Morgunblaðið - 22.10.1992, Síða 10
10 c
------
MORGUNBLAÐIÐ VlDSKIPTl/flTVIWWllLÍF FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992
Kassagerðin
Ur einföldum trékössum íflókn-
ustu umbúðir ogprentverk
Rætt við Kristján Jóhann og Leif Agnarssyni, eigendur Kassagerðar Reykjavíkur hf.
MARGT kemur á óvart þegar
starfsemi Kassagerðar Reykja-
víkur hf. er skoðuð. Vissulega
vita flestir að fyrirtækið fram-
leiðir ýmsar gerðir af öskjum en
að þar sé starfrækt ein fullkomn-
asta prentsmiðja landsins er á
fárra vitorði. Fyrir 60 árum var
hafin .framleiðsla á einföldum
trékössum en nú er framleiðslan
fjölbreyttari og flóknari og um-
svifin meiri. I nýjasta tímariti
Frjálsrar verslunar er fyrirtækið
talið fímmta stærsta iðnfyrirtæki
landsins. Velta Kassagerðarinn-
ar var um 1,2 miHjarðar á sl. ári
og jókst um 11% frá fyrra ári.
Forsvarsmenn fyrirtækisins
segja reksturinn hafa gengið vel
og vera réttum megin við strikið.
Kassagerð Reykjavíkur er einn
af stærstu vinnuveitendum landsins
og starfsmenn eru á milli 150-160
talsins. Hinum Qölbreytta rekstri
fyrirtækisins er ágætlega lýst með
því að þar eru starfræktar fímm
framleiðsludeildir. í bylgjudeild eru
framleiddar umbúðir úr bylgju-
pappa og mun sú framleiðsla vera
ein sinnar tegundar á landinu. í
öskjudeild er framleitt flölbreytt
úrval af öskjum og ýmiskonar rit-
föng eru framleidd í sérstakri deild,
þar sem einnig er séð um bókband
og annan frágang fyrir prentdeild.
Auk þessa er starfrækt sérstök
prentmyndagerð og prentdeild inn-
an fyrirtækisins þar sem áhersla
er Iögð á vandaða litaprentun.
Hráeftiisnotkun fyrirtækisins er
um 8.000 tonn á ári. Hráefnið er
að langmestu leyti úr endurvinnan-
legum eftium en á móti flytur fyrir-
tækið út u.þ.b. 700 tonn af pappírs-
niðurskurði á ári til endurvinnslu.
Sjávarútvegsfyrirtæki stærstu
viðskiptavinirnir
Kassagerð Reykjavíkur er nú í
eigu fíögurra systkina, Kristjáns
Jóhanns, Leifs, sem báðir starfa
zrr
m
SKJALASKAPAR
H0VIK*
SKUFFUSKAPAR
2JA, 3JA OG 4RA SKÚFFU
KASSAGERÐIN — Húsnæði Kassagerðar
Reykjavíkur hf. við Kleppsveg 33 séð úr lofti. Á innfelldu
myndinni er nútímaleg prentvél sem er ein sú öflugasta
hér á landi, þar sem hægt er að prenta myndir í hæsta
gæðaflokki.
innan fyrirtækisins, Agöthu og
Agnars Agnarssonar. Þau eru
bamaböm, Kristjáns Jóhanns Krist-
jánssonar sem stofnaði fyrirtækið
ásamt yilhjálmi Bjamasyni árið
1932. Árið 1958 keypti Kristján
Jóhann Kristjánsson hlut meðeig-
anda síns og hefur fyrirtækið síðan
verið í eigu afkomenda Kristjáns.
Fyrirtækið hefur aðlagað rekst-
urinn að breytingum í þjóðfélaginu
og hefur afkoma sjávarútvegsfyrir-
tækja alla tíð haft þar mikil áhrif
á. Þannig jókst starfsemi fyrirtæk-
isins mjög með tilkomu hraðfrysti-
húsanna og ört vaxandi útflutningi
á freðfíski. Að sama skapi hefur
sá samdráttur sem nú ríkir í sjávar-
útveginum haft áhrif á umsvif fyrir-
tækisins.
