Morgunblaðið - 25.06.1992, Page 12

Morgunblaðið - 25.06.1992, Page 12
V^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! i'JkfefgpmMiiMfr VIÐSKIFTIAIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992 Ferðamál Aukinn áhugi Islendinga á ferðum innanlands MARGT virðist benda til aukins áhuga Islendinga á að ferðast um eigið land í sumar, en á sama tima fer ferðum erlendra ferða- manna hingað fækkandi. Að sögn Magnúsar Oddssonar, hjá Ferða- málaráði, er ástæðan m.a. sú að verð á ferðum til íslands frá meginlandi Evrópu hefur hækk- að um 4-9%. Flugfargjöld hafi ekki hækkað, en hækkun ann- arra þátta sé um 9-18%. Um 40% þeirra ferðamanna sem notfæra sér Ferðaþjónustu bænda eru erlendir skv. upplýsingum sem fengust hjá Ferðaþjónustunni. Skiptingin er þó nokkuð mismun- andi eftir stöðum. Að sögn Þórdísar Eiríksdóttur, aðstoðarframkvæmd- astjóra Ferðaþjónustu bænda, sækja erlendir ferðamenn mest á staði eins og t.d. Skaftafell og Mývatnssveit. „Hjá Ferðaþjónustu bænda er ekki minna að gera en á sama tíma í fyrra, en hins vegar virðist vera minna um ferðamenn úti á landi og má kannski rekja ástæðuna til erfíðs efnahagsástands i aðalvið- skiptalöndum samtakanna og frek- ar háu verðlagi hér á landi“, sagði Þórdís. Ferðaþjónusta bænda býður upp á þjónustu á alls 125 bæjum víðs vegar um landið. Má þar nefna gist- ingu ásamt annarri þjónustu á 112 bæjum en auk þess bjóða 13 bæir upp á t.d. hestaleigu, tjaldstæði, sundlaug og aðra þjónustu. Þrír aðilar bjóða upp á sérhæfða þjón- ustu eins og útsýnisflug, bátaferðir og veisluþjónustu. Samtökin bjóða einnig upp á svokallaðan „gisti- flakkara" fyrir erlendan markað þar sem hægt er að kaupa opinn miða sem veitir aðgang að flestum bæj- um og virðast ferðamenn sýna þessu mikinn áhuga. Þórdís sagði ennfremur að hún væri bjartsýn á sumarið þar sem pantanir erlendra ferðamanna hafí aukist lítillega miðað við í fyrra. Áhugi ferðamanna eftir bæklingi Ferðaþjónusta bænda gæfí einnig til kynna að íslendingar ætli að nota þessa þjónustu mikið í sumar. Magnús Oddsson hjá Ferðamála- ráði sagði að búast mætti við fækk- un ferðamanna á þessu ári eftir langvarandi velgengni, og þá fyrst og fremst fækkun frá meginlandi Evrópu. Hins vegar mætti búast við örlítilli fjölgun frá Norðurlönd- um en Bandaríkin yrðu svipuð og hafa verið. Hluti afjiessari skýringu væri að verð á Islandsferðum á meginlandi Evrópu hafí hækkað á bilinu 4-9% í þarlendum myntum, flugfargjöld hækkuðu ekki en aðrir þættir hækkuðu um 9-18%. Þetta hafí haft sín áhrif þar sem ferðir til sumra samkeppnislanda á þessu svæði hafi lækkað á sama tíma. „Ástæða er til að ætla að íslend- ingar séu orðnir í meirihluta ferða- manna á íslandi samfara gífurlegri bílaeign þjóðarinnar og bættu sam- göngukerfi. Það er vaxandi áhugi fólks að ferðast í eigin landi um leið og mjög mikil uppbygging að- stöðu og afþreyingu fyrir ferðafólk hefur orðið á stuttum tíma um allt land. Allt þetta hefur þau áhrif að íslendingar ferðast meira en áður. Gististöðum hefur fjölgað á mjög fáum árum þannig að það er ekk- ert óeðlilegt við að hótel- og gisti- staðir tali um fækkun og samdrátt þar sem meira framboð er orðið af gistirými", sagði Magnús. Þá telur Magnús að ferðalög ís- lendinga fari ákaflega mikið eftir veðri og geri það ferðaþjónustuaðil- um erfitt fyrir. Ef veðurfar það sem eftir er sumars verði gott þá myndu íslendingar taka sig saman og ferð- ast um eigið land. Fólk Nýr starfsmað- urhjá