Morgunblaðið - 16.07.1992, Síða 7

Morgunblaðið - 16.07.1992, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1992 B 7 þeir geti hitað hús sín, veitt sinn fisk á bátum sínum. Við viljum að þeir geti ekið bifreið sinni, að ungt fólk geti flogið til að vera við útför foreldra í fjarlægum héruðum. Við óskum þeim lífskjara sambærilegra þeim sem við búum við. Það höfum við sagt. En hvert skref í þá átt þýðir aukna orku. Með sjálfsaga geta iðnríkin dregið úr mengun af sínum völdum en ekki verður haml- að gegn aukinni orkunotkun þróun- arlanda en það má stýra henni, takmarka hana með betri afköstum. Á mynd 2 sést t.d. hve mikil kolanotkun er í Asíu, en kol valda meiri mengun en olía og gas. í olíukreppum hafa iðnríkin náð ótrúlegum árangri í að auka afköst pr. orkueiningu. Það er spurning um framtíð mannkynsins á jörðu að takast megi að stýra orkunotkun þróunarlanda í framtíðinni með því að hjálpa þeim að auka afköst orku- gjafa og að nýta „hreinni" orku- gjafa, olíu í stað kola, gas í stað olíu, sólarorku, vatnsorku og vinda í stað gass. En til þess að einhver árangur náist þarf gagnkvæmt traust og samvinnu. Það þarf að vera til al- heimsráð sem fjallar um orku og mengun og þróunarríkin verða að hafa atkvæðisstyrk í hlutfalli við hagsmuni sína í hveiju máli. Þau ríki sem eiga frumskóga verða að vera atkvæðamiklir þátttakendur í umfjöllun um vemdun þeirra. Þar sem ólæsi er almennt er erfitt verk að skýra mengun. Matur og hreint vatn, meðöl og heilbrigðisþjónusta em ofar á lista og meira hjartans mál en hvort koldíoxíð úti í and- rúmsloftinu sé hættulegt. Iðnríkin verða að ganga til fund- ar við þróunarríkin og viðurkenna að þau hafi valdið því hvemig ástandið er í dag. Bjóða fram fjár- magn og þekkingu til að afstýra því að fyrstu skref þróunarríkja til að öðlast sæmileg lífsskilyrði leiði til allsheijar umtumunar. Höfundur er forstöðumaður eldsneytisdeildar Flugleiða. ar, jafnvel á vegum hins opinbera, séu settar fram eftir hugdettum viðkomandi og þar af leiðandi skild- ar eða misskildar af tilbjóðendum eins og henta þykir. Ég tel að mjög mikill munur á tilboðum sýni best hversu mismunandi skiining menn leggja í þessar lýsingar. Niðurlag Lykillinn að bættum gæðum hug- búnaðar er fólginn í virkri þátttöku notenda á öllum stigum hugbúnað- arverkefna. Notendur þurfa að vera mun betur meðvitaðir um hvað þeir em að kaupa og veita þannig að- hald. Gera þarf meiri kröfur til hugbúnaðar en að hann virki á þeim degi sem hann er tekinn í notkun. Það er ekki síður mikilvægt að hann sé hagkvæmur í rekstri og geti þróast með viðkomandi fyrirtæki eða stofnun. Til þess að þetta megi verða, þurfa notendur að taka út og gagn- rýna uppbyggingu kerfisins ekki síður en virkni. Það er sjálfsagt að sú gagnrýni fari fram eins snemma í ferlinu og mögulegt er, en ekki bara í lokin, því það er þekkt stað- reynd að 100 sinnum dýrara er að leiðrétta misskilning eða villu sem á sér stað í greiningu ef hann/hún finnst ekki fyrr en við gangsetn- ingu. Leggja þarf áherslu á að skoða dæmið til enda, það er lítið gagn í að spara í 10% hlutanum ef það kemur niður með tvöföldum þunga á 70% hlutanum. Höfundur starfar sern tölvuráð- gjafi & vegum Tölvuþjónustunnar i Reykjavík. Þ.