Morgunblaðið - 25.06.1992, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.06.1992, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992 Tölvur Marinó G. Njálsson Louis - nýr hugsunar- háttur í hugbúnaðargerð í byrjun maí birtist í fjölmiðlun frétt um íslenska uppfinningu, sem gæti gjörbreytt allri hugbúnaðar- gerð í heiminum. Hugbúnaðurinn, sem hér um ræðir, hafði verið í þróun í rúmlega tvö ár með mik- illi leynd. Allir, sem komu nærri, urðu að skrifa undir þagnarheiti áður en þeir fengu að sjá herleg- heitin. Ekkert mátti fréttast enda mikið í húfi. Jafnvel milljarðar króna! Hugmyndina átti ungur piltur, Mímir Reynisson. Hann kom henni á framfæri við föður sinn, Reyni Hugason, og hjólin fóru að snú- ast. í dag standa hvorki Mímir né Reynir að þróun á Louis. Fyrirtæk- ið, sem stendur að baki Louis, heitir Softis hf. og er í eigu nok- kurra fyrirtækja og einstaklinga. í forsvari fyrir Softis hf. eru Grím- ur Laxdal, hjá Radíóbúðinni hf., og Jóhann Pétur Malmquist og Snorri Agnarsson prófessorar við Háskóla Islands. Hvað er Louis? Margir hafa spurt undirritaðan þessarar spumingar og því miður hefur verið fátt um syör þar til nú. Skýrslutæknifélag íslands hélt fund 12. júní sl. þar sem Jóhann P. Malmquist, Snorri Agnarsson og Grímur Laxdal lyftu hulunni í fyrsta sinn opinberlega á íslandi. Þessi grein er hin fyrsta, sem birt- ist um hugbúnaðinn, sem gæti valdið byltingu. Molninqar límband sem aldrei bregst J.S.Hdgason Draghálsi 4 S: 68 51 52 Ferinnálang flest heimili landsins! En hvað er Louis? Louis stendur fyrir Louis Open User Interface Systém eða Louis opið viðmót- skerfi. Hugmyndin að baki Louis er einföld, þ.e. að skilja að not- endaviðmót og vinnsluforrit. Þannig getur sama forrit gengið undir mismunandi stýrikerfum, en notendaviðmótið eitt breytist. Þetta myndi einfalda mest alla forritun, nema fyrir þá sem forrita notendaviðmótin, og er gagnger breyting frá hefðbundinni forritum á sviði myndrænna viðmóta. í gömlu textabundnu forritun- inni hafa mjög margir orðið ágæt- is forritarar, hver með sína þekk- ingu og stíl. Að komast yfir í heim gluggakerfa eða penna kostar mikla breytingu og mikið erfiði. Á ákveðnum tímapunkti þarf að skilja gamla forritunarstílinn eftir og tileinka sér í staðinn mjög marga nýja hluti, sem tilheyra hinu nýja umhverfí. Eðlilega hafa ekki allir áhuga á því. Þama er hugmyndin að Louis komi inn í með aðskilnaði á notendaviðmót- inu og vinnsluforritinu. Með Louis skrifar vinnsluforritarinn sitt for- rit á hefðbundinn máta og notar nokkur einföld köll til að eiga sam- skipti við notendaviðmótið. Þetta þýðir að hægt er að flytja vinnslu- forritið beint milli mismunandi umhverfa, eins og t.d. frá Macint- osh yfír í Windows eða frá DOS yfir í Windows. Viðmótið eitt breytist og þýða þarf vinnsluforrit- ið á ný fyrir hvert umhverfí. Síðan þegar ný notendaviðmótstækni kemur, því þeirri tækni fleygir jú fram, er hægt að flytja gamla for- ritið yfír í nýtt umhverfí með því einu að tengja það við hið nýja viðmót. Til að eiga samskipti við not- endaviðmótið notar vinnsluforrit- arinn sex mismunandi köll. Þ.e. hann opnar verkfæraboxið, notar ijögur mismunandi tæki, sem eru í boxinu og lokar því. Samsvar- andi köll í Windows 3.1 eru um 850, sem verða nú á ábyrgð við- mótsforritarans. Þannig einfaldar Louis forritun fyrir flesta. Hugmyndin Hönnun á notendaviðmóti er sífellt að verða erfíðari. Það er áætlað að 30 til 90% af heildar- hönnunartíma og fyrirhöfn fari í notendaviðmótið. Það er vegna þess að í hefðbundinni forritun er viðmótum og vinnslunni skipt í marga hluta, sem eru síðan tengd- ir saman með altækum (global) breytum. Þetta gerir það erfitt að flytja forrit á milli stýrikerfa eða skipta tölvuvinnslunni milli biðils og miðils. Menn hafa reynt að ná flytjan- leika með eftir ýmsum leiðum. Dæmi um það er Open Interface System frá Neuron Data. Þar er flytjanleika náð með því að gefa forritaranum aðgang að öllum köllum, sem eru