótturfyrirtækjanna vegna ólöglegra lána til Hafnia Holding, eignarhaldsfélags Hafnia. Frá þessu var skýrt á hluthafa- fundi í Hafnia fyrir nokkrum dögum en lánin, sem Hafnia Holding fékk hjá dótturfyrirtækjunum, nema rúm- lega 4,8 milljörðum ÍSK. Var féð notað til að kosta hlutabréfakaup Hafnia í Baltica, stærsta trygginga- félagi í Danmörku, og í Skandia. Beinist rannsóknin að því hvort dótt- urfyrirtækin hafí með lánunum brot- ið gegn dönsku tryggingalöggjöfínni. Rannsóknariögreglan hefur einnig til athugunar hvort stjórn Hafnia Holding, þar á meðal fyrrum for- stjóri, Per Villum Hansen, hafí brot- ið gegn hlutafélagalöggjöfinni með kaupum á hlutabréfum í Baltica, það er að segja þeirri grein, sem segir, að tilkynna verði eign eins hlutafé- lags í öðru fari hún fram úr 5%. Á hluthafafundinum sagði fráfar- andi stjómarformaður, Ebbe J.B. Christensen, að erfíðleikar Hafnia væru svo miklir, að líklega yrði að auka fyrirhugað hlutaQárútboð úr 15 milljörðum í 20 milljarða ÍSK. Þá sagði hann, að óhjákvæmilegt væri að fækka starfsfólkinu um 3.500 manns. Stóru fyrirtækin hafa þó átt von á þessum erfíðleikum um nokkurt skeið. Ljóst var að þörf var á nýjum framleiðsluvörum í kjölfar fyrirsjáan- legrar mettunar eldri markaða en eins og áður sagði hefur þróun nýrra vara ekki tekist eins og vonast var til. Stöðugar endurbætur á eldri vör- um hafa heldur ekki nægt til þess að ginna neytendur til endumýjunar. Gengu sum fyrirtæki jafnvel svo langt í stöðugum endumýjunum og endurbótum að yfírvöld í Japan sáu ástæðu til að áminna fyrirtækin og benda þeim á að slíkt væri óþarfa sóun á framleiðsluþáttum. Auk' þessa höfðu bæði Matsushita og Sony reynt að búa sig undir þessa erfíðleika með því að fjárfesta í fyrir- tækjum í hugbúnaðarframleiðslunni sjálfri. Matsushita keypti í því skini MCA og Sony keypti Colombia Pict- ures. Matsushita varð þó fyrir von- brigðum þar sem tekjur MCA minnk- uðu um 4% milli ára en betur hefur gengið hjá Sony þar sem tekjur Sony tengdar skemmtanaiðnaðinum nema nú um 21% heildartekna. Engu að síður er ljóst að báðum félögunum hafa reynst þessar fjárfestingar erf- iðari biti að kyngja en þau bjuggust við. Hvorugt félaganna á þó von á því að hér sé um langvinna erfiðleika að ræða. Bæði gera þau sér vonir um að nýjungar eins og stafrænu hljóðsnældumar og ný sjónvarps- og myndbandstækni sem nýlega hafa verið kynntar, muni reynast vel. Ennfremur vonast þau til þess að batnandi efnahagsástand í Evrópu og Bandaríkjunum muni leiða til aukinnar sölu þegar líða tekur á árið. Uppboð List selst aftur ÞEIR gömlu góðu dagar þegar auðkýfingar frá öllum heims- hornum þyrptust inn á uppboðin hjá Christie’s og Sotheby’s og kepptust við að yfirbjóða hver annan eru löngu liðnir. En eftir tveggja ára iægð virðist sala listaverka þó vera að taka við sér aftur. Voruppboð þessara tveggja stærstu uppboðshaldara í heimi voru þau best heppnuðu síðastlið- in tvö ár og nam heildarsalan um það bil 140 milljónum dollara. Dýrasta verkið sem seldist var Uppstilling VIII eftir George Braques, en fyrir það fengust 7,7 milljónir dollara en kaupandi ósk- aði nafnleyndar. Einnig seldust mörg verk Picassos fyrir gott verð. Aftur á móti virðast vin- sældir impressionistanna fara dvínandi. Nokkur verk eftir Piss- arro og Edgar Degas seldust á verði undir mati og fjöldi verka impressionista sem áður höfðu selst fyrir milljónir dala voru nú seld á nokkur hundruð þúsunda. Þess voru jafnvel dæmi að mynd- ir eftir Jeff Koons, Jackson Pollock og Sam Francis seldust hreinlega ekki. Á voruppboðunum kom einnig fram aukin ásókn í teikningar og skissur og kemur það nokkuð á óvart þar sem slíkt hefur alltaf þótt lakari kostur til fjárfestinga en málverk. Kemur það til af því að mun auðveldara er að falsa teikningar og skissur og mun fleiri eftirlíkingar hafa verið í umferð. Einnig eru teikningar og skissur viðkvæmari og þeim hætt við tjóni þar sem þær eru unnar á pappír sem auðveldlega skemmist. Stjórnun Cadbury-nefndin leggnr fyrírtækjum lífsreglumar Tillögunum fagnað en einnig gagnrýndar fyrir að byggja um of á góðum vilja Fyrir skömmu kom út í Bretlandi skýrsla Cadbury-nefndarinnar, sem kennd er við formann henn- TUDOR og S0NNAK rafgeymar í öll farartæki Allar stærðir - Langbestu verðin Umboðsmenn um land allt Bíldshöfða 12 - sími 680010 ar, Sir Adrian Cadbury, um bætta stjórnun fyrirtælq'a og hefur henni almennt verið vel tekið, jafnt í atvinnulífinu sem af fulltrúum fjármálastofnana og stjórnvalda. í skýrslunni eru sett- ar fram eins konar siðareglur fyrir fyrirtækin í 19 liðum og kveðið er á um, að ársskýrslum fyrirtækjanna skuli fylgja hverju sinni yfirlýsing frá stjórnar- mönnum um að þeir hafi hagað störfum sínum í samræmi við reglurnar. Hefur kauphöllin í London þegar ákveðið að krefj- ast þessarar yfirlýsingar frá þeim fyrirtækjum, sem þar eru skráð. Þrátt fyrir þetta hafa ýmsir orðið til að gagnrýna skýrsluna og sumum finnst hún einkennast af dálitlum barna- skap. Hana vanti að visu ekki háleit markmið en miðist í raun við það, að stjóraendur fyrir- tækja séu upp til hópa mestu heiðursmenn. A því séu hins veg- ar ófáar undantekningar. Helstu atriðin í tillögum Cad- bury-nefndarinnar eru þessi: ■ Kveðið verði skýrt á um starfs- svið og ábyrgð æðstu stjórnenda til að koma í veg fyrir, að einhver einn öðlist „of mikið ákvörðunarvald". ■ Stjómarmönnum, sem ekki starfa við fyrirtækið að öðru leyti, verði gert kleift að fínna að og krefj- ast skýringa á þeim ákvörðunum, sem teknar eru. ■ Veittar verði fullar upplýsingar um þær tekjur stjórnenda, sem tengjast fi'ammistöðu þeirra í starfí. ■ Stofnuð verði endurskoðunar- nefnd, skipuð stjómarmönnum, sem ekki hafa annað starf hjá fyrirtæk- inu, og skal hún fara yfir yfírlýsing- ar og skýrslur um fjárhagsstöðu fyrirtækisins og starf innri endur- skoðenda. í skýrslunni er einnig lagt til, að árshlutaskýrslum fylgi niðurstöður úr efnahagsreikningi, sem endur- skoðendur hafí lagt blessun sína yfir, og talið er til bóta að skipta reglulega um endurskoðunarstofur til að minni hætta sé á, að tengslin verði of náin. Meðal þeirra, sem fögnuðu Cad- bury-skýrslunni, voru Samtök breskra iðnrekenda, Kauphöllin og Samtök löggiltra endurskoðenda í Englandi og Wales en geta má þess, að það voru Kauphöllin, löggiltir endurskoðendur og Reikningsskila- ráðið, sem gengust mest fyrir skip- un Cadbury-nefndarinnar. Samtök innri endurskoðenda, stéttarfélag þeirra, sem starfa við endurskoðun á vegum fyrirtækj- anna sjálfra, hafa aftur á móti gagnrýnt skýrsluna og telja hana vemlega gallaða að því leyti, að hún líti alveg fram hjá mikilvægi innra eftirlits. Segir í athugasemdum þeirra, að innri endurskoðendur séu langlíklegastir til að koma upp um misferli og beint svindl og lagt er til, að öllum skráðum fyrirtækjum verði gert að skyldu að hafa þá í sinni þjónustu. Þá hefur einnig heyrst hjá talsmönnum sumra stór- fyrirtækja, að eiginleg endurskoðun árshlutaskýrslna geti tafíð fyrir upplýsingamiðlun til hluthafa. Aðrir gagnrýnendur Cadbury- skýrslunnar em sammála um, að hún sé skref í rétta átt en bara lít- ið skref. Hún reiði sig um of á, að menn séu heiðarlegir og allir af vilja gerðir, eitthvað líkir Sir Adrian Cadbury sjálfum og kollegum hans hjá vel reknum og virtum fyrirtækj- um. Þeim fínnst hins vegar heldur ólíklegt, að einhver síðari tíma Rob- ,ert Maxwell muni gera sér mikla rellu út af nýju reglunum. Þá benda þeir á, að of margt í tillögum nefnd- arinnar sé komið undir huglægu mati. Hver eigi til dæmis að skera úr um hvort forstjórinn sé orðinn of valdamikill; hvort stjórnarmenn, sem ekki hafa annað starf með höndum, séu verkinu vaxnir; hvort fjármálalegt eftirlit sé nægilegt eða hvort sambandið við löggiltu endur- skoðenduma sé orðið of náið? Gagnrýnendur - skýrslunnar eru líka sammála um, að með henni styrkist staða venjulegra hluthafa til að krefjast réttar síns sem eig- endur en þeir láta í ljós efasemdir um, að sá áhugi, sem nú er á stjórn- un fyrirtækja, verði langlífur. Hann sé tilkominn vegna efnahagssam- dráttarins og erfiðleika fyrirtækj- anna og eins víst, að hann muni minnka þegar „góðu tímamir“ gangi aftur í garð. Þá muni fáir verða til að fínna að því þótt ein- hverjum „kraftaverkamanninum" í æðstu stjórn verði falin mikil völd á hendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.