Morgunblaðið - 22.10.1992, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 22.10.1992, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF — 22. OKTÓBER 1992 C 7 Sjónarhorn Útboð í rikisgeiranum - minnka fjárlagahallann og bæta þjónustu eftir Þór Sigfússon Sýnt hefur verið fram á að spam- aður ríkisins af einkavæðingu í formi sölu eða niðurlagningar ríkis- fyrirtækja á undanfömum áram skiptir milljörðum króna. En einka- væðing í formi útboða hefur einnig skilað verulegum spamaði og virð- ist Ijós að verkefnin á sviði útboða á vegum ríkisins eru nær óþijót- andi. Útboð á rekstrar- og þjónustu- verkefnum geta skilað veralegum spamaði fyrir þjóðarbúið. Mjög lítið hefur verið um það að hið opinbera bjóði út rekstur hérlendis og erum við íslendingar töluvert á eftir hin- um Norðurlöndunum hvað þetta snertir. Árangurinn af þeim útboð- um sem þó hafa séð dagsins ljós talar sínu máli og sýnir að brýnt er að halda áfram á sömu braut. Hér á eftir verða nokkur dæmi tek- in um þann spamað sem orðið hef- ur af útboðum rekstrarverkefna og innkaupa og tillögur settar fram um áframhaldandi aðgerðir í þeim efnum. Sparnaður af útboðum er verulegur Fyrst er til að taka útboð á veg- um Vegagerðar ríkisins en útboð í verklegum framkvæmdum á vegum stofnunarinnar hafa aukist veru- lega á undanfömum árum. Á síð- ustu sjö árum hefur Vegagerðin boðið út framkvæmdir þar sem kostnaðaráætlunin var rúmir 11,2 milljarðar króna. Lægstu tilboð í þessar framkvæmdir hljóðuðu upp á tæpa 9 milljarða. í flestum tilfell- um var lægstu tilboðum tekið. Þannig má áætla að spamaður af . útboðum hafi alla vega verið rúmir tveir milljarðar króna og er þá mið- að við að ef ríkið hefði staðið í þess- um framkvæmdum sjálft mundi kostnaður hafa orðið svipaður þeirri áætíun sem lá fyrir. í öðra lagi hafa útboð á vegum Innkaupastofnunar ríkisins að öll- um líkindum sparað um 400 miljjón- ir á ári fyrir síðustu fimm ár. Á síðustu 6-7 áram hefur Innkaupa- stofnun ríkisins, staðið að yfír 1.000 útboðumv Nefna má útboð á flutn- ingastarfsemi, bifreiðakaup, tölvu- kaup, kaup á rekstrarvöram fyrir sjúkrahús og margt fleira. Þau út- boð sem hér hafa verið nefnd spar- að ríkinu tæpa fjóra milljarða á síð- ustu fimm áram. Álykta má að 5-7% af ríkisút- gjöldum í A- hluta ríkissjóðs séu verkefni eða vörar sem boðnar era út. Spamaðinn af þessum útboðum má varlega áætla um 15-20% af áætluðum kostnaði. Aukning í út- boðum á næstu áram getur því þýtt verulegar fjárhæðir í spamað fyrir ríkið. Fjölmargar niðurstöður erlendra rannsóknar hafa sýnt að 15-20% spamaður af útboðum er alls ekki óraunhæfur, en þar skiptir þó mestu að vandað sé að undirbún- ingi úboða. Þess má einnig geta að á Norður- löndum era útboð 8-12% af ríkisút- gjöldum og sumar ríkisstjórna Norðurlanda stefna á að auka útboð um allt að helming á næstu árum. Þannig stefnir danska ríkisstjómin á að auka útboð úr 10% í 20% fyr- ir árið 2000. Ef við næðum sama hlutfalli útboða og