til, í nær öllum vinnsluumhverfum, s.s. OpenLook, Motif, Macintosh, OS/2 og Windows. Og það sern vantar í einu umhverfí smíða þeir og bæta inn í það. Þetta þýðir að hægt er að þróa forrit fyrir Macintosh og flytja það yfír í Windows. Gallinn er bara sá að það lítur út eins og Macintosh forrit og er því ekki nothæft. Önnur lausn, að bjóða bara upp á það sem er til alls stað- ar, takmarkar þá möguleika, sem forritarinn hefur til að nýta sér kosti viðkomandi viðmóts. Flytjanleiki milli umhverfa Macintosh Windows ■ UNIX OS/2 Vinnslu- forrit Vinnslu- forrit Vinnslu- forrit Vinnslu- forrit Hvers vegna er þetta svona erf- itt? Það er vegna þess að kallað er í notendaviðmótið á röngum stað. Það nær of langt niður. Louis færir viðmótið upp fyrir vinnslu- forritið og gerir það óháð viðmót- inu. Það er því flytjanlegt og óþarfí að útfæra það sérstaklega fyrir hvert vinnsluumhverfí. Útfærslan og möguleikar Hvemig fer Louis að þessu? Búin er til lýsing á notendavið- móti með forritum, sem heita Lou- is Builder og Louis Designer, og hún geymd í skrá. Þegar vinnslu- forritið þarf að hafa samskipti við viðmótið, kallar það á Louis. Eitt af köllunum, sem er notað, er að opna viðmót. Þá les Louis inn lýs- ingu á viðmótinu og setur það upp á skjáinn. Síðan sér Louis um að það noti lýsinguna á viðmótinu rétt og vinnsluforritið þarf ekkert að hugsa um það hvort hér er um að ræða skjá, lyklaborð eða mús. Samskiptin við notandann eru óhlutstæð, þannig að þegar vinnsluforritið vill t.d. fá tölu, þá kemur það því ekkert við hvernig tala er fengin. Hún gæti verið fengin með því að slá hana inn, lesa af mæli, skynja hljóð eða hvað annað. Sama á við með birt- ingu á tölunni. Vinnsluforritarinn þarf aðeins að kunna skil á sex skipunum til þess að nota viðmót. Þær em að opna viðmót, loka viðmóti, fínna viðmótshlut, sækja gildi úr við- mótshlut, setja gildi í viðmótshlut og taka við skipun frá notandan- um. Viðmótsforritarinn þarf að vera velmenntaður og sérfræðingur á viðkomandi vélargerð. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvemig viðmótið er tengt við vinnsluforritið. Louis bíður upp á alla venjulega viðmótshluti, s.s. valblaðsrönd, valblað, valblaðslið, hnappa, textasvið, glugga og margt fleira og við þetta mengi má bæta við nýjum hlutum að vild. Margar gerðir af hlutum eru eins eða svipaðar á mörgum vélargerð- um, t.d. hnappar og innsláttar- svæði, aðrir verða mismunandi milli umhverfa. Viðmótshönnuðurinn hannar valblöð, glugga, hnappa o.fl., velur og hannar útlit og skilgreinir sam- skipti milli vinnsluforrits og við- móts. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af smáatriðum viðmóts- eða vinnsluforritunarinnar. Af hveiju myndu menn vilja nota Louis? Það er ljóst að þróuna- raðilar myndu vilja nota Louis. Stærsti kosturinn við Louis er flytjanleikinn, sem fæst hvergi annars staðar nema ef notað er C eða C++. Louis er aftur á móti óháð forritunarmáli og það er hægt að kalla í það frá hvaða for- ritunarmáli sem er. Áhugaforritar- ar geta notað Louis til að skrifa sjálfstæð forrit svipað eins og HyperCard. Fyrirtæki munu vilja hafa Louis í sínum forritum fyrst og fremst vegna þess að Louis býður upp á skiptingu milli vinnslu og viðmóts, þ.e. biðill-miðill. Vegna þess hve einföld köllin eru, er hægt að búa til „framlenging- arsnúru“ yfír net, þannig að við- mótið er á einum stað og vinnslan á öðrum, þess vegna á mismun- andi vélargerðum. Auk þess er hægt að nota þessa tækni á mjög marga vegu. T.d. getur notandinn búið til einfalt vinnsluforrit í Louis Designer. Síðan getur hann haldið áfram með þetta vinnsluforrit og þróað það enn frekar yfír í um- fangsmeira verk. Ef það sama hefði verið gert í HyperCard eða ToolBook þá þarf að byija upp á nýtt, ef þróa á kerfíð enn frekar. Með Louis má flytja á einfaldan hátt mestan hluta COBOL, FORTRAN og BASIC forrita, sem til eru, yfír í nútímalegra viðmót. En miðað við núverandi aðstæður þyrfti að endurskrifa þau. Louis