Morgunblaðið - 10.09.1992, Side 6
6 c, MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTl/flTVINNPUr , t''MMTUDAGUJi ,LQ; SEPTEMBER 1992
Tryggingar
Taprekstur hjá Skandia
Sænska stórfyrirtækið AB Skandia var rekið með tapi fyrstu sex
mánuði þessa árs, og er nú verið að gera ýmsar skipulagsbreyting-
ar hjá tryggingafélaginu. Er meðal annars fyrirhugað að félagið
hætti þátttöku í alþjóðiegum endurtryggingum.
Stjómendur Skandia kanna nú
hveijar afleiðingar það getur haft
að tveir af stærstu hluthöfum fé-
lagsins - UNI Storebrand AS í
Noregi og Hafnia Holdings AS í
Danmörku - riða á barmi gjald-
þrots. Leiðir það til þess að 45%
hlutafjáreign í Skandia, sem þessi
félög áttu, verða seld hæstbjóð-
anda. Til að auðvelda þá sölu, og
bæta möguleika á að bréfin lendi
í höndum æskilegra aðila, hefur
stjóm Skandia gefið í skyn að
dregið verði úr þeim hömlum á
atkvæðisrétti, sem fylgt hafa bréf-
unum. Þessar hömlur takmörkuðu
mjög áhrif UNI Storebrand og
Hafnia hjá félaginu, en hafa einn-
ig torveldað sölu hlutabréfanna.
í frétt frá Skandia um rekstur-
inn segir að á fyrra helmingi þessa
árs hafi tapið numið 344 milljónum
sænskra króna (3.526 millj. ísl.
kr.), en á sama tímabili í fyrra
varð 7 milljóna skr (um 72 millj-
óna ísl.kr.) hagnaður af rekstrin-
um.
Eignir félagsins hafa einnig
rýmað vegna lækkunar á fast-
eigna- og verðbréfamörkuðum.
Heildareignir námu í lok fyrra
helmings ársins alls 13,38 millj-
örðum skr (rúmlega 137 milljörð-
um ísl. kr.), en voru í ársbyijun
14,48 milljarðar skr (rúml. 148
milljarðar ísl. kr.), en þetta er um
8% lækkun á verðmæti eigna.
Þýðir það að verðmæti hvers
hlutabréfs hefur lækkað á árinu
úr 189 skr í 174 skr. Lækkunin
er enn meiri sé miðað við lok fyrra
helmings síðasta árs þegar eign-
imar námu 16,73 milljörðum skr
(171,5 milljörðum ísl. kr.) og verð-
mæti bréfanna 218 skr. Sé miðað
við þá stöðu hefur eignastaðan
versnað um 20%.
Þótt rekstrarafkoman í ár sé
ekki góð er ljóst að Bjöm Wolrath
aðalforstjóri Skandia á við annað
vandamál að stríða, sem ekki er
síður erfítt, en það er eignaraðild-
in að félaginu. Á undanfömum
ámm hefur Wolrath unnið að þvi
gera þetta stærsta tryggingafélag
Svíþjóðar að stórveldi á öllum
Norðurlöndum með því að kaupa
upp keppinauta í Danmörku og
Noregi. En í fyrra snem UNI
Storebrand og Hafnia dæminu við
með kaupum á hlutabréfum í
Skandia, og við lá að þeim tækist
að eignast meirihluta og knýja
fram sameiningu, sem hefði mynd-
að eina stærstu tryggingasam-
steypu Evrópu.
Stjórn Skandia barðist hart
gegn þessum áformum, og hluta-
bréfin féllu í verði - sérstaklega
bréfín sem hin norrænu félögin
TVÖ STÆRSTU tryggingafélögin
í Danmörku, Baltica Holding AS
og Hafnia Holding AS, hafa verið
rekin með umtalsverðu tapi á fyrri
hluta ársins.
Bæði félögin hafa tekið mikla dýfu
frá fyrra ári. Hjá Baltica nemur tap-
ið á fyrstu sex mánuðum ársins um
tíu milljörðum íslenskra króna, en á
fyrri helming síðasta árs var hagnað-
ur upp á um sjö og hálfan milljarð
ísl. króna. Hjá Hafnia er dýfan enn
meiri, enda fyrirtækið fengið
greiðslustöðvun. Nú er tap upp á
tæpa 40 milljarða ísl. króna en í fyrra
var hagnaður upp á fimm milljarða.
Ástandið er lýsandi fyrir stöðu
höfðu keypt og ekki fylgdi fullur
atkvæðisréttur. Þau bréf hafa á
þessu ári lækkað í verði um 60%.
Leiddi það meðal annars til þess
að bæði UNI Storebrand og Hafn-
ia sóttu um greiðslustöðvun í fyrra
mánuði til að reyna að forða sér
frá gjaldþroti.