Danir hafa í dag þýddi það rúman milljarð í spamað umfram þann spamað sem hlýst af útboðum í dag. Svo áfram sé reynt að gera sér í hugalund sparn- að af útboðum þá má telja að ef við íslendingar náum að auka útboð úr því sem það er í dag í 15% fyrir árið 1995 þá þýðir það tæplega 2ja milljarða viðbótar spamað á ári. Heildarspamaður væri þá um 3 milljarðar á ári. Aukin útboð geta því orðið mikilvægt tæki til að draga úr ríkisútgjöldum og þar með minnka fjárlagahallann. Þór Sigfússon Hvar má auka útboð? En hvað á að bjóða út hjá ríkinu og hvemig er hægt að tryggja stuðning stjómmálamanna og emb- ættismanna við útboð? Það liggur nokkuð ljóst fyrir að stjómmála- menn munu styðja frekari útboð á verklegum framkvæmdum á vegum ríkisins enda komin veraleg reynsla á útboð verklegra framkvæmda. Til þess að hægt sé að auka út- boð á innkaupum á vegum ríkisins þarf hins vegar að nást breiðari samstaða hjá embættismönnum í ríkiskerfinu og samstarf í útboðum þarf að aukast. Slíku er oft erfitt að koma við enda ijölmargar stofn- anir sem um ræðir og hætt við því að yfirmenn stofnana telji vegið að sjálfstæði sínu ef þeir fá ekki ráðið hvaða vörar era keyptar inn o.s.frv. Auðvelt er þó að ná um útboð í formi innkaupa pólitískri samstöðu og nauðsynlegt er að leyfa stofnun- um að njóta hluta afraksturs af útboðum. Þannig er hægt að tryggja samvinnu við ólíkar stofn- anir. Útboð innkaupa ríkisins er því þáttur sem má gera mun meira í en verið hefur. En hér hafa einungis verið nefnd útboð á sviði verklegra fram- kvæmda og innkaupa á vegum rík- isins. Það svið sem ríkið hefur lítið sem ekkert farið inn á er útboð í formi rekstrarsamninga þar sem einkaaðilar taka að sér rekstur til- tekinna stofnana að undangengnu útboði. Þar getur bæði verið um það að ræða að fjármögnun sé einn- ig boðin út eða ríkið sjái alfarið um þann þátt. Á þessum þætti þarf nauðsynlega að taka ef við ætlum okkur að auka útboð svo einhveiju nemi. Útboð í formi rekstrarsamninga .era viðkvæmari og nokkuð flóknari en önnur útboð. Þessi útboð era viðkvæmari en önnur útboð þar sem til dæmis getur verið um ákveðna grannþjónustu að ræða sem um langan tíma hefur verið á herðum ríkisins, bæði hvað kostum og rekst- ur varðar. Hér má t.d. nefna rekst- ur skóla, sjúkrahúsa (eða deiida innan þeirra), félags- eða sálfræði- ráðgjöf og svo framvegis. Útboð til að auka gæði og samkeppni Helstu rökin fyrir útboðum í formi rekstrarsamninga þurfa alls ekki að vera sá peningalegi spam- aður sem hugsanlega næst ef rétt er staðið að þeim, heldur aukin gæði þjónustunnar. Þvi miður hafa fyrmefndu rökin oftar komið fram en nauðsynlegt er að leggja áherslu á að hægj; er að auka gæði í t.d. velferðarkerfinu með auknum út- boðum, þannig að við gætum feng- ið meiri og betri þjónustu fyrir sama verð og áður. Efasemdum svarað Það era nokkrar efasemdir sem heyrast varðandi útboð á sviðum eins og þessum. í fyrsta lagi era efasemdir uppi um það að skólar eða sjúkrahús