Morgunblaðið - 25.06.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.06.1992, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992 OLÍUMARKAÐUR Guðmundur W. Vilhjálmsson 'l Forsaga Ríó-ráð- stefnunnar og forsendur Karl liggur í rúmi sínu, sjúkur, en kerling fer í kirkju. Er hún kemur heim spyr karl hana: „Um hvað talaði presturinn?" „Synd- ina,“ svarar kerling. „Hvað sagði hann um hana?“ spyr karl. „Hann var á móti henni,“ svarar kerling. Dagana 2.-16. júní var haldin ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun (UNCED) í Ríó. Fulltrúar 170 þjóða mættu þar og ræddu þá staðreynd að náttúrulegt jafnvægi jarðar og gufuhvolfsins hefur verið rofið, sinfónía jarðar hefur öngstrætis- hljóm, efnisferlið hefur ruglast Maðurinn hefur gengið á gæði jarðar, lifað um efni Tram, eytt dýra- og plöntutegundum. Að sumu leyti hefur maðurinn gert sér grein fyrir hvert stefndi, en þá hefur hann sagt: „Umhverfistillit má ekki hindra þróun, má ekki valda atvinnuleysi." Tillitslaus framleiðslan heldur áfram, orku- gjafar, aðallega kol og olía, spúa koltvíildi út í andrúmsloftið og ós- onlagið þynnist. Menn hafa nú verulegar áhyggjur af því að um jörðu myndist hjúpur, sem muni valda hækkandi hitastigi á jörðu með ógnvænlegum afleiðingum, sem oft hefur verið lýst. Auk þess hefur geislavirkum efnum og eiturefnum verið dritað niður óvörðum og óvitum aðgengi- legum, en flestir menn eru óvitar í meðferð þessara efna. Víða eru jarðarhlutar orðnir að hættulegri eitraðri ruslakistu í nafni velmeg- unar. Kirkjan boðar að enginn fæðist syndlaus og að maðurinn sé sam- kvæmt lögmálinu syndugur. Víða í samveldum hinna fijálsu ríkja trúir fólk því að samkvæmt öðru lögmáli sé umhverfið mengað, geislavirkt, en það er samkvæmt lögmálinu um framieiðsluna, sem eingöngu er mæld á mælistiku efnahagsbata. Fólk trúir þar frekar á erfðamengunina en erfðasynd- ina. Efnahagsbati er stundum að- eins plakat sem fyrirskipar neyslu til að styðja við frekari framleiðslu. Vegna þeirrar hættu sem við jarðarbúar höfum búið okkur í kapphlaupi um efnahagsbata, þar sem enginn mælikvarði er lagður á virði framleiðslunnar, var boðað til ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Ríó. Ráðstefnan var undirbúin í tvö ár og lauk undirbúningnum með fimm vikna fundi í vor í New York. Undirbúningur ráðstefnunnar var aðallega í höndum Maurice Strong, en hann var aðalritari ráð- stefnunnar. Hann stjómaði jafn- framt fyrstu alþjóða ráðstefnunni um umhverfismál í Stokkhólmi árið 1972. Fulltrúar 170 þjóða samþykktu í New York yfirlýsingu um um- hverfí og þróun sem Ríó-ráðstefn- an byggðist á. Yfírlýsingin er metnaðarfullur aðgerðalisti vakn- andi mannkyns sem hefur hrokkið við. Meðal aðgerða á þessum lista eru: Björgun hverfandi dýra- og plöntutegunda. Stöðvun eyðingu frumskóga. Hreinsun mengunar og eiga mengunarvaldamir, iðnríkin, að greiða kostnaðinn. Utrýming fátæktar. Stuðningur við vanþróuð ríki með fjárframlögum til að bæta umhverfí sitt. Hömlur á orkunotkun. Vemdun auðæfa hafsins. Stuðningur við lífrænan feril