Skiptaráðendur reka nú bæði
fyrirtækin og vilja gjarnan selja
mála innan tryggingageirans í
Skandinavíu. í Noregi hefur stærsta
tryggingafélag landsins, UNI Store-
brand AS, verið fært undir stjórn
hins opinbera til að koma í veg fyrir
gjaldþrot. Einnig er ljóst að sænski
tryggingarisinn Forsákrings AB
Skandia hefur verið rekinn með
umtalsverðu tapi á fyrri hluta ársins.
Félögin fjögur sem öll eiga nú í
verulegum erfiðleikum eiga í þokka-
bót umtalsvert magn hlutabréfa
hvert í öðru. Lækkun hlutafjár í ein-
hveiju félaganna hefur því fljótlega
áhrif á hin félögin og samstundis
verður nokkurs konar keðjuverkun.
Hluti vanda Storebrand og Hafnia
er tilkominn vegna tilraunar þeirra
28% hlut UNI Storebrand og 15%
hlut Hafnia í Skandia. Hlutabréf
í Skandia voru um síðustu mán-
aðamót skráð á 72 skr í kauphöll-
inni í Stokkhólmi, sem er aðeins
hálfvirði miðað við eignir félags-
ins, og virðist þetta því hreint út-
söluverð á bréfunum. En enginn
væntanlegur kaupandi hefur gefíð
sig fram, aðallega vegna takmörk-
unar á atkvæðisrétti eigenda bréf-
anna. En nú hefur stjórn Skandia
lýst því yfir að verið sé að íhuga
breytingar á atkvæðisréttinum, og
verði af því er líklegt að auðveld-
ara verði að finna rétta kaupendur.
Heimild: Wall Street Journal.
til að yfirtaka Skandia, en samtals
eiga þau um 43% hlutafjár í Skandia.
I kjölfar misheppnaðrar yfirtöku-
tilraunar hefur verð hlutabréfa í öll-
um félögunum lækkað all verulega.
Að auki hafa félögin öll tapað vegna
veikrar stöðu fasteignamarkaða og
verðbréfamarkaða í Skandinavíu.
Forsvarmenn Baltica telja að
reksturinn muni ganga betur á seinni
hluta ársins, en taka þó fram að
markaðsþróun muni þó ráða miklu
þar um. Þeir lögðu einnig áherslu á
að hagnaður væri á hefðbundinni
tryggingastarfsemi félagsins, en fé-
lagið stundar einnig banka- og fjár-
málaviðskipti.
Danmörk
Stærstu tryggingafélögin tapa
Olíumarkaður
Guðmundur W. Vilhjálmsson
Og enn OPEC-fundur
Fulltrúar OPEC-ríkja setjast á
rökstóla 16. september til að fjalla
um heildarframleiðslu ríkjanna á
olíu á fjórða ársfjórðungi þessa árs
og einnig um hver verður fram-
leiðslukvóti hvers ríkis ef breyting
verður á. Tilgangur þessara við-
ræðna er að komast að niðurstöðu
um hvaða framleiðslumagn skilar
mestum arði fyrir þessar þjóðir.
Yfirlýst markmið er að svokölluð
karfa af OPEC-olíu seljist á 21
dollar. Meðalverð þessarar körfu
hefur á þessu ári fram að þessu
verið 18,18 dollarar en var nýlega
um 19,16 dollarar. Meðalverðið var
22,26 dollarar árið 1991. Það vant-
ar þvi nokkuð á að markinu sé náð
í dag. En dollarinn hefur heldur
ekki alltaf sama gildi og verðgildi
hans er mjög lágt í dag.
Það kemur mjög mismunandi
niður á OPEC-ríkjunum, eftir því á
hvaða miðum þau leita fanga. Inn-
kaup Saudi Árabíu eru að 29%
marki gerð í Bandaríkjunum og
Venesúvela um 47% meðan íran
kaupir aðeins' um 3% af sínum þörf-
um fyrir dollara.
Áður hefur verið bent á að
ákvarðanir OPEC hafí ekki alltaf
ráðið olíuverði, heldur hafi ýmislegt
annað verið meira ákvarðandi, svo
sem Persaflóastríðið, kvótasvik ein-
stakra OPEC-ríkja, útflutningur frá
Rússlandi og ekki síst efnahags-
ástandið í heiminum.
Fyrir síðasta OPEC-fund, sem
hófst 20. maí sl., var almennt gert
ráð fyrir því að Saudi Arabar myndu
krefjast þess að heildarframleiðsla
OPEC-ríkja á olíu yrði aukin á 3.