ÞOBGRiMSSON &C0 Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640 «™»HF Bernard Tapie selur Adidas AG ÞAÐ KOM fáum á óvart í síðustu viku þegar skýrt var frá því að brezka samsteypan Pentland Group Plc hefði keypt þýzka fyrirtækið Bernard Tapie Finance GmbH af franska kaupsýslu- og stjórnmálamanninum Bernard Tapie fyrir 621 miiyón þýzkra marka eða um 22,8 milfjarða króna. Kaupin fela í sér að Pent- land eignast alls 95% hlut í Adidas AG, sem þekkt er víða um heim fyrir framleiðslu á margskonar íþróttavarningi. Verður Pentland nú stærsti framleiðandi í Evrópu á þessu sviði. Fyrir Bernard Tapie, fyrrum eiganda Adidas, er salan einskonar björgun fyrir horn. Komið var að skuldadögum hjá honum, því skammtímalán sem hann tók er hann keypti Adidas fyrir tveimur árum voru komin á gjalddaga. Bemard Tapie er 49 ára Par- ísarbúi, sem ólst upp við þröng kjör í litlu húsi í Bourget, skugga- legu úthverfi borgarinnar, þar sem hvorki var heitt vatn né salerni innandyra. Hann kom undir sig fótunum á níunda áratugnum með vel heppnuðum viðskiptum, meðal annars með því að kaupa gjald- þrota fyrirtæki og selja þau fljót- lega aftur með hagnaði. I lok ára- tugarins var Tapie orðinn einn af þekktari kaupsýslumönnum París- ar. Fyrirtæki hans, Bemard Tapie Finance SA í Frakklandi (BTF), velti á árinu 1989 um einum millj- arði franskra franka (nærri 11 milljörðum króna), og hagnaður á árinu var 27,7 milljónir franka, eða rúmlega 300 milljónir króna. Það var eftir þetta uppgripaár sem Tapie keypti Adidas. Má segja að þar hafi Davíð keypt Golíat, því Adidas var stórveldi. Veltan hjá Adidas á árinu 1989 var 4,6 milljarðar þýzkra marka, eða nærri 170 milljarðar króna, en reyndar var fyrirtækið rekið með tapi það árið sem nam 120 milljón- um marka eða um 4,4 milljörðum króna. Til að fjármagna kaupin tókst Tapie að útvega skammtímalán upp á 2,2 milljarða franka sem samsvarar um 24 milljörðum króna. Þótt hagnaður hafí verið af rekstri Adidas árin 1990 og 1991 reyndist erfitt að standa undir afborgunum af láninu. Móð- urfyrirtækið BTF stóð höllum fæti þótt hagnaður hafí verið á rekstri þess árið 1990, sem nam 47,97 milljónum franka (um 520 millj. kr.). í fyrra varð 294,9 milljóna franka (um 3.200 milljón króna) tap á rekstrinum, og í árslok 1991 námu heildarskuldir BTF 3,64 milljörðum franka (nærri 40 millj- örðum króna). Til að grynna á skuldunum hef- ur Bernard Tapie orðið að selja megnið af þeim fyrirtækjum sem BTF átti áður en hann keypti Adidas. Hann heldur þó enn emb- ætti stjórnarformanns hjá franska meistaraliðinu í knattspyrnu, Olympique Marseille, en það emb- ætti hefur hann skipað frá árinu 1986. Það er ekki eingöngu í við- skiptalífínu sem Bernard Tapie hefur átt í erfiðleikum. Hann hóf þátttöku í stjórnmálum árið 1989, og bauð sig fram sem óháður stuðningsmaður sósíalistaflokks þeirra Mitterrands forseta og Pi- erre Bérégovoys forsætisráðherra í kosningunum í mars sl. í kosn- ingabaráttunni gegn frambjóðend- um úr öfgasinnuðum hægriflokki Jean-Marie Le Pen varð hann frægur að endemum um land allt og ákærður fyrir rógburð. Fjölmiðlar gerðu sér mikinn mat úr kosningabaráttu Tapies, og eft- ir kosningar lögðu forsetinn og forsætisráðherrann til að Tapie tæki sæti í ríkisstjóm landsins. Var hann skipaður ráðherra dreifbýlismála og gegndi því embætti í 52 daga þar til í maí er hann sagði af sér vegna hneykslismáls sem upp kom. Þannig er að fyrrum félagi Tapies í viðskiptum, Georges Tranchant, situr nú á þingi fyr- ir stjómarandstöð- una, og hefur hann ásakað Tapie um fjársvik. Að sögn Tranchants á Tapie að hafa selt Tos- hiba-umboð þeirra félaga árið 1985, hirt sjálfur 13 millj- ónir franka (rúm- lega 140 milljónir króna) en aðeins gefíð upp að söluverðið væri 1,8 milljón frankar (19,5 milljónir króna). Mál þetta bíður nú dóms- úrskurðar. Það gengur því allt á aftur- fótunum hjá Tapie, bæði í viðskipt- um og stjómmálum. Sjálfur sagði Tapie eitt sinn að ef hann missti Adidas ætlaði hann að helga sig