Morgunblaðið - 10.09.1992, Page 1

Morgunblaðið - 10.09.1992, Page 1
FRAMLEIÐSLA: Hvað er til ráða í húsgagna- og innréttingagerð? /4 KAMSJATKA: Miklir viðskiptamöguleikar íslenskra fyrirtækja/5 VIÐSKIFn AIVINNUUF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDA GUR 10. SEPTEMBER 1992 BLAÐ C Fjármál Gjaldeyrismarkaði líklega komið á fót um áramótin LÍKUR benda nú til að virkur gjaldeyrismarkaður verði stofnaður hér á landi á næstunni og er jafnvel reiknað með að búið verði að koma honum á fót kringum næstu áramót. Endanlegar ákvarðanir um tímasetningu liggja ekki fyrir hjá Seðlabankanum eða viðskipta- ráðuneytinu en innan bankans hefur um skeið verið unnið að undir- búningi málsins. Nauðsynlegar lagabreytingar hafa verið samþykkt- ar og viðræður hafa verið í gangi milli Seðlabankans og banka og sparisjóða. Virkur gjaldeyrismarkaður er almennt við lýði í Evrópu en athyglin hefur sérstaklega beinst að Finnlandi að undanförnu þar sem Seðlabankanum hefur reynst ómögulegt að halda genginu innan ákveðinna marka vegna spákaupmennsku. Eins og nú er háttað er gengi krónunnar skráð af Seðlabankan- um einhliða á hverjum morgni. Þegar virkur markaður verður orð- inn að veruleika eins og tíðkast í t.d. Finnlandi og Svíþjóð mun gengið hins vegar ákvarðast á millibankamarkaði fyrir gjaldeyri þar sem þátttakendur eru fyrst og fremst bankar og sparisjóðir ann- ars vegar og Seðlabankinn hins vegar. I viðskiptum þessara aðila mun myndast ákveðið verð á gjald- eyri og þannig ákvarðast gengið. Seðlabankinn mun hins vegar gegna því hlutverki á markaðnum að halda genginu innan ákveðinna marka. Til þess mun hann nota eigin kaup og sölu á gjaldeyri, breytingar á skammtímavöxtum og almenn stjórntæki peninga- mála. Þorsteinn Þorsteinsson, aðstoð- arbankastjóri Norræna fjárfesting- arbankans í Helsinki, segir að sú spurning vakni varðandi stofnun gjaldeyrismarkaðar hér á landi hvort ísland sé ekki allt of lítið gjaldeyrissvæði til að standast sveiflur í heiminum. „Það hefur sýnt sig að þegar um mikla spá- kaupmennsku er að ræða hefur Seðlabanka Finnlands reynst ómögulegt að halda genginu innan ákveðinna marka. Spumingin er sú hvort ísland verði ekki að fara í formlegt samstarf í EMS um leið og opnað er og þannig skapa nægi- legt traust um krónuna. Ég held að það sé mjög miklum erfiðleikum háð að koma á virkum gjaldeyris- markaði á íslandi þegar óvissan og glundroðinn er jafn mikill og nú er á markaðnum.“ Þorsteinn bendir hins vegar á að gengisfall finnska marksins hafi engin bein áhrif á íslensku krónuna. Utflutningur frá Finn- landi keppi t.a.m. ekki við útflutn- ing frá Islandi. Aðspurður um möguleika á að selja skuldabréf í íslenskum krónum á erlendum markaði í ljósi aðstæðna í Finn- landi sagði Þorsteinn að fyrri geng- isfellingin á finnska markinu í nóv- ember hefði þegar komið í veg fyrir frekari sölu slíkra bréfa. „At- kvæðagreiðslan í Danmörku um Maastricht-samkomulagið hafði einnig í för með sér mikla óvissu á skuldabréfamörkuðum. Fjárfest- ar höfðu talið að með sameiningu Evrópu myndu vextir lækka alls staðar og nálgast vexti af skulda- bréfum í þýskum mörkum. Áhugi var mikill á t.d. lírum, pesetum og sænskum krónum þar sem geng- isáhættan var talin mjög lítil. Eftir atkvæðagreiðsluna í Danmörku hefur verið mikið óöryggi á mörk- uðunum í Evrópu og það hefur farið vaxandi." Már Guðmundsson, hagfræðing- ur hjá Seðlabankanum, telur að fyrst að ísland sé með eigin gjald- miðil á annað borð verði ekki séð að það sé neitt sérstakt vandamál að láta gengið ákvarðast af fram- boði og eftirspum fremur en not- ast við núverandi skráningu. „Það hefur hins vegar verið nefnt sem vandamál að það séu mjög fáir aðilar á markaðnum. Mitt svar við því er að það eru fáir aðilar báðum megin við borðið á millibanka- markaði. Hins vegar geta komið upp fákeppnisvandamál milli bank- anna og viðskiptamanna þeirra t.d. við að ákveða gjaldeyrisþóknanir eða gengismun." TEKJUAFGANGUR//MU/ HINS OPINBERA % af landsframleiðslu -14% 12 10 > 6 4 2 0 JAPANÍ ÍRLAND AUSTURRÍKI DANMÖRK FRAKKLAND ÍSLANDÍ SHrBBBKSnUHBCJ NOREGUR ÞÝSKALAND HOLLAND BANDARÍKIN ÁSTRALÍA SVÍÞJÓÐ BRETLAND^ KANADA£ SPÁNN belgía£ FINNLAND ÍTALÍAÍ SKULDIR hins opinbera hjá rikjum OECD hafa vaxið hröðum skrefum síðustu þrjú ár. Af 19 ríkjum á súluritinu hér að ofan eru það aðeins Japanir sem spá tekjuafgangi hjá ríkissjóði sínum á árinu 1992. Árið 1989 voru sjö riki aftur á móti með tekjuafgang. Mestu umskiptin hafa verið í Finnlandi þar sem 2,9% tekjuafgangur varð árið 1989. í ár er spáð að halli rikissjóðs þar í landi verði 7,7% af landsframleiðslu. Ennfremur hefur hlutfallið í Svíþjóð þröast til hins venra. Árið 1989 varafgangur af rikissjóði 5,5% af landsframleiðslu en hallinn verður líklega 4,1 % í ár. Grikkir bera höfuð og herðar yfir önnur lönd í haliarekstri en þar hefur þó þróunin verið til hins betra á síðustu árum. Rikissjóður Bandaríkjanna er aftur á móti langstærsti lántakandinn þegar litið er á fjárhæðir en hallinn er hins vegar einungis 3,8% af landsframleiðslunni. íslendingar virðast standa vel að vígi með halla sem nemur 2,3% af landsframleiðslu og er þá miðað við 9 milljarða halla á þessu ári. í þessu sambandi verður hins vegar að taka tillit til þess að hallinn hér á landi hefur verið fjármagnaður með erlendum lántökum en ekki innlendum spamaði. HAGKVÆMASTI KOSTURINN ÞEGAR ALLS ERGÆTT. SAGA BUSINESS CLASS í viðskiptaferðum með Saga Business Class lækkarðu ferðakostnað til muna með því að eiga kost á heimferð strax og þú hefur lokið viðskiptaerindum þínum. Þeir sem reiknu ihe/nii) til endn veljn nlltnf Síi'^n linsiuess C/nss Mundu einnig að eitt og sama fargjald með Saga Business Class getur gilt milli margra áfangastaða í sömu ferð. Þú nýtur svo ávinnings af að geta eins fljótt og auðið er tekist á við verkefni sem bíða þín heima. FLUGLEIÐIR Traustur íslenskur ferðafélagi ESOB

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.