ársfiórðungi svo að birgðir gætu
safnast fyrir til að mæta þörfum
næsta veturs, en slíkt er almennt
æskilegt þar sem framleiðsla heims-
ins yfir vetrarmánuðina er vart
nægjanleg til að mæta þörfum ef
litlar birgðir eru fyrir. Þetta var
raunsæ krafa hjá Saudi Aröbum
sem þeir höfðu boðað, enda þessi
máti venjum samkvæmt.
Olíuheimurinn varð því hálf
hvumsa við er þeir breyttu afstöðu
sinni, sendu ekki aðalfulltrúa sinn,
olíumálaráðherrann Nazer, á fund-
inn og létu lítið fyrir sér fara á
fundinum.
En er fundurinn átti sér stað var
gert ráð fyrir allt öðru efnahags-
ástandi í heiminum en raun varð
á. Notkunin á olíu hefur verið minni
en gert var ráð fyrir.
Eftir síðasta OPEC-fund héldu
menn þó ró sinni, því almennt var
talið að olía frá írak kæmi á mark-
aðinn eftir forsetakosningar í
Bandaríkjunum. Nú hefur Bush
hinsvegar talið þörf á að sannfæra
kjósendur sína um það að sigurveg-
ararnir í Persaflóastríðinu hafi ekki
tapað því með því að labba of
snemma burt frá því og því hefur
spennan magnast á ný. í dag von-
ast olíuheimurinn ekki eftir olíu frá
írak með haustskipum og varla með
vorskipum. Hins vegar framleiða
OPEC-ríkin nú 24,3 mt/d eða rúm-
lega hálfa milljón tunna á dag fram
yfír ákvörðun síðasta OPEC-fundar.
Menn greinir töluvert á hveijar
þarfimar verði á 4. ársfjórðungi
1992 og 1. ársfjórðungj 1992. Sum-
ir telja að þörf verði á 25-25,5
milljónum tunna á dag frá OPEC.
Möguleiki er á því að OPEC geti
hámarkað framleiðslu sína I 26,5
mt/d um skamman tíma, en þá má
ekkert bregðast. En þá er þess að
geta að möguleg aukning yrði aðal-
lega á þyngri og brennisteinsríkari
olíu sem skilar ekki sama magni á
þeim olíuvörum sem mest þarf á
að halda yfír veturinn.
En olíuþarfir eru gífurlega mis-
jafnar um vetur og ræður veðurfar
þar mestu og svo efnahagsástandið.
Það. geta liðið 6-8 vikur frá fram-
leiðslu olíu þar til hún kemst á
áfangastað.
En er olíunotkun að aukast?
Til stuðnings þeim skoðunum að
olíunotkun sé að aukast, er bent á
að gasolíusala í Þýskalandi hafi
aukist í júlí um 50% frá því sem var
í maí og júní.
Aðrir benda á, að ekki sé rétt
að byggja á þessu. Þjóðveijar hafi
verið að nýta sér sterka stöðu þýska
marksins en flestar olíuvörur eru
verðlagðar í dollurum og hafi þeir
verið að safna birgðum fyrir vetur-
inn. Þeir séu nú vel undir meðalvet-
ur búnir með 68% fulla tanka. Auk
þess voru flestir tankar í Rotterdam
fullir af gasolíu.
Hið virta tímarit Argus segir að
olíuspekúlantar séu furðu rólegir
þrátt fyrir takmarkað svið milli
mögulegra framleiðslu og eftir-
spurnar og því valdi efnahags-
ástand iðnríkja.
Blaðið bendir á að dollarinn hafi
ekki í Qölda ára verið jafn veikur
gagnvart þýska markinu. Ástæðan
sé sú að skammtímavextir í Þýska-
landi eru 9% í Þýskalandi en 3% í
Bandaríkjunum. En þar sem verð-
bólga sé lík í báðum ríkjum leiti
peningamir til Þýskalands. Blaðið
telur þess ekki að vænta að Þjóð-
veijar lækki vexti sína í bráð. Þetta
leiðir til minni kaupa almennings
og því um leið minni olíusölu. Að
sjálfsögðu eru ekki allir sammála
þessu. En ráðgjafar OPEC-ríkjanna
verða að Iesa úr þessum spilum
fyrir fundinn 16. september. Hver
er staða hinna einstöku ríkja?
Saudi Arabía
Saudi Arabar hafa sennilega ekk-
ert á móti því að verð á OPEC-olíu
fari upp í 21 dollar á tunnu. Ríki
þeirra er skuldugt, skuldar enn tölu-
verðar upphæðir frá Persaflóastríð-
inu. Hver dollar sem olíuverð sveifl-
ast um, upp eða niður, jafngildir
þá 8 milljónum dollara á dag.
