Morgunblaðið - 09.07.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1992
B 3
Morgunblaðið/KGA
IM GALLUP — Starfsmenn ÍM Gallup munu meðal annars vinna að markaðsrannsóknum, þjón-
usturannsóknum, fjölmiðlarannsóknum, stjórnmála-, skoðana- og vettvangskönnunum.
Rannsóknir
ÍM Gallup - nýtt nafn
sameinaðs fyrirtækis
Útflytjendum veittar upplýsingar um markaði erlendis
ÍM GALLUP nefnist sameinað fyrirtæki íslenskra markaðsrann-
sókna hf. og Gallup á íslandi hf. en fyrrnefnda fyrirtækið keypti
Gallup á Islandi 1. júlí sl. Skúli Gunnsteinsson framkvæmdastjóri
fyrirtækisins sagði í samtali að eftir sameininguna gæti fyrirtæk-
ið sinnt fjölbreyttari rannsóknum og stuðlað að framþróun at-
vinnugreinarinnar.
íslenskar markaðsrannsóknir
hf. gerðu samning um einkaleyfi
fyrir Gallup á íslandi og þá um
leið er gengið til samstarfs við
Gallup fyrirtæki sem starfrækt
eru í 45 löndum víða um heim.
Framkvæmdastjórar frá Gallup í
Bretlandi og Bandaríkjunum voru
hér á landi í vikunni og að sögn
Skúla voru þeir ánægðir með allar
aðstæður og lýstu yfir áhuga á
að kynnast betur starfsaðferðum
og frágangi íslenskra markaðs-
rannsókna við skýrslugerð. „Við
höfum frá upphafi lagt mikla
áherslu á frágang skýrslna þann-
ig að upplýsingarnar séu aðgengi-
legar. Ef framsetning er skýr
getur það sparað mikinn tíma
þeirra sem kynna sér niðurstöður
rannsókna."
Skúli sagði að hér á landi hafi
það takmarkað þróun markaðs-
og skoðanakannana hversu lítil
rannsóknarfyrirtækin hafí verið
en með sameiningunni verði
breyting þar á. „Við getum nú
betur sinnt þörfum fyrirtækja,
fjölmiðla, opinberra stofnana og
félagasamtaka og stuðlað að
framþróun atvinnugreinarinnar.“
Fyrirtækið mun meðal annars
framkvæma markaðsrannsóknir,
þjónusturannsóknir, fjölmiðla-
rannsóknir, stjórnmálakannanir,
skoðanakannanir og vettvangs-
kannanir. Þá mun ÍM Gallup geta
veitt útflytjendum hér á landi
upplýsingar um markaði erlendis,
annað hvort upplýsingar úr er-
lendum gagnagrunnum eða úr
beinum rannsóknum. Þess má
geta að Ólafur Haraldsson fyrrum
framkvæmdastjóri Gallup á ís-
landi verður ÍM Gallup innan
handar í einstökum verkefnum.
Starfsmenn ÍM Gallup auk
Skúla eru Hafsteinn Már Einars-
son viðskiptafræðingur, Ingólfur
Árnason viðskiptafræðingur,
Kristján Ágústsson markaðs- og
stjórnunarfræðingur, Sigurður
Olsen viðskiptafræðingur og Þór-
arinn Stefánsson markaðsfræð-
ingur. Þá verður dr. Þorlákur
Karlsson lektor í Háskóla íslands
ráðgjafi hjá fyrirtækinu.
Vatnsútflutningur
Þórsbrunnur færir
útkvíamarí
Bandaríkjunum
FYRIRTÆKIÐ Þórsbrunnur hf. sem sérhæfir sig i átöppun og út-
flutningi á vatni hefur nú náð þeim árangri að komast með fram-
leiðslu sína í hillur allra stórmarkaða í þremur fylkjum Bandaríkj-
anna, Indiana, Illinois og Wiscounsin. Það sem af er þessu ári hefur
salan verið um helmingi meiri en á sl. ári og eru fluttir út til Banda-
ríkjanna í hverjum mánuði 12 fjörtíu feta gámar. Einn dreifingarað-
ili annast dreifinguna á vatninu á þessu svæði þar sem um 30 millj-
ón manns búa. Er stefnt að því að ná samningum við dreifingaraðila
í haust í fleiri fylkjum.