stjómmálunum. Hvort það verður fer eftir úrskurði dómara I fjár- svikaákærunni. Heimildir: Financial Times, Reuter. Tölvumolar Marinó G. Njálsson Apple Computer, Inc. og Sy- mantec Corporation kynntu í síð- asta mánuði samkomulag um þró- un og markaðssetningu á nýju þróunarumhverfi (application framework) fyrir Apple Macintosh tölvur og Microsoft Windows tölv- ur, eins og segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækjunum. Þróunarum- hverfíð heitir Bedrock og er ætlað að flýta nyög fyrir þróun nýs hug- búnaðar fyrir fjölvinnsluumhverfí. Það er væntanlegt á markað á fyrri hluta næsta árs. Þegar fréttin um Bedrock birtist á alþjóðlegum tölvunetum, héldu margir hér á landi, að þama væri komið rothögg á LOUIS frá Softis hf. Að sögn þeirra Softis-manna, er Bedrock bara enn eitt dæmi um það kerfí, sem LOUIS gæti koll- varpað og gert einfaldara. Tæknival hf. er komið með umboð fyrir Standard Microsy- stems Corporation eða SMC. SMC hefur verið framarlega í þróun búnaðar fyrir tölvusamskipti í rúm tuttugu ár. Á síðasta ári keypti það staðametshluta Westem Dig- ital fyrirtækisins, en Ethemet-net- kort frá Western Digital hafa þótt með þeim bestu, sem hafa verið fáanleg. SMC býður upp á alls konar búnað fyrir Ethernet og ARCnet, þar með talið tengibox og sendimóttakara fyrir snúinn vír, kóaxkapal og ljósleiðara. IBM í Bandaríkjunum tilkynnti nýlega, að fyrirtækið hyggist bjóða ódýrari tölvur með haustinu. Þetta er gert til að mæta harðn- andi samkeppni á tölvumarkaðn- um. Jafnframt tilkynnti IBM allt að 30% verðlækkun á PS/2 tölvun- um. Hewlett Packart skaut heldur betur samkeppninni ref fyrir rass, þegar fyrirtækið kynnti nýjan harðan disk, sem er 1,3 tommur og 20 MB. Á sama tíma em helstu samkeppnisaðilar að vinna að 1,8 tommu drifí. Diskurinn frá HP hentar vel í minnstu gerðir af tölv- um, svo sem litlar kjöltutölvur. Meðalaðgangstími Kittyhawk disksins, en það er vinnunafn disksins, er 18 millisekúndur og meðaltími milli bilana 300.000 klukkustundir. Apple og Toshiba verða líkleg- ast fyrstu fyrirtækin til að nota búnað frá Kaleida, fyrirtækið sem Apple og IBM stofnuðu. Ætlunin er að nota búnaðinn í kjama þess hugbúnaðar, sem nota á í Newton- kerfinu. Novell Inc. er þegar farið að senda frá sér þróunarbúnað fyrir NetWare 4.0. Þetta er fyrsta ör- ugga merki þess að fyrirtækið muni standa við fyrirætlun sína að setja NetWare 4.0 á markað fyrir lok ársins. Microsoft reiknar með að Windows NT komi á markað fyrir lok ársins. Fyrirtæki er þegar far- ið að senda frá sér þróunarbúnað. NT, sem er langþráð 32 bita út- gáfa af Windows, mun að öllum líkindum koma í tveimur útgáfum. Önnur með prentuðum handbók- um, en hin án þeirra. WordPerfect Corp. á í viðræðum við Lotus og Borland að pakka WordPerfect ritvinnslukerfínu saman með hugbúnaði frá hinum fyrirtækjunum. Fróðlegt verður að sjá hver niðurstaðan verður úr þeim viðræðum. Compaq Computer Corp., Everex Systems Inc. og Dell Computer Corp. heyja nú grimmt verðstríð. Compaq reið á vaðið, Everex fylgdi eftjr viku seinna og síðan kom Dell. Öll fyrirtækin eru fyrst og fremst þekkt fyrir að vera með vandaða vöru, en leggja nú mikla áherslu á ódýrari tölvur. Þannig kynntu bæði Dell og Compaq nýjar ódýrari tölvur frá fyrirtækjunum samhliða því að eldri gerðir lækkuðu mjög mikið í verði. 7T EININGABREF 1 KAUPÞING HF Löggi/t verðbréfafyrirtœki Kringluttni 5, sími 689080 í eigu Búnaðarbanka íslands og sparisjódanna m IÐNLANASJOÐUR fyrir íslenskt atvinnulíf ÁRMÚLA13A 155 REYKJAVÍK SÍMI 680400 TELEX 3084 ILFUND TELEFAX 680950

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.