Morgunblaðið - 22.10.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.10.1992, Blaðsíða 1
VERÐBRÉF: Áframhaldandi óvissa um sjóöina í vörslu Skandia /4-5 IDNADUR: Viðtal við framkvæmdastjóra Kassagerðarinnar /10-11 VIÐSKIFn AIVINNULÍF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 22. OKTOBER 1992 BLAÐ c Iðnaður Könnun á atvinnuástandi s Sól hf. setur á fót átöppun- arverksmiðju íFæreyjum SÓL HF. hefur ásamt umboðsaðila sínum í Færejrjum ákveðið að selja þar á stofn átöppunarverksmiðju fyrir Toppdjús sem fyrir- tækið framleiðir. Sól leggur til hráefni í drykkinn ásamt tómum flöskum, töppum og merkimiðum. Að sögn Jóns Sch. Thorsteinsson- ar, framleiðslustjóra Sólar, er áætlað að framleiðslan hefjist í kringum næstu mánaðarmót, en 3-4 starfsmenn þarf til að reka framleiðslulínuna. Að sögn Jóns fara tæknimenn frá Sól til Færeyja í næstu viku þannig að búast má við að farið verði að framleiða Toppdjús þar um næstu mánaðarmót. Hann sagði að um væri að ræða sam- starf við eitt traustasta fyrirtækið í Færeyjum. „Heildsala Poul Mic- helsen sem hefur verið umboðsað- ili okkar í tíu ár er stærsti dreif- ingaraðilinn í Færeyjum og er m.a. í eigu borgarstjórans í Þórs- höfn. Fyrir skömmu keypti Poul Michelsen ísverksmiðju í Færeyj- um og þar er nú verið að setja upp átöppunarlínuna. Hjá Sól átt- um við gamla Iínu sem við seldum þangað, en það er ekki um neinar stórar fjárhæðir að ræða í þessu verkefni." Sól hf. hefur selt Toppdjús í Færeyjum um nokkurra ára skeið og náð þar umtalsverðri markaðs- hlutdeild eða um 45%. Salan nem- ur 10-15 tonnum á mánuði og að Innlánsstofnanir v Innlán að meðtöldum vöxtum jukust um 0,6% í september sam- anborið við 1% á sama tíma í fyrra. Almenn útlán jukust um 0,7% í september samanborið við 1% á sama tíma fyrra. í byijun október kom til greiðslu virðisaukaskatts sögn Jóns má vænta 30-40% sölu- aukningar þegar framleiðsla í nýju verksmiðjunni hefst. „Við erum nýfarin að selja þangað Toppdjús í eins lítra flöskum ásamt ískóla og það má segja að við höfum tvöfaldað umsvif okkar þar á skömmum tíma. Okkur fannst því rétt að fara að framleiða eitthvað þarna líka.“ Aðspurður sagðist Jón telja lík- legt að fljótlega yrði farið að tappa ýmsu öðru en Toppdjúsi í verk- smiðjunni í Færeyjum. Hann nefndi m.a. matarolíu og sagði einnig mögulegt að þar yrðu þró- aðar ýmsar tegundir af safti í samráði við Sól. þannig að lausafjárstaðan versnar í mánuðinum. Staða ríkisssjóðs versnaði gagn- vart Seðlabankanum um 3,5 millj- arða í september og nam skuld á viðskiptareikningi ríkissjóðs um 6,4 milljörðum í lok mánaðarins. Lausafjárstaðan versnaði í september LAUSAFJÁRSTAÐA banka og sparisjóða versnaði í september mánuði um 87 milljónir, samkvæmt bráðabirgðayfirliti Seðlabank- ans. Lausafjárstaðan versnar oft á þessum tíma árs vegna þróun- ar ríkisfjármála auk þess sem jafnan dregur úr útflutningstekjum á þessum tíma árs. Er það raunar í samræmi við þróun gjaldeyris- stöðunnar sem versnaði um 4,3 milljarða í september. Fiskiðnaður Verslun og veitinga- starfsemi S’89 '90 '91 '92 -560 Bygginga- 300 starfsemi S’89 ^ 21 '92 | '90 ’91 -90 Iðnaður -385 S’89 5 25 '92 mm OO ■ ■ 20,-92 S’89 S’89 '90 '91 f -100 Sjúkra hús II '90 '91 280 10 S^ ’90 *91 '92 -35 -365 Landið allt ■ '90 '91 ■ -90 | Samgöngur Önnur Wónuala S’89 ’90 ’91 '92 “■“■ mk ■ 800 600 400 200 0 -200 -400 -600 -800 í NÝRRI kðnnun Þjóðhagsstofnunar um atvinnuástand í september kemur fram að atvinnurekendur vilja fækka s tarfsmönnum um 1.200 á landinu öllu og svarar þetta til 1,4% af mannafla. Þetta er mesta fækkun starfs- manna sem mælst hefur i slíkum könnunum. Atvinnurekendur vildu fækka í öllum starfsgreinum. Mest fækkun virðist framundan (iðnaði eða samtals um 385 manns sem svarar til 3,1 % af mannafla. Hlutfallslega mest fækkun virðist áformuð f ál- og kisiljámframleiðslu eða um 50 manns, snm ertæp- lega 7% af mannafla. Nánar má sjá tölur í þessu sambandi á súluritum hér að ofan. Fjöldi fyrirtækja (könnuninni er um 260 og eru þau í öllum atvinnu- greinum nema landbúnaði, fiskveiðum og opinberri þjónustu. Svör bárust frá 220 fyrirtækjum og unnið var úr niðurstöðum frá 210 fyrirtækjum. Spurt var hvort einhverjar breytingar á starfsmannahaldi hafi verið æski- legar i september miðað við umsvif í mánuðinum. Niðurstöðumar sýna vilja atvinnurekenda til að fjölga eða fækka starfsmðnnum í september. HAGKVÆMASTI KOSTURINN ÞEGAR ALLS ERGÆTT. SAGA BUSINESS í viðskiptaferðum með Saga /^I A CC Business Class lækkarðu ferðakostnað til muna með því að eiga kost á heimferð strax og þú hefur lokið viðskiptaerindum þínum. Þeir sen/ reikna dœmit) til e//d<t veljct cilltctf Sagct Business C/ctss Mundu einnig að eitt og sama fargjald með Saga Business Class getur gilt milli margra áfangastaða í sömu ferð. Þú nýtur svo ávinnings af að geta eins fljótt og auðið er tekist á við verkefni sem bíða þín heima. FLUGLEIÐIR Traustur tslenskur ferðafélagi E31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.