mun líka geta flutt alla forritarana yfír í hið nýja umhverfi. Enn þá þarf nokkra sérfræðinga til að skrifa viðmótin, en þeir eru tiltölu- lega fáir miðað við heildaríjölda forritara. í hvert skipti að búið er að skrifa nýtt viðmót, er því bara bætt í safn viðmóta, sem fylgja Louis, og ekki þarf að hugsa meira um það. Staðan og framtíðin Forráðamenn Softis hf. telja markaðsmöguleika Louis mikla. Ástæðan er fyrst og fremst að Louis er óháð stýrikerfum, for- ritunarmálum og vélartegund. Viðræður hafa átt sér stað við marga stóra aðila úti í heimi með markaðssetningu í huga. Undir- tektir fyrirtækja hafa verið framar vonum, að sögn Jóhanns P. Malmquist á fundi Skýrslutækni- félagsins, og einn háttsettur tækn- imaður hjá Microsoft hélt því fram eftir að hann sá forritið virka, að Softis hf. væri tveimur árum á undan öllum öðrum. Um síðustu áramót var búið að leggja um 33 milljónir krónur í þróun Louis. Beta-próf eru hafín fyrir Macintosh-útgáfu og beta- próf fyrir Windows og MS-DOS eru áætluð á næstu mánuðum. Einhveijir hlutar, svo sem Louis Designer eru í hönnun, þannig að enn þá er mikil vinna eftir. Forráðamenn Softis hf. telja að Louis gæti verið komið í sölu á fyrri hluta næsta árs, en það velti á fyrirhuguðum samstarfsaðilum. Eitt íslenskt hugbúnaðarhús hefur fengið beta-útgáfu til prófunar og stendur það fleirum til boða. En fyrir hveija er Louis? Louis er fyrir alla, sem vinna við tölvur og hugbúnað. Gera má ráð fyrir að áhugaforritarar séu á bilinu 30-100 milljónir. Þróunaraðilar eru 2-3 milljónir. Auk þess eru allar netlausnirnar, en þar er fjöldi netstöðva einhveijar hundruðir milljóna. Þetta eru þeir aðilar, sem gætu helst nýtt sér kosti Louis. Ef hugmyndin að baki Louis gengur upp og samningar nást um markaðsmál, getur Louis orðið mjög mikils virði. Hvort þetta gengur upp kemur í ljós á næstu mánuðum. Forráðamenn Softis hf. eru hæfílega bjartsýnir og vilja ekkert láta hafa eftir sér um þau mál. Draumur þeirra, eins og fleiri, er að hér á landi rísi öflugur hug- búnaðariðnaður. Verði Louis að veruleika er samt óhjákvæmilegt að einhver hluti vinnunnar færist úr landi, hreinlega vegna þess að breiddin hér á landi er ekki nægi- leg. Höfundur er tölvunarfræðingvr. Helstu kostir LOUIS: - það er óháð vinnsluum- hverfi, - forritun notendahugbúnað- ar, forritun notendaviðmóts og hönnun notendaviðmóts eru skilin að, - þróunarvinna er styttri og einfaldari, - „callbacks" í notendaforrit- um eru óþörf, - notkun er auðveld og því auðlært, - vinnsluforritari þarf ein- göngu að kunna sex skipan- ir, sem eru óháðar vinnslu- umhverfi, í stað mörg hundr- uð skipana, sem eru ólíkar fyrir mismunandi umhverfí, - notendaviðmót má forrita jafnt í óæðra forritunarmáli (sbr. PostScript) sem æðra máli (sbr. C++), - notendaviðmóti má breyta mjög mikið án þess að það þurfí að þýða og tengja allt upp á nýtt, - fljótlegt er að gera frum- gerðir, - hraðvirkt og sveigjanlegt. Fyrirtæki Teikniþjónustan flytur inn PosterPrinter TEIKNIÞJÓNUSTAN sf. hefur hafið innflutning á svokölluðum PosterPrinter vélum sem I grundvallaratriðum vinna eins og (jós- ritunarvélar. Að sögn Ágústs Þorgeirssonar, framkvæmdastjóra Teikniþjónustunnar, stækkar PosterPrinter frummyndina á innan við 70 sekúndum í A2 eða A1 í sjö mismunandi litasamsetningum prent- og pappírslita. Einnig má stækka upp í breiddina A1 og allt að 30 metra langa borða. Við prentun á stækkunum í Poster Print vélinni má nota svo til hvaða frummynd sem er. Þetta gerir að sögn Ágústs kleift að vinna frummyndina í A4 stærð í ritvinnslukerfi, teikniforriti, ritvél eða nota úrklippur úr bæklingum, skýrslum, dagblöðum, fagtímarit- um og öðrum prentuðum ritum. Ágúst sagði ennfremur að Post- erPrinter væri fyrirferðalítill og þægilegur í notkun auk þess að vera ódýr í rekstri þar sem engin önnur efni en pappír væru notuð í tækið. Hér væri því um að ræða að ræða ódýra auglýsingatækni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.