Bræðumir Leifur og Kristján
Jóhann sem reka Kassagerðina
segja að rekstur fyrirtækisins hafí
gengið mjög vel í gegnum árin þótt
alltaf komi einhveijar sveiflur. í
viðskiptamannaskrá Kassagerðar-
innar má fínna 6-700 aðila en
50-70 aðilar em stærstu viðskipta-
vinimir. „Við emm fyrst og fremst
þjónustuaðilar fyrir matvælaiðnað-
inn á íslandi og ef þrengingar em
á markaðnum hefur það um leið
áhrif á framleiðslumagnið. Sjávar-
útvegsfyrirtæki em um 65% við-
skiptavina okkar og því fínnum við
fyrir þeim samdrætti sem þar hefur
verið undanfarin 2-3 ár.“ í kjölfar-
ið hefur fyrirtækið þurft að fækka
starfsmönnum aðeins á sl. vikum.
FRUMKVÖÐULL —-Kristján Jóhann og Leifur Agnarssynir
við bijóstmynd af afa sínum, Kristjáni Jóhanni Kristjánssyni, sem stofn-
aði fyrirtækið árið 1932.
Þeir segja að annars hafí mjög litl-
ar sveiflur verið í starfsmannahaldi
og meðaltalsstarfsaldur innan fyrir-
tæksins sé mjög langur, eða 11-12
ár.
Samkeppni í umbúðum og
prentun
Aðspurðir um hvort mikil sam-
keppni riki á umbúðamarkaðnum
hér á landi segja Leifur og Kristján
Jóhann að Umbúðamiðstöðin sé eini
innlendi keppinauturinn í öskju-
framleiðslu en fyrirtækið sé í raun
einnig í samkeppni við aðrar teg-
undir umbúða, t.d. plastumbúðir.
Auk þess komi mikil samkeppni
erlendis frá sérstaklega á síðustu
15-20 árum, flutningar séu tíðari
og markaðurinn opnari. Því njóti
fyrirtækið ekki þeirrar íjarlægðar-
vemdar sem það áður gerði. Auk
þessa hafí sambærileg fyrirtæki í
nágrannalöndunum átt við erfíð-
leika að stríða á heimamarkaði og
því hafi þau í auknum mæli reynt
að sækja inn á markaðinn hér á
landi.
„Fyrirtækin erlendis eru mun
stærri en hér en það verð sem við
bjóðum okkar viðskiptavinum er
svipað og þar tíðkast og því fylli-
lega samkeppnishæft. Smæð mark-
aðarins háir okkur þó mest og við
getum ekki nýtt íjárfestingar okkar
fyllilega. Því á hagkvæmn: stærðar-
innar sér ekki stað hér. Með því
að vera með tví- eða þrískiptar vakt-
ir líkt og víða tíðkast gætum við
framleitt miklu meira en eftirspum-
in leyfir það ekki.“
Leifur og Kristján Jóhann segja
að erfítt sé að meta markaðshlut-
deild á umbúðamarkaðnum hér-
lendis en giska gróflega á að Kassa-
gerðin framleiði um 80-90% af
þeim bylgjupappa sem notaður er
hér á landi en um 50-60% af öskj-
unum. Auk þessa em þeir í sam-
keppni í prentiðnaðinum þar sem
þeir prenta ekki einungis á þær
öskjur sem þeir framleiða heldur
taka einnig þátt í útboðum á al-
mennum prentverkum og hafa sér-
hæft sig í litprentun. Fyrirtækið
hefur t.d. framleitt dagatöl, ljós-
myndabækur, eftirprentanir hand-
rita, t.d. Guðbrandsbiblíu og
Skarðsbók, o.fl.