OLÍS MATLI Þór Þorvaldsson hefur hafíð störf hjá Olíuverslun íslands hf., OLÍS. Hann mun sjá um bók- haldslegt eftirlit með umboðs- mönnum OLÍS og hafa umsjón með tryggingum félagsins. Atli Þór útskrifast sem viðskipta- Atli fræðingur frá Háskóla íslands nú í vor. Hann starfaði hjá Búnaðar- banka íslands á árunum 1985-1987. Atli Þór er 29 ára og er í sambúð með Hafdísi Halldórsdóttur, full- trúa hjá Ríkisskattstjóra og eiga þau eitt barn. Auglýsinga- sijóri hjá Pressunni MSIGRÍÐUR Sigurðardóttir hefur hafíð störf hjá Pressunni. Hún mun hafa umsjón með sölu og skip- ulagningu aug- lýsinga hjá Press- unni. Sigríður út- skrifaðist sem markaðsfræðing- ur frá The Uni- versity of So- uth-Caroline í Bandaríkjunum í vor. Hún er 24 ára og er í sambúð með Lúðvíki Braga- syni, markaðsfræðingi. Nýr starfsmað- ur hjá Stöð 2 MHALLDÓR Eiríksson hefur hafið störf hjá Islenska Utvarpsfélaginu hf., Stöð 2.Hann mun hafa umsjón með innri endur- skoðun ásamt mánaðarlegu uppgjöri og eftir- liti með áætlun- um í hagdeild fyrirtækisins. Halldór útskrif- Halldór aðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands í febrúar síðastliðn- um. Hann hóf störf hjá Skattstof- unni í Reykjavík á síðastliðnu ári og er 27 ára gamall. Deildarsljóri hjá Tæknivali MÍVAR Harðarson hefur verið ráð- inn deildarstjóri Tæknivali. Ivar lauk námi sem rafeindavirki á tölvusviði frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1982. Eftir það starfaði hann við viðgerðir og þjón- ustu á skrifstofu- búnaði hjá Skrifstofuvélum. Hann var síðan deildarstjóri tölvudeildar hjá Skrifstofuvélum/Gísla J. Jo- hnsen á árunum 1988-1990. Frá 1990 var ívar deildarstjóri tækni- deildar hjá Skrifstofuvélum-Sund hf. og síðar Nýherja. Ivar er kvænt- ur Valgerði Jónsdóttur og eiga þau tvö börn. Forstöðumaður skiparekstrar hjá Eimskip MÁSBJÖRN Skúlason, hefur tekið við starfi forstöðumanns Skipa- rekstrardeildar Eimskips. Ás- björn hóf störf hjá Eimskip árið 1969 þar sem hann vann fyrst í vöruafgreiðslu félagsins, en fór síðan til sjós og var meðal annars á Gullfossi og Selfossi. Að loknu verslunarskólaprófi hóf Ásbjörn nám í Stýrimannaskólanum og lauk þaðan burtfararprófí árið_ 1979. Fljótlega að námi loknu hóf Ásbjörn störf hjá starfsmannahaldi Eimskips þar sem hann var m.a. ráðningar- stjóri skipverja. Að undanfömu hefur hann haft umsjón með áhafnamálum skipa og annast ýmis önnur rekstrar- mál í Skiparekstrardeild. Ásbjörn tekur við starfi Viggós E. Maack, skipaverkfræðings, sem starfað hef- ur hjá Eimskip í 45 ár. Viggó mun vinna áfram hjá félaginu að ýmsum sérverkefnum. Sigríður Asbjörn ð Nýjar leikreglur á verðbréfamarkaði STARFSHÓPUR á vegum viðskipt- aráðherra hefur nú skilað frá sér til umsagnar hagsmunaaðila drög- um að frumvörpum um verðbréfa- sjóði, verðbréfaviðskipti og Kaup- höll íslands. Eru frumvörpin liður í því að samræma leikreglur á ís- lenskum fjármagnsmarkaði að ákvæðum samningsins um Evr- ópskt efnahagssvæði. Það eru einkum ákvæði frum- varpsdraganna um rekstur verð- bréfasjóða sem vakið hafa sér- staka athygli en þau fela í sér tals- verða breytingu frá núgildandi lög- um. Eins og nú háttar til eru verð- bréfasjóðir innan sérstakra hluta- félaga en jafnan hefur víðkomandi verðbréfafyrirtæki verið falið að annast vörslu sjóðanna. Gagnvart viðskiptavinum verðbréfafyrirtækj- anna eru hins vegar óljós skil á milli þeirrar starfsemi sem lýtur að vörslu sjóðanna og annarri verð- bréfamiðlun enda þótt