„Stefna okkar er að komast inn
í allar verslanir í þessum þremur
fylkjum en við höfum þegar komist
inn í alla stórmarkaði á svæðinu,"
sagði Ragnar Atli Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Þórsbrunns í
samtali við Morgunblaðið. „Okkur
miðar mjög vel áfram með að koma
vatninu inn í minni verslanir. Við
ætlum síðan að nota reynsluna sem
við öðlumst í sumar til að kynna
vatnið í Florida og Kalifornína í
haust á vegum annarra dreifiaðila.
Við vonumst til að ná samningum
við þá fyrir næsta sumar en á sumr-
in er jafnan aðalsölutíminn."
Vatnið er selt í 0,5 lítra, 1 lítra
og 1,5 lítra umbúðum og er á svip-
uðu verði og Evian sem er dýrasta
vatnið frá Evrópu. Er því einkum
beint tii fólks með hærri tekjur eða
þeirra sem eiga leið um minni búð-
ir og bensínstöðvar þar sem verðið
skiptir ekki höfuðmáli.
Ragnar Atli sagði að Þórsbrunn-
ur hefði þegar auglýst vatnið í höf-
uðborg Wisconsin, Madison og Pe-
oria sem væri sunnan við Chicago.
Þar væri bæði um að ræða útvarps-
auglýsingar og vegaskilti.
„Við lítum ennþá á útflutninginn
sem áhættuverkefni enda er þetta
lítið magn. Það verður ekki hægt
að segja til um það fyrr en eftir tvö
ár hvort verkefnið gengur upp og
tíminn verður að leiða það í ljós.
Hins vegar erum við bjartsýnir og
munum halda ótrauðir áfram,“
sagði Ragnar Atli.
FELLOWES
Meö Fellowes P-50
pappírstætara viö
skrifboröiö veröa
gögnin trúnaöarmál.
Verö meö fötu
15,565 kr. stgr.
ÁRVÍKHF
ARMÚU 1 ■ REYKJAVÍK • SlMI M7 222 • TELEFAX «87 29S
Verðbréf
Viðskiptí að lifna við
á hlutabréfamarkaði
SVO virðist sem viðskipti á hlutabréfamarkaði séu aðeins að lifna við
í kjölfar verðlækkana að undanförnu. í maímánuði námu viðskipti á
Opna tilboðsmarkaðnum (OTM) 11,6 miRjónum en markaðurinn tók
til starfa þegar vika var liðin af mánuðinum. Skv. samantekt Verð-
bréfamarkaðs Islandsbanka námu hlutabréfaviðskipti í júni á OTM
og Verðbréfaþingi um 28,5 milljónum og það sem af er júlímánuði
nema viðskiptin 12,6 milljónum.
Enda þótt tölur yfir viðskiptin að
undanförnu séu lágar t.d. í saman-
burði við sl. ár gefa þær til kynna
að fjárfestar séu farnir að hugsa sér
til hreyfings. Verð á hlutabréfum
er talið hagstætt um þessar mundir
og hefur aukinn áhugi komið fram
í stærri og marktækari kauptilboð-
um. Liggja nú fyrir kauptilboð í
hlutabréf flestra hlutafélaga á OTM
og Verðbréfaþingi.
Af einstökum viðskiptum í júní
vog þyngst sala á hlutabréfum í
Olíufélaginu fyrir um 9,8 milljónir á
genginu 4. Það sem af er júlí hafa
t.d. verið seld hlutabréf í Skeljungi
fyrir 5 milljónir á genginu 4,0 og
viðskipti áttu sér stað með hlutabréf
í Eignarhaldsfélagi Iðnaðarbankans
á genginu 1,6.
Upplýsingar um verð og viðskipti
með hlutabréf á Verðbréfaþingi og
OTM er jafnan að finna í peninga-
markaði Morgublaðsins.
JÖL
EININGABRÉF 2
IÐNLÁNASJÓÐUR
fyrir íslenskt atvinnulíf
ÁRMÚLA 13A 155 REYKJAVÍK SÍMI 680400 TELEX 3084 ILFUND TELEFAX 680950
SKJALASKÁPAR
H0VIK*1
SKÚFFUSKÁPAR
2JA, 3JA OG 4RA SKÚFFU
TEIKNINGASKAPAR
SKÁPAR MEÐ RENNIHURÐUM,
VÆNGJAHURÐUM, TVÖFALDIR
SKÚFFUSKÁPAR O.FL.
©HF.0FNASMI6JAN
HÁTEIGSVEGI 7, S: 21220