Morgunblaðið - 16.07.1992, Side 6
MQRGUNBLAÐIÐ VlÐSKIPTI/flTVlWWPLÍF FIMMTUDAGUR 16, JÚLÍ 1992
o
Olíumarkaður
Guðmundur W. Vilhjálmsson
Mengun og réttur þró-
unarríkja til lifsgæða
Ríó-ráðstefnunni um umhverfi
og þróun lauk með því að leiðtogar
178 þjóða undirrituðu AGENDA 21,
sem er 800 blaðsíðna aðgerðaráætl-
un til vemdar náttúm og auðlindum
jarðar. Höfuðárangur ráðstefnunn-
ar er e.t.v. að allir þessir leiðtogar
skyldu setja nafn sitt undir þá yfir-
lýsingu að fínna yrði leiðir til sjálf-
bærrar þróunar, þ.e. þróunar þar
sem umhverfí mannsins myndi ekki
spillast frekar vegna aðgerða hans,
vegna lífsbaráttu hans, heldur
myndu þjóðir heims nærast á þeim
ávöxtum sem vaxa aftur og end-
umýjast.
Ekki undirrituðu allir leiðtogar
allar yfírlýsingar og ekki fengust í
Rió skuldbindingar um þau ljár-
framlög sem með þarf til að gera
AGENDA 21 að veruleika. Varla
var þess heldur von. En svo virðist
sem fulltrúar á ráðstefnunni hafí
haldið heim með þá vitund að mann-
kynið væri komið á ystu nöf.
Margir leiðtogar hafa hrokkið við
er lýst var staðreyndum í mengun-
armálum á ráðstefnunni og sann-
færst um að aðgerða er þörf. Það
hefur jafnan verið þægilegra að
hlusta á áróðursmenn aðgerðarleys-
is, fulltrúa ýmissa sérhagsmuna-
hópa, segja að allt tal um hættur
væri orðum aukið. Nú efast fáir
þeirra um hættuna á því að hitastig
jarðar fari hratt hækkandi, það
hratt að líf jarðar, líf veira, svifa,
skriðdýra, plantna og dýra geti
ekki aðlagað sig að breyttu hita-
stigi. Menn vita ekki hvaða áhrif
það getur haft á bakteríur, né
hvernig varist verður bakteríum
sem vegna hlýnandi veðurfars
dafna á nýjum stöðum þar sem lif-
andi vemr hafa ekki náð að mynda
móteitur. Menn óttast að við
skyndilega hækkandi hitastig muni
yfírborð sjávar hækka og hugsan-
lega valda breytingum á straumum
hafsins. Menn óttast að hækkað
yfírborð sjávar muni láta strandir
hverfa og spilla lífí á svæðum fmm-
stæðs lífs sem er í dag hlekkur í
lífskeðjunni. Og menn sjá fyrir sér
það tjón sem verður er yfírborð sjáv-
ar eyðileggur borgarhluta. Og menn
vita að slíkt gæti gerst nú végna
aðgerða þeirra sjálfra en ekki
hrekkja náttúrunnar eða gjöminga
hennar.
Maðurinn veit að slíkt gerist fyrst
og fremst vegna þess að með bæg-
slagangi sínum og framleiðslu veld-
ur hann því að kolefnishjúpur mun
hylja jörðina og mynda einangrun
sem hindrar að varmi sólar skili sér
aftur út í himinhvolfíð. En maðurinn
veit líka að með aðgerðum sínum
getur hann snúið þróuninni við.
Ráðstefnunni lauk án þess að
verulega skærist í odda milli norð-
urs og suðurs og skyldur og ábyrgð
norðurs gagnvart suðri liggja ljósar
fyrir eftir ráðstefnuna.
Það væri fróðlegt að hugleiða
hver hefðu orðið örlög ráðstefnunn-
ar ef Sovétríkin hefðu verið enn við
lýði og öll mengunin þar enn dauð-
ans leyndarmál gagnvart öðrum
jarðarbúum og ef kalda stríðið milli
austurs og vesturs hefði enn verið
háð. Aldrei hafa valdhafar veraldar-
sögunnar skilið svo glæpsamlega
við sem þeir er kenndir em við
Kreml. Opinberun þess hættu-
ástands sem ríkir í fýrrum Sovét-
ríkjum mátti ekki dragast lengur.
En aðstæður nú em jákvæðar til
endurbóta, einkum eftir að vígbún-
aðarkapphlaupi lauk. Hröð afvopn-
un á sér stað og hreinskilni ríkir
milli austurs og vesturs um brýn-
ustu neyðarráðstafanir til að draga
úr hættunni.