í landbúnaði. Á móti þessu áttu þróunarríkin að vinna að því að draga úr fólks- fjölgun. Ekki tókst að fá sett í yfirlýsinguna ákvæði um umhverf- isstaðla fyrir fjölþjóða fyrirtæki. Menn komu til fundarins með mismunandi hugarfari. Sumir vom fullir bjartsýni um að nú væri tæki- færið til að bjarga heiminum frá hækkandi hitastigi og ruslatunnu eiturefna, aðrir töldu jafnvel að of seint yrði gripið til aðgerða. Það yrði með mengunina eins og með syndina: Hún yrði eilíf. Þróunarrík- in sögðu við iðnríkin: „Hreinsið burt sorann úr eigin túni, hann er fýrst og fremst ykkar framleiðsla." Orkunotkun í heiminum 1990 En brátt vora flestir sammála um það, að spumingin um það hvort jörðinni okkar yrði bjargað væri fyrst og fremst spuming um peninga og þá ekki síst um pen- ingayfirfærslu frá ríku þjóðunum til fátækari þjóða. Reyndar er það svo, að fari þessi yfírfærsla ekki greiðlega fram munu íbúar fátæk- ari landa yfírgefa þær lendur sem geta ekki brauðfætt þá, oft eyði- merkur án gróðurs vegna þurrka, og koma sér fyrir í ríkjum velmeg- unarinnar með góðu eða illu. Markmið og tillögur Evrópubandalagsins Meðal hinna tólf ríkja Evrópu- bandalagsins hefur mikið verið fjallað og deilt um hinn svonefnda orkuskatt. Þar telja menn að án aðgerða til að hindra frekari út- blástur á koltvíildi út í gufuhvolfið muni magn þess aukast um 12% frá því sem var árið 1990 fram til ársins 2000. Innan framkvæmda- stjómar Evrópubandalagsins lagði framkvæmdastjóri umhverfísmála, Carlo Riba di Meana, fram tillögur um skattlagningu á óendumýjan- lega orkugjafa. Skatturinn verður af hálfu skattur sem miðast við magn koltvíildis, sem hleypt er út í and- rúmsloftið og að hálfu skattur sem miðar við magn orku (í hitaeining- um) sem notuð er. Gert er ráð fyrir undanþágum eða gjaldfresti á skatti til að fjár- magna breytingar sem leiða til minni eða „hreinni" orkunotkunar. Með skattlagningunni er ætlunin að takmarka magn af koltvíildi við það sem var árið 1990 á þann hátt, að orkuspamaður eða betri orkunýting mundi lækka magnið um 5,5% en skattlagningin sjálf myndi lækka það um 6,5%. Skatturinn mun árið 1993 nema þremur dolluram á jafngildi olíu- tunnu (17,70 ECU ájafngildi tonns af olíu). Hækkun verður síðan um dollar á ári, þar til skattur nemur 10 dollurum árið 2000. í maí- mánuði var hart deilt meðal hinna ulltrúa í framkvæmdastjórn EININGABREF 2 KAUPÞING HF Löggilt verðbréfafyrirtœki Kringlunni 5, sími 689080 / rigu Búnaðarbanka íslands ogsparisjóðanna Evrópubandalagsins um þessa lag- setningu. í fyrsta lagi vegna þess að innan bandalagsins hefði hún haft mjög mismunandi áhrif eftir orkunotkun þjóðanna. Gróf áætlun bandalagsins um hækkunaráhrif skattsins á orku- tegundir benda til að kolanotkun yrði 58% dýrara, svartolíunotkun 45%, gasnotkun 34%, bensín 6% og díselolíunotkun á bíla 11%. Hitunarkostnaður heimila myndi hækka um 16% með olíunotkun en 11% með gasnotkun. Spánveijar, sem nota mikið af kolum, voru mótfallnir skattlagn- ingu í þessu formi. Danir, Hollend- ingar og Þjóðveijar vora ákafír talsmenn