Morgunblaðið - 31.07.1992, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 31. JUU 1992
D 7
Handverkskonur milli heiða
Morgunblaðið/Róbert Schmidt
Frá Rauðasandi.
í Rauðasandi
Á RAUÐASANDI er hið foma
höfuðbói og prestsetur Saurbær.
Þegar ekið er niður Skersfjall
blasir við sérstæð rauðgul sand-
strönd sem sveitin dregur nafn
sitt af.
Um leið og litið er í austurátt inn
að Sjöundá kemur upp í hugann
hin blóði drifna og ógnalega ástar-
saga þeirra Bjarna Guðmundssonar
og Steinunnar Sveinsdóttur er varð
söguefni skáldsögu Gunnars Gunn-
arssonar, Svartfugl. Skammt þar
fyrir austan tekur svo Skor við en
gönguleið liggur frá Sjöundá að
Skor. í Skor var áður verstöð og
þaðan lagði Eggert Ólafsson skáld
og einn ástsælasti sonur íslands í
feigðarför sína yfír Breiðafjörð. Frá
Rauðasandi að vestanverðu liggur
seinfarin og grýtt gönguleið yfir til
Keflavíkur og þaðan á Látrabjarg.
■
Róbert Schmid
Okkar heitir króna,
hvað heitir þeirra?
Afganistan afgani
Alsír dínar
Andorra franki/peseti
Bahamaeyiar dollar
Banqladesh taka
Belize dollar
Benin CFA-franki
Cayman-eyiar dollar
Costa Rica colon
Diibuti franki
Dóminikanska lýðveldið dollar
Gambia dalasi
Grænhöfðaeviar eskúti
Honq Konq dollar
Kamerún CFA-franki
Konqó CFA-franki
Laos kip
Lesotho maloti
Máritania oufiya
Monqólía tuqrik
Mósambik metical
Rúanda franki
Sri Lanka rúpía
Swazilarid lilanqeni
Tanzanía sillinqur
Yemen' dinar/rial
„Handverkskonur milli heiða“ nefnist hópur kvenna úr 3 hreppum
í Bárðardal, Fnjóskadal og Ljósvatnshreppi. Þegar komið er að
Goðafossi blasir við snotur skáli með þessari áletrun, fullur af nýst-
árlegum minjagripum handunnum af 70 konum í hreppunum. Og
þarna selja þær þá sjálfar. Nýta þessa miklu umferð ferðafólks að
Goðafossi.
Ekki er mikið um atvinnu fyrir
konur í sveitum og í vetur komu
konurnar saman og ákváðu að gera
tilraun með að gera minjagripi til
sölu. Þær unnu í allan vetur saman
í smáhópum og heima hjá sér. I
vor bytjuðu þær í tjaldi. I ofsa-
veðri fauk tjaldið ofan af þeim.
„Máttarvöldunum þóknaðist ekki
að hafa okkur í tjaldi, sem betur
fer, enda ekki þægilegt," sagði
Svanhildur Hermannsdóttir, sem
hefur í 5 vikur yfirumsjón með
sölunni, en konurnar skiptast á um
að vera með henni í einn dag í einu.
Kristján á Mógili á Svalbarðsströnd
brá skjótt við og lánaði þeim hálf-
byggðan sumarbústað. Eins gott,
því kalt er úti og hellirigning.
Konurnar hafa verið ótrúlega
hugmyndaríkar og hannað eigin
gripi til sölu. Lopapeysa með ríð-
andi manni vakti athygli ferða-
fólks, sem flykktist að. Bárðdæl-
ingarnar frægu, hannaðir af Sigríði
Baldursdóttur eru litil brúðuhjón í
viðeigandi fatnaði, eru ákaflega
vinsæl. Og þarna eru Ljósvetning-
ar, par úr tálguðum viði. Fnjósk-
dælingur úr spýtu sveiflar sér í
trjám, því hann kemur úr Vagla-
skógi. Þarna eru málaðir steinar,
skartgripir, kort með prjónuðum
myndum og margt fleira. Um leið
og gripur er seldur, fer miðinn með
verði og númeri hverrar konu í
krukku. Einfalt og gott.
Konumar segja að eftir þessa
tilraun sé þetta greinilega komið
til að vera. Þær pössuðu sig á því
að fara ekki út í neina fjárfest-
ingu, gera allt sjálfar. „Fyrst er
að láta sér detta eitthvað í hug og
svo að koma því í framkvæmd",
segir Svanhildur. „Mér fínnst vera
þörf fyrir þetta og skiptir máli að
hægt er að tryggja að allt sé þetta
handunnið hér á svæðinu." ■
Elín Pálmadóttir
Hý farþegalijðmsta ð Gatwíck
FARÞEGAR á Gatwick-flugvelli eiga nú kost á akstri frá flugvellinum
til hótela í miðborg Lundúna fyrir 16 pund eða 28 báðar leiðir.