Kassagerðin mun alla tíð hafa
lagt mikla áherslu á gæðamál í
rekstrinum. Á þessu ári hefur verið
unnið að gæðaverkefni innan fyrir-
tækisins eftir forskrift alþjóðlegs
staðals, ISO 9002, og vonast er til
að hægt verði að sækja um vottun
gæðakerfís fyrirtækisins í lok árs
1993 eða byijun árs 1994.
Vaxandi útflutningnr
Útflutningur fyrirtækisins hófst
árið 1964 og síðan hefur alitaf ver-
ið flutt út eitthvert magn, útflutn-
ingurin hefur að meðaltali verið um
10% af veltu. Útflutningurinn hefur
farið ívið vaxandi undanfarin ár og
mest farið upp í 15% af veltu.
Svo til einungis hafa verið fluttar
út umbúðir fyrir frosinn. físk og
mikil áhersla er lögð á sérþekkingu
Kassagerðarinnar á því sviði. „Við
höfum markaðssett okkur erlendis
sem sérhæfða aðila í framleiðslu
umbúða fyrir frosinn físk en ekki
lagt áherslu á annað í framleiðslu
okkar á þeim markaði.“
I tilefni 60 ára afmælis Kassa-
gerðar Reykjavíkur á þessu ári
færði fyrirtækið starfsmannafélag-
inu í fyrirtækinu sumarhús að gjöf
til að bæta orlofsaðstöðuna. „í ljósi
efnahagsumhverfísins var tekin
ákvörðun um að halda hátíðarhöld-
um fyrirtækis innan húss en ekki
vera með almennar uppákomur."
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir sam-
drátt í framleiðslu Kassagerðarinn-
ar á þessu ári segjast Leifur og
Kristján Jóhann vera bjartsýnir á
að viðskiptavinir fyrirtækisins sjái
fram á betri tíð og framleiðslan
muni vaxa. ÁHB
Viðskipta- og þjónustu-
TEIKNINGASKÁPAR
SKÁPAR MEÐ RENNIHURÐUM,
VÆNGJAHURÐUM, TVÖFALDIR
SKÚFFUSKÁPAR O.FL
HF.OFNASMIVJAN
HÁTEIGSVEGI 7, S: 21220
Fyrirspumir skiiist fyrir 3. nóv. til nugldeildnr Mbl. merktor: „G - 4313."
TIL LEIGU EDA SOLU
300 f nt verslunarhúsnædi á
Grensásvegi 3
skráin 1993 væntanleg
FYRIRTÆKIÐ íslensk útgáfa hf. vinnur nú að útgáfu bókarinnar
Viðskipta- og þjónustuskráin 1993. í bókinni verða 300 flokkar við-
skipta- og þjónustuaðila í stafrófsröð og ámóta margir undirflokkar.
Viðskipta- og þjónustuskránni
verður dreift ókeypis í 50 þúsund
eintökum, m.a. í öll fyrirtæki lands-
ins, á bensínstöðvar, pósthús, í
bókabúðir og stórmarkaði þar sem
almenningur getur nálgast hana,
eins og segir í fréttatilkynningu frá
íslenskri útgáfu.
Hámarksfjöldi skráninga í hveij-
um flokk í bókinni er 15.1 fréttatil-
kynningunni segir að þannig sé
þeim sem vilja koma þjónustu sinni
á framfæri tryggð betri svörun en
ef fjöldinn væri meiri. Bókin, sem
er sniðin jafnt að þörfum almenn-
ings og fyrirtækja, verður í hand-
hægu broti sem m.a. fellur inn í
svonefndar fílofax-dagbækur.
Viðskipta- og þjónustuskráin
1993 verður 60 bls. að stærð, en
fyrirhugaður útgáfustaður er 27.
nóvember nk. Auk skrár yfír við-
skipta- og þjónustuaðila verður í
bókinni skrá yfír um 1.500 umboð
í landinu.