hans. Innan þessara ríkja vora þó iðjuhöldar mjög andstæðir honum, hann myndi spilla sam- keppnisaðstöðu þeirra. Danir og Hollendingar hafa þegar lögleitt orkuskatt, en orkufrekur iðnaður er þó undanþeginn. I tillögum að skattinum er gert ráð fyrir að jafnframt álagningu orkuskatts verði dregið úr annarri skattlagningu á fyrirtæki, þannig að staðan væri nálægt status quo. Höfundar þessarar greinar hef- ur ekki fundið heimildir um hvem- ig framkvæma á þessa miklu breytingu á skattlagningu, en ljóst er að þegar orkuskattur nemur 10 dolluram á tunnu verður um gífur- legar upphæðir að ræða. Ekki er ljóst hvort um mikla viðbótar- skattlagningu verði að ræða eða fyrst og fremst um breytingu á skattlagningargranninum. Lögð er áhersla á að orkuskatturinn hafí sem minnst verðbólguáhrif. Ýmsir innan Evrópubandalags- ins töldu útilokað að skattleggja orku innan bandalagsins, nema tryggt væri að samkeppnisaðilar (Bandaríkin og Japan) taki upp sams konar skattlagningu. Carlo Riba di Meana barðist hart fyrir einhliða óskilyrtri skatt- lagningu. Var ákaft deilt á fund- um, en leggja átti fýrir ráðstefnuna í Ríó tillögur um að skattlagningu sem þessari yrði alls staðar komið á. Bush Bandaríkjaforseti sagði fýrir Ríó-fundinn að Bandaríkin myndu ekki styðja þessar tillögur né taka upp slíka skattlagningu. Carlo Riba di Meana var harðorður í garð Bush og sagði að hann léti kosningaúrslit í Bandaríkjunum sitja í fyrirrúmi fyrir heill mann- kynsins. Niðurstaða Evrópubandalagsins var skilyrt skattlagning, þ.e. að hún taki gildi því aðeins að Banda- ríkin og Japan legðu sambærilegar kvaðir á framleiðslu sína. Framkvæmdastjóri orkumála hjá bandalaginu, Cordoso e Cuhna, taldi að þegar tillaga um þessa skattlagningu væri lögð fram í Ríó, myndi almenningsálitið í heiminum hvetja önnur iðnríki til að fylgja fordæmi Evrópuband- alagsins, en Carlo Riba di Meana ákvað að fara ekki til Ríó. Talið er að um 13 hundraðshlut- ar af því koltvíildi sem berst út í andrúmsloftið komi frá Evrópu- bandalaginu, um 25% frá Sovét- ríkjunum fyrrverandi og 25% frá Bandaríkjunum. Þess vegna hefur orkuskattur í Evrópubandalaginu einu ekki úrslitaáhrif í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum orku- notkunar. Víða hefur andstaða við skattinn komið fram. Alþjóðaorkumálastofnunin hélt ráðstefnu í París í júlí í fyrra þar sem um 200 fulltrúar frá 46 löndr um mættu, fulltrúar olíuframleið- enda og orkunotenda. Fulltrúar frá IÐNLÁNASJÓÐUR fyrir íslenskt atvinnulíf ÁRMÚLA13A 155 REYKJAVÍK SÍMI 680400 TELEX 3084 ILFUND TELEFAX 680950 ríkjum utan Evrópubandalagsins réðust harkalega á orkuskattinn sem þá var í undirbúningi. Indveij- ar sögðu að slíkt skattkerfí myndi leggja iðnvæðingu Indlands í rúst og fulltrúi Ástralíu sagði að kola- framleiðsla í Ástralíu myndi stöðv- ast. Fulltrúar OPEC-ríkja mót- mæltu skattlagningu. Fundinum var ætlað að stuðla að samvinnu þeirra sem framleiða olíu og þeirra sem kaupa og nota hana. Framhaldsfundur verður haldinn í júlí í Bergen í Noregi. Á Ríó-ráðstefnunni mótmælti fulltrúi