Þó þetta sé snöggtum dýrara en að
fara með lest þykir mörgum farþeg-
um einkum sem eru að koma úr lang-
flugi hentugt að nota þessa þjónustu
Jarðarbúar verða
6,2 milljarðar
árið 2000
JARÐARBÚAR eru nú 5,5 millj-
arðar og aldamótaárið 2000 verða
þeir 6,2 milljarðar og tuttugu og
fimm árum síðar samtals 8,5 millj-
arðar. Þetta kemur fram í skýrslu
þeirrar deildar SÞ sem skráir og
gerir skýrslur um mannfjölda í
heiminum. Mannfjölgun er nú að
1,7% árlega, það þýðir að 93 millj-
ónir manna bætast við á hveiju
ári. Það jafngildir öllum íbúum
Frakklands, Portúgal og Sviss nú.
Um 2025 mun mannfjölgun hafa
lækkað í 1,0% sem þýðir að árlega
bættust við um 83 milljónir á hveiju
ári. Meira en þrír fjórðu hlutar jarð-
arbúa búa í þróunarríkjunum og 94%
mannfjölgunar milli 1992 og 2025
verður í fátækari löndum heims.
sem er mörgum sinnum ódýrari en
leigubíll inn í London. Miðar fást á
flugvellinum og ýmsum helstu hótel-
um í London.
Morgunblaðið/JK
Afríkubúar verða 19% jarðarbúa
árið 2025.
Árið 2025 verða íbúar þar 7,1 millj-
arður af 8,5.
íbúafjöldi Afríku mun aukast
mest en þar búa nú 12% jarðarbúa
en verða 19% árið 2025. Hlutur
Evrópu minnkar úr 9% í 4% árið
2025. Spáð er að 13 milljón Afr-
íkubúa deyi úr eyðni á næstu 25
árum en vegna þess hve fólksfjölgun
er mikil þar mun það ekki hafa áhrif
á heildarfólksfjöldann. ■
Malí kaupir sig inn í Air Afrique
AFRÍKURÍKIÐ Malí í miðvesturhluta álfunnar liefur nú keypt sig inn
í Air Afrique en það er sameign allmargra ríkja í Vestur Afríku og
hið öflugasta. Malí fékk styrk frá Franska þróunarbankanum til þessa
og Air Mali hætti flugi í júnílok nema á innanlandsleiðum. Samgöngu-
ráðherra Malí, Tiecoura Doumbia, sagðist binda vonir við að þetta
efli komur ferðamanna til Malí.
Fram að þessu hefur sókn ferða- innanlandsólga hefur blossað upp
manna til Malí verið mjög í hófi en annað veifið síðustu ár. Timbúktú
áhugi Evrópumanna virðist vera að er sá staður í Malí sem flestir kann-
vakna, ekki síst í Frakklandi. Malí ast við en fæstir.hafa komið til. ■
er í hópi fátækari. ríkja heims og '
Bory rosa, djass
og búkmennta
VIÐ sunnanverðan Raumsdals-
fjörð í Noregi stendur Molde,
borg rósa, jass og bókmennta.
ibúar eru 22.000. Borgin á 250
ára afmæli á þessu ári.
Ui Rósaborgin Molde er einna
A kunnust fyrir árlegar jass-
hátíðir sem vakið hafa at-
W hygli viða.
S Þessar jass-
hátíðir sem
eru alþjóðlegar
eru haldnar um
miðjan júlí.
Nú verður það
ekki eingöngu
jassinn sem laðar
fólk að Molde.
Dagana 5.-11. júlí
hófst fyrsta al-
þjóðlega bók-
menntahátíðin í
Molde, kennd við
Bjornstjerne
Bjornson sem var
uppalinn á prest-
setri í nágrenni
Molde og sótti
þangað mörg yrk-
isefni. Annað
skáld sem fæddist
og ólst upp í
Molde átti frum-
kvæðið að bók-
menntahátíðinni
og stjórnaði
henni. Þetta skáld
er Knut 0degárd,
okkur íslending-
um áð góðu kunn-
ur fyrir skáldskap
sinn, þýðingar íslenskra ljóða og
stjórn Norræna hússins um ára-
bil.
Bókmenntahátíðin í Molde
þótti takast vel. Hún byggir á
alþjóðlegum grunni eins og jass-
hátíðin. Ætlunin var að halda
hátíðina annað hvert ár, en lík-
lega verður hún árviss. Daglega
var salur Moldeleikhússins fullur
af áhugasömum áheyrendum og
færri komust að en vildu. Fyrsta
daginn urðu fjörutíu frá að
hverfa.