hér sé form- lega um tvær rekstrareiningar að ræða. Ákvæði frumvarpsdraganna ganga í þá átt að rækilega skuli nú skilið á milli daglegs reksturs verðbréfasjóðs og varðveislu eigna hans. Gert er ráð fyrir að verðbréfa- fyrirtækjum verði ekki lengur heim- ilt að annast rekstur sjóðanna held- ur skuli hann færður í hendur á sérstöku rekstrarfélagi, sem hlotið hafi viðurkenningu viðskiptaráð- herra. Það skal vera óháð í störfum sínum og einungis hafa með hönd- um daglegan rekstur verðbréfa- sjóða. Rekstrarfélag má hins vegar ekki jafnframt vera vörslufyrirtæki sem eiga skv. drögunum m.a. að sjá um að sala, útgáfa, endurkaup, innlausn og ógilding hlutdeildarsk- írteina verðbréfasjóðs fari sam- kvæmt lögum og samþykktum sjóðsins. Þá skal það framfylgja fyrirmælum rekstrarfélags verð- bréfasjóðs nema þau séu í and- stöðu við lög og samþykktir hans. Aftur á móti geta viðskiptabankar, sparisjóðir, aðrar lánastofnanir sem starfa skv. sérstökum lögum og útibú hliðstæðra erlendra stofn- ana hér á landi fengið viðurkenn- ingu sem vörslufyrirtæki. í frumvarpinu er ennfremur gert ráð fyrir verulegum breytingum á fjárfestingum verðbréfasjóða og sett sú meginregla að þeir fjárfesti eingöngu í verðbréfum sem skráð eru á opinberum verðbréfamark- aði. Aðeins er gerð sú undantekn- ing að verðbréfasjóði er heimilt að fjárfesta fyrir allt að 10% af eignum sínum í öðrum verðbréfum. Sérstaka athygli vekur einnig sú tillaga nefndarinnar að Verðbréfa- þing Islands verði lagt niður í nú- verandi mynd og við starfsemi þess taki Kauphöll íslands sem ráðgert er að verði sjálfseignar- stofnun. Hingað til hefur Verð- bréfaþingið verið starfrækt undir handarjaðri Seðlabanka íslands sem hefur borið það uppi að miklu leyti, m.a. með vinnuframlagi starfsmanna bankans og með því að leggja því til starfsaðstöðu. Eft- irleiðis er því gert ráð fyrir að starf- semin verði borin uppi af eigin tekj- um og færist er tímar líða frá Seðla- bankanum. Má geta þess að Seðla- bankinn hefur yfir að ráða nafninu Kauphöll sem Aaron Guðbrands- son ánafnaði bankanum eftir sinn dag en hann rak um langt árabil verðbréfamiðlun undir því nafni. Tekur vinnuhópurinn við hæfi að starfsemin beri heitið Kauphöll ís- lands enda sé slík starfsemi í dag- legu tali nefnd kauphallarstarf- semi. Loks liggja fyrir frumvarpsdrög um verðbréfaviðskipti þar sem koma fram nokkrar breytingar frá núgildandi lögum. í samræmi við áðurnefnd ákvæði um verðbrófa- sjóði er felld brott heimild verðbréf- afyrirtækja til að starfrækja sjóði. Er þessi breyting til komin vegna ákvæða í tilskipun Evrópuband- alagsins sem er hluti af EES- samningnum. f henni er gert ráð fyrir að félag sem annast rekstur verðbréfasjóðs hafi eingöngu slíka starfsemi með höndum. Meðal annarra breytinga má nefna ítar- legri ákvæði um réttindi og skyldur verðbréfamiðlara og um svonefnd innherjaviðskipti. Það eru einkum tillögur nefndar- innar um nýtt fyrirkomulag á rekstri verðbréfasjóða sem líklega munu hafa hvað mestar breytingar í för með sér hjá verðbréfafyrirtækjum. Verði þær samþykktar í núverandi mynd þarf að stofna ný hlutafélög um rekstur verðbréfasjóðanna og e.t.v. fela banka að annast vörslu sjóðanna. Til lengri tíma litið er verið að auka öryggi í verðbréfavið- skiptum og skapa aukið traust á verðbréfamarkaði um leið og verið er að koma á sömu reglum hér á landi og gilda munu á Evrópska efnahagssvæðinu. KB

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.