Hinsvegar telja þeir ekki ráðlegt
að olíuverð verði hærra því það leiði
til minni olíusölu og ákafari leit að
öðrum orkugjöfum. Eins og áður
er bent á hefur lágt verð á dollar
ekki sömu áhrif á viðskiptajöfnuð
Saudi Arabíu og hjá ýmsum öðrum
OPEC-ríkjum. Þá má ekki gleyma
því að aukin framleiðsla á olíu yrði
að miklu leyti-að eiga sér stað í
Saudi Arabíu þar sem flest önnur
OPEC-ríki framléiða nú eftir há-
marksgetu.
íran
Kvóti írans er nú 3,184 mt/d en
talið er að þeir framleiði nú meira.
Framleiðslugeta er talin um 3,8
mt/d. Reyndar segja þeir sjálfir að
framleiðslugetan verði í næsta mán-
uði 4 mt/d og fari upp í 5 mt/d í
mars 1993, en ýmsir telja að þessar
yfirlýsingar séru gerðar í þeim til-
gangi að ná hærri kvóta til útflutn-
ings á OPEC-fundinum ef fram-
leiðslumagn verður aukið. Sérfræð-
ingar telja að hámarksframleiðsla í
íran á næsta ári geti orðið 4 mt/d
en benda á, að innanlandsnotkun á
olíu hafi aukist um 25% á siðustu
2 árum.
íranir segja að þeir muni stefna
að því að ákvarðanir OPEC á fund-
inum komi verði á OPEC-olíu upp
í 21 dollar á tunnu, en jafnframt
krefjast þeir mjög ákveðið verulegs
skerfs í hverri þeirri framleiðslu-
aukningu sem OPEC kanna að
ákveða.
Kúvæt
Olíuframleiðsla Kúvæt var rúm
ein milljón tunna í júlí. Kúvætar
segja að framleiðslan verði komin í
1,5 mt/d í árslok og 2,5 mt/d 1993.
Viðgerðir og endurbætur á olíu-
brunnum og olíukerfí Kúvæt hefur
gengið ótrúlega vel eftir að þær
komust í gang.
Bytjunarörðugleikar voru miklir
við slökkvistarf vegna skipulags-
leysis og óraunsæis ráðamanna þar.
Ekki er ósennilegt að framleiðsla
Kúvæt komist í 1,5 mt/d á þessu
ári, en sérfræðingar vara við frek-
ari framleiðsluaukningu í bráð, þar
sem það geti spillt fyrir framtíð-
arframleiðslumöguleikum. Fram-
leiðsla Kúvæt hefur ekki verið háð
OPEC-framleiðslukvóta eftir Persa-
flóastríðið, en kvóti þeirra var í júlí
1990 ákveðinn 1,5 mt/d. Þeir telja
sig eiga siðferðilegn rétt á stærri
kvóta vegna glataðrar sölu, en ólík-
legt er að önnur OPEC-ríki sam-
þykki það og þá síst íran.
Rússland
Rússland er ekki í OPEC, en að
sjálfsögðu skiptir það máli fyrir
OPEC-ríkin að gera sér grein fyrir
því hve mikill olíuútflutningur Rússa
verður, en um 90% af framleiðslu
fyrrum Sovétríkja fer fram í Rúss-
landi.
Olíuframleiðslan i Rússlandi
minnkar stöðugt og gæti minnkað
um 10-15% næstu ár eða þar til
þátttaka erlendra olíufyrirtækja í
framleiðslunni fer að hafa áhrif.
En á móti kemur að innlend olíu-
notkun hefur minnkað um 25-30%,
en í hörðum vetri eykst notkun inn-
anlands. Rússnesk yfirvöld hafa enn
ekki treyst sér til að koma heims-
markaðsverði á olíu í Rússlandi þótt
verðið hafi hækkað þar töluvert, en
fyrir endalók Sovétríkjanna kostaði
olía nánast ekkert og notkun heim-
ila var reyndar ekki mæld.
Efnahagur og veðurfar
Nú bíða menn vetrar og spá í línu-
rit sem sýna þróun peningamála.
Menn eru ekki bjartsýnir á efna-
hagsbata. En ef vetur kemur fljótt
og verður langur og harður þar sem
mest sveifla er á olíunotkun, má
búast við að hver dropi frá OPEC
verði vel þeginn, jafnvel að óvæntum
uppákomum, svo sem stríðum,
slepptum. Ákveði OPEC að auka
ekki framleiðslu sína úr 24,3 mt/d,
sem hún er nú, verða olíubirgðir í
heiminum í tæpasta lagi næsta vet-
ur. Hart yrði deilt um úthlutun á
auknu framleiðslumagni.
Höfundur er lögfrœðingur og for-
stöðumaður eldsneytisdeildar
Flugleiða