Saudi-Arabíu, Nazer olíu- málaráðherra, fyrir hönd OPEC- ríkja skattinum og taldi alveg ósannað að olíunotkun ylli mengun og að líta yrði þessi mál með sann- girni. Forseti OPEC, dr. Subroto, sagði að skattahugmyndin væri sprottin af fordómum gegn olíu. í síðustu grein minni var bent á stefnubreytingar Saudi-Araba á síðasta OPEC-fundi, sennilega að veralegu leyti vegna orkuskattsins. Þeir höfðu boðað að þeir myndu krefjast þess á OPEC-fundinum að framleiðsla OPEC yrði aukin til að tryggja nægilegt magn olíu, en á fundinum lögðu þeir enga slíka tillögu fram. Þess vegna hækkaði verð á olíu. Olíuríkin telja að orku- skatturinn muni hækka olíuverð svo, að ef ekki á að draga veralega úr eftirspum, þýði það að fram- leiðsluríkin verði að lækka sitt verð sem skattinum nemur. Benda þau á að þegar sé um veralega skattlagningu að ræða. Þegar könnuð era möguleg áhrif af orkuskattinum, gefur augaleið að honum er ætlað að draga úr notkun á olíu og ekki síður úr notkun á kolum, þar sem skattur- inn verður hærri, enda mengun af kolum töluvert meiri, þ.e. meira koldíoxíð fer út í andrúmsloftið við brennslu á kolum. Olíuframleiðslu- ríkin minna á það gífurlega fjár- magn sem þörf er á í olíuiðnaðinum til að geta sinnt eftirspum framtíð- arinnar. Olía væri að verða uppur- in úr hinum ódýru olíunámum, skortur væri á hreinsunarstöðvum og vegna mengunarhættu yrði að smíða mikið traustari og dýrari olíuskip. Fulltrúar olíuframleiðsluríkja telja að ef þau yrðu knúin til að lækka verð í dag, yrði olía framtíð- arinnar töluvert dýrari vegna ónógs og fjárfreks undirbúnings. Olíuskattinum er ætlað að breyta orkunotkun heimsins, þannig að stig af stigi verði notaðir hreinni orkugjafar og ef olía á að leysa kol að miklu leyti af hólmi, verði hún að vera til í nægilegu magni. Þá má minna á það að skv. yfír- lýsingu sem lá fyrir Ríó-fundinum átti að útrýma fátækt þróunar- ríkja. Leiðir það óhjákvæmilega til notkunar meiri orku þeirra ríkja ef einhver árangur verður af þeirri viðleitni. Miklar deilur urðu um tillögu Evrópubandalagsins um orkuskatt. Umhverfísmálaráðherra Ítalíu lagði fram tvær miðlunartillögur. Fyrri tillagan var um að orkuskatt- ur skv. tillögunni næði til allra ríkja OECD og tekjur af skattinum sem hann áætlaði um 70-200 milljarða dollara á ári, yrði varið til að ná fram orkusparnaði og til tæknis- amvinnu við þróunarlöndin. Hin tillagan var um það, að skatturinn yrði einn dollar á tunnu, sem myndi gefa 25 milljarða doll- ara og að koltvíildismagnið sem færi út í andrúmsloftið yrði minnk- að um 0,5%. Skattinum yrði varið til þróunarverkefna. Þessar tillögur fengu ekki hljóm- grunn á fundinum, enda gert ráð fyrir nýjum skatti, en ekki breyt- ingu á skattagrandvelli, sem nú gildir. Ýmsir telja að orkuskattinum verði fyrr eða síðar komið á í ein- hverri mynd og er það m.a. skoðun sumra olíufélaga, enda er skattur- inn ef til vill áhrifamesta tækið til að draga úr mengun. Höfundur er lögfræðingur og for- stöðumaður eldsneytisdeildar Flugleiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.