Alitið er að með því að um íjórir
milljarðar tonna af kolefni berist
frá jörðu út í geiminn á ári mun
það hitastig á jörðu haldast sem
náttúran hefur aðlagast. Nú er hins
vegar líklegt að um sex milljarðar
tonna berist út í geiminn og því
hafa menn áhyggjur. Iðnríkin valda
miklum útblæstri í dag eins og sést
á mynd 1. Þar sem fram kemur að
útblástur á mann á ári í Evrópu-
bandalaginu er 2,34 tonn og í heild
er útblástur þaðan um 12,9% af
öllu kolefni. Bandaríkin em með
5,45 tonn á mann eða 23% af öllu
kolefni sem berst út í geiminn.
Aðrir heimshlutar en Evrópa,
Bandaríkin, Japan og Samveldið
em með 0,49 tonn á mann eða
34,2%. Kolefnismagn sem kemur
frá íslandi er 2,4 tonn á mann á
ári. Ef það sem við nefndum aðra
heimshluta, en þar býr meirihluti
mannkyns, bæri ábyrgð á sama
magni af kolefni út í andrúmsloftið
og Island pr. mann, myndi 9,8 millj-
arðar tonna berast þaðan út í gufu-
hvolfíð eða 7,8 milljörðum tonna
meir en er og þá yrði heildarút-
koldíoxíðs 1989
millj. tonn %
EB 760,9 12,93
Bandarikin 1352,7 22,98
Japan 296,5 5,04
Sovétn/A-Evrópa 1463,2 24,86
Önnur riki 2011,9 34,19
Allur heimurinn 5885,2 100,00
Mynd 2
Notkun orku eftir tegundum
80 Jafngildi milljóna olíutunna á dag_
J Heimurinn
I Ásía
Kol
Olia
Gas
Kjarnorka Vatnsorka
streymi frá jörðu um 14 milljarðar
tonna af koldíoxíði. Ef það er rétt
að 4 milljarðar tonna viðhaldi eðli-
legu hitastigi er hættan augljós.
Ekki má gleyma því að þessar
tölur eru byggðar á ástandinu árið
1989 og miðast við fólksfjölda og
efnahag þá.
Árið 1990 var orkunotkun heims-
ins jafngildi um 164 milljóna olíu-
tunna á dag. Spáð er að hún geti
aukist um 37,5%, 62% eða jafnvel
100% fram til ársins 2020, allt eft-
ir því hvaða forsendur menn gefa
sér um fólksfjölgun og efnahag i
þróunarlöndum.
íbúatala jarðar gæti allt að þvi
tvöfaldast á næstu 40 árum og
aukningin yrði fyrst og fremst í
þróunarlöndum. Eitt af markmiðum
AGENDA 21 var að bæta efnahag
fólks í þróunarlöndum, bæta lífskjör
meðbræðra okkar þar. Við viljum
að þeir auki framleiðslu sína, að
Sjónarhorn
Gæðastjómun
hugbúnaðar-
verkefna
eftir Sólmund
Jónsson
Mikið er fjallað um gæði og
gæðaviðurkenningar. Gefnir hafa
verið út alþjóðlegir staðlar og er
þar m.a. fjallað um hvemig standa
eigi að hugbúnaðarverkefnum (ISO
9000-3). Það er mjög mikilvægt
fyrir íslendinga að fylgjast vel með,
því það má telja víst að innan
skamms verði gerðar mun meiri
kröfur á þessu sviði en gerðar eru
í dag.
>: Gefin hefur verið út handbók
„Modelling a Software Quality
Handbook", af Staðlaráði íslands,
til skýringar á ISO 90000-3 þar
sem tekið er sérstakt tillit til smærri
I fýrirtækja. Auk þess var síðastliðið
I vor stofnað fyrirtækið Vottun hf.
af hagsmunaaðilum í verslun, þjón-
ustu iðnaði og sjávarútvegi, til að
veita þjónustu um úttekt og vottun
gæðakerfa. Þessu ber hvorutveggja
að fagna og er vonandi fyrirboði
þess að við tökum myndarlega á
þessum málum í náinni framtíð.
Hugbúnaður er ung grein og ber
þess glögg merki. Engum dettur í
hug að byggja hús eða önnur mann-
virki án þess að skipuleggja og
teikna fyrst það sém byggja skal.
Því síður fá menn að reisa húsið
ef ekki liggur fyrir samþykkt skipu-
lag í því hverfí. Það er alls ekki
óeðlilegt að líkja upplýsingakerfi
fyrirtækis við borg eða bæ, einstaka
kerfum við hverfí og forritum við
hús, og það er síður en svo minni
þörf á að skipuleggja upplýsinga-
málin en borgina.
í þessari stuttu grein er bent á
nokkur atriði í gæðamálum sem
ástæða er til að laga, í þeirri von
að það verði okkur hvatning til
betri vinnubragða.
Grundvallaratriði sem öll gæða-
stjómun byggir á, er endurtekning
á eftirfarandi þáttum: Skipulagi,
framkvæmd, gagnrýni og endurbót-
um.