Undirtektirnar voru svo kröft-
ugar og fólk lýsti yfír svo mikilli
ánægju með hátíðina að forráða-
menn hennar og borgarstjórn lof-
uðu að gera sitt til þess að hátíð-
in yrði árlegur viðburður. Það
voru ekki síst orð formanns Rit-
höfundasambands Noregs, Thor-
valds Steen, sem höfðu áhrif.
Formaðurinn kvaðst líta svo á að
Molde hefði alla burði til að verða
bókmenntaleg höfuðborg Noregs.
Fjöldi rithöfunda er ættaður
frá og býr í Raumsdal. Bókmenn-
taleg tengsl eru sterk.
í apríl 1940 gerðu Þjóðveijar
loftárás á Molde og lá við að
þeir legðu borgina í rúst. Meðal
þeirra sem leituðu skjóls voru
Hákon konungur og Ólafur krón-
prins, en frá Molde héldu þeir
síðan í útlegð til Englands. Minn-
ismerki um þessa örlagastund var
reist í Glomstuen í Molde, en síð-
asti viðkomustaður þeirra feðga
þar fyrir Englandsförina er
nefndur Konungsbjörkin. Hluti
ljóðs sem Nordahl Grieg orti af
þessu tilefni var greipt í minnis-
merkið. Nýtt minnismerki var
afhjúpað 28. júní sf. og voru kon-
ungshjónin, Haraldur og Sonja,
viðstödd. Það stendur við hlið hins
gamla og á því er mynd Ólafs
konungs og brot úr ljóði sem
Knut 0degárd hefur ort til hans.
Ljóðið í heild flutti Knut við at-
höfnina. Noregur hefur því eign-
ast nýtt hirðskáld. í ljóðinu líkir
0degárd stoltum svip konungsins
við fjöll Raumsdals, en segir and-
lit hans jafnframt mildilegt eins
og fjörðurinn.
Ferðamönnum sem koma til
Molde er bent á að skoða minnis-
merkin um konungana og njóta
ljóðlínanna sem á þau eru letruð.
Staðurinn er
Norðmönnum
helgur.
Romsdals-
museet er eins
konar Árbæjar-
safn Moldebúa.
Það er í elsta
borgarhlutanum
og með því að
ganga um það má
fá innsýn í þjóðlíf-
ið fyrr á öldum.
Fjöldi gamalla
húsa er þarna,
m.a. eftirlíking
Sunnuhvols sem
Bjornson skrifaði
um í sögunni um
Sigrúnu á Sunnu-
hvoli (samanber
þýðingu Jóns
Ólafssonar, á
frummáli
Synnove Solbak-
ken). Það er gott
að reika þarna um
í skjóli hárra trjáa
og sé forvitnin
nægileg standa
húsin opin gest-
um.
Varden er hæð
fyrir ofan bæinn (400 m). Þaðan
sjást 87 fjallstindar og til bæjar-
ins Vestnes og í áttina til Ála-
sunds. Vardestua heitir veitinga-
staður á hæðinni og er ómaksins
vert að fá sér þar hressingu, ekki
síst vegna útsýnisins.
Kostur gefst á ýmsum ferðum
um nágrenni Molde, fjallaferðum
og einnig ökuferð og siglingu um
skeijagarðinn. Það ferðaval kall-
ast Atlantshafsleiðin.
Kunnasta hótelið í Molde er
Alexandra, vandað og virðulegt.
Því er ekki haldið leyndu að Hen-
rik Ibsen gisti á Alexandra og lét
vel af hótelinu. Ibsen var reyndar
meðal þeirra frægu rithöfunda
sem bjuggu um skeið í Molde.
Einnig má nefna Alexander Kiel-
land.
Molde er friðsæl og hreinleg
borg og íbúarnir vingjarnlegir.
Höfnin með tíðum skipakomum
Ijær borginni alþjóðlegt mót og
lætur hana sýnast stærri en hún
er. Einn daginn leggur rússneskt
skemmiferðaskip, Odessa, að
hafnarbakkanum. Þungbúnir
ferðalangar lötra um götur borg-
arinnar. Daginn eftir liggur tyrk-
neskt skip við bakkann. Knáir
menn með dapurleg yfirskegg
standa fyrir framan Álexandra
og litast vökulir um. Þegar blásið
er til brottfarar örlar á trega.
Sænsk skáldkona sem situr við
gluggann á veitingahúsinu Gömlu
Molde verður fyrir geðshræringu.
„Það er svo tilkomumikið að
heyra í skipsflautum", segir hún
og leggur frá sér salatdiskinn.
Höfnin er að mestu auð. En
ekki lengi. Innan skamms öslar
hraðskreið feija inn fjörðinn og
stefnir til Molde, borgarinnar sem
nú ætlar að verða höfuðborg bók-
menntanna í Noregi. Það verður
í höndum Knut 0degárd og hinna
dugmiklu borgarstjórnarmanna
að auka enn hróður Moldeborgar.
■
Jólmnn -Hjálmarsson