eigi að vera rekin eins og um fyrirtæki sé að ræða. Ef svo sé verði sjúklingar eða nem- endur ekkert annað en viðskiptavin- ir sem setja megi vissa krónutölu við í stað þess að mæla árangvr af rekstrinum með námsframvindu, §ölda ánægðra sjúklinga o.s.frv. Þó svo að rekstur eigi að skila hagn- aði þýðir það ekki að peningar við- skiptavina skipti meira máli en ein- staklingamir sjálfir eða velferð þeirra. Þrátt fyrir að fyrirtæki vilji skila hagnaði þá vilja forráðamenn þess einnig að gæði þjónustu fyrir- tækisins aukist. Þannig era fram- tiðarhorfur þess tryggðar, enda era ánægðir viðskiptavinir lang besta auglýsing fyrir fyrirtæki. Onnur röksemd sem heyrist er að ef samkeppni er leyfð og frjáls verðlagning að einhveiju marki muni bestu stofnanimar fá efnuð- ustu viðskiptavinina, en þeir efna- minni sæki ver búnar stofnanir. Þannig sé misrétti aukið í þjóðfélag- inu með aukinni samkeppni og út- boðum á þessum sviðum. Það er auðvelt að koma í veg fyrir að fjár- hagslegt misrétti aukist með útboð- um, t.d. í skólakerfinu. Setja má hömlur á hvað skólar geta krafist af nemendum í skólagjöld, pappírs- kostnað o.s.frv. Nú er rétti tíminn Nú er í fyrsta skipti í sögunni höfum við íslendingar fengið ríkis- stjórn sem samanstendur af mörg- um talsmönnum og frarnkvæmda: mönnum á sviði einkavæðingar. í ríkisstjórninni era nú margir þeirra sem hafa á Alþingi verið helstu talsmenn aukinna útboða hjá ríkinu og sölu ríkisfyrirtækja. Nú er því lag fyrir ríkisstjómina að vera samtíga í stefnumótun og fram- kvæmd útboða á ýmsum sviðum ríkisrekstrarins sem geta skilað auknum gæðum í þjónustu ríkisins og minnkað fjárlagahallann. Tilboð á heilum Með magnínnkaupum má lækka kostnaðinn verulega. Við bjóðum því sérstakan 10% magnafslátt af ýmsum bráðnauðsynlegum skrifstofuvörum. SrÆnmm? _AUtíeinniferð cm*- HALLARMULA 2 Sími 91-813211 Fax 91-689315 AUSTURSTRÆTI18 Súni 91-10130 Fax 91-27211 KRINGhUNNI Sími 91-689211 Fax 91-680011 ODH: (UilKiaScÐlflíDCPIS nröPE^KisisaöDEDaíaKHi)® veitir lán til raunhæfra framfaraverkefna í öllum atvinnugreinum Sjóðurinn veitir gengistryggð lán með hag- stæðum greiðslukjörum. Trygging fyrir láni skal vera veð í fasteign eða bankaábyrgð. Starfsmenn sjóðsins meta arðsemi verkefna í samvinnu við umsækjendur. Lán frá sjóðnum geta að hluta verið skilyrt í upphafi. Lánasjóðurinn er í eigu Norðurlandanna allra. Athafnasvæði hans eru Vestur-Norðurlönd, þ.e. Færeyjar, Grænland og ísland. Samvinnuverkefni milli landa eru æskileg en ekki skilyrði. HAFÐU SAMBAND VIÐ SKRIFSTOFU OKKAR OG FÁÐU NÁNARI UPPLÝSINGAR. Lánasjóður Vestur-Norðurlanda hefur aðsetur á Rauðarárstíg 25, annarri hseð, pósthólf 5410,125 Reykjavfk, sími (91) 605400, Telefax: (91) 29044. _______________________•; ■ ■'_________ ¥í nljm íslMskt! 0 IÐNLANASJÓÐUR fyrir íslenskt atvinnulíf ÁRMÚLA 1 3 A 155 REYKJAVÍK SÍMI 6 8 0 4 0 0 TELEX 3 0 8 4 ILFUND TELEFAX 6 8 0 9 5 0

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.