Þetta á ekki síður við hugbúnað-
arverkefni en aðrar framkvæmdir.
Hugbúnaðarverkefni telst hér vera
öll gangsetning hugbúnaðar hvort
sem hún felur í sér nýsmíði eða ekki.
Mikilvægi skipulagningar
Því hefur verið haldið fram að
hugbúnaðargerð sé eitt það flókn-
asta sem mannskepnan hefur tekið
sér fyrir hendur. Eitt er víst að þau
verkefni sem henni er ætlað að
Ieysa hafa ekki einfaldast á síðustu
árum og má þar nefna auknar kröf-
ur um samskipti og samvinnu kerfa
og kerfíshluta. Af þessu mætti ætla
að þáttur skipulagningar væri enn
veigameiri en í ýmsum öðrum ein-
faldari framkvæmdum.
En nú bregður svo undarlega við
að ótrúlega margir, jafnvel þeir sem
telja sig fagmenn, virðast telja
þennan þátt léttvægan eða óþarfan
Skipting á
viðhaldi
hugbúnaðar
Skipting á vinnu
við hugbúnaðar-
verkefni
Annað
Leiðréttingar
Gang-
setning
Annað
G reining og
hönnun
Gæða-
hringurinn
Skipulagning
Endurbætur Framkvæmd
Gagnrýni
þegar byggja á upp eða endurskoða
tölvumál, jafnvel hjá stórfyrirtækj-
um hér á Islandi. Hvemig má þetta
vera?
Dæmið ekki skoðað til enda
Mönnum er kannski ákveðin vor-
kunn því eins og áður sagði er hér
um talsvert flókinn feril að ræða.
En í dag eru til margar aðferðir
og hjálpartæki til þess að einfalda
mönnum þessa skipulagningu og
því engin ástæða til þess að gefast
upp.
Það er ótrúlega margt sem menn
vilja gleyma að taka með í reikning-
inn, en það sem er kannski mikil-
vægast, er viðhaldshæfni hugbún-
aðarins. Viðhald telst vera allar
breytingar og viðbætur eftir gang-
setningu.
Viðhald er oftast talið vera um
70% af heildarkostnaði hugbúnaðar
og er því langstærsti hlutinn þegar
horft er á dæmið í heild. Rétt er
einnig að benda á þann kostnað og
óþægindi sem viðkomandi fyrirtæki
verður fyrir ef hugbúnaður er
óstarfhæfur og erfiður í viðhaldi.
Notendur ekki nægilega
meðvitaðir
Af hveiju er dæmið ekki skoðað
til enda? Þær orsakir eru sjálfsagt
margar en ég tel að ein aðalorsökin
sé hversu Ijarlægt þetta allt er not-
endum (kaupendum) hugbúnaðar-
ins.
Yfir dynja auglýsingar, aðallega
frá seljendum vélbúnaðar, um
hversu lítið mál tölvuvæðing sé.
Aðalkostir kerfa eru taldir hversu
litlar leiðbeiningar fylgja með og
það talið í dögum, jafnvel klukku-
stundum hversu stuttan tíma tekur
að ná tökum á öllu saman.
Almennt hefur fólk litinn grunn
til þess að fóta sig og dæma hvað
er eðlilegt og hvað óeðlilegt. Þegar
hlutir eru rifnir úr samhengi og
aðeins hluti sannleikans kemur
fram, vill heildarmyndin skrum-
skælast. Er þá nokkur furða þó
mönnum blöskri þegar lagðar eru
fram áætlanir um að það þurfí að
eyða mörgum vikum eða mánuðum
í skipulagningu áður en farið er að
„vinna“.
Óprúttnir sölumenn
Það sem er kannski alvarlegast
í þessu öllu er að ákveðnir aðilar
nýta sér þetta ástand, sjálfum sér
til framdráttar. Hugbúnaðarfram-
leiðendur selja sig inná viðskiptavini
með undirboðum í trausti þess að
verða „ómissandi".
Þetta er gert bæði ljóst og leynt
með því að bjóða lágt í hugbúnaðar-
smíði eða uppsetningu kerfa. Til
þess að skera niður kostnað þá er
lítið lagt upp úr skipulagningu, en
það þýðir svo meiri vinnu við við-
hald síðar. Þetta komast menn upp
með, því að notendur gera aðeins
kröfu um að kerfíð virki þegar það
er tekið í notkun, en litlar sem eng-
ar kröfur um viðhaldshæfni og
rekstrarhagkvæmni.
Útboð á hugbún-
aðarverkefnum
Færst hefur í vöxt að bjóða út
hugbúnaðarverkefni. Þessi háttur
gerir enn auknar kröfur til agaðra
vinnubragða og skipulegrar og
staðlaðrar framsetningar á þörfum.
Er það ekki fráleitt að útboðslýsing-