Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. AGUST 1992 Morgunblaðíð/Einar Falur Það er gangur lífsins, að kynslóð taki við af kyn- slóð. Þar fyrir merkir það ekki að fyrri kynslóðir séu ómark og í því felst nú einmitt meginkjarni síðmódernismans og því sem nefnt hefur verið Transavantgarde í myndlist. Myndin er frá mál- þingi um myndlist í Gerðubergi 23. marz sl. AÐ VERA EÐA EKKIVERA SJÓNMENNTA- VETTVANCUR Bragi Ásgeirsson Það er alHangt síðan ég skrifaði Sjónmenntavettvang síðast og var það um menningarumræðu í Ma- astricht og birtist hann 8. febrúar sl. Þar fjallaði ég um ýmsa þætti umræðnanna og þær ályktanir og samþykktir sem litið hafa dagsins ljós á undanförnum misserum. Það er nefnilega rætt um fleira á þeim stað en fisk, landbúnað, sameiginleg- an gjaldmiðil, efnahags- og tolla- bandalög, þótt sú sérstaka umræða rati ekki á íslenzkan fjölmiðlavett- vang. Menningarmálaumræðan er á mjög lágu stigi Markmið mitt hefur alltaf verið, að pistlanir komi helst mánaðarlega og fjalli vítt og breitt um það sem skeður á sjónmenntavettvangi heima og erlendis, en það reynist dálítið erfítt margra hluta vegna m.a. þess, að viðbrögðin eru svo lítil í þessu þjóðfélagi. Bjóst ég vissulega við því, að þessi grein vekti nokkra at- hygli og umræðu vegna þess hve mikilvægt mál þetta er fyrir viðfang íslenzkrar menningar. Menningar- málaumræðan er á mjög lágu stigi hér á landi, sem er fyrst og fremst sök listamannanna sjálfra. Þó eru helst rithöfundar undanskildir og fulltrúar annarra listgreina taka oft hressilega til máls, en hins vegar er þetta mjög bágborið hvað myndlist snertir og sviðið þröngt, ef eitthvað er á döfínni. Meginástæðan er sú, að menn virðast svo uppteknir við að skara eld að sinni köku sem og vina sinna og skoðanabræðra, að þeir nenni hvorki né hafí áhuga á að ræða um hlutina í víðara samhengi. Menningarumræða er miklu meira en málþing og hringborðsumræður, sem efnt er til söku sinnum, en þá er oftast um sömu hleðsluna að ræða, eins og einn málari af yngri kynslóð orðaði það, sem öðru fremur er þá að vekja athygli á sér, markaðssetja list sína, og koma skoðunum sínum á framfæri. Seinni hluta marsmánað- ar var t.d. efnt til málþings í menn- ingarmiðstöðinni í Gerðubergi um stöðu íslenskrar myndlistar og var þar aðallega rætt um „breytt viðhorf til aðferða og hugsunarháttar í myndlist eftir 1970“. Varþessgætt vandlega, að ekki kæmust aðrir að en „réttir aðilar", sem gætu túlkað „réttar" skoðanir, þó að sumum þeirra hafi varla verið vaxin grön á þeim tíma. Einnig var þess jafn vand- lega gætt, að ekki kæmust að menn, sem lifðu og hrærðust í listinni á þeim tíma, hefðu meiri yfírsýn, og Íitu kannski nokkrum öðrum augum á málin. Engin sterk viðbrögð hafa komið fram í sambandi við þetta málþing né hringborðsumræður um gagnrýni í SÍM-blaðinu, er út kom litlu seinna, þar sem einstefnusjónarmið eru einn- ig ríkjandi, ef skoðanir eru á annað borð viðraðar. Ég tel, að menningarumræða dagsins sé mun mikilvægari slíkum uppákomum og gætum við heilmikið af Dönum lært á því sviði og enn meira af og Þjóðveijum, en ég get helst dæmt af þeim vettvangi. Ekki þarf að bíða eftir viðbrögðum danskra myndlistarmanna, ef þeim þykir á sig hallað eða almenna hags- muni stéttarinnar, og hér tekur jafnt hinn menntaði sem ómenntaði al- menni borgari einnig til máls. Engin viðbrögð á opinberum vett- vangi voru heldur varðandi úhlutun starfslauna myndlistarmanna og vakti hún þó óskipta athygli og heit- ar umræður manna á millum. Lítið gengur og að virkja fólk varð- andi myndlistarfélög á landinu og þekki ég eiginlega ekkert, en mýgr- útur er til af þeim í hinum Norður- löndunum auk þess að varla finnst þar stórfyrirtæki að ekki sé starf- andi listafélag innan þess. Eg veit núna, að einungis í Norður-Noregi eru t.d. starfandi a.m.k. 37 listafélög auk áhugafélaga innan stórfyr- irtækja og opinberra stofnana. Þessi félög hafa það ekki á stefnu- skrá sinni að miðstýra skoðunum, heldur að vinna að framgangi mynd- listar. En hér er varla til myndlistar- félag starfandi listamanna, að ekki sé kominn ákveðinn hópur á vett- vang, sem álítur.félaginu skylt að vera eins konar miðlunarstofnun skoðana sinna og hagsmuna! Tekur ekkert tillit til allra hinna í félaginu, þó svo þeir sjálfir séu einungis 5—10% félagsmanna! Óneitanlega læðist stundum að manni ságrunur, að einhveijirtelji hagsmunum sínum helst borgið með því að viðhalda núverandi ástandi og ný lög um kosningu í ýmsar nefndir, er varða hagsmuni heildar- innar, styrkja mun frekarþann grun en hitt. Vantrú manna á myndlistarfélög- um hefur og gert það að verkum, að aðalfundir eru mjög illa sóttir og því sjá slíkir smáhópar, sem oftast eru pólitískir, sér leik á borði. Eina ráðið til að eyða þeirri rótgrónu van- trú er að virkja félagsmenn betur og vinna meir að hagsmunum heild- arinnar. Láta t.d. alla félagsmenn taka þátt í mikilvægum kosningum og umframt allt forða því, að örfáir óprúttnir naflastrengir fái hér öllu að ráða. Þá er mikilvægt að endurvekja hinar stóru haustsýningar til að gefa almenningi kost á nokkrum saman- burði á því, sem er að gerast frá ári til árs, en það er undarleg andstaða gegn því nema um iistamenn sé að ræða, sem komu á vettvang eftir 1970! Hér hæfir raunar ártalið 1968 mun betur. „Ég“-kynslóðin Þetta undarlega ástand er ekki séríslenzkt heldur samnorrænt, og t.d. las ég á dögunum athyglisverða grein í Politiken eftir listamann, sem benti á að svo virtist af nýjum kennslubókum í bókmenntum í grunn- og framhaldsskólum að dæma, að danskar bókmenntir hafi fyrst orðið til árið 1968! Þá kom fram kynslóð, sem nefnd hefur verið „ég“-kynslóðin og tíma- bilið er einnig kennt við Narkissos úr grísku goðafræðinni, sem var son- ur árguðsins Kephisosar og hafdísar nokkurar. í ófullnægðri ást á spegil- mynd sinni sem hann sá í vatni gleypti hann hana og breyttist í blóm undirheima, „Narsissu". Annað sem telst einkennandi við þessa kynslóð, er hve lítið hún veit fyrir utan það andlega „ghetto", sem hún virðist einangra sig í. Þetta fólk fékk andúð á listasöfnum og öllum almennum fróðleik um listir og sást varla á sýningum annarra en lags- bræðra sinna og þeirra listagúrúa, sem það dýrkaði. Gerði jafnvel grín að almennri fróðleiksfýsn. Er þetta kannski sama fólkið og mótmælir t.d. dýradrápi á þeim for- sendum, að menn geti keypt fæðuna í dósum í næstu kjörbúð? Meginástæóan er sú, aó menn viróast svo upp- teknir vió aó skara eld aó sinni köku sem og vina sinna og skoó- anabræóra, aó þeir nenni hvorki né hafi áhuga á aó ræóa um hlut- ina í vióara sam- hengi. Sýnu lakast var þetta á áttunda áratugnum, er hugmyndafræðilega listin var ríkjandi stefna og málverk- ið útskúfað. Slíkt fólk dvalist (og dvelur) kannski árum saman í afmörkuðu hverfi stórborgar, þar sem var mið- stöð ákveðinna skoðana og listvið- horfa, en þekkti hins vegar nær ekk- ert utan marka þess, lokar þann heim úti. Sé maður vaxinn og uppalinn í stórborg, kann slíkt að vera næsta eðlilegt, en um aðkomufólk er öðru máli að gegna, en það vill yfirleitt skoða sig um og kynnast ólíkum hlið- um borganna. Þessu fólki nægir líka hverfisblað- ið eða blöð, sem kynna skoðanir þess og heimspeki, allt annað er fyrir utan áhugasvið þess og því í raun ómark — helst ekki til. Við þekkjum þessa tegund fólks héðan af því, að það átti sér móður- skip, sem nefndist Pravda, en sem sökk. Einn léttabátur þess úr norðri flaut að vísu uppi um stund, en sökk svo líka og síðan er fólkið dálítið rin- glað og áttavillt. Níundi áratugurinn bauð upp á kúvendingu viðhorfanna, en þá voru menn svo kyrfilega komnir út í horn í hugmyndafræðinni, að aðeins dygg- ustu stuðningsmenn rötuðu á sýning- ar og söfn voru hálftóm. Síðmódernismi Níundi áratugurinn gjörbreytti svo sviðinu og þakka margir það tilkomu nýbylgjumálverksins, en það er ein- ungis hálfur sannleikur, því að nú hófst innreið örtölvunnar fyrir alvöru og það krafðist lífrænni viðbragða af hálfu mannsins. Hér var annars um að ræða, að nýtt hugtak hafði verið að ryðja sér til rúms, eða eins konar síðmódern- ismi (postmódernismi), sem byggðist á gjörbreyttu gildismati gagnvart eldri hefðum, sem áður hafði verið hafnað og jafnvel fussað við. Það gekk líka vissulega út í öfgar að dýrka einungis hið nýjasta eins og módernistarnir gerðu, sem ég per- sónulega skildi aldrei. List dagsins í gær var sem sagt úrelt og myndlist- armennirnir vildu helst alls ekki sýna nema ný verk. Sumir gengu svo langt að eyðileggja eldri verk, sem ekki voru í samræmi við tíðarandann hverju sinni — tíðaranda sem kom beint frá Parísarborg og kenninga- smiðir og listhús ýttu undir. Það var einmitt á sama tíma og myndlistarmenn rifu sig lausa frá einstefnu og ofríki Parísarskólans, að hugtakið síðmódemismi varð tii. Hér var í raun ekki um að ræða að vera á móti nýjungum í listum, sem eru kjarni módernismans, heldur að eyða þeim hugmyndum, að list gær- dagsins væri einskis virði. Kenning síðmódernismans umbylti trú módemistanna á eilífa þróun og stöðuga endurnýjun og lagði á þá að snúa sér að leik með listsöguleg myndefni fortíðar og hræra þeim saman við persónubundna dulhyggju og heimspekilega strauma. Þetta þýddi einfaldlega að einkunnarorðum módernismans „í listum liggur engin leið til baka“ var hafnað. Það var það sem reyndist úrelt. Sennilega er hugtakið uppruna- lega tilkomið frá listrýninum Clem- ent Greenberg varðarndi sýningu í Los Angeles árið 1964, en þá komu fram ný viðhorf í málverki, er byggð- ust á tjáningarmætti hinna hreinu litaflata, og voru alls óskyld Infor- mel-málverkinu, Action Painting og Geometrische Abstraktion (Ellsw- orth Kelly, Kennet Noland, Frank Stella, Jules Olitsky, A1 Held, Helen Frankenthaler, Sam Francis o.fl.). Greenberg nefndi þetta „Post Paint- erly Abstraction" og seinna kom fram hugtakið „Postmoderne", er náði yfir allar tegundir núlista, en ekki einungis hið abstrakta. Hugtak-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.