Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 8
VIDSKIPn AIVINNULIF
FIMMTUDAGUR 16. JULÍ 1992
Þjónusta
Lögfræðin án landamæra
Rætt við Hróbjart Jónatansson hrl. sem nýkominn er frá Grikklandi þar
sem stofu hans var veitt aðild að alþjóðlegum samtökum lögfræðistofa
„ÞAÐ er nauðsynlegt að hafa
sterk og góð tengsl við lögfræði-
skrifstofur erlendis, sérstaklega
nú þegar allt bendir til að Islend-
ingar verði aðilar að Evrópska
efnahagssvæðinu," segir Hró-
bjartur Jónatansson hæstaréttar-
lögmaður en Almenna málflutn-
ingsstofan sf., sem hann rekur
ásamt föður sinum hæstaréttar-
lögmanninum Jónatani Sveins-
syni, er orðin aðili að alþjóðlegum
samtökum lögfræðistofa. Samtök-
in nefnast Advoc og sat Hróbjart-
ur aðalfund þeirra sem haldinn
var í Grikklandi í júní sl. þar sem
aðild stofunnar var samþykkt.
Hugmyndin að samtökunum er
komin frá breska lögfræðifyrirtæk-
inu Bevan Ashford. Undirbúningur
að samtökunum hófst árið 1989 en
þau voru síðan formlega stofnuð 26.
maí 1991 með þátttöku um 20 lög-
fræðistofa í helstu borgum Evrópu.
Hróbjartur segir að hugmyndafræði
samtakanna sé í stuttu máli að skapa
netkerfi lögfræðistofa í Evrópu og
víðar þannig að meðlimir samtak-
anna hafi ætíð aðgang að hæfum
lögfræðingum í helstu fjármálaborg-
um heims. Tilgangurinn sé því í hnot-
skum „lögfræðiþjónusta án landa-
mæra“.
í reglum samtakanna kemur fram
að helstu inntökuskilyrði eru að við-
komandi lögmenn hafi almenna og
víðtæka þekkingu og rejmslu af við-
skiptalöggjöf síns lands. Umsækj-
andi verður að hljóta samþykki full-
trúa allra meðlima samtakanna til
að öðlast inngöngu í samtökin. Hró-
bjartur segir að samtökin leggi mik-
ið upp úr persónulegum tengslum
einstakra lögmanna og er gert ráð
fyrir að lögmennimir hittist a.m.k.
einu sinni á ári í tvo til þrjá daga í
tengslum við aðalfund samtakanna.
Hver stofa hefur yfir að ráða upplýs-
ingar um starfsfólk hinna stofanna
og sérhæfingu ef hún er til staðar.
Ennfremur upplýsingar um gjald-
töku einstakra stofa og hvemig
þóknun er innt af hendi fyrir veitta
þjónustu.
Fyrstu kynni Hróbjartar af sam-
tökunum voru þegar honum var falið
að hafa milligöngu um rekstur slysa-
máls í Bretlandi. Að höfðu samráði
við starfsmenn breska sendiráðsins
hafði hann samband við virtan lög-
mann sem starfar hjá Bevan Ashford
og komst Hróbjartur þannig í kynni
við lögmanninn Richard J. Van Op-
pen sem er fyrrum borgarstjóri í
Exeter í Englandi og nú formaður
Advoc. Hróbjartur sótti um aðild að
samtökunum og á aðalfundi samtak-
anna sem haldinn var í Aþenu í
Grikklandi í júní sl. var umsókn Al-
mennu málflutningsstofunnar sf.
samþykkt.
í tengslum við ráðstefnuna var
haldin námsstefna þar sem David
Perrot prófessor í lögum við Exeter
háskóla var gestafyrirlesari. Hró-
bjartur segir að fulltrúar flestra
meðlima samtakanna hafi flutt fróð-
leg erindi um löggjöf á sviði við-
skipta í sínu heimalandi. „Ég flutti
erindi um íslenska lögfræði eða eins-
konar kynningu á íslensku lagakerfi.
Fundarmenn höfðu almennt áhuga á
íslandi og kom fram vilji þeirra að
halda ráðstefnu samtakanna á ís-
landi árið 1995.“
Hróbjartur segir að aðild að svona
samtökum sé mikils virði því nauð-
synlegt sé að hafa sterk og góð tengsl
við lögfræðiskrifstofur erlendis, sér-
staklega nú þegar allt bendir til að
íslendingar verði aðilar að Evrópska
efnahagssvæðinu. „Við þurfum ekki
lengur að leita handahófskennt að
erlendum lögmönnum í hinum og
þessum handbókum og getum nú
beint skjólstæðingum okkar til félaga
okkar í Advoc ef á þarf að halda.“
Fólk
Forstöðumaður
Reiknistofu
fiskmarkaða hf.
MlNGVAR Öm Guðjónsson hefur
verið ráðinn forstöðumaður
Reiknistofu fisk-
markaða hf. (RF)
sem hóf starfsemi
þann 3. júlí sl. RF
er í eigu Fisk-
markaðs Suðum-
eskja, Fiskmark-
aðs ísafjarðar,
Fiskmarkaðs
Snæfellsness og
Fiskmarkaðs
Homarfjarðar. RF sér um rekstur
tölvukerfis og greiðslumiðlun fyrir
ofantalda fiskmarkaði auk þess að
þjónusta aðra markaði sem tengjast
tölvukerfi RF. Ingvar Örn útskrif-
aðist með B.Sc. gráður í rafmagns-
verkfræði og tölvuverkfræði frá
Florida Institute of Technology
1988 auk M.Sc. í raftnagnsverk-
fræði frá sama skóla 1990. Hann
starfaði hjá Landsvirkjun eftir
nám 1990 og hjá Verk- og kerfís-
frteðistofunni 1991-92. Ingvar
Öm er kvæntur Helgu Þóru Eiðs-
dóttur viðskiptafræðingi og eiga
þau eina dóttur.
Markaðsstjóri
ÍM Gallup
MÞÓRARINN Stefánsson hefur
verið ráðinn markaðsstjóri IM
Gallup. Þórarinn
lauk stúdentsprófi
frá Menntaskól-
anum í Reykjavík
1986 og lauk prófí
í markaðs- og hag-
fræði Magna Cum
Laude frá Ass-
umption College
í Massachusetts- .,
fylki árið 1991. Þ6rannn
Þórarinn starfaði hjá Stöð 2 á
markaðssviði frá 1986-89 við aug-
lýsinga- og kostunarmál ásamt
kynningarstarfsemi. Frá 1991-92
starfaði hann við kynningarmál hjá
Stöð 2 og Bylgunni og nú síðast
við úrvinnslu fjölmiðlakannana og
auglýsingamál. Þórarinn er 24 ára
gamall og kvæntur Sigrúnu Svein-
björnsdóttur hjúkrunarfræðinema.
Breytingar hjá
Sparisjóði
Hafnarfjarðar
MHRÖNN Pétursdóttir hefur
verið ráðin í stöðu deildarstjóra í
fyrirtækja- og
innheimtuþjón-
ustu hjá Spari-
sjóði Hafnarfjarð-
ar. Hrönn sem er
35 ára gömul hef-
ur starfað hjá
Sparisjóði Hafn-
arfjarðar frá árinu
1980. Eiginmaður
Hrannar er Jafet E. Ingvarsson
og eiga þau tvö böm.
MGUÐLAUG E. Kristinsdóttir
hefur verið ráðin deildarstjóri í
lánaeftirlitsdeild
sem er ný deild
hjá Sparisjóðnum.
Guðlaug sem er
50 ára gömul hef-
ur starfað hjá
Sparisjóði
Hafnarfjarðar frá
árinu 1973,. nú
síðast sem deild-
arstjóri Innheimtudeildar.
■ ODDNÝ Lárusdóttir hefur ver-
ið ráðin í stöðu deildarstjóra í
starfsmanna- og
skrifstofuhaldi
jafnframt því að
gegna stöðu deild-
arstjóra í gjald-
keradeild.
Oddný sem er 41
árs gömul hefur
starfað hjá Spari-
sjóðnum frá árinu Oddný
1974.
Ingvar Öm
Guðlaug
T o r g i d
Avinningur af einkavæðingu orkukerfisins
„NYTT norrænt velferðarkerfi"
nefnist rit sem nýlega kom út á
vegum samtaka atvinnurekanda á
Norðurlöndum. í ritinu er m.a.
umfjöllun um opinbera geirann í
einstökum löndum og ýmsartillög-
ur lagðar fram um úrbætur á þeim
vettvangi. Bent er á ýmsar leiðir
til þess að draga úr umfangi opin-
bers reksturs og þjónustu og þar
með skatta. Þessar leiðir byggjast
á því að hjá hinu opinbera sé það
skilgreint nákvæmlega hvað sé
eðlilegt og nauðsynlegt að sé í
verkahring þess og aðrir aðilar
látnir framkvæma það sem óhag-
kvæmt er að opinberir aðilar sjái
um að framleiða eða fjármagna.
Niðurstaðan yrði einkavæðing,
aukin samkeppni og aukið valfrelsi
neytenda ásamt þjónustugjöldum
og aukinni verðlagningu á opin-
berri þjónustu.
Umsvif opinberra aðila á íslandi
eru veruleg í öðrum atvinnugrein-
um en opinberri stjórnsýslu og
þjónustu. Ef miðað er við launa-
greiðslur fyrirtækja árið 1988
greiddu fyrirtæki í eigu opinberra
aðila 12,5% af heildarlaunum allra
fyrirtækja. ( ritinu „Nýtt norrænt
velferðarkerfi" kemur fram að hlut-
deild opinberra aðila í launa-
greiðslum í rafmagnsveitum og
hitaveitum er 89,1%. Þá liggur
eignaraðild að íslenska orkukerfinu
nær eingöngu hjá því opinbera og
einkaaðilar koma aðeins við sögu
þar sem um er að ræða smávirkj-
anir sem framleiða orku fyrir al-
mennan markað.
Eignaraðild hins opinbera er al-
ger þar sem um ræðir virkjanir sem
framleiða orku til beins eða óbeins
útflutnings og dreifikerfið sem
annars vegar dreifir orku fyrir al-
mennan markað og hins vegar til
útflutnings. Skýringarnar má án
efa rekja til þess að framkvæmdir
við orkukerfi eru stórar og fjárfrek-
ar og möguleikar á því að afla inn-
lends einkafjármagns til umfangs-
mikilla framkvæmda hafa verið
takmarkaðir vegna aðstæðna á
íslenskum fjármagnsmarkaði. Á
því má hins vegar vænta breytinga
á næstunni í kjölfar vaxtar fjár-
magnsmarkaðarins hér á landi.
í umræddu riti er mjög hvatt til
einkavæðingar orkugeirans að ein-
hverju leyti með hlutabréfasölu.
Leiða má líkur að því að áhugi er-
lendra aðila á að fjárfesta í íslensk-
um virkjunum og dreifikerfi stafi
af áformum um nýtingu orkunnar
til iðnaðarframleiðslu eða beinum
útflutningi orku um sæstreng. í
kjölfar þess að lagalegum hömlum
um fjárfestingar íslenskra aðila í
erlendum hlutafélögum hefur þeg-
ar verið aflétt að hluta og loforða
stjórnvalda um frekara frjálsræði
gætu íslendingar þannig eignast
hlut í erlendum fyrirtækjum sem
áforma orkufrekan iðnað á íslandi
eða nýtingu orkunnar á annan
hátt.
í ofangreindu riti segir að á al-
þjóðavettvangi gæti nú tilhneiging-
ar til að verðlagning orku til orku-
freks iðnaðar taki í ríkari mæli mið
af afkomu iðnfyrirtækjanna. Þetta
sé einkum áberandi í álbræðslu
þar sem orkuverð tengist álverði
með beinni hætti en áður tíðkað-
ist. Þessa hefur þegar orðið vart
í samningaviðræðum íslendinga
um orkusölu við erlenda aðila.
Þetta þýðir að orkuöflun er orðin
áhættumeiri en áður, en hins veg-
ar er ágóðavonin orðin því meiri.
í ritinu segir að af þessum sökum
sé tímabært að huga að því að
dreifa áhættu íslensku þjóðarinnar
af orkuöflun með því að eiga hlut
í stóriðjufyrirtækjum en selja er-
lendum aðilum hlut í orkusölunni
á móti. Þannig væri eytt tortryggni
um að íslendingar væru að semja
af sér í orkusölu tii útendinga, en
jafnframt mætti draga úr áhættu
almennra orkuneytenda á því að
þeir þyrftu að bera þungann af
sveiflum í orkuverði til stóriðju.
Ot frá sjónarmiði stjórnmálanna
er sala virkjana í hendur einkaaðila
viðkvæmara mál en sala dreifikerf-
isins. Þar kemur til hugsanlegur
ávinningur af einkavæðingunni
ásamt myndun svokallaðrar auð-
lindarentu eða umframarðs af or-
kulindunum sem næsta örugglega
mun myndast þegar takmörkun
orkulindanna verður Ijósari með
tímanum. Auðlindarentu má hins
vegar innheima með afnotagjaldi
eða sölu nýtingarréttarins þannig
að hægt er að taka tillit til hennar
við sölu virkjana. Áhrifin á sölu-
verðið eru þó óviss vegna al-
mennrar óvissu sem ríkir um fram-
tíðina, en þess verður að gæta að
rugla ekki saman réttinum til þess
að nýta auðlindir og réttinum til
þess að hirða af þeim auðlindar-
entuna.
í „Nýju norrænu velferðakerfi"
er einnig bent á annan kost einka-
væðingar orkugeirans fyrir ís-
lenska neytendur, þ.e. það aðhald
sem útgjaldatakmörkun í einka-
rekstri setur. Þannig mætti ná
fram virkara útgjaldaaðhaldi og
samkeppni í rekstri einstakra virkj-
ana auk þess sem stjórnmálaleg
áhrif á orkuverð og virkjanaröð
væri minni undir því fyrirkomulagi.
Þetta á m.a. við tekjujöfnun gagn-
vart almenningi í formi jöfnunar
orkuverðs á milli landshluta.
HKF