Morgunblaðið - 25.06.1992, Side 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATYINNULÍF FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992
Flutningar
íslensk og dönsk skipafélög
keppa um Grænlandsflutninga
Það skipafélag sem hreppir flutningana verður meirihlutaeigandi í
nýju grænlensku skipafélagi sem mun velta um 3-4 milljörðum á ári
EIMSKIP og Samskip ásamt
dönsku skipafélögunum Lauritz-
en og Mortensen & Lange sækj-
ast eftir að ná samningum við
grænlensku heimastjórnina um
að gerast meðeigendur í nýju
skipafélagi sem mun annast alla
flutninga til og frá Grænlandi. Á
ársgrundvelli er um að ræða
flutninga upp á 200 þúsund tonn
þar sem innanlandsflutningar
eru meðtaldir. Skv. heimildum
Morgunblaðsins frá Grænlandi
er gert ráð fyrir að velta hins
nýja skipafélags verði 300-400
milljón danskar krónur á ári eða
3-4 milljarðar íslenskra króna.
Ef annað íslensku félaganna nær
þessum samningi verður hér um
að ræða eitt af stærri verkefnum
sem íslenskt fyrirtæki hefur ráð-
ist í erlendis á seinni árum.
Heimastjómin á Grænlandi
ákvað nýlega að skipta grænlenska
verslunar- og flutningafyrirtækinu
KNI upp í þrjú fyrirtæki sem hvert
um sig mun annast sérstök verk-
efni. Eitt fyrirtækið verður skipafé-
lag sem mun sjá um vöruflutninga
á milli Grænlands og annarra landa
ásamt strandflutningum á Græn-
landi. Heimastjómin á Grænlandi
hefur unnið með KNI og dönskum
ráðgjöfum að undirbúningi breyt-
inganna með það fyrir augum að
auka hagkvæmni sjóflutninganna.
í kjölfarið var ákveðið að fá erlend-
an aðila sem meirihlutaeiganda inn
í hið nýja skipafélag jafnframt því
sem stefnt er að fækkun og stækk-
un skipa og gámavæðingu. Skipafé-
lögin fjögur sem eiga í viðræðum
við heimastjómina varðandi hið
nýja skipafélag hafa frest til loka
júní til að skila inn tilboðum.
Ákvörðunar grænlensku heima-
stjómarinnar er að vænta í byijun
ágúst en samningur við væntanleg-
an samstarfsaðila verður síðan
lagður fyrir grænlenska landsþingið
í haust til staðfestingar.
Um 200 þúsund tonna
flutningar á ári
Umfang hins nýja skipafélags
verður talsvert, en flutningar til og
frá Grænlandi ásamt strandflutn-
ingum nema um 200 þúsund tonn-
um samanborið við 1.400 þúsund
tonn sem eru heildarflutningar til
og frá íslandi að frátöldum flutn-
ingum fyrir stóriðju og á brennslu-
olíum. Árleg velta félagsins er áætl-
uð 3-4 milljarðar íslenskra króna.
Sú staðreynd að íslensku skipafé-
lögin eru mun minni en þau dönsku
er ekki talin draga úr möguleikum
þeirra á að ná samningnum eftir
því sem heimildir Morgunblaðsins
herma, enda þykja umræddir flutn-
ingar ekki það miklir að stærð við-
komandi skipafélags verði aðalat-
riðið. Það má frekar telja að ís-
lensku félögin séu á margan hátt
álitlegri samstarfsaðilar en þau
dönsku, ekki síst út frá landfræði-
legu sjónarmiði. Hér er mikið í húfi
fyrir þau enda ljóst að með því að
ná þessu verkefni tækist þeim -að
mæta samdrætti í flutningum til
og frá landinu sem þegar er orðinn
á þessu ári og fyrirsjáanlegur er á
næstu misserum vegna samdráttar
í efnahagslífinu.
í tillögum KNI og dönsku ráð-
gjafanna í samvinnu við græn-
lensku heimastjórnina varðandi
breytingar á rekstri KNI, er gert
ráð fyrir að Nuuk verði aðalhöfn
og umskipunarhöfn hins nýja skipa-
félags á Grænlandi, en jafnframt
verði reglulegar viðkomur á nokkr-
um öðrum höfnum á vesturströnd
Grænlands. Staðsetningu hafnanna
má sjá á meðfylgjandi korti. Ála-
borg verður áfram aðalhöfnin í
Danmörku, en þar hefur KNI kom-
ið upp hafnaraðstöðu sem talið er
mikilvægt að nýta áfram í sigling-
um til Grænlands.
Félli vel að markmiðum
Eimskips
„Við erum í viðræðum og undir-
búningi að því að skila tilboði sem
verður afhent fulltrúum græn-
lensku landsstjómarinnar í lok júní
mánaðar. Þeir munu síðan fjalla um
þetta í júlímánuði og væntanlega
ekki síðar en í ágústmánuði taka
ákvarðanir um við hvem þeir vilja
semja og hvemig áframhaldið verð-
ur,“ sagði Hörður Sigurgestsson,
forstjóri Eimskips í samtali við
Morgunblaðið.
Heildarflutningar Eimskips og
dótturfyrirtækja á sl. ári námu alls
um 937 þúsund tonnum þannig að
áætlaðir flutningar grænlenska
skipafélagins, 200 þúsund tonn, eru
alls liðlega flmmtungur af flutning-
um Eimskips. Velta Eimskips nam
á sl. ári um 8 milljörðum og miðað
við áætlaða veltu nýja félagsins,
3-4 mjlljarðar, yrði hér um verulega
aukin umsvif að ræða hjá Eimskip
ef samningar nást.
í hugmyndum Eimskips er gert
ráð fyrir að flutningar færu fram
með gámaskipum sem sigldu milli
Álaborgar, Reykjavíkur og Nuuk
ásamt tveimur gámaskipum sem
sigldu meðfram ströndum Græn-
lands. Skip félagsins gætu lestað
og losað á athafnasvæði Eimskips
í Reykjavík þegar það væri talið
hagkvæmt og þannig sköpuðust
töluverð umsvif. Grænlendingar
gætu t.d. þannig sent útflutnings-
vörur sínar með skipum Eimskips
á erlenda markaði gegnum Reykja-
vík. Á sama hátt gæti innflutningur
til Grænlands farið fram í gegnum
Reykjavík. Hins vegar má ætla að
stærstur hluti flutninganna færi
áfram í gegnum Álaborg.
Eimskip er nú með flutninga til
og frá Færeyjum og Nýfundnalandi
Fyrirtæki
Fyrirtækið Þ. Þorgrímsson og
Co er 50 ára um þessar mund-
ir. Þ. Þorgrímsson selur
byggingavörur og hefur sér-
hæft sig í innflutningi, sölu og
dreifingu á loft- og gólfefnum.
Loftefnin eru aðallega frá
tveimur framleiðendum, Selo-
tex og Pawarock í Sviss en í
gólfefnum hefur megin áhersl-
og myndu Grænlandsflutningarnir
verða liður í flutningakerfi félags-
ins. Álaborgarhöfn yrði þannig eins
konar umskipunarhöfn fyrir Græn-
Iand, ísland, Færeyjar og Nýfundn-
aland eða Norðvestursvæðið. Slíkt
félli vel að því framtíðarmarkmiði
Eimskips að verða öflugt skipafélag
í Norður-Atlantshafi og þjóna öllum
þessum mörkuðum.
Frá tæknilegu sjónarmiði má líta
á þá staðreynd að Eimskip hefur
yfír að ráða sérhæfmgu í gáma-
flutningum. í nýjasta fréttabréfí
félagsins er bent á að rekstur gáma-
skipa og gámaflota, umboðsmanna-
kerfi félagsins erlendis og reynsla
við skipulagningu og rekstur gáma-
hafna sé allt jákvætt innlegg í þetta
viðfangsefni.
Samskip eina félagið í
Grænlandssiglingum
Samskip er minnsta skipafélagið
af þeim fjórum sem leita eftir samn-
ingum við grænlensku heimastjórn-
ina, en heildarflutningar félagsins
voru 550 þúsund tonn á síðasta
ári. Þá nam veltan nam tæplega 4
milljörðum króna sem er svipað og
áætlað er að hið nýja skipafélag
muni velta. Sigvaldi Hrafn Jósa-
fatsson, sem hefur verið í sambandi
við grænlensku heimastjórnina fyrir
hönd Samskipa, sagði í samtali við
Morgunblaðið að grænlenska heim-
astjórnin hefði lagt skýrar línur um
hvað hún vildi láta koma fram í
tillögum skipafélaganna þannig að
varla yrði um að ræða mjög mikil
frávik á milli þeirra. í hugmyndun-
um fælist að viðkomandi skipafélag
yrði meirihlutaeigandi í hinu nýja
félagi, en nánari útfærsla á því fyr-
irkomulagi væri síðan í höndum
hvers skipafélags. Að sögn Sigvalda
er því ekki sjálfgefíð að félagið
þyrfti að leggja út í miklar fjárfest-
ingar ef það fengi verkefnið. Fram-
lögin gætu verið með ýmsum hætti
eftir útfærslunni, með tækjum,
skipum eða íjármagni.
Sigvaldi sagði ennfremur að
Samskip væri eina skipafélagið af
þeim fjórum sem um ræðir sem nú
sigldi reglulega til Grænlands. Fé-
lagið tók yfir rekstur græn-
lensks/dansks skipafélags á síðasta
ári og hefur síðan verið með eitt
til ljögur skip í reglulegum sigling-
um milli Grænlands og Danmerkur.
Aðallega er þar um að ræða flutn-
ing á frystum sjávarafurðum og
annast Samskip nú 25-30% af út-
flutningi Grænlendinga á þessu
sviði. Að sögn Sigvalda munu samn-
ingar um þessa flutninga standa
áfram þó Samskip verði ekki með-
eigandi í nýja skipafélaginu.
Lauritzen einnig með ísland
inn í myndinni
Danska skipafélagið Lauritzen,
sem er líklegri kandidatinn af
dönsku skipafélögunum, eftir því
sem heimildir Morgunblaðsins
herma, er þriðja stærsta skipafélag
Danmerkur með rúmlega 100 skip
í rekstri um allan heim. Félagið
hefur mikla reynslu af heimskauta-
siglingum og hefur eftir því sem
heimildir Morgunblaðsins innan fyr-
irtækisins herma, mikinn áhuga á
samstarfi við Grænlendinga á þessu
sviði þar sem það falli vel við aðra
starfsemi innan félagsins. Miðað við
stærð Lauritzen sé ekki um svo
mikil viðskipti að ræða, en menn
sjái þarna möguleika á að auka
veltuna án mikillar fyrirhafnar.
Sömu heimildir herma að ef Lau-
ritzen gerðist meðeigandi í græn-
lenska skipafélaginu og hæfi sigl-
ingar til Grænlands myndi það að
öllum líkindum hafa viðkomu á ís-
landi og hefja þannig samkeppni
við íslensku skipafélögin um flutn-
inga til og frá Islandi. Ekki náðist
í forráðamenn Lauritzen.
HKF/KB
Þ. Þorgrímsson
og Co 50 ára
an verið lögð á allt er viðkemur
korki.
Þ. Þorgrímsson er til húsa að Ár-
múla 29, og þar starfa að jafnaði
um 9-10 manns. Fyrirtækið er
stofnað 1942 af tvennum bræðrum
en Þorgrímur Þorgrímsson varð
snemma aðaleigandi þess og hefur
rekið allt síð.an. Árið 1986 keypti
Þ. Þorgrímsson fyrirtækið Pál
Þorgeirsson og Co sem einnig
starfaði í sömu grein og var til
húsa við hliðina á Þ. Þorgrímssyni